Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Misty
10% AF SÖLU
Á VÖLDUMVÖRUM
HJÁ OKKUR 1.-15. OKTÓBER
RENNA TIL
KRABBAMEINSFÉLAGSINS
BLEIKA
SLAUFAN
Þegar Píratar buðu fyrst framátti flokkurinn að vera öðru-
vísi en þeir sem fyrir voru og
margir kjósendanna töldu að hon-
um væri ætlað að hrista upp í
kerfinu og horfa á
viðfangsefni
stjórnmálanna
ferskum augum.
Þetta hefur ekki
gengið eftir.
Flokkurinn þróað-
ist hratt út í að vera
dæmigerður vinstriflokkur þar
sem lausnirnar voru aukin útgjöld
og frekari umsvif hins opinbera þó
að á slíku væri síst skortur.
Fáir flokkar ef nokkur hafameiri trú á opinberum stofn-
unum en Píratar, að minnsta kosti
þingmenn þess flokks þó að óvíst
sé að kjósendur flokksins séu jafn
einbeittir áhugamenn um ríkis-
lausnirnar því að þingmenn Pírata
reyna enn að halda í þá ímynd að
þeir séu öðruvísi.
Nýlegt dæmi um ofurtrú þing-mannanna á stofnunum birt-
ist í þingsályktunartillögu sem
þeir lögðu fram á dögunum um
„stofnun embættis tæknistjóra
ríkisins“.
Þessi nýja stofnun á að hafa„yfirumsjón með tæknilegum
innviðum Stjórnarráðsins, svo
unnt verði að taka þau föstum tök-
um og m.a. byggja upp góða
tækniþekkingu innan stofnunar-
innar og lækka útgjöld ríkisins
með stærðarhagkvæmni“.
Stofnunin nýja á sem sagt ekkiaðeins að bæta tæknimálin
heldur líka að spara fé. En er
reynsla skattgreiðenda að nýjar
stofnanir dragi úr útgjöldum? Eða
getur verið að þær auki umsvif
hins opinbera og útgjöldin um
leið?
Er hagkvæmt að
fjölga stofnunum?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra segir íslensk stjórnvöld
hafa miklar áhyggjur af þeirri
ákvörðun Tyrkja að ráðast inn í
norðurhluta Sýrlands. Innrásin geti
haft áhrif á heimsvísu, þá helst ef
hryðjuverkasamtökin Ríki íslams
spretta aftur upp.
Bandarísk yfirvöld eru byrjuð að
flytja hersveitir sínar frá norður-
hluta Sýrlands og landamærum
Tyrklands. Með því er leiðin greið
fyrir Tyrki að ráðast gegn Kúrdum
sem eru staðsettir við landamærin.
Kúrdar voru helstu bandamenn
Bandaríkjamanna í stríðinu gegn
Ríki íslams í Sýrlandi.
„Afstaða okkar er alveg skýr. Við
höfum miklar áhyggjur af því að
Tyrkir ætli að ráðast inn,“ sagði
Guðlaugur Þór við mbl.is síðdegis í
gær og bætti við: „Við höfum
áhyggjur af þessu vegna fyrirséðra
áhrifa, meðal annars á almenna
borgara. Við höfum líka áhyggjur af
því að ef árásir verða á Kúrda gæti
það leyst hryðjuverkasamtökin Ríki
íslams aftur úr læðingi. Sýrlenskir
Kúrdar hafa staðið í fylkingarbrjósti
í baráttunni við þessi illræmdu sam-
tök.“
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hefur hótað að
rústa efnahag
Tyrkja ef þeir
ganga lengra en
eðlilegt er, að
hans mati, gegn
Kúrdum. Bæði
Bandaríkin og
Tyrkland eiga að-
ild að NATO og
spurður hvað geti
gerst þegar eitt
aðildarríki NATO hótar slíkum að-
gerðum gegn öðru segir Guðlaugur:
„Þetta er mjög viðkvæmt ástand.
Þetta var tekið upp á vettvangi
NATO í fastaráði í dag. Við erum
ekki einir um að hafa áhyggjur af
þessu. Við höfum áður tekið þetta
upp á vettvangi NATO og beint við
Tyrki líka. Þetta er einhliða aðgerð
af þeirra hálfu og fer ekki fram í um-
boði eða með samþykki Atlantshafs-
bandalagsins, það liggur alveg fyrir.“
Logi Einarsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefur óskað eftir því
að utanríkisráðherra komi fyrir
utanríkismálanefnd vegna málsins.
Guðlaugur er staddur erlendis eins
og stendur en ætlar að verða við
beiðni Loga fljótlega eftir að hann
kemur til landsins.
Óttast afleiðingar
innrásar í Sýrland
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Gæti blásið nýju lífi í Ríki íslams
Ætla má að útsvarstekjutap
Reykjavíkurborgar vegna skatt-
frjálsrar greiðslu séreignarsparn-
aðar inn á fasteignalán nemi alls
u.þ.b. 4,5 til 5 milljörðum á tíma-
bilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní
2021. Talið er að árlegt tekjutap
sveitarfélaga landsins vegna þessa
úrræðis nemi tveimur milljörðum á
ári. Þetta kemur fram í umsögn
Reykjavíkurborgar við fjárlaga-
frumvarpið.
Framlengd tvisvar
Þar segir að síðustu ár hafi
skattfrjáls nýting séreignarsparn-
aðar tekið við af vaxtabótum sem
úrræði til að létta undir með íbúða-
kaupendum og hafi því ríkið velt
stórum hluta af kostnaðinum yfir á
sveitarfélög. Heimildin hafi verið
framlengd tvisvar sinnum.
Þessar aðgerðir hafi bein áhrif á
útsvarstekjur sveitarfélaga og
krefst Reykjavíkurborg þess að
borginni og öðrum sveitarfélögum
„verði bætt það útsvarstekjutap að
fullu sem hefur hlotist af ákvörðun
Alþingis um skattfrjálsa ráðstöfun
séreignarsparnaðar“.
Segir einnig að 244 milljóna kr.
sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði
sem fékkst árið 2017 til að bæta
fyrir tekjuskerðinguna bæti þó að-
eins lítinn hluta af útsvarstekjutap-
inu. »14
Sveitarfélög segjast tapa milljörðum
Krefst að ríkið bæti tap vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Borgin segist tapa 4,5 til 5
milljarða útsvarstekjum á sjö árum.