Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 19

Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 ✝ Ingibjörg Stef-anía Eiðsdóttir fæddist í Hörgsholti í Miklaholtshreppi 5. ágúst 1927. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 29. september 2019. Foreldrar Ingi- bjargar voru Anna Björnsdóttir frá Brekku í Seylu- hreppi í Skagafirði, f. 23. feb. 1903, d. 13. okt. 2000, og Eiður Sigurðsson frá Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, f. 27. júní 1893, d. 28. nóv. 1963. Systkini hennar voru Guðrún Hallfríður, f. 24.7. 1924, d. 14.7. 2014, Björn Andrés, f. 13.7. 1925, d. 7.10. 2011, Sigrún, f. 13.9. 1933, d. 14.6. 1972, Sigurður, f. 19.12. 1936, d. 15.1. 2019, Sveinn Magn- ús, f. 28.1. 1942, d. 19.7. 2001. Ingibjörg giftist Guðmundi Ingimundarsyni, f. 9. mars 1927, þann 16. maí 1948. Börn þeirra eru Margrét Helga, f. 28. október 1948, og Pálmi, f. 18. maí 1959. Margrét er gift Jóhannesi Ell- ertssyni, f. 1941. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 1971, gift Hirti Friðriki Hjartarsyni. Synir þeirra eru: Sveinn Hjörtur, Jóhannes Ernir og Guðmundur Logi. 2) Guðmundur Ellert, f. 1976, kvæntur Þorgerði Tómasdóttur. Synir þeirra eru: Gunnar Þór, Haukur Ingi og Ellert Helgi. 3) Katrín, f. 1983. Frá fyrra hjónabandi á Jóhannes tvær dæt- ur: 1) Margréti, f. 1964. ) Hólmfríði, f. 1969. Sonur hennar er Jökull Kristins- son. Pálmi er kvæntur Elínu Magn- úsdóttur, f. 1956. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Birkir, f. 1980. Börn hans og Rakelar Mánadóttur eru: Lilja Marín, Máni Hrafn og Pálmi. 2) Hlynur, f. 1984, sambýliskona hans er Hildur Ýr Ómarsdóttir. Börn þeirra eru: Ída Mekkín, Grímur og Þorgils. 3) Ingibjörg Lilja, f. 1988. Synir hennar eru: Sigurður Pálmi og Hlynur Darri. Frá fyrra hjónabandi á Elín tvö börn: 1) Bjarki Már Jóhannsson, f. 1973, kvæntur Erlu Dögg Ásgeirs- dóttur. Börn þeirra eru Arnór Orri, Anna Rakel og Atli Már. 2) Íris Heiður Jóhannsdóttir, f. 1976, gift Óskari Arasyni. Börn þeirra eru Dagmar Lilja, Elín Ósk og Ari Jökull. Útförin fer fram frá Borgar- neskirkju í dag, 9. október 2019, klukkan 14. Hvernig kveður maður ömmu sína, sem alltaf hefur átt risastórt pláss í hjarta mínu? Að fá ekki fleiri faðmlög, fleiri símtöl, fleiri ráðlegg- ingar um allt milli himins og jarðar og fleiri kókoslagtertur, já, það er svo margs að sakna. En minning- arnar eru dýrmætar og svo ótal margar sem ég ylja mér við og segi drengjunum mínum frá. Ég átti því láni að fagna að alast upp í Borgarnesi, þar sem stutt var að skottast til ömmu og afa. Þar stóðu mér dyrnar ávallt opnar og hlýr faðmurinn, fullur af ást og umhyggju, alla tíð. Amma var mögnuð kona á svo margan hátt. Dugnaður og elju- semi einkenndu hana. Hún vissi hvað hún ætlaði sér og lét ekkert stoppa sig. Hún kláraði það sem hún byrjaði á og gafst ekki upp fyrr en verkefnið var leyst. Hún var hagsýn húsmóðir og kunni að gera mikið úr litlu. Hún var mikill kokkur og bakaði bestu kökur í heimi, sem margir minn- ast. Það var alltaf gestkvæmt hjá ömmu og afa og borðin alltaf full af kræsingum, allt heimabakað og nóg til handa öllum. Enda tvær stórar frystikistur fullar af góð- gæti í eldhúsinu. „Vinnan er lífið,“ sagði hún oft, enda hafði hún einstaka gleði af vinnunni og naut þess að hafa nóg fyrir stafni. Blómaræktin hennar fram á síðasta dag segir mikið um natnina og dugnaðinn. Hún sáði fyrir sumarblómum, sáði gulrót- um, káli og setti niður kartöflur, svo garðurinn varð eins og skrúð- garður þegar leið fram á sumarið. Á haustin var það svo berjavertíð- in sem átti hug hennar, þegar brunað var á Volvonum um allar trissur til að ná í bústin ber um holt og hæðir. Þegar heim var komið var allt sett á fullt í eldhús- inu, það var sultað og saftað af miklum móð, svo hægt væri að fylla á frystikisturnar og bumb- una hans afa. Amma og afi voru samheldin hjón. Þau gátu alveg látið heyra í sér ef þau voru ekki sammála en alltaf fann maður ástina og kær- leikinn á milli þeirra. Missir afa er mikill og söknuð- urinn sár. Ég kveð elsku ömmu með sár- um söknuði en þakklæti fyrir alla gleðina og hlýjuna sem hún hefur gefið mér. Guð geymi þig. Þín Ingibjörg. Elsku langamma. Þakka þér fyrir alla ástina sem þú gafst okkur. Hlýju, fallegu vettlingarnir sem þú prjónaðir minna okkur á hlýjuna frá þér. Þú áttir alltaf ný- bakaðar pönnukökur og annað góðgæti þegar við komum í heim- sókn. Við minnumst þín fyrir fal- lega garðinn þinn og góðu gulræt- urnar, sem þú ræktaðir. Þú varst alltaf svo hress og hugarfarið þitt jákvætt. Við munum aldrei gleyma þér og ætlum að passa langafa fyrir þig. Hvíldu í friði elsku langamma. Þínir ávallt, Sveinn Hjörtur, Jóhannes Ernir og Guðmundur Logi. Fyrir rúmum 40 árum var ég svo lánsöm að eignast þriðju ömmuna og afann, hana Ingu ömmu og Gumma afa. Þá tóku þau okkur Bjarka opnum örmum og hafa alla tíð gert. Fyrir það er ég þeim ævinlega þakklát. Með sorg í hjarta skrifa ég þessi orð um elsku Ingu ömmu, sem við kveðjum í dag, en um leið lifa ótal fallegar minningar. Ég á margar minningar af Þor- steinsgötunni, allar eru þær góðar og skemmtilegar. Margar þeirra tengjast mat, því amma var svo myndarleg í öllu sem tengist matargerð. Mér fannst fátt skemmtilegra en að aðstoða ömmu við að útbúa rækjusalat fyrir sam- lokurnar sem fóru á Esso. Þá fékk ég líka vænan enda af glænýju franskbrauði með besta rækjusal- ati í heimi. Það allra skemmtileg- asta var þegar við krakkarnir fór- um með ömmu að skúra á Esso á kvöldin. Þá fórum við í sjoppuleik og yfirleitt fengum við að setja ís í box og borðuðum með bestu lyst. Það fór enginn vannærður heim úr Borgarnesi, og man ég eftir Gumma bróður eins og tungli í fyllingu eftir nokkurra vikna dvöl í dekrinu hjá ömmu. Amma sá til þess að frystikist- urnar tvær sem eru í eldhúsinu væru vel nýttar, fullar af kökum, rúgbrauði, slátri, kæfu, berjum og fleira góðgæti. Mér er minnisstætt þegar við Óskar komum eitt sinn í heimsókn með krakkana okkar, og á einu augnabliki voru 12 tegundir komnar á borð, smurt brauð, lag- tertur og smákökur. Í kveðjuskyni fengum við svo gullfallega hand- prjónaða vettlinga og nýupptekn- ar gulrætur úr garðinum sem eru betri en sælgæti. Inga amma var engum lík, hörkudugleg, góð og falleg kona sem ég leit upp til. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu og afa í Borgó og eiga gott spjall við eld- húsborðið. Hjónaband afa og ömmu var langt og fallegt, og er hugur minn hjá afa á þessum erf- iðu tímum. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Hvíl í friði. Íris Heiður. Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÁSGEIRSSON vélvirkjameistari, Ásakór 1, lést á líknardeild Landspítalans 29. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 10. október klukkan 13. Erna Reynisdóttir Guðmundur I. Guðmundsson Helga Björt Guðmundsdóttir Emil Örn Valgarðsson Guðmundur H. Pálsson Sif Björk Hilmarsdóttir Linda Pálsdóttir Ólafur Helgi Þorgrímsson Hermann Örn Pálsson Rakel Ósk Guðbjartsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA LÁRA SVAVARSDÓTTIR handavinnukennari, Víðilundi 24, er lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. október kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að hafa samband við Rebekkustúku nr. 2, Auði, á Akureyri. Hannes Steingrímsson Svavar Hannesson Steingrímur Hannesson Erla Elísabet Sigurðardóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Fagurhólsmýri, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, sem lést föstudaginn 27. september, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 18. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Ágúst Sigurjónsson Sesselja Hrönn Jensdóttir Helga Jónína Sigurjónsdóttir Hafsteinn Már Ársælsson Guðný Sigurjónsdóttir Svavar M. Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR, Ennisbraut 27, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 12. október klukkan 14. Svanur Kristófersson Guðrún Kjartansdóttir Stefán Smári Kristófersson Hrefna Rut Kristjánsdóttir Kristinn Kristófersson Auður Sigurjónsdóttir ömmu- og langömmubörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI SVEINN JÓHANNSSON, Sunnubraut 6, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 4. október. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 12. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Geirlaug Sveinsdóttir Jóhann Sveinsson Hafdís Björk Guðmundsdóttir Ólafur Helgi Ólafsson Bjarni Ágúst Sveinsson Þóra Birna Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, INGVAR INGVARSSON frá Birkilundi, er látinn. Úför verður auglýst síðar. Sigrún Lena Ingvarsdóttir Helga Vala Ingvarsdóttir Ingvar Ingvarsson Reuben Jens Ingvarsson Helga Pálsdóttir systkini og aðrir aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR OLSEN, Bjarnarvöllum 14, Keflavík, áður til heimilis í Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 7. október. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Birgisson Olsen Erla Hólm Zakaríasdóttir Ævar Birgisson Olsen Renate Vitola María Magdalena Birgisdóttir Olsen Björk Birgisdóttir Olsen Heiðar Víkingur Sölvason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN SÆVAR ÁSTVALDSSON framkvæmdastjóri, Langholtsvegi 24, lést á Landspítalanum 30. september. Útför fer fram frá Áskirkju mánudaginn 14. október klukkan 13. Kristín Rós Andrésdóttir Svanfríður Steinsdóttir Brynleifur Birgir Björnsson Ingibjörg Ösp Magnúsdóttir Sandra Rós Björnsdóttir Birna Karen Björnsdóttir Bjarki Hjálmarsson Dagmar Þorsteinsdóttir Magnús J. Magnússon og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 3. október. Útförin verður auglýst síðar. Kristjana G. Magnúsdóttir Egill Jónsson Erla G. Magnúsdóttir Helgi M. Magnússon Ingunn G. Björnsdóttir Hafdís Magnúsdóttir Hjörleifur L. Hilmarsson Jóna Björg Magnúsdótttir Smári Magnússon Regína Ásdísardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EMIL OTTÓ PÁLSSON, fv. slökkviliðsmaður, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 22. september. Útför fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. október klukkan 13. Valur Emilsson Guðný Harðardóttir Halldóra Emilsdóttir Brynjar Emilsson Eyrún Thorstensen barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.