Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Við kynnum nýju varalitina
Rouge Allure Ink Fusion
– mattur, mjúkur varalitur
sem helst lengi á vörunum.
Sérfræðingur frá CHANEL tekur vel á
móti þér og veitir þér faglega ráðgjöf
Chanel kynning í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
9.-11. OKTÓBER
20% afsláttur
af CHANEL vörum
kynningardagana
Verið velkomin
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í upphafi nýs vatnsárs Landsvirkj-
unar eru öll miðlunarlón á hálend-
inu full. Landsvirkjun er því í góðri
stöðu til að tryggja orkuafhendingu
til viðskiptavina sinna á komandi
vatnsári, en ef innrennsli verður
undir meðallagi í haust getur það
haft áhrif á framboð orku frá fyrir-
tækinu, segir í frétt á heimasíðu
Landsvirkjunar.
Það skiptir miklu fyrir fyrir-
tækið að vatnsbúskapur sé góður.
Skemmst er að minnast ársins 2014,
þegar vatnsbúskapur var með
verra móti og skammta þurfti orku.
Tekjutap Landsvirkjunar vegna
skerðinga á raforku hljóp á hundr-
uðum milljóna króna.
Nýtt vatnsár hefst hjá Lands-
virkjun 1. október ár hvert, en um
það leyti eru miðlanir yfirleitt í
hæstu stöðu eftir vorleysingar,
jöklabráð sumarsins og upphaf
haustrigninga. Þegar haustrign-
ingum lýkur og vetur gengur í garð
er byrjað að nýta miðlunarforðann.
Vatn frá miðlunum stendur undir
um helmingi af orkuvinnslu Lands-
virkjunar yfir veturinn og fram á
vor.
Innrennsli á nýliðnu vatnsári
var kaflaskipt og í heild rétt í
meðallagi, segir enn fremur í frétt-
inni. Haustið 2018 var kalt og
niðurdráttur hófst óvenju snemma.
Við tók síðan mildur vetur, með
hlýindaköflum. Staða lóna fyrir
vorflóð var því góð. Vorflóðin komu
í apríl, fyrr en venja er. Fylling
lóna í sumar gekk síðan ágætlega
framan af og fylltust Þórisvatn og
Hálslón í byrjun ágúst.
Þá tók við kaldur ágústmán-
uður og innrennsli til miðlunarlóna
dróst saman. Leit þá út fyrir að
ekki næðist að fylla Blöndulón fyrir
veturinn, en rigningar í september
leiddu síðan til þess að Blöndulón
fylltist 19. september.
Þetta kom sér vel fyrir veiði-
menn í Blöndu, sem losnuðu við að
veiða í gruggugu vatni árinnar.
Hægt er að fylgjast með vatns-
hæð lóna daglega á vöktunarsíðu
vefs Landsvirkjunar: www.lands-
virkjun.is/rannsoknirogthroun/
voktun.
Nýtt vatnsár hófst hjá Landsvirkjun 1. október og horfur með orkuafhendingu eru góðar
Öll miðlunarlón
á hálendinu full
Ljósmynd/Landsvirkjun
Tilkomumikið Þegar vatn rennur á yfirfalli í Hálslóni myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu.
Rennsli á nýliðnu vatnsári kaflaskipt
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta var ekkert mál, ég er vön að vinna hratt. Mér finnst rosa-
lega gaman að gera þetta. Það tilheyrir haustinu að taka
slátur,“ sagði Dóra Steindórsdóttir, sem bráðum verður 85 ára.
Hún keypti 31 slátur á sláturmarkaði SS og Hagkaupa á
fimmtudaginn var og vann úr þeim daginn eftir. Dóttir hennar,
Steinunn Þorvaldsdóttir, var með henni og voru þær mæðgur
um sjö klukkutíma að þessu smáræði sem Dóru fannst. Lifrar-
pylsan fer á fjögur heimili og verður borðuð með góðri lyst í
vetur.
Dóra er fædd í Vestmannaeyjum og kennd við Hlíðardal þar
sem hún ólst upp. Guðjón Jónsson, fósturfaðir hennar, var sjó-
maður og líka með kindur sem var slátrað heima. Dóra kynntist
því snemma sláturgerð. Hún lærði líka að reyta lunda og fýls-
unga og sat við að reyta fýlinn frá morgni til kvölds á meðan
fýlatíminn stóð yfir. Dóra kunni vel að meta saltaðan fýl.
Hún giftist Þorvaldi Ingólfssyni og stofnuðu þau heimili í
Vestmannaeyjum og eignuðust dæturnar Steinunni og Ingu
Hrönn. Eftir eldgosið í Heimaey 1973 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur. Þar vann Dóra lengi sem dagmóðir og á þeim ár-
um tók hún 60-70 slátur á hverju hausti.
„Ég er ekkert þreytt eftir sláturgerðina, þótt ég finni að ég er
ekki alveg eins og þegar ég var ung,“ sagði Dóra. „Ég er nýhætt
að nota vambir í keppina. Þetta er ekkert orðið í dag eftir að
pokarnir komu og mörinn fæst brytjaður. Steina setti hræruna í
pokana og svo var bara lokað fyrir með nælu.“
Lifrarpylsan sem Dóra býr til þykir einstaklega ljúffeng. En
hvernig fer hún að? „Það er ekkert leyndarmál. Ég vigta allt.
Er ekki svo klár að ég geti bara slumpað, eins og sagt var í
gamla daga. Vil bara hafa mína uppskrift. Ég hræri ekki mikið í
þessu en í gamla daga var blandað svo mikið til að fá meira út úr
þessu.“
Það tilheyrir haust-
inu að taka slátur
Dóra Steindórsdóttir er snögg að gera lifrarpylsu
Ljósmynd/Bjarni Sveinsson
Keypt inn Dóra gerir lifrarpylsu á hverju hausti.
Hún segir að þetta sé ekkert mál nú til dags.
Tíu lifrar
20 nýru eða ein aukalifur
2½ l mjólk
5 dl vatn
5 msk. kjötkraftur (pulver buljong)
fæst í Hagkaupum
5 msk fínt salt
900 g haframjöl
1.750 g rúgmjöl
3 kg brytjaður mör
Salt og kjötkraftur sett í
kalt vatnið í potti, hitað og
leyst upp. Lifur og nýru hökk-
uð og hrærð saman. Mjólkinni
bætt í hræruna og vatninu
með kjötkraftinum og saltinu.
Mjölinu bætt út í sitt á hvað
og hrært vel. Síðast er mörnum bætt við.
Þetta passar í um 30 poka. 450 g af hræru eru sett í hvern poka og lok-
að með nælu. Gott er að nota stút til að fylla á pokana. Lifrarpylsan er
soðin í 2½ klukkustund í vel söltu vatni.
Lifrarpylsa Dóru