Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 17
Jón Baldvin Hannibalsson, var
ritstjóri Alþýðublaðsins um skeið
hafði Haraldur orð á því við mig
að í því blaði birtust beztu leiðarar
í íslenzkum blöðum þá stundina.
Mér þótti vænt um þessi um-
mæli hans um mína gömlu vini,
sem ekki voru algeng í okkar her-
búðum í þá daga.
Það var mikil gæfa í mínu lífi að
hafa Harald Sveinsson og með-
eigendur hans að vinnuveitendum
mestan hluta ævinnar.
Styrmir Gunnarsson.
Kveðja frá
Blaðamannafélagi Íslands
Fallinn er frá í hárri elli Har-
aldur Sveinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Morgunblaðs-
ins og formaður stjórnar Árvak-
urs, útgáfufélags þess, um ára-
tugaskeið.
Þegar ég hóf störf á Morgun-
blaðinu snemma á níunda ára-
tugnum var Haraldur fram-
kvæmdastjóri þar og var það
lengst af því tímabili sem ég starf-
aði þar, sem spannaði aldarfjórð-
ung þegar upp var staðið. Í mín-
um huga var Haraldur fyrirmynd
atvinnuveitenda og hvernig á að
nálgast það vandasama hlutverk.
Morgunblaðið á þessum tíma var
einstakur vinnustaður og ég hef
ekki hitt gamlan vinnufélaga,
sama úr hvaða starfsgrein, sem
ekki er sama sinnis. Haraldur átti
ekki lítinn þátt í því. Orðum hans
mátti treysta fullkomlega. Maður
upplifði sannan liðsanda sem
starfsmaður á Morgunblaðinu og
hafði það á tilfinningunni að vera
hluti af heild og að ef eitthvað
bjátaði á myndi vinnustaðurinn
standa með manni. Eftir höfðinu
dansa limirnir. Þar til viðbótar
upplifði ég það aldrei þannig að
Morgunblaðið væri rekið í hagn-
aðarskyni fyrst og fremst, svo
einkennilega sem það kann að
hljóma í eyrum nútímans. Metn-
aðurinn fyrir Morgunblaðinu og
hlutverki þess í íslensku sam-
félagi var alltaf í forgrunni, þó það
sé auðvitað grunnforsenda alls
rekstrar að tekjur séu umfram
gjöld. Sannkölluð forréttindi að
hafa fengið að starfa á Morgun-
blaðinu á þessu tímabili.
Ég hygg að þegar Morgunblað-
ið var fyrirferðarmest á íslenskum
fjölmiðlamarkaði hafi um þriðjung-
ur fastráðinna félaga í Blaða-
mannafélagi Íslands starfað þar.
Eðlilega var oft tekist á um kaup
og kjör, en þegar ég kom að því
borði var Haraldur ekki lengur í
forystu fyrir samninganefnd Fé-
lags íslenskra prentiðnaðarins.
Gamlir samninganefndarmenn
Blaðamannafélagsins segja mér
hins vegar að hann hafi verið ein-
staklega réttsýnn og viðræðugóð-
ur, þó hann héldi fram sínum mál-
stað af einurð. Ég kynntist honum
hins vegar í stjórn Lífeyrissjóðs
blaðamanna, þar sem hann var for-
maður um áratugaskeið. Ég held
að Haraldur hafi litið þannig á að
það væri ein af skyldum vinnuveit-
enda að tryggja starfsmönnum
sínum framfærslu eftir að starfs-
deginum lyki. Í stjórn lífeyrissjóðs-
ins var starfsandinn einstaklega
góður. Þar höfðu allir það sameig-
inlega markmið að tryggja ávöxt-
un lífeyrissjóðsins sem best með
sem minnstri áhættu og aldrei kom
til umræðu að stjórnarlaun væru
greidd fyrir starfið þar. Fólk sem
sóttist eftir trúnaðarstörfum átti
að gera það vegna áhuga á málefn-
inu og ekki hafa af því persónu-
legan ávinning. Reyndin var svo sú
að þegar Lífeyrissjóður blaða-
manna sameinaðist Lífeyrissjóði
verslunarmanna um aldamótin
2000 vegna ákvæða laga um lág-
marksstærð lífeyrissjóða, var
hægt að auka réttindi sjóðfélaga
um fjórðung vegna sterkrar eigna-
stöðu sjóðsins.
Að leiðarlokum þakkar Blaða-
mannafélag Íslands Haraldi fyrir
samfylgdina um áratugaskeið og
biður fjölskyldu hans Guðs bless-
unar.
Hjálmar Jónsson,
formaður BÍ.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
✝ Svava Eiríks-dóttir fæddist á
Helgastöðum í
Biskupstungum 28.
nóvember 1943.
Hún lést á sjúkra-
húsi Heilbrigðis-
stofnunar Suður-
lands 28. septem-
ber 2019. Foreldrar
Svövu voru þau Ei-
ríkur Jónsson bóndi
og Ólafía Guð-
mundsdóttir húsfreyja. Svava
var yngst í röð fjögurra systkina
sinna, en þau hétu Guðný Erla
Eiríksdóttir, Gísli Eiríksson og
Jóna María Eiríksdóttir og eru
þau öll látin. Eftirlifandi eigin-
maður Svövu er Örn Guðmunds-
son og giftu þau sig í Dóm-
kirkjunni árið 1981 og eiga þau
saman eina dóttur, Berglindi
Evu Arnardóttur.
Fyrir átti Svava tvö
börn, þau Guðmund
Egil Sigurðsson og
Ólafíu Eyrúnu
Sigurðardóttur.
Örn á fjögur fyrir
og heita þau Hörður
Arnarson, Geir
Arnarson, Sig-
urgeir Arnarson og
Þórlaug Svava
Arnardóttir. Barna-
börnin eru 11 talsins og barna-
barnabörnin eru sjö.
Svava útskrifaðist sem sjúkra-
liði árið 1976 og vann við það
alla tíð. Árið 1984 fluttu þau til
Hveragerðis og bjuggu þar öll
sín ár.
Útförin fer fram í Hvera-
gerðiskirkju í dag, 9. október
2019, klukkan 14.
Ekki sofna á undan mér,
mamma … Þetta sagði ég alltaf
við þig þegar þú varst að svæfa
mig þegar ég var lítil. Núna ertu
sofnuð á undan mér, elsku
mamma mín, svo fljótt og svo
snemma.
Ég hef stundum hugsað um það
hvernig lífið væri án þín og pabba
og hefur það verið óbærileg til-
hugsun sem ég hef ýtt frá mér. Í
meira en 42 ár hef ég séð þig eða
heyrt í þér nánast á hverjum degi
og þannig vildi ég hafa það alltaf.
Ég er ekki búin að átta mig á því
að þú sért farin frá okkur, elsku
mamma. Ég heyri ennþá í þér og
finn enn fyrir þér. Mér finnst eins
og þú sért bara heima hjá pabba
og ég sjái þig á eftir. Við áttum eft-
ir að spjalla smá og hlæja smá og
ég átti aðeins eftir að hitta þig en
ég verð að geyma það þangað til
seinna. Mig dreymdi þig í vikunni.
Þú lást í sjúkrarúminu með sæng-
ina yfir þér og brostir. Það var
eins og þér liði vel og þannig ætla
ég að túlka drauminn. Ég vona og
veit að þú ert búin að hitta Jónu,
ömmu og afa og fleiri sem þér
þótti svo vænt um. Það hefur ald-
eilis verið tekið vel á móti þér eins
og þú tókst vel á móti öllum hér
hjá okkur. Elsku yndislega
mamma mín. Alltaf varstu glöð,
alltaf jákvæð og alltaf sterk. Óvin-
urinn sem sigraði þig núna hefur
tapað fyrir þér áður. Þú varst
æðrulaus og tókst hlutunum eins
og þeir voru og aldrei vildirðu láta
hafa fyrir þér. Þegar ég horfi til
baka átta ég mig á því að þú ert
mín stærsta fyrirmynd. Elsku
mamma mín. Ég veit ekki hvernig
lífið verður án þín en ég er svo
heppin og þakklát fyrir pabba og
allt yndislega fólkið mitt í kringum
mig. Alltaf hafið þið pabbi verið
mín hjálp, mín ró og mitt skjól.
Elsku mamma. Takk fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og gefið
mér í lífinu en mest af öllu takk
fyrir að vera þú. Góða nótt, elsku
mamma. Ég sé þig þegar ég sofna.
Elska þig alltaf og geymi fallegar
minningar um þig í hjarta mínu.
Við skulum ímynda okkur að
við stöndum í flæðarmálinu um
sumarkvöld og horfum á fallegt
fley sem býr sig undir að sigla úr
vör. Seglin eru dregin upp. Seglin
þenjast í kvöldgolunni og fleyið
lætur úr höfn út á opið hafið. Við
fylgjum því eftir með augunum
þar til það siglir inn í sólarlagið.
Það verður æ minna og að lokum
hverfur það eins og lítill depill við
sjóndeildarhringinn. Þá heyrum
við sagt við hlið okkar: „Nú er það
farið?“ Farið og hvað tekur við?
Það að það minnki og hverfi að
lokum er í rauninni bara það sem
augu okkar sjá. Í raun og veru er
það jafn stórt og fallegt og þegar
það lá við ströndina. Á sama
augnabliki og við heyrum röddina
segja að það sé farið er ef til vill
einhver á annarri strönd sem horf-
ir á það birtast við sjóndeildar-
hringinn, einhver sem bíður eftir
að fá að taka á móti einmitt þessu
fleyi þegar það nær nýrri höfn.
Góða ferð, mamma.
Berglind Eva Arnardóttir.
Elsku yndislega amma mín. Ég
trúi því varla að þú sért farin frá
okkur, það er svo ósanngjarnt.
Mér líður eins og það vanti brot í
hjartað mitt þegar þú ert ekki
lengur hérna hjá okkur. Þú varst
ein af bestu konunum í mínu lífi og
varst alltaf til staðar fyrir mig og
alla í fjölskyldunni.
Mér er það minnisstætt þegar
ég kom heim til þín fyrir ekki svo
löngu, þú hrósaðir mér aftur og
aftur fyrir það hversu fín ég var og
sagðir að ég ætti að segja mömmu
minni hvað ég væri falleg í dag.
Það er ekki til betri lýsing á þér en
einmitt þessi stund, þú varst alltaf
svo góð. Það var alltaf svo ynd-
islegt að koma til þín og ég hlakk-
aði alltaf til þess. Þú varst með svo
góða nærveru og öllum leið vel í
kringum þig. Þú þakkaðir mér
alltaf fyrir það að koma til þín og
varst alltaf svo glöð þegar ég kom
og mér leið alltaf svo vel eftir að
hafa komið, jafnvel þó það hafi
bara verið í nokkrar mínútur, af
því þú varst alltaf svo áhugasöm
um allt sem ég var að segja þér og
það gaf mér svo mikið.
Ég mun sakna þess svo að geta
ekki komið til þín hvenær sem er
og bara spjallað við þig um allt og
ekkert. Þessar minningar gera
svo mikið fyrir mig núna og mun
ég minnast þeirra að eilífu og
hugsa um hversu falleg og ynd-
isleg þú varst. Ég sakna þín mikið
og þetta eru búnir að vera ótrú-
lega furðulegir dagar án þín og er
ég alltaf á leiðinni til þín. Samt
sem áður er efst í huga hjá mér
þakklæti. Ég er þakklát fyrir allan
þann tíma sem ég fékk með þér og
ég ætla að hugsa um þær minn-
ingar sem við bjuggum til saman á
hverjum degi.
Þín
Fanney Sara.
Það er erfitt og óraunverulegt
að elsku yndislega móðursystir
okkar sé ekki lengur á meðal okk-
ar. Fyrir nokkrum dögum hitt-
umst við móðurfjölskyldan og átt-
um dýrmæta stund saman. Þrátt
fyrir erfið veikindi lét Svava það
ekki stoppa sig að koma. Við syst-
ur minnumst þess og yljum okkur
við allar fjölmörgu minningarnar
sem við eigum um Svövu. Hlátur
og gleði kemur upp í hugann.
Svava var með eindæmum glettin
og gat alltaf séð spaugilegar hliðar
á grafalvarlegum málum. Hlátur
hennar og mömmu okkar munu
lifa í hjörtum okkar. Þær systur
voru mjög nánar. Nú munu þær
hvíla hlið við hlið á Kotströnd. Það
veitir huggun. Við varðveitum all-
ar góðu minningarnar um yndis-
legu frænku okkar og kveðjum
hana með þessum fáu orðum.
Elsku Örn, Egill, Eyrún, Eva
og fjölskyldur, við systur sendum
okkar einlægustu samúðar-
kveðjur.
Hrönn, Hrafnhildur,
Heiðrún og fjölskyldur.
Svava Eiríksdóttir
Fleiri minningargreinar
um Svavu Eiríksdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Katrín Guð-mundsdóttir
fæddist 19. maí
1921 í Selinu í
Skaftafelli í Öræfa-
sveit. Hún lést 24.
september 2019 á
Dvalarheimilinu
Grund í Reykjavík.
Foreldrar
Katrínar voru Guð-
mundur Bjarnason,
f. 1888, d. 1981, og
Sigríður Gísladóttir, f. 1897, d.
1979. Systur hennar voru: Þur-
íður Elín, f. 1917, d. 1959, Ragna
Sigrún, f. 1927, d. 2011, og Theo-
dóra, f. 1929, sem er enn á lífi og
var gift Ragnari Ólafssyni, f.
1927, d. 2018.
Katrín giftist 26. maí 1945
Ragnari Kjartanssyni leirlista-
manni og myndhöggvara, f. 17.8.
1923, d. 26.10. 1988. Börn þeirra
eru: 1) Kjartan, f. 18.9. 1945,
kvæntur Sigríði Margréti Guð-
mundsdóttur, f. 6.9. 1950, fv.
eiginkona Guðrún Ásmunds-
dóttir, f. 19.11. 1935, sonur
þeirra er Ragnar, f. 3.2. 1976.
Hann er kvæntur Ingibjörgu
Sigurjónsdóttur, f. 9.10. 1985,
dóttir þeirra er Sigurvina Zíta, f.
18.4. 2018. Dóttir Ragnars af
fyrra hjónabandi er Sólveig
f. 15.10. 2018. Dóttir Marteins af
fyrra hjónabandi er Sigurlaug, f.
16.12. 2007. Sonur Ásgerðar úr
fyrri sambúð: Kári Júlíus, f. 5.10.
2008. c) Birna Katrín, f. 18.4.
1986, sambýlismaður Guðni Her-
mannsson, f. 13.8. 1988.
4) Inga Sigríður, f. 16.4. 1955,
gift Stefan Klar, f. 24.8. 1953.
Dætur þeirra eru: a) Katrín
Agnes, f. 18.10. 1985, gift Lúkasi
Kindermann, f. 20.8. 1984, börn:
Elías Ragnar, f. 31.10. 2015, og
Lilja Inga, f. 11.1. 2019, og b) El-
ín Kristín, f. 20.5. 1988.
Katrín ólst upp í Selinu í
Skaftafelli. Hún hóf nám 15 ára í
Verzlunarskóla Íslands en fór öll
sumur heim þar til fjölskyldan
fluttist til Reykjavíkur árið 1939.
Þá fékk hún nýútskrifuð starf í
Útvegsbankanum. Katrín gerð-
ist húsmóðir 1946 en hóf aftur
störf árið 1965 og varð þá fljót-
lega bankafulltrúi í innheimtu-
deild bankans. Hún fór á eft-
irlaun í bankanum 1991 sem þá
var orðinn að Íslandsbanka. Síð-
an vann hún um tíma lausráðin í
Listasafni ASÍ. Hún söng í
Skaftfellingakórnum og Kór
eldri borgara og var einn af
stofnfélögum Handprjónasam-
bandsins. Árið 1940 fluttist
Katrín í fjölskylduhúsið á Ljós-
vallagötu 32 og bjó þar til 2017
þegar hún fluttist á Dvalarheim-
ilið Grund.
Útför Katrínar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 9. október
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Katrín, f. 9.8. 2010.
Börn Guðrúnar af
fyrra hjónabandi
eru Sigrún Edda
Björnsdóttir, f.
30.8. 1958, og Leif-
ur Björn Björnsson,
f. 28.10. 1966. Synir
Sigríðar af fyrra
hjónabandi eru: a)
Svavar Orri, f. 8.3.
1979, dóttir hans er
Hayley Barry, f.
4.7. 1997, og b) Guðmundur
Karl, f. 17.3. 1982, sonur hans er
Nökkvi Leó, f. 16.8. 2015.
2) Guðmundur Örn, f. 26.11.
1946, kvæntur Jónínu Láru Ein-
arsdóttur, f. 1.3. 1947, synir
þeirra eru: Bjartmar Orri, f.
25.11. 1969, Brynjar Frosti, f.
2.12. 1971, og Jökull Tandri, f.
15.6. 1981, d. 26.9. 2009.
3) Hörður, f. 20.11. 1951,
kvæntur Jónínu Sigurlaugu
Marteinsdóttur, f. 26.8. 1952.
Börn þeirra eru: a) Tryggvi
Freyr, f. 3.12. 1973, kvæntur El-
ínu Þórarinsdóttur, f. 28.11.
1973; synir þeirra: Þórarinn Búi,
f. 11.6. 2003, og Ari Freyr, f.
9.11. 2012, b) Marteinn Þór, f.
20.6. 1979. Sambýliskona: Ás-
gerður Júlíusdóttir, f. 29.12.
1981; barn þeirra: Arney Myrra,
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð mína ástkæru
tengdamóður Katrínu, eða Dystu
eins og við kölluðum hana. Allt
frá því hún kom fyrst inn í líf mitt
árið 1991 hef ég skynjað einhvern
óútskýrðan styrk frá henni, jafn-
lyndi, hlýju og svo fallega nær-
veru. Hún bar einhvern veginn
með sér æðruleysi þeirra sem bú-
ið hafa í skjóli jökla, stórfljóta og
ósnortinnar náttúru. Stórbrotin
fegurð Öræfanna speglaðist í
henni.
Ég var ekki búin að þekkja
Kjartan lengi þegar ég fann hvað
hann bar mikla virðingu fyrir
konum, ekki bara í orði, líka á
borði – og ég þurfti ekki að hitta
hana tengdamömmu mína oft til
að vita af hverju það var. Hann
átti þessa frábæru mömmu sem
var honum fyrirmynd og hann
bar svo takmarkalausa virðingu
fyrir. Hann hafði líka mikla
ástæðu til. Hún hafði svo ótal oft
sýnt ótrúlega seiglu á erfiðum
tímum. Ung kona með fjögur
börn veiktist hún af lömunarveiki
sem lagði hana í rúmið, en fyrir
óbilandi hörku við sjálfa sig, píndi
hún sig fram úr, dreif sig áfram
og náði fullum bata. Ekkert vol
eða væl á þeim bæ.
Eftir að hún hætti að vinna sat
hún löngum við að prjóna. Og það
var þá sem hún kom heim til okk-
ar á hverjum degi og var til stað-
ar þegar strákarnir mínir komu
úr skólanum. Gaf sér tíma til að
spjalla og hita kakó. Fyrir það er
ég ævinlega þakklát. Svona var
hún, alltaf boðin og búin að
hjálpa. Meira að segja að passa
kisuna okkar hana Lísu, þó hún
væri ekkert sérstaklega hrifin af
köttum, enda engir kettir í Öræf-
unum í hennar æsku. En Lísa
elskaði Dystu og færði henni iðu-
lega mús í þakklætisskyni. Sem
Dysta kunni því miður ekki vel að
meta. Samt urðu þær góðar vin-
konur.
Svo var það eitt árið að hún
var alltaf að tala um við okkur að
sig langaði í sumarbústað. Vildi
að við Kjartan keyptum hann
með henni og fékk okkur með sér
að skoða. En við höfðum engan
áhuga. Svo er það einn dag að
hún segir galvösk með glampa í
augum: „Ég er búin að kaupa
sumarbústað og ég greiddi hann
út í hönd.“ Allir ráku upp stór
augu og spurðu: „Hvaðan fékkst
þú peninga fyrir því?“ – „Nú
þetta eru lopapeysupeningarnir
mínir,“ sagði hún og brosti sínu
kankvísa brosi. Svona gat hún
líka verið fylgin sér. Og það eru
margar ánægjustundir sem fjöl-
skyldan hefur átt í þessum fal-
lega reit við Þingvallavatn.
Þegar við Kjartan komum
heim frá ársdvöl erlendis 1997
fengum við að vita að Dysta ætti
orðið náinn vin, Hjálmar Kjart-
ansson sem var æskuvinur
Ragnars Kjartanssonar, eigin-
manns hennar. Fjölskyldurnar
höfðu fylgst að í gegnum lífið.
Þau voru bæði löngu orðin ein
og þegar Dysta eignaðist sumar-
bústaðinn fékk hún Hjálmar til
að hjálpa sér við að dytta að
einu og öðru. Þetta leiddi til
þess að þau urðu nánir vinir og
samferðafólk. Þegar Hjálmar
var kominn á Grund leið ekki sá
dagur að Dysta kæmi ekki til
hans. Hjálmar lést árið 2007.
Þar sem ég sit hér og læt
hugann reika til baka streyma
minningarnar að – svo ljúfar og
fallegar og ég fyllist þakklæti
fyrir þá gæfu að hafa eignast
þessa einstöku tengdamóður.
Hvíl í friði, elsku Dysta.
Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir.
Elsku amma, andleg nánd er
ekki endilega háð staðsetningu.
Þú varst okkur svo góður vinur
sem við áttum að jafnvel þó að
Atlantshafið skildi okkur oft að.
Þegar við vorum á landinu
vorum við svo heppnar að fá að
búa hjá þér og svo heimsóttir þú
okkur alltaf til Þýskalands á
meðan heilsan leyfði. Þegar við
urðum eldri fluttum við til Ís-
lands, í nám eða vinnu hvor um
sig og þá bjuggum við hjá þér
og var sambúðin með þér ein-
staklega verðmæt. Við spjölluð-
um heilu kvöldin um heima og
geima og alltaf var það svo
skemmtilegt og gefandi. „Kósí-
+kvöld“ heima með ömmu voru
ekki sjaldan tekin fram yfir það
að fara út að skemmta sér. Það
var hægt að treysta þér fyrir
öllu sem okkur lá á hjarta því
við vissum að það færi ekki
lengra og þú dæmdir aldrei.
Þú varst alltaf svo áhugasöm
um allt sem okkur öllum barna-
börnunum þínum viðkom.
Gladdist með okkur á góðum
tímum og tókst þátt í þeim erf-
iðu. Við erum svo þakklátar að
þú naust þess virkilega núna
undir lokin að vera með lang-
ömmubörnunum þínum og að
þau náðu að kynnast þér svona
vel.
Alltaf fylgdist þú með öllu
hvort sem það voru stjórnmál
eða það sem var að gerast á
menningarsviðinu. Dæmi um
hvað þú varst alltaf með á nót-
unum og ótrúlega opin er hvað
þú hafðir mikinn áhuga á því
hvaða „pop-tónlist“ væri að
koma út fyrir jólin og stundum
sátum við saman, hlustuðum og
ræddum hana. Svo valdir þú
ákveðna tónlist fyrir okkur
barnabörnin hvert og eitt, allt
frá raftónlist til þungarokks,
töffarinn sem þú varst. Meira að
segja hikaðir þú ekki við að læra
á skype og að senda sms, tæp-
lega 90 ára að aldri.
Það er svo mikil gæfa að fá að
hafa kynnst hálfri Íslandssög-
unni í gegnum þig því þú hopp-
aðir eiginlega frá söguöld úr
torfbæ og komst á hestum frá
Skaftafelli yfir jökla og jökulár
til Reykjavíkur í nútímann.
Sem stuðningsmaður afa
Ragnars í myndlistinni um miðja
síðustu öld umgekkst þú alla
helstu framúrstefnulistamenn
landsins og varst með þína flottu
afstöðu sem einkenndist af opnu
hjarta og fordómaleysi. Fannst
það sjálfsagt að vökva verk úr
súkkulaði sem Dieter Roth gaf
þér með súrmjólk einu sinni í
viku sem þú hættir nú reyndar
að gera þegar myglulyktin var
orðin of ágeng í stofunni.
Það var svo margt sem þú
hafðir upplifað á þinni löngu
ævi, minnið var ótrúlegt en þú
varst aldrei margmál.
Þú bjóst yfir visku þess sem
lifað hefur nærri heila öld en
varst um leið spaugsöm, opin og
víðsýn. Svo skemmtileg til
hinstu stundar. Þú varst sterk
eins og klettur, hlý, lítillát og á
sama tíma yfirvegaður höfðingi
fjölskyldunnar með reisn í sinni
fallegustu mynd.
Þú ert okkur fyrirmynd, ein-
stök kona sem þú varst.
Við vissum að einn daginn
myndum við þurfa að kveðja þig,
elsku amma okkar. Nú eigum
við eftir að sakna þín sárt. En
umfram allt erum við óendan-
lega þakklátar að hafa átt þig að
og fyrir að hafa fengið að hafa
þig svona lengi hjá okkur.
Þínar elskandi,
Elín Kristín
og Katrín Agnes.
Katrín
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Katrínu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.