Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Landsréttur staðfesti 4. október dóm
Héraðsdóms Austurlands þess efnis
að einkahlutafélag og eigandi og for-
svarsmaður þess hefðu ekki brotið lög
um atvinnuréttindi útlendinga og lög
um útlendinga.
Ákærðu voru sökuð um að hafa
ráðið erlenda ríkisborgara til land-
búnaðarstarfa á jörð þar sem er
stunduð sérhæfð lífræn grænmetis-
ræktun af margvíslegum toga, án
þess að þeir hefðu tilskilin atvinnu og
dvalarleyfi.
Fram kom í dómi héraðsdóms, sem
Landsréttur staðfesti, að ákæruvald-
ið hefði ekki sannað að ákærðu hefðu
ráðið umrædda einstaklinga til starfa
í þeim skilningi að til vinnuréttarsam-
bands hefði stofnast þeirra á milli.
Í dómi héraðsdóms segir m.a. að
ákærði hafi sagt að um sjálfboðaliða
hafi verið að ræða sem komu á býlið
„fyrir tilstuðlan og samkvæmt beiðni
samtakanna World Wide Opportuni-
ties in Organic Farms (WWOOF)“.
Þeir komu til að kynnast starfsemi
búsins.
Einnig var það mat dómsins að
ekki væri séð að forsvarsmaðurinn og
eigandinn hefði af ásetningi eða stór-
felldu gáleysi nýtt sér starfskrafta
fólksins með þeim hætti sem vísað
væri til í ákvæðum laga sem tiltekin
voru í ákæru. gudni@mbl.is
Brutu ekki lög um at-
vinnuréttindi útlendinga
Sjálfboðaliðar komu til að kynna sér lífrænan búskap
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Málið snerist um út-
lendinga og landbúnaðarstörf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sjaldgæfur tígultáti barst til lands-
ins frá Ameríku á mánudaginn og
var hann merktur í trjálundi við Sel-
tjörn á Reykjanesskaga. Hann hefur
að öllum líkindum borist hingað með
lægðagangi helgarinnar sem hefur
feykt honum úr vesturvegi hingað til
lands. Sömu sögu er að segja um
talsverðan fjölda af evrópskum smá-
fuglum, sem glöddu fuglaáhuga-
menn um helgina. Þeir hafa borist til
landsins með sterkri austanátt og
fleiri gætu verið á leiðinni miðað við
veðurspár.
Tígultátinn er aðeins þriðji fugl-
inn þessarar tegundar sem finnst
hér á landi. Sá fyrsti fannst árið 2001
og næsti tígultátinn fannst dauður
nú í vor. Yann Kolbeinsson fugla-
fræðingur segir að fuglinn sem
fannst um helgina sé ungur, mjög
fallegur karlfugl, en þeir verði sér-
staklega fallegir í fullorðinsbúningi
að vori. Hann segir að tígultátar séu
einnig sjaldgæfir í Evrópu og veki
því athygli þegar þeir finnist á þeim
slóðum.
Tígultáti er spörfugl af kardínála-
ætt sem er bundin við Ameríku.
Tvær aðrar tegundir fugla af þeirri
ætt hafa áður fundist hér, skarlats-
táni og blátittlingur.
Síkjasöngvari, mýrerla,
næturgali og garðaskotta
Af öðrum flækingum sem hingað
komu um helgina má nefna síkja-
söngvara, en hann fannst í Grinda-
vík og var heimsókn hans sú 15. sem
skráð hefur verið hér. Sömu sögu er
að segja af mýrerlu, sem einnig var
skráð í 15. skipti. Báðir þessir fuglar
fundust í garði Eyjólfs Vilbergsson-
ar í Grindavík. Þá má nefna nætur-
gala, þann 13. sem hér finnst, en
hann sást 29. september og er enn
hér á landi.
Einnig nefnir Yann nokkurn
fjölda af hnoðrasöngvurum. Áður
hafi þeir verið mjög sjaldgæfir hér
en nú megi reikna með þeim þegar
hressilega blæs af austri. Af öðrum
gestum nefnir hann garðaskottu,
flekkugríp og grágríp sem hafi glatt
fuglaáhugamenn.
Tígultáti gladdi fuglaáhugamenn
Í þriðja skipti sem þessi Ameríkufugl finnst hér Einnig nokkur fjöldi evrópskra smáfugla
Ljósmyndir/Eyjólfur Vilbergsson
Frá Ameríku Tígultáti sást nú aðeins í þriðja skipti á Íslandi en er einnig fá-
gætur annars staðar í Evrópu og vekur athygli þar sem hann finnst.
Evrópufugl Mýrerlan í Grindavík var sködduð á stéli en gat bjargað sér.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vaxtamunur stóru bankanna þriggja
hefur haldist um 3% síðustu ár. Mun-
urinn er um tvölfalt meiri en á ár-
unum fyrir efnahagsáfallið.
Snorri Jakobsson, forstöðumaður
greiningardeildar Capacent, fjallaði
um vaxtamun í
meistararitgerð
sinni í hagfræði,
Áhrif eignarhalds
á rekstrarárangur
íslenskra innláns-
stofnana. Við rit-
gerðarsmíðina tók
hann saman gögn
yfir vaxtamun
stóru bankanna
þriggja aftur til
ársins 1997. Þau gögn eru hér endur-
birt til ársins 2014. Tölur fyrir 2015 til
og með annars ársfjórðungs 2019 eru
svo fengnar frá Fjármálaeftirlitinu
sem tók þær saman fyrir Morgun-
blaðið. Með vaxtamun er átt við mun á
útláns- og innlánsvöxtum.
Vaxtamunurinn minnkaði á ára-
tugnum frá árinu 1997 til ársins 2007.
Haustið 2008 lentu bankarnir í
brotsjó og skiptu um eigendur.
Bankakerfið var endurreist. Næstu
ár jókst vaxamunurinn og náði há-
marki 2012, þegar hann var 3,1%.
Hann hefur síðan verið nærri 3%.
Snorri segir aðspurður að vaxta-
munurinn veiti vísbendingu um
stærðarhagkvæmni í bankarekstri.
Umsvif bankanna hafi aukist mjög ár-
in fyrir efnahagsáfallið og efnahags-
reikningurinn vaxið í um tífalda
landsframleiðslu. Samhliða miklum
vexti hafi vaxtamunurinn minnkað í
um 1,5%.
Munurinn er nú sem áður segir 3%,
eða tvöfalt meiri.
Ekki jafn hagkvæmt
Snorri segir þetta eina birtingar-
mynd þess að bankakerfið á Íslandi sé
óhagkvæmara en fyrir efnahags-
áfallið haustið 2008.
„Eftir því sem bankar verða stærri
því lægri verður rekstrarkostnaður á
allar eignirnar. Vaxtamunur stærri
banka er almennt minni en smærri
banka,“ segir Snorri.
Hátt í 20 fjármálastofnanir og líf-
eyrissjóðir veita nú íbúðalán.
Snorri segir aðspurður að of marg-
ir lánveitendur séu á Íslandi. Þá hafi
nýir og sértækir skattar eftir efna-
hagshrunið, bankaskattur, viðbótar-
tekjuskattur og fjársýsluskattur, sitt
að segja. Slík gjaldtaka hljóti að hafa
áhrif á afkomuna.
„Samkvæmt fræðunum ætti í
mesta lagi að vera einn banki á Ís-
landi. Jafnvel þótt við værum með
einn banka væri hann of lítill. Svo hafa
sértækir skattar mikil áhrif á bank-
ana. Það má gefa sér að vextir séu
0,7% hærri en ella út af þessum
sköttum,“ segir Snorri. Forsendur
sértæku skattanna séu brostnar.
Ekki réttlætanlegur lengur
„Bankaskatturinn var réttlætan-
legur þegar gríðarleg virðisaukning
var í bankakerfinu. Fyrstu 5-6 árin
eftir hrunið græddu bankarnir mikið
á eignasöfnum sem þeir fengu frá
föllnu bönkunum. Því var hægt að
skattleggja virðisaukann af útlánum
og hagnaðinn.
Síðustu 3-4 ár hefur þessi banka-
skattur hins vegar ekki verið réttlæt-
anlegur. Hann felur í sér ákveðna ein-
feldni enda leggst hann á viðskipta-
vini. Vextir eru hærri en ella út af
sértæku skattlagningunni. Þannig að
bankaskatturinn er í raun sértækur
skattur á skuldsett heimili og smærri
fyrirtæki. Þetta bitnar mest á ungu
fólki og skuldsettum heimilum,“ segir
Snorri.
Skekkir samkeppnisstöðuna
Hann bendir svo á að stóru fyrir-
tækin geti gert lánasamninga við er-
lenda banka sem ekki þurfi að greiða
sértæku skattana. Það skekki sam-
keppnisstöðu smærri og stærri fyrir-
tækja á Íslandi.
„Þessir skattar munu minnka sölu-
verðmæti bankanna sem eru í eigu
ríkisins til jafns. Ef ætlunin er að selja
bankana væri betra að leggja banka-
skattinn af, fyrir utan brenglunina
sem hann veldur í íslensku atvinnu-
lífi,“ segir Snorri.
Markaður með íbúðalán hefur
breyst mikið á Íslandi síðustu ár.
Hlutdeild lífeyrissjóða hefur vaxið
hratt en þeir greiða ekki sértæku
skattana sem bankarnir greiða.
Til marks um aukið framboð eru
óverðtryggð íbúðalán nú í boði hjá 13
lánveitendum.
Vitnar um óhagkvæmt bankakerfi
Forstöðumaður greiningardeildar Capacent segir vaxtamun endurspegla óhagkvæmt bankakerfi
Munurinn hafi minnkað á árunum fyrir efnahagshrunið Vaxtamunurinn er nú um tvöfalt hærri
Vaxtamunur viðskipta-
bankanna þriggja
1997 2008 2019
4%
3%
2%
1%
0%
3,7%
2,8%
3,3%
1,5%
*2. ársfj. 2019. Heimildir: Tölur fyrir árin
1997-2014: greining Snorra Jakobssonar.
Tölur fyrir árin 2015-2019 koma frá FME.
$
*
Snorri
Jakobsson