Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eins ogmbl.isgreindi frá
í gær batnaði
eignastaða heimil-
anna í landinu árið
2018 frá fyrra ári og hefur farið
hratt batnandi á liðnum árum.
Þetta skýrist að stórum hluta af
hækkandi fasteignaverði enda
eru fasteignir um þrír fjórðu
hlutar eigna almennings. Þó
hafa hlutföll annarra eigna auk-
ist með sambærilegum hætti,
sem er einnig jákvætt.
Ánægjulegt er að batinn er
mestur hjá ungu fólki, á aldr-
inum 25 til 34 ára, og skiptir
miklu að sá hópur sjái eigna-
myndun en er nokkuð ólíkt því
sem stundum mætti ætla af
opinberri umræðu.
Þá kemur fram í þessum töl-
um, sem Hagstofan tekur sam-
an, að eiginfjárstaðan batni
óháð fjölskyldugerð. Eigin-
fjárstaðan er því að batna hjá
einstaklingum, hjónum án
barna, hjónum með börn og ein-
stæðum foreldrum.
Ekki skiptir minna máli að
fjölskyldum með neikvætt eigið
fé í húsnæði fækkaði líkt og
undanfarin ár. Þó eru enn rúm-
lega þrjú þúsund fjölskyldur í
þessari óþægilegu stöðu og
brýnt er að áfram fækki í þeim
hópi.
Það neikvæða í tölunum er að
þrátt fyrir eignamyndunina
jukust skuldir á milli ára. Þetta
er nokkuð sem fólk ætti í ljósi
reynslunnar að vara sig á, en
helst í hendur við
hækkandi fast-
eignaverð og eftir
því sem hægir á
þeirri hækkun
verður vonandi
tækifæri til að lækka skuldir.
Stundum er því haldið fram
að auðurinn safnist á færri
hendur en þessar tölur gefa til
kynna að svo er ekki. Þannig
fer hlutfall þeirra sem mest
eiga af heildareignum minnk-
andi á milli ára, sem er enn ein
vísbending þess að sá bati sem
tölurnar sýna dreifist vel yfir
þjóðfélagið og að almenningur í
heild njóti batnandi eigna-
stöðu.
Í þeirri neikvæðu umræðu
sem átti sér stað fyrir um ára-
tug voru þeir líklega fáir sem
trúðu því að staðan hefði batn-
að svo mjög áratug síðar. Og í
því sambandi er ástæða til að
hafa í huga að ekki voru allar
þjóðir í okkar heimshluta svo
lánsamar að vinna sig hratt út
úr skuldafeni, en þær þjóðir
sátu og sitja fastar í feni yfir-
þjóðlegrar myntar.
Íslendingar eiga mikil og góð
tækifæri til að vinna sig áfram
hratt í rétta átt. Til að það náist
þarf almenningur meðal annars
að búa við sanngjarnt skatt-
kerfi, til að eiga kost á að
leggja fyrir í stað þess að
greiða ofurskatta, auk þess
sem leggja verður áherslu á að
fólk geti keypt eigið húsnæði
og þannig aukið áfram hreina
eign sína.
Almenningur hefur
bætt eiginfjárstöðu
sína verulega}
Jákvæð eignamyndun
VinstristjórnSamfylkingar
og Vinstri grænna,
sem sat frá árinu
2009 til ársins 2013
þegar kjósendur
höfnuðu henni með afgerandi
hætti, hækkaði flesta skatta og
lagði á nýja. Einn þessara
skatta var erfðafjárskattur,
sem var flatur 5% skattur þeg-
ar þessi alræmda stjórn tók við
en tvöfaldaðist í tíð hennar og
var 10% þegar hún hrökklaðist
frá völdum.
Þennan skatt hefði að sjálf-
sögðu átt að færa niður í fyrra
horf þegar stefnu vinstri-
stjórnarinnar hafði verið hafn-
að, en var ekki gert. Nú hefur
fjármálaráðherra kynnt áform
um frumvarp sem ætlað er að
vinda að hluta til ofan af þess-
ari skattahækkun, en gerir það
því miður ekki að fullu og mun
að auki flækja kerfið. Áformin
ganga út á að taka upp þrepa-
skipt erfðafjárskattkerfi, sem
er í þeim anda sem núverandi
ríkisstjórn starfar, að fjölga
skattþrepum. Hugmyndin er
að í stað þess að
hafa eitt 10% þrep
verði bætt við 5%
þrepi fyrir fjár-
hæðir sem eru
undir 75 milljónum
króna. Fyrirframgreiddur arf-
ur verði áfram í hærra þrep-
inu.
Þessar hugmyndir eru fram-
faraskref, þó að smátt sé, en
vonandi er að skrefið verði
stigið til fulls og skattþrepið
verði eitt og ekki hærra en 5%.
Athygli vekur að á sama
tíma og fjármálaráðherra set-
ur fram hugmyndir um að
bæta við einu lægra þrepi stíga
þingmenn Viðreisnar fram og
kynna frumvarp um erfða-
fjárskatt í þremur þrepum,
10%, 15% og 20%. Með þessu
tekst þeim að ganga mun
lengra í þá átt að flækja skatt-
kerfið, auk þess að leggja til að
skatthlutfallið verði hækkað
verulega.
Hvers vegna hafa þingmenn
Viðreisnar svo mikinn áhuga á
að taka sér stöðu vinstra megin
við vinstristjórnina alræmdu?
Ekki er ástæða til að
flækja skattkerfið
meira en orðið er}
Erfðafjárskattur lækki
L
öngu er ljóst að skerðingar á bót-
um almannatrygginga fara fram
úr öllu hófi. Þetta fyrirkomulag,
sem virðist gert af miklu hugviti,
er í senn fallið til að meina eldra
fólki að bæta hag sinn með aukinni vinnu í
krafti eðlilegrar sjálfsbjargarviðleitni og að
hvetja til svartrar atvinnustarfsemi. Yngvi
Örn Kristinsson hagfræðingur birti í sumar
grein um efnið þar sem niðurstaða hans er að
samanlögð skerðing og skattlagning tekna á
tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna nemi
93,8%. Öllum má ljóst vera að þetta hlutfall
nær engri átt og rifjar upp alræmt 95% skatt-
hlutfall í Bretlandi á sínum tíma sem sætti
gagnrýni sem vakti heimsathygli. Engum
þjóðfélagshópi öðrum yrði gert að þola svo
hörð kjör sem hér er boðið upp á.
Sé einstaklingur með atvinnutekjur hefjast skerðingar
bóta almannatrygginga við krónur 100 þús. á mánuði.
Þessi tala er allt of naumlega skömmtuð. Gjalda ber var-
hug við aðgerðum sem vinna gegn sjálfsagðri sjálfs-
bjargarviðleitni fólks til að bæta hag sinn. Vel er þekkt
að málið snýr að lýðheilsu og félagslegum þáttum þar
sem fólki gefst kostur á virkri þátttöku í atvinnulífi og
samfélagi. Af hálfu fjármálaráðuneytis hefur verið haldið
fram að kostnaður ríkissjóðs við að slaka á klónni í þessu
efni sé milljarðar króna. Þær fullyrðingar styðjast ekki
við gildan rökstuðning. Fyrir liggur skýrsla dr. Hauks
Arnþórssonar um fjárhagslega stöðu aldraðra unnin
fyrir Félag eldri borgara dagsett í nóvember
2017 þar sem ítarlega er rökstutt að kostn-
aður ríkissjóðs af því að fella brott þetta 100
þúsund króna viðmið sé ekki svo mikið sem
króna.
Þeir þættir sem skýrsluhöfundur dregur
fram eru tekjuskattur af auknum vinnu-
tekjum og veltugjöld, virðisaukaskattur og
vörugjöld, auk samfélagslegra áhrifa. Ekki
hafa verið bornar brigður á útreikninga
Hauks.
Miðflokkurinn leggur áherslu á að fast
verði tekið á skerðingum bóta eins og hér hef-
ur verið rakið. Þessar skerðingar hafa grafið
undan tiltrú á lífeyriskerfinu og skilja aldrað
láglaunafólk eftir jafnsett og fólk sem ekkert
hefur greitt í lífeyrissjóð á starfsaldri.
Þá vill Miðflokkurinn að öldruðum sé gert
kleift að búa á heimilum sínum sem lengst. Til þess þarf
að efla heimaþjónustu við aldraða. Jafnframt þurfa að
vera fyrir hendi viðunandi húsnæðisúrræði þegar slíks
er ekki lengur kostur þrátt fyrir stuðning heima fyrir.
Miðflokkurinn telur brýnt að gangast fyrir átaki til að
reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem mæti þeirri
þörf sem fyrir hendi er á hverjum tíma, m.a. með breyt-
ingum á lögum um Framkvæmdasjóð aldraðra. Aldraðir
sem skilað hafa ævistarfi sínu eiga skilið að búa við góð
kjör og öryggi. olafurisl@althingi.is
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Brýnt afnám óhæfilegra skerðinga
Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Stjórnvöld eru skuldbundin tilað uppfylla afkomuregluna,en hún segir til um að yfirfimm ára tímabil skuli af-
koma hins opinbera ávallt vera já-
kvæð og árlegur rekstrarhalli má
ekki vera yfir 2,5% af VLF. Verði
samdráttur meiri en 1% á árinu 2020
er hætta á að afkomureglan verði
brotin og grípa þurfi til neyðar-
ráðstafana.
Er þetta meðal þess sem fram
kemur í umsögn Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) um frumvarp til fjárlaga
fyrir árið 2020. Óskað var eftir 34
umsögnum um frumvarpið og hafa
alls 13 erindi borist. Eru þau að-
gengileg á heimasíðu Alþingis.
Samtök atvinnulífsins benda á
að aukin óvissa ríki um stöðu efna-
hagsmála og búast megi við að áhrif
samdráttar í flugiðnaði muni vara
fram á árið 2020. „Efnahags-
forsendur frumvarpsins gera ráð
fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði
2,6%. Það er mikil bjartsýni að gera
ráð fyrir að hagkerfið taki strax svo
fljótt við sér þegar enn mælist veru-
legur samdráttur í komum ferða-
manna til landsins og óljóst er
hversu mikil áhrifin muni verða á
hagkerfið og í hve langan tíma þau
munu vara,“ segir í umsögn SA.
Þótt ekki sé æskilegt að ráðast í
mikinn niðurskurð í núverandi ár-
ferði segir SA það blasa við að eftir
mikinn útgjaldavöxt sl. ára séu víða
tækifæri til úrbóta. „Í ljósi þessa eru
það vonbrigði að í fjármálafrumvarpi
næsta árs er aðhaldskrafa í rekstri
ekki nema ríflega fjórir milljarðar
króna. Heildarútgjöld ríkisins
aukast um 73 milljarða króna milli
ára og er heildarumfang ríkisins yfir
1.000 milljarðar króna,“ segir SA.
Rekstrarfé ófullnægjandi
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
segist fagna því að fjármagn sé veitt
til að hraða uppbyggingu á nýjum
Landspítala en lýsir „verulegum
áhyggjum“ af því að rekstrarfé til
sjúkrahússins sé ófullnægjandi.
„Fyrir liggur að rekstur sjúkra-
húsþjónustunnar er nú þegar þung-
ur á mörgum sviðum, mönnun ófull-
nægjandi og biðlistar óhóflegir. Við
það bætist að grípa þarf til viða-
mikilla aðhaldsaðgerða til að halda
rekstri innan fjárheimilda. Ljóst er
að miðað við umfang og eðli starf-
semi sjúkrahússins er sá rekstr-
argrunnur sem honum er ætlað að
starfa innan of þröngur,“ segir í um-
sögn ASÍ, en alþjóðlegur saman-
burður á fjármögnun heilbrigðis-
þjónustu og samanburður á rekstri
sambærilegra stofnana erlendis hef-
ur staðfest þetta.
„Óbreytt staða mun fyrr eða
síðar hafa alvarleg áhrif á sjúklinga
og starfsfólk í heilbrigðisþjónustu.
Stjórnvöldum ber að svara ítrekuðu
ákalli þjóðarinnar um fullnægjandi
fjármögnun heilbrigðisþjónust-
unnar,“ segir ASÍ enn fremur.
Í umsögn Reykjavíkurborgar er
bent á að veruleg og vaxandi vanfjár-
mögnun hafi verið á stórum verk-
efnum á borð við rekstur grunnskóla
og þjónustu við fatlað fólk.
„Þessi verkefni áttu að vera full-
fjármögnuð. Það þarf að taka fyrir
það að ríkið með lagasetningu, reglu-
gerðum eða öðrum stjórnvaldsfyr-
irmælum taki ákvarðanir sem skylda
sveitarfélög til að veita ákveðna
þjónustu án þess að þeim sé tryggð
full fjármögnun á auknum verk-
efnum sbr. lögum um opinber fjár-
mál. Framkvæmd ríkisins á þessum
skýru lagaákvæðum hefur ekki verið
í samræmi við lagaskyldur,“ segir í
umsögn borgarinnar. Þá er þar bent
á að forsendur frumvarpsins byggist
á spá sem er „talsvert bjartsýnni“ en
spár annarra.
Aukin óvissa ríkir um
stöðu efnahagsmála
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Mannlíf Nokkrar umsagnir hafa borist um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar
fyrir árið 2020. Nálgast má frumvarpið og umsagnir á síðu Alþingis.
BSRB segir í umsögn sinni
stefnu stjórnvalda eiga að
endurspegla mikilvægi upp-
byggingar velferðarþjónust-
unnar í stað þess að draga úr
getu hennar til að veita þjón-
ustu.
„BSRB lýsir yfir vonbrigðum
með að forsendur frumvarpsins
byggist á kaupmáttarrýrnun
launa ríkisstarfsmanna og
niðurskurði til mikilvægra mála-
flokka sem mun valda meira
álagi á starfsfólk sem starfar nú
þegar undir of miklu álagi og
grafa undan þjónustunni. At-
gervisflótti og veikindi starfs-
manna í almannaþjónustu
vegna skipulags og aðbúnaðar á
vinnustað er kostnaðarsamur
og tímabært að stjórnvöld grípi
til aðgerða. Skilaboðin sem fjár-
lagafrumvarpið sendir inn í yfir-
standandi kjaraviðræður eru
ekki til þess fallin að vekja von
um að ríkið sem atvinnurekandi
hafi skilning á brýnni nauðsyn
bættra kjara,“ segir þar.
Lýsa yfir
vonbrigðum
UMSÖGN BSRB