Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er aftur kominn í landsliðshópinn en liðið æfði á Laug- ardalsvelli í gærmorgun. Fram- undan eru leikir gegn heimsmeist- urunum frá Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Alfreð gat ekki verið með þegar Ísland vann Mol- dóvu heima og tapaði fyrir Albaníu ytra í síðasta mánuði. Var hann þá að jafna sig af meiðslum og tók sér tíma til að byggja sig upp fyrir tímabilið. Ísland hefur mætt Frakklandi þrí- vegis frá árinu 2016. Einu sinni í lokakeppni EM, einu sinni í vináttu- leik og einu sinni í undankeppninni sem nú stendur yfir. Íslensku lands- liðsmennirnir eru því farnir að þekkja franska liðið býsna vel. „Við höfum jú spilað nokkrum sinnum við þá en auk þess þekkjum við þá vegna þess að flestir okkar hafa séð þá spila reglulega í sjón- varpinu. Þetta er auðvitað alveg ótrúlega erfitt lið að eiga við. Við verðum að horfa í þá leiki þar sem okkur gekk vel á móti þeim. Sér- staklega var það í vináttulands- leiknum. Þótt það sé bara æfinga- leikur þá vorum við í mjög góðum málum á móti þeim þar til síðasta korterið. Við vorum einnig í ágætri stöðu þegar við mættum þeim í þess- ari undankeppni ytra eða þar til á síðustu tuttugu mínútunum þegar þeir gengu á lagið.“ Góðar minningar í Laugardal Spurður um stöðuna í riðli Íslands segir Alfreð að íslenska liðið vilji búa þannig um hnútana að síðustu tveir leikirnir í nóvember skipti miklu máli. „Okkar örlög eru enn í okkar höndum og það er alltaf jákvætt. Við viljum auðvitað eiga möguleika í næsta verkefni í nóvember og það fer eftir úrslitunum gegn Frakklandi og Andorra hvort möguleikarnir á því að komast upp úr riðlinum verði raunhæfir. Markmiðið er að setja upp tvo risaleiki í nóvember án þess að maður vilji fara eitthvað fram úr sér,“ sagði Alfreð og hann segir að íslensku landsliðsmennirnir geti leit- að í góðar minningar frá Laug- ardalsvelli áður en þeir mæta Frökkum. Þar á hann við sigurleik- ina gegn þjóðum eins og Hollend- ingum og Króötum á undanförnum árum. Hefur unnið vel í líkamanum Alfreð segist vera vel á sig kominn líkamlega og hann hefur æft með Augsburg í tvo og hálfan mánuð. Hann segir hins vegar að líkaminn hafi fyrir nokkru verið farinn að gefa sterklega til kynna að hann þyrfti hvíld. Þess vegna hafi hann glímt nokkuð við meiðsli síðustu tvö árin eða svo. „Þegar maður spilar tæpur og fær ekki tækifæri til að fá sig góðan þá kemur það í bakið á manni síðar. Og það gerðist hjá mér. Fótboltaheim- urinn er stundum þannig að menn spila leikina og eru dæmdir af frammistöðu sinni þar en eru ekki heilir heilsu. Þannig er þessi heimur bara. En í sumar fékk ég góðan tíma til að ná mér og menn sýndu þolin- mæði hjá Augsburg. Ég hef unnið mikið í líkamanum á meðan og það er að skila sér núna,“ sagði Alfreð en hann glímdi við meiðsli í kálfa á síð- asta tímabili. Markheppnin yfirgaf hann þó ekki þegar hann gat spilað og skoraði til að mynda tvær þrenn- ur í þýsku deildinni á síðasta tíma- bili. Ánægja hjá báðum aðilum Alfreð er samningsbundinn Augs- burg til ársins 2022 en í ágúst var til- kynnt að hann hefði skrifað undir nýjan samning hjá félaginu. „Ég ákvað að vera áfram hjá Augsburg eftir nokkuð langar samn- ingaviðræður. Ég er ánægður hjá fé- laginu og þess vegna skrifaði ég und- ir. Báðir aðilar eru ánægðir með niðurstöðuna og forráðamenn liðsins hafa verið ánægðir með mína frammistöðu. Slíkt getur hins vegar verið fljótt að breytast í fótbolt- anum. Breytist nánast frá degi til dags. Ef lið tapar tveimur leikjum í röð er komin upp gerbreytt staða,“ sagði Alfreð ennfremur við Morgun- blaðið í gær. Risaleikir í nóvember?  Alfreð Finnbogason lætur vel af sér  Fékk góðan tíma í endurhæfingu í upp- hafi tímabilsins í Þýskalandi  Segir ýmislegt gott hafa verið í vináttuleiknum Morgunblaðið/Hari Landsliðið Alfreð Finnbogason hefur misst af síðustu fjórum leikjum Íslands en er klár í slaginn núna.  Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik, er einn fjögurra leik- manna sem tilnefndir eru í kjöri á besta leikmanni septembermánaðar í þýsku 1. deildinni. Bjarki kom til Lemgo í sum- ar frá Füchse Berlín og hefur farið á kostum, skoraði 13 mörk gegn Kiel um síðustu helgi og er markahæstur í deildinni með 64 mörk. Auk hans eru tilnefndir Stefan Cavor hjá Wetzlar og þeir Morten Olsen og Demenico Ebner hjá Hannover-Burgdorf.  Elías Már Halldórsson þjálfari karla- liðs HK í handknattleik var í gær úr- skurðaður í eins leiks bann og stýrir því ekki Kópavogsliðinu gegn Stjörnunni á laugardaginn. Elías var rekinn af bekkn- um í leik HK gegn KA á sunnudaginn, vegna „grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar“, eins og það er orðað í úr- skurðinum.  Knattspyrnumarkvörðurinn Har- aldur Björnsson hefur skrifað undir nýj- an samning við Stjörnuna til þriggja ára en hann var að ljúka sínu þriðja tímabili með Garðabæjarfélaginu. Haraldur er þrítugur og varði mark Stjörnunnar í öllum leikjum liðsins í úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Hann hefur leikið 91 leik í efstu deild hér á landi með Stjörn- unni og Val, lék einn- ig með Þrótti í 1. deild, en var lengi erlendis þar sem hann var fyrst í röðum Hearts í Skotlandi og síð- an með Lille- ström, Strömmen, Fredrikstad og Sarps- borg í Noregi og Östersund í Sví- þjóð. Eitt ogannað EKKI GLEYMA AÐ SKRIFA UNDIR Á FINNUMLAUSNIR.IS „Það eru einhverjar þreifingar búnar að eiga sér stað en ekkert sem hefur verið nægilega spennandi í hreinskilni sagt,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins á Laug- ardalsvelli í gær. Emil hefur verið án félags síðan í sum- ar eftir að samningur hans við ítalska A-deildarfélagið Udinese rann út. „Ég vona hins vegar að það fari að detta inn einhver spennandi tilboð sem henta bæði mér, mínum metnaði og fjölskyldunni vel. Sjálfur væri ég auðvitað mest til í að mín mál væru löngu komin á hreint en þetta hefur tekið mun lengri tíma en ég átti von á. Ég hef verið í góðu sambandi við mitt fyrrverandi félag Udinese en ég á ekki von á að fara þangað aftur í hreinskilni sagt. Hlutirnir eru hins vegar fljótir að breytast í fótbolta og maður á víst aldrei að segja aldrei. Fyrsta val var allt- af að vera áfram á Ítalíu. Ég hef verið þar undanfarin tólf ár og mér líður mjög vel þar. Það þekkja mig allir þar og ég vonast til þess að vera þar áfram. Það hafa komið einhver tilboð líka frá ansi framandi löndum en til- boðið þarf að vera afar gott ef maður ætlar að flytja fjölskylduna þangað. Að sama skapi er maður líka kominn á þann stað að maður þarf að fara að skoða almennilega hvort það sé þess virði að fara hinum megin á hnöttinn til þess að spila fótbolta,“ sagði Emil. bjarnih@mbl.is Ekkert nægilega spennandi komið upp ennþá Emil Hallfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.