Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Á öllum þeim árum sem ég hef fengist við útgáfu held ég að það hafi aldrei gerst að slegist hafi verið um óútkomna bók með þeim hætti sem nú er að eiga sér stað,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Mikil eftirvænting er í bókaheim- inum vegna nýrrar bókar Andra Snæs Magnasonar sem kemur út í dag. Bókin nefnist Um tímann og vatnið og umfjöllunarefnið er lofts- lagsmál, stærsta viðfangsefni sem jarðarbúar hafa staðið sameinaðir frammi fyrir eins og það er orðað í kynningu bókarinnar. Andri vakti sem kunnugt er mikla athygli fyrir skrif sín um íslenska náttúru í Draumalandinu sem kom út 2006 en sú bók seldist í hátt í 30 þúsund ein- tökum hér á landi. Því bíða margir spenntir eftir skrifum hans um loftslagsmálin sem brenna á mörg- um þessi dægrin. Kaupa bókina ólesna „Það er nær óheyrt að óútkomin bók njóti jafnmikillar athygli og Um tímann og vatnið er að fá núna frá erlendum útgefendum,“ segir Egill. Réttindastofa Forlagsins sendi fyr- ir skömmu út kynningarefni um bókina, umfjöllunarefni hennar og höfundinn. „Nú þegar hafa farið fram uppboð milli útgefenda í tveimur löndum um það hver hreppir hnossið og bókin hefur samtals verið seld til sjö landa áður en hún kemur út á Íslandi. Þar á meðal til stærstu markaðs- svæðanna; Bretlands, Bandaríkj- anna og Þýskalands,“ segir útgef- andinn en rétt er að geta þess að öll erlendu bókaforlögin eru að kaupa bókina ólesna. Mikill áhugi á loftslagsmálum „Loftslagsmálin eru auðvitað eins og allir vita heitasta mál samtímans og áhugi erlendra útgefenda að sjálfsögðu til marks um það. Hins vegar er fjöldi bóka um umhverf- ismál að koma út um allan heim um þessar mundir sem gerir árang- urinn með bók Andra Snæs enn merkilegri,“ segir Egill Örn. Erlendir útgefendur bítast um nýja bók Andra Snæs Morgunblaðið/RAX Breyttir tímar Jökullinn Ok er nú horfinn en í sumar var minningarskildi komið fyrir þar sem hann var áður. Andri Snær Magnason Egill Örn Jóhannsson  Fjallar um loftslagsmál  Seld til sjö landa  Uppboð í tveimur löndum Gæði, öryggi, hagkvæmni, ending og áreiðanleiki eru aðalsmerki Volvo atvinnutækja. Sérþekking og löng reynsla er meðal starfsmanna Veltis á Íslandi. Rekstraröryggi Volvo atvinnutækja skiptir máli og því leggjum við ríka áherslu á vel tækjum búið vélaverkstæði og að þar starfi vel þjálfaðir og öflugir fagmenn sem vilja að viðskiptavinir okkar nái framúrskarandi árangri eins og við. Volvo atvinnutækjasvið er einnig með sterkt net þjónustuaðila um land allt. Hafðu samband í dag Hafðu samband við sérfræðinga okkar varðandi Volvo Penta með því að hringja í síma 510 9100 eða sendu okkur fyrirspurn á volvopenta@veltir.is eða komdu til okkar í kaffi til að ræða málin í nýrri glæsilegri þjónustumiðstöð okkar að Hádegismóum 8. Hjá okkur starfar framúrskarandi teymi fagmanna sem búa yfir áratuga reynslu í söluráðgjöf og þjónustu við Volvo atvinnutæki. Volvo Penta á Íslandi Hádegismóar 8 Sími 510 9100 volvopenta.is VELTIR | Volvo Penta á Íslandi VELDU ÖRYGGI, AFL OG ÁREIÐANLEIKA Vel hefur gengið að gera við- skiptavinum Veitna viðvart um mögulega E.coli-mengun í vatns- bóli Veitna í Grábrókarhrauni. Þetta segir Ólöf Snæhólm Bald- ursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. Hafa flestir tekið frétt- unum með jafnaðargeði að sögn Ólafar. Óstaðfestur grunur um E.coli- mengun í vatnsbóli Veitna í Grá- brókarhrauni kom í ljós við reglu- bundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sýni úr vatnsbólinu var tekið í fyrradag. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Afleiðingar E.coli-mengunar í vatni geta verið mjög alvarlegar. „Eins og staðan er núna þá er þarna óstaðfestur grunur en E.coli-sýking getur verið mjög al- varleg. Hún getur valdið bráðum niðurgangi, magakveisum og jafn- vel öðrum kvillum. Svona sýking getur haft mest áhrif á þá sem eru veikastir fyrir, börn gamalmenni og sjúklinga,“ segir Ólöf. Því ráðleggja Veitur sínum við- skiptavinum sem fá vatn úr vatns- bólinu að sjóða allt vatn þar til gengið hefur verið úr skugga um að óhætt sé að drekka það. Hvort raunveruleg mengun er á ferðinni getur skýrst fyrir hádegi í dag, föstudag. Grunur um E.coli- mengun  Skoða vatnsból í Grábókarhrauni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.