Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 60 ára Birkir ólst upp á Seltjarnarnesi og í Garðabæ og býr á Álftanesi. Hann er húð- sjúkdómalæknir að mennt og er einn eig- enda og stofnenda Húðlæknastöðvarinnar. Maki: Friðbjörg Kristmundsdóttir, f. 1959, hárskeri og vefari og er með gall- eríið MÝRÓ í Hafnarfirði. Börn: Bjarki, f. 1982, og Hjalti, f. 1987. Barnabörn eru Halla Salvör, Birkir Orri, Egill Aron og Fannar Kári Bjarkabörn. Foreldrar: Sveinn Matthíasson, f. 1936, fyrrverandi verslunarstjóri hjá Samband- inu og strætisvagnabílstjóri, og Marín Ingibjörg Guðveigsdóttir, f. 1940, hús- móðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Guðlaugur Birkir Sveinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Smávegis hugulsemi er það sem færir öðrum hamingju og um leið ertu í rauninni að gleðja sjálfa/n þig. Gefðu þér tíma til þess að kanna málin, því flas er ekki til fagnaðar. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er allt í lagi að gefa sig dag- draumum á vald þegar aðstæður leyfa. Þú nærð settu marki fyrr en þig grunar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst erfitt að sýna aðila inn- an fjölskyldunnar samúð, finnst viðkomandi ekki eiga það skilið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vingjarnlegar samræður við náung- ann létta lund þína í dag. Reyndu eftir fremsta megni að bæta heilsu þína með gönguferðum eða einhverri annarri líkams- rækt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig. Þú átt það svo sannarlega skilið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er alltaf gaman að rekast á gamla vini og rifja upp liðna tíð. Þú hittir einn slíkan fljótlega og hann mun segja þér svolítið sem kemur á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að láta ekki freistast þótt til- boð sé á hlut sem þig hefur lengi langað í. Líttu í kringum þig og sjáðu fegurðina í litlu hlutunum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft ekki að breyta viðmóti þínu, það er nógu aðlaðandi fyrir. Fram- kvæmdu það sem þú hefur lengi ætlað að gera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki alltaf nauðsynlegt að fá samþykki annarra fyrir því sem maður gerir. Enginn hefur sama álit á hlutunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú mátt ekki láta dagdrauma ná yfirhöndinni. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert í náðinni þessa dagana, en mátt auðvitað gá að þér, því skjótt skip- ast veður í lofti. Stundum sér lífið um að tuska okkur aðeins til en ekki örvænta, það gengur fljótt yfir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reiði eykur bara á vanlíðan þína, reyndu að elska friðinn og komast á þann stað að fátt raski ró þinni. Hekla hefur gegnt stöðu prófess- ors í myndlist við Listaháskóla Ís- lands frá árinu 2012. Þar kennir Hekla m.a. nemendum á lokaári að halda einkasýningu, en það nám- skeið var sett á að frumkvæði Kling & Bang 2018 kom út bókin Ég er hér sem gefur yfirlit yfir afkasta- mikinn feril listamannsins undan- farin tuttugu ár og hugleiðingar um verk hennar eftir Markús Þór Andrésson. H ekla Dögg Jónsdóttir fæddist 9. október 1969 í Reykjavík. Fram að tveggja og hálfs árs aldri átti hún heima með foreldrum sínum og systur í Kaupmannahöfn. Hún flutti með móður, systur og stjúpföður til Vestmannaeyja en þaðan í Mosfells- sveit 1973 þegar Vestmannaeyja- gosið hófst. Fjölskyldan dvaldi einn vetur á Reykhólum í Barðastrandar- sýslu en flutti þá aftur í Mosfells- bæinn þar sem Hekla gekk í grunn- skóla. Hún hóf nám í 10. bekk í Æfingaskólanum þegar fjölskyldan færði sig um set úr Mosfellsbænum til Reykjavíkur. „Ég var í sveit á Snæfellsnesi á þremur bæjum, á Görðum hjá Svövu og Símoni, í Dalsmynni hjá Mar- gréti og Guðmundi og á Kálfár- völlum hjá Sigrúnu og Bjarna. Einn- ig á Brekkum 1 í Holtum hjá Ragn- heiði og Ómari. Ég var líka eitt sumar í Ottawa í Kanada hjá móður- systur minni, Fríði, og fjölskyldu hennar.“ Hekla gekk í Fjölbrautaskóla Breiðholts á listabraut og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1991-1994. Hún sótti skipti- nám við Listaháskólann í Kiel í Þýskalandi og viðbótarnám við Staatliche Hochschule für Bildende Künste í Frankfurt am Main. Að loknu námi í Þýskalandi hélt Hekla til Bandaríkjanna til náms við Cali- fornia Institute of the Arts árið 1996 þaðan sem hún lauk MFA-prófi árið 1999. „Á lokaárinu tók ég „inte- grated media“ og komst þá í aðrar deildir, eins og kvikmyndir og tón- list og það opnaði fyrir fleiri mögu- leika. Svo var gott að læra bæði í Evrópu og Bandaríkjunum því nám- ið þar er gjörólíkt innbyrðis.“ Allt frá útskrift hefur Hekla verið virk í sýningarhaldi og hefur sýnt í söfnum og á öðrum sýningarstöðum bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Íslands, Lista- safni Reykjavíkur, Tate Modern- safninu í London, Truck-samtíma- listamiðstöðinni í Calgary í Kanada og OMR Gallery í Mexíkóborg. Í til- efni af sýningu Heklu, Evolvement, í hennar. „Mér fannst það mikilvægt svo nemendur átti sig á hvað fylgir því öllu. Einkasýningunni fylgir síð- an gagnrýnin umræða sem er part- ur af námskeiðinu.“ Hvað varðar myndlistarmanninn Heklu Dögg Jónsdóttur þá er ekk- ert niðurneglt. „Ég er með marga bolta á lofti og hef mikið verið að vinna með öðrum listamönnum inni í mínum verkum og hef hug á ein- hvers konar útgáfu á því samstarfi. Ég er alltaf innan handar í Kling og Bang og er að fara að vinna að upp- setningu finnskra listamanna í jan- úar,“ en Hekla var einn af stofn- endum gallerís Kling & Bang árið 2003. „Ég er líka að reyna að ein- beita mér að mínum eigin verkum á vinnustofunni minni og vinna áfram með þróun hugmynda þar. Þegar maður er í sköpun þá getur maður dottið út og er bara hálf manneskja á jörðinni. Ég get ekki skipt úr því að vera prófessor fyrir hádegi og listamaður eftir hádegi, ég þarf að taka þetta í tímabilum. Ég stefni samt á að vera með eitthvert list- rænt útspil á afmælinu mínu, en ég ætla að halda upp á það eftir tíu daga.“ Verk Heklu hafa gjarnan ein- hverja virkni og eru knúin áfram af áhuganum á augnabliki ummynd- unar og efnahvarfa. Hún hefur áhuga á því óræða millirými sem verður til við yfirfærslu, til dæmis þegar hún notar aðgengilega nytja- hluti og framandgerir þá með því að færa þá yfir í annað samhengi. „Ég hef áhuga á mörgu,“ segir Hekla spurð út í áhugamálin. „En ég hef gefið mér lítinn tíma í þau, myndlistin tekur alltaf yfir. Ég held samt að ég geti farið að stunda áhugamálin oftar með sex ára snáð- anum mínum, eins og að fara á skíði sem mér finnst mjög gaman.“ Fjölskylda Sambýlismaður Heklu er Úlfur Grönvold, f. 3.1. 1966 í Reykjavík, myndlistarmaður og leikmynda- hönnuður hjá RÚV. Foreldrar hans eru Hjördís Guðbjörnsdóttir, f. 27.7. 1943, fyrrverandi skólastjóri, og Karl Grönvold , f. 8.10. 1941, jarð- Hekla Dögg Jónsdóttir, myndlistarmaður og prófessor við LHÍ – 50 ára Fagnað Frá opnun Kling & Bang í Marshallhúsinu 2017. Hekla er í miðri neðri röð og Úlfur annar frá hægri í efri röð ásamt félögum í Kling & Bang. Augnablik ummyndunar Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn Frá sýningu Heklu, Evolvement, í Kling & Bang í fyrra. 40 ára Guðrún er Skagstrendingur og hefur búið á Skagaströnd alla tíð fyrir utan fram- haldsskóla- og há- skólaárin. Hún er kennari að mennt og er aðstoðarskólastjóri í Höfðaskóla. Maki: Arnar Ólafur Viggósson, f. 1978, forstöðumaður íþróttamann- virkja á Skagaströnd. Börn: Arna Rún, f. 2003, og Snæbjörn Elfar, f. 2007. Foreldrar: Helgi Gunnarsson, f. 1952, húsasmiður, og Ragnheiður Sigur- jónsdóttir, f. 1951, fyrrverandi bréf- beri. Þau eru búsett á Skagaströnd. Guðrún Elsa Helgadóttir Til hamingju með daginn Mosfellsbær Alex Helgi Hjaltalín fæddist 22. janúar 2019 kl. 8.43 á Landspítalanum við Hringbraut. Hann vó 4.160 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Guðmundur Helgi Hjaltalín og Jóhanna María Ríkharðsdóttir. Nýr borgari HLJÓÐMOGGI BÝÐUR GÓÐAN DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.