Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tveir bandarískir vísindamenn og einn Breti fá Nóbelsverðlaun í líf- og læknisfræði í ár. Nóbelsnefnd Karólínsku stofnunarinnar til- kynnti það á blaðamannafundi í Stokkhólmi í fyrradag. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði og prófessor við Há- skóla Íslands, hefur unnið að rann- sóknum með Peter J. Ratcliffe, breska vísindamanninum sem fær verðlaunin. Nýjar leiðir til lækninga Vísindamennirnir þrír, Ratcliffe og Bandaríkjamennirnir William G. Kaelin og Gregg L. Semenza, fá verðlaunin sameiginlega fyrir upp- götvanir á því hvernig frumur lík- amans skynja og bregðast við breytilegu magni súrefnis, meðal annars með nákvæmri stjórnun umritunar. Dómnefndin sagði uppgötvanir þeirra hafa leitt til þess að vinna er hafin við lofandi nýjar leiðir til þess að takast á við blóðleysi, krabba- mein og fleiri sjúkdóma. Grein um umritunarþátt Sigurður var í doktorsnámi í krabbameinslíffræði við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi á árunum 1984 til 1989 og vann síðan um tíma við sameindalíffræðideild sjúkra- hússins. Á þeim tíma gekk hann til liðs við rannsóknahóp í Bretlandi þar sem Peter J. Ratcliffe var einnig. Þeir voru meðal annars meðhöf- undar að grein um lykilumritunar- þáttinn Hif1, um það hvernig hon- um er stjórnað og hvernig hann stjórnar efnaskiptum, æðamyndun og fleiri ferlum. Greinin birtist í Nature Cell Biology árið 2012. Sigurður tekur fram að hann hafi ekki kynnst Ratcliffe persónulega og þekki bandarísku vísindamenn- ina ekki. Segir hann vísindamenn- ina vel að Nóbelsverðlaununum komna. Viðfangsefni þeirra sé mik- ilvægt, sé lykilþáttur í því hvernig líkaminn þroskast og þróast og hvernig Fylgist með í fræðunum Segir Sigurður að fyrrverandi samstarfsmenn sínir á Karólínska séu komnir á eftirlaun og hann hafi fyrir löngu dregið sig út úr þessum rannsóknum. Hann reyni eigi að síður að fylgjast vel með fræðunum. Vel að verðlaununum komnir  Sigurður Ingvarsson, prófessor og forstöðumaður á Keldum, vann að verkefni með einum af þremur vísindamönnum sem fá Nóbelsverðlaun í líf- og læknisfræði Peter J. Ratcliffe Sigurður Ingvarsson Karlmaður á fertugsaldri var í gær úrskurðaður í tíu daga gæslu- varðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rann- sóknar á ætluðu kynferðisbroti, líkamsárás og heimilisofbeldi mannsins gegn unnustu sinni. Tilkynning um málið barst lög- reglu á mánudagsmorgun og var maðurinn handtekinn um hádegisbil samdægurs. Lögreglan fór á vett- vang í húsnæði í vesturhluta borgar- innar og hitti þar fyrir unnustu mannsins, sem var flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Maðurinn hafði flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði en fannst síðar eftir leit í íbúð í öðru hverfi borgarinnar og var þá handtekinn, að því er fram kom í til- kynningu frá lögreglu. Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði að samkvæmt heimildum hefði maðurinn margoft komið við sögu lögreglu og verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Tíu dagar í gæslu- varðhaldi  Grunaður um til- raun til manndráps Meirihluti Samfylkingarinnar, Við- reisnar og Pírata í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkurborgar sam- þykkti á fundi sínum í gær tillögu um að fela sviðsstjóra skóla- og frí- stundaráðs að setja af stað starfshóp um öryggi barna í skóla- og frístunda- starfi borgarinnar. Starfshópurinn á að skila tillögum af sér eigi síður en 1. febrúar 2020. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði lögðu fram efnislega sams konar tillögu en sú til- laga gerði ráð fyrir því að skóla- og frístundasviði yrði falið að samræma öryggisreglur og grípa til viðeigandi aðgerða strax í stað þess að fela starfshópi að fjalla um málið þangað til í febrúar á næsta ári. Starfshópurinn á að skoða þá ör- yggisferla sem fyrir hendi eru í dag og gera tillögu að samræmdum ferl- um. Þá á hann að kanna kosti þess að nýta í auknum mæli öryggismynda- vélar, merkingar starfsfólks og strangari aðgangsstýringu. Brýnt að fara í málin sem fyrst Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins sagði að mikilvægt væri að „ör- yggismál skólanna verði tekin til gagngerrar endurskoðunar sem allra fyrst“ í ljósi nýliðins alvarlegs atviks í einum grunnskóla borgarinnar þar sem brotið var á barni af utanaðkom- andi aðila sem komst inn í skólann. „Það sem skilur á milli þessara til- lagna er að við vildum að þetta kæmi til framkvæmda mjög fljótlega. En meirihlutinn vildi setja þetta í starfs- hóp og við þekkjum nú að vinna starfshópa getur dregist á langinn og stundum skila þeir seint og illa af sér. Auðvitað vonar maður að það verði ekki í þessu tilfelli því það er brýnt að fara í þessi mál sem fyrst,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í skóla- og frístunda- ráði, við Morgunblaðið. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir meirihlutann ekki deila áhyggjum Mörtu. „Við höf- um mjög góða reynslu af því að þeir starfshópar sem við höfum skipað hafa bæði unnið hratt og vel og skilað mjög góðum niðurstöðum.“ Starfshópur skoði öryggi barna í skólum borgarinnar  Kanni kosti þess að nýta meira öryggismyndavélar Íslenskur karlmaður á fimmtugs- aldri var nýverið dæmdur í sjö mán- aða fangelsi í héraðsdómi í Sogni og Firðafylki í Noregi fyrir auðkennis- þjófnað, skjalafals og fjársvik sem hann framdi í sumar. Maðurinn notaði persónuupplýs- ingar kærustu sinnar til að svíkja um 550 þúsund danskar krónur, rúmlega 10 milljónir íslenskra króna, út úr norskum bönkum, m.a. í formi vaxtahárra lána. Þá notaði hann bankaupplýsingar konunnar til að fjárfesta í nýju rúmi með greiðsludreifingu. Á meðan kærasta hans svaf í rúminu að nóttu til notaði hann persónuupplýsingar hennar til að skuldsetja hana enn frekar, að því er fram kemur í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Maðurinn hefur verið dæmdur fyrir skjalafals og fjársvik á Íslandi, síð- ast árið 2018. Í dóminum segir að maðurinn sé þaulvanur þegar kemur að svikum og blekkingum. Sjö mánaða fangelsi í Noregi  Sagður þaulvanur í svikum og blekkingum Bjart og milt veður var yfir borginni í gær og logn við Elliðaárósa. Spáð er áfram björtu og stiltu veðri sunnan- og austanlands í dag og á fimmtudag. Hiti mun ná allt að 10 stigum en kólna mun eftir því sem líður á vikuna. Annars staðar á landinu mun rigna með köflum. Eftir því sem nær dregur helgi mun kólna talsvert og er vætu spáð í flestum landshlutum og jafnvel má búast við snjókomu til fjalla. Spáir áframhaldandi hlýju og mildu lofti Morgunblaðið/Árni Sæberg Göngu- og hjólabrúin yfir Elliðaárósa tók sig einstaklega vel út í veðurblíðunni í borginni í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.