Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/RAX Fóður 95% af metangaslosun Jórturdýra kemur frá ropa. Bylting er að verða í tækniþróun í fóðurframleiðslu með tilkomu nýs íblöndunarefnis í fóður fyrir jórtur- dýr, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fóðurblönd- unnar. Eyjólfur segir frá því í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag að um 10% af kolefnislosun heimsins komi frá jórturdýrum, en von sé á nýju bætiefni á markaðinn innan þriggja ára sem minnka muni metangaslosun og um leið kolefnis- spor jórturdýra um 30%. „Þetta er íblöndunarefni í fóður og þegar það kemur á markaðinn mun það minnka árlegan kolefnisútblástur hér á Íslandi um meira en sem nem- ur útblæstri alls íslenska bílaflot- ans.“ Noregur vill skilyrða notkun Hann segir að ríkisstjórnir bæði Nýja-Sjálands og Noregs hafi nú til skoðunar að banna sölu fóðurs í löndunum nema það innihaldi þetta nýja efni þegar það verður tilbúið. „Það er búið að prófa efnið í til- raunabúum með 7-800 kýr í Banda- ríkjunum og Kanada og það hefur gefið mjög góða raun.“ Kolefnis- jafna bíla- flotann  Nýtt efni í fóður fyrir jórturdýr M I Ð V I K U D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  237. tölublað  107. árgangur  TÍÐINDA AÐ VÆNTA Í FLUG- GEIRANUM SEX Í SVEIT SNÖGG AÐ GERA LJÚFFENGA LIFRARPYLSU DÓMUR bbbmn 29 SLÁTURGERÐ 11VIÐSKIPTAMOGGINN Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir fjárfesta hafa sýnt sértryggðum skuldabréfum takmarkaðan áhuga undanfarið. Það skerði svigrúm banka til að fylgja grunnvöxtum við útgáfu íbúðalána. „Vaxtakjör sértryggðu bréfanna hafa ekki lækkað til samræmis við grunnvexti á markaði,“ segir Jón Bjarki. Meðal þessara fjárfesta hafi verið lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og Íbúðalánasjóður. Þótt lífeyrissjóðum bjóðist í sumum tilfellum betri kjör af sértryggðum skuldabréfum en af út- gáfu íbúðalána kjósi þeir lánin. „Einhverjir sjóðanna eru að lána beint til sjóðfélaga með minni ávöxt- unarkröfu en þeir gætu fengið með því að kaupa sértryggð skuldabréf. Þar er búið að dreifa áhættunni og taka út vafstur sem fylgir beinum út- lánum. Það er dálítið sérstök staða,“ segir Jón Bjarki. Með þessu móti hafi lífeyrissjóðir áhrif á markaðinn úr tveimur áttum; sem fjárfestar og umsvifamiklir lán- veitendur íbúðalána. Stóru bankarnir skoða nú vaxta- lækkun eftir að Seðlabankinn lækkaði vextina. Hátt í 20 lánveitendur bjóða nú íbúðalán á Íslandi. Snorri Jakobs- son, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, segir of marga lánveitend- ur á Íslandi. „Samkvæmt fræðunum ætti í mesta lagi að vera einn banki á Íslandi. Jafnvel þótt við værum með einn banka væri hann of lítill,“ segir Snorri og bendir á áhrif bankaskatta á vaxtastigið í landinu. Takmarkar útlán banka  Lífeyrissjóðirnir velja frekar að veita íbúðalán en kaupa skuldabréf hjá bönkum  Forstöðumaður greiningar hjá Capacent segir of marga veita íbúðalán á Íslandi MVitnar um óhagkvæmt … »4 Seltún er eitt helsta hverasvæðið í Krýsuvík og þar er hægt að ganga á milli leirhvera og gufu- hvera og sjá gufustróka stíga til himins. Leirinn er síbreytilegt listaverk sem skartar grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svip- mót eftir veðrinu. Fallegir litir og litaafbrigði í kvöldsólinni í Krýsuvík Morgunblaðið/Eggert  Hjálmar Gísla- son, stofnandi hugbúnaðarfyrir- tækisins GRID, segir við Við- skiptaMoggann að fyrirtækið geti, gangi áætlanir þess eftir, aflað árstekna upp á 10-15 milljarða króna á næstu 7- 10 árum. GRID býr til skýrslugerðar- og útgáfutól sem vinnur með töflu- reiknum á borð við Excel, og hyggst setja vöruna á markað eftir áramót. 2.500 manns eru á biðlista fyrir próf- unarútgáfu sem kemur út á næstu vikum. GRID var stofnað fyrir rúmu ári og hefur samtals hlotið 4,5 millj- óna bandaríkjadala fjármögnun. Mögulegur notendahópur er talinn í hundruðum milljóna. Hjálmar Gíslason 2.500 á biðlista eft- ir prófunarútgáfu  Fuglaáhuga- menn glöddust um helgina þeg- ar spörfuglinn tígultáti sást hér á landi, en hann er afar sjaldgæf- ur í Evrópu. Fuglinn hefur að öllum líkindum borist hingað með lægðagangi helgarinnar sem hefur feykt honum úr vesturvegi hingað til lands. Tígultátinn er spörfugl af kardín- álaætt, sem er bundin við Ameríku, og er þetta í þriðja skiptið sem hann hefur sést á Íslandi. »4 Tígultáti af ætt kardínála sást hér Tígultáti Fuglinn er ungur karlfugl. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er skrefi nær Evrópumótinu í Eng- landi sem fram fer 2021, eftir 6:0- stórsigur á Lettlandi við afar krefj- andi aðstæður í Liepaja í gærkvöld. Keppnisvöllurinn var svo illa farinn að hann gat vart talist boðlegur. Ísland lýkur þar með keppnis- árinu 2019 með fullt hús stiga í undanriðli sínum, eftir sigra á Lett- um, Slóvökum og Ungverjum, en á nýju ári eru fyrir höndum tveir leikir við Svía sem munu ráða úrslitum um hvort liðanna endar í efsta sæti riðilsins og kemst beint á EM. Liðið sem hafnar í 2. sæti þarf að ná góð- um árangri í samanburði við aðra riðla, og því gæti hvert stig og jafn- vel hvert mark reynst dýrmætt. Hin 19 ára gamla Alexandra Jó- hannsdóttir lék fyrsta mótsleik sinn fyrir Ísland í gær og skoraði fyrsta landsliðsmark sitt, en hún hafði áður leikið fjóra vináttulandsleiki. Þær Hlín Eiríksdóttir, jafnaldra hennar, hafa komið sterkar inn í lið sem ann- ars er skipað afar reyndum leik- mönnum sem sumar hverjar hafa farið þrisvar sinnum í lokakeppni EM. »27 Stórsigur á óboðlegum velli  Ísland nær EM í Englandi  Tvær fæddar 2000 efla liðið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góð byrjun Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.