Morgunblaðið - 09.10.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
Superior herbergi
HVATAFERÐIR OG FUNDIR
Superior herbergi
Það fer vel um stóra og smáa hópa á fundum eða í hvataferð hjá okkur.
Við sérsníðum móttökurnar að þörfum hópsins. Hótel Örk er steinsnar
frá borginni í sannkallaðri náttúruparadís.
Pantanir í síma 483 4700
booking@hotelork.is
hotelork.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Skólabíll fer tvisvar á dag með börn
í og úr skóla og einnig með börn í
sund niður á Stokkseyri. Það er
skelfilegt að láta börnin hristast í
þessu alla daga,“ segir Margrét Jóns-
dóttir, bóndi í Syðra-Velli í Flóa-
hreppi, þegar hún er spurð um
ástand Hamarsvegar sem hún býr
við. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur
tekið undir lýsingu hennar og
tveggja annarra sveitarstjórnarfull-
trúa á ástandi malarvega og gert
áskorun þeirra um úrbætur að sinni.
Í áskoruninni er sérstaklega rætt
um ástand þriggja malarvega og sagt
að viðhaldi þeirra sé mjög ábótavant.
Það eru Hamarsvegur frá Félags-
lundi að Villingaholtsvegi, Urriða-
fossvegur frá Villingaholtsvegi að
hringvegi. Sagt er að þeir hafi nánast
verið ókeyrandi mikinn hluta sum-
ars. Sama megi segja um Önundar-
holtsveg. Þar sé slælegt viðhald, eins
og á öðrum malarvegum í sveitar-
félaginu.
Margrét segir að vaxandi umferð
sé um þessa vegi, íbúum fjölgi og
einnig fjölgi sífellt þeim ferðamönn-
um sem um þá fara. Búskapur er
rekinn við þessa vegi, ferðaþjónusta
og ýmis annar atvinnurekstur. Því
eru nokkrir þungaflutningar. Þá er
skólabörnum ekið í Flóaskóla á
hverjum degi og í sundkennslu. Þá
aki fjöldi fólks þessa vegi dag hvern
til og frá vinnu.
Margrét bendir á að Vegagerðin
eigi að sjá um viðhald heimreiða. Þær
séu víða með mjög lélegu efni og
verði fljótt eitt svað þannig að aurinn
berist heim á hlað auk þess sem bílar
skemmist.
Takmarkað fjármagn
Páll Halldórsson, rekstrarstjóri
hjá Vegagerðinni á Selfossi, kannast
við að erfitt sé að halda malarveg-
unum við. Hann segir að vegirnir hafi
verið ágætir langt fram eftir sumri.
Vegagerðin hafi reynt eftir megni að
rykbinda þá. Notuð hafi verið 700
tonn af salti til þess í sínu umdæmi en
það hafi haft lítið að segja. Í þurrk-
unum hafi efnið rokið úr slitlaginu og
vegirnir gárast og að lokum myndast
þvottabretti. Rigningarnar síðsum-
ars hafi ekki bætt úr skák en þá hafi
þó verið hægt að hefla. Allir vegirnir í
Flóahreppi hafi verið heflaðir í haust.
„Það er búið að styrkja flesta af
þessum vegum og nýtt malarslitlag
var sett á þá fyrir þremur árum en
það þarf að bera ofan í þá alla aftur,“
segir Páll. Hann segir að vegirnir í
Flóanum hafi verið forgangi og á
meðan hafi lítið verið gert í upp-
sveitum. Í sumar hafi mest verið
unnið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Hann segir að Vegagerðin á Selfossi
hafi 60 milljónir í viðhald malarvega
á ári og þeir peningar séu fljótir að
fara.
Páll segir eðlilegt að fólk vilji fá
bundið slitlag en það kosti enn meira
en nýtt malarslitlag. „Það er mikill
aðstöðumunur hjá fólki sem hefur
ekki þannig vegi. Ég skil það vel að
rykið er óþolandi og bæirnir rétt
hjá,“ segir hann.
Hann segir að mikil og vaxandi
umferð sé frá hringvegi að Urriða-
fossi og mikilvægt að leggja bundið
slitlag á þann spotta.
Skelfilegt að láta
börnin hristast á vegi
Sveitarstjórn Flóahrepps vill meira viðhald á malarvegum
Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir
Þvottabretti Þrátt fyrir að vegurinn um Gerðaheiði á Hamarsvegi hafi ver-
ið heflaður er hann slæmur yfirferðar. Lítið er eftir af malarslitlaginu.
Guðlaugur J. Albertsson
gullialla@simnet.is
Safnaðarheimili Patreksfjarðarkirkju
var vígt við hátíðlega athöfn síðastlið-
inn sunnudag. Að lokinni messu í
kirkjunni vígði Kristján Björnsson,
vígslubiskup í Skálholti, húsið til al-
menns safnaðarstarfs. Mikil og fjöl-
breytt starfsemi er nú í safnaðar-
heimilinu.
Við messu í Patreksfjarðarkirkju
prédikaði vígslubiskup og þjónaði fyr-
ir altari ásamt sóknarpresti, séra
Kristjáni Arasyni, og þremur fyrrver-
andi þjónandi prestum prestakallsins,
þeim séra Sigurði Jónssyni sem þjón-
aði prestakallinu 1988-1991, séra
Hannesi Björnssyni sem þjónaði
1992-2001 og séra Leifi Ragnari Jóns-
syni sem þjónaði í Patreksfjarðar-
prestakalli frá 2001-2017. Að messu
lokinni var gengið yfir í safnaðar-
heimilið þar sem heimilið var vígt og
sóknin bauð gestum upp á kaffi og
kökur.
Patreksfjarðarkirkja fékk húsið að
gjöf frá útgerðinni Odda hf. árið 2007,
á 100 ára afmæli kirkjunnar. Síðan
hefur sóknin staðið í miklum endur-
bótum á húsinu með hjálp margra
góðra manna og kvenna. Nú 12 árum
síðar er húsið í mikilli og fjölbreyttri
notkun allan ársins hring.
Tólf ára gömul
gjöf tekin í notkun
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Prestar og prelátar Leifur Ragnar Jónson, Kristján Björnsson vigslu-
biskup, Kristján Arason, Hannes Björnsson og Sigurður Jónsson.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Okkar fyrsti kostur er alltaf Land-
eyjahöfn og um leið og við fáum það
umhverfi sem til þarf siglum við
þangað. Við munum sigla þangað aft-
ur í vetur,“ segir Guðbjartur Ellert
Jónsson, framkvæmdastjóri Herj-
ólfs.
Nýr Herjólfur sigldi fyrstu áætl-
unarferð sína með farþega frá Vest-
mannaeyjum til Þorlákshafnar á
mánudaginn. Ófært var til Land-
eyjahafnar vegna veðurs og sjólags.
Sama var upp á teningnum í gær.
Guðbjartur segir í samtali við
Morgunblaðið að skipið sé vissulega
hannað fyrir styttri siglingar til
Landeyjahafnar, þótt alltaf hafi verið
viðbúið að það þyrfti að taka ein-
hverjar ferðir til Þorlákshafnar.
„Núna erum við að vinna í að átta
okkur á því hvernig skipið fer með
farþega á þessari leið. Það er mikil-
vægt að fá upplýsingar um aðbúnað
farþega á siglingunni.“
Hann segir að ekkert hafi enn
komið upp á í siglingum nýja Herj-
ólfs til og frá Þorlákshöfn. Siglinga-
tíminn sé sá sami og hjá eldra skip-
inu, tveir tímar og 45 mínútur. „Síðan
eru aðstæður misjafnar. Eldri er
mun lengur þegar veður er vont og
það er eins með þann nýja. Við erum
alltaf að glíma við aðstæðurnar í
þessum siglingum, sá nýi er teikn-
aður inn og fer á sömu siglingatíðn-
inni og sá eldri. Siglingin er samt
öðruvísi. Það breytir því ekki að þeir
sem eru viðkvæmir fyrir öldugangi
finna fyrir honum. Og það eru færri
kojur í nýja skipinu, sem vissulega
hefur áhrif á þjónustuna sem verið er
að veita. Farþegar munu alveg finna
fyrir því. Þó er ráðgert að bæta við
32 kojum og þá verður munurinn
þrjátíu. Þetta skiptir fólk máli.“
Guðbjartur segir að ekki sé búið að
loka Landeyjahöfn fyrir veturinn og
breyta áætlun Herjólfs. „Það eru
hins vegar margir þættir sem hafa
áhrif á siglingar í Landeyjahöfn;
ölduhæðin, straumar, vindar, öldu-
lengd og öldutíðni. Aðstæðurnar eru
svo vaktaðar hverju sinni. Við erum
með nýtt skip sem við þurfum að
máta í þessar aðstæður.“
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Herjólfur Nýja skipið á leið í áætlunarferð til Þorlákshafnar með farþega.
Máta nýja Herjólf
í vetraraðstæður
Nýi Herjólfur
» Hinn nýi Herjólfur fór í sína
fyrstu áætlunarferð í lok júlí.
Skipið var smíðað í Póllandi og
kostaði á endanum 4,3 millj-
arða króna.
» Nýja ferjan má flytja allt að
540 farþega í hverri ferð milli
Landeyjahafnar og Vest-
mannaeyja yfir sumarið. Þegar
siglt er í Þorlákshöfn að vetri
má flytja allt að 400 farþega í
hverri ferð.