Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Heimilisofbeldi er örugg-lega eitt af því verstasem þolendur upplifa, ogætla má að þeir bíði þess
aldrei bætur. Svíarnir Anders Ros-
lund og Stefan Thunberg taka mál-
efnið fyrir í spennusögunni Blóð-
böndum og sýna
meðal annars
fram á að ekkert
er heilagt þegar
skyldleiki er ann-
ars vegar.
Það læra börn-
in sem fyrir þeim
er haft og helstu
persónur í bók-
inni gera það svo
sannarlega, þó
fordæmi feðr-
anna sé ekki til eftirbreytni. Betr-
unarvist breytir engu þar um. Þarna
kemur skyldleikinn til sögunnar,
innprentunin, meðvirknin, ofbeldið.
Ekkert er sterkara en móðurástin
en jafnvel hún má sín lítils, þegar
valið stendur á milli þess að feta af-
brotabrautina eða leið hins heiðvirða
manns. Ekki síst þegar málið snýst
um stærsta ránið.
Sagan er vel skrifuð. Hún rokkar
á milli bernsku helstu persóna og
nútímans og er í raun sjálfstætt
framhald á spennusögunni Dansað
við björninn eftir sömu höfunda.
Frásögnin snýst fyrst og fremst um
Leó, bræður hans og foreldra, og
Sam Larsen og John Broncks.
Karlmennirnir eru eins ólíkir og
þeir eru margir, að minnsta kosti á
yfirborðinu, en þræðirnir liggja
gjarnan saman, þegar að er gáð.
Höfundar lýsa einstaklingunum sér-
lega vel og sérstaklega eru Leó og
John eftirminnilegir, hvor á sinn
hátt.
Afbrotamaðurinn Leó er skipu-
leggjandi út í ystu æsar og ekki er
annað hægt en að hrífast af hæfi-
leikum hans, þó brotaferillinn eigi
hvergi að eiga samúð. John svífst
einskis og er augljóslega á rangri
hillu. Vincent er yngstur og vill vel,
en ekki verður við allt ráðið í heimi
afbrota, ofbeldis og svika.
Blóðbönd hitta svo sannarlega í
mark, frábær sálfræðitryllir, en til-
hneiging útgefanda að hafa spennu-
sögur í lengri kantinum er feilskot
fyrir þá sem vilja ekki leggja bókina
frá sér fyrr en sagan er öll.
Morgunblaðið/RAX
Tvíeyki Rithöfundarnir Anders Roslund og Stefan Thunberg.
Skyldleiki
blindar sýn
Spennusaga
Blóðbönd bbbbn
Eftir Anders Roslund og Stefan Thun-
berg.
Sigurður Þór Salvarsson þýddi.
Veröld 2019. Kilja, 540 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Pabbi var enginn venjulegur pabbi,
því hann var skáld, samkvæmt öllum
var það bæði mjög eftirsóknarvert
og merkilegt en líka fullkomlega
gagnslaust og óarðbært,“ segir Mó-
heiður Hlíf Geirlaugsdóttir í formála
bókarinnar 100 ljóð.
Faðir Móheiðar, sem í formál-
anum er ræddur, var Geirlaugur
Magnússon skáld. Hann lést árið
2005 en nú, á 75. afmælisári Geir-
laugs, hefur Móheiður ásamt fleirum
gefið út ljóðasafn með 100 ljóðum
eftir hann. Geirlaugur sendi frá sér
sautján ljóðabækur á sinni skálda-
ævi og hafa þær allar verið ófáan-
legar um nokkurt skeið.
Erfitt að lesa síðustu ljóðin
Móheiður segir að hún, og fleiri
sem að bókinni standa, hafi byrjað
að velta fyrir sér að gefa út ljóðasafn
Geirlaugs strax eftir að hann féll frá.
Von ritstjórnar bókarinnar, sem
ásamt Móheiði skipa Einar Ólafsson,
Gunnar Skarphéðinsson og Óskar
Árni Óskarsson, er að greiða ljóða-
unnendum leið að ljóðum Geirlaugs.
„Ég hafði lesið öll ljóðin áður, en
það var mjög erfitt að lesa þau sem
hann skrifaði undir lokin þegar hann
var orðinn veikur,“ segir Móheiður.
„Þegar ég les ljóðin núna heyri ég
hann lesa, sé ljósbláu augun, flökt-
andi viðkvæm, heyri röddina skýru
og sé gulnaða fingurna fletta bók-
inni,“ segir Móheiður í formálanum.
Geirlaugur glímdi við erfið veik-
indi síðustu árin en hætti þó ekki að
skrifa fyrr en rétt áður en hann féll
frá. Ljóðabók Geirlaugs Tilmæli var
gefin út sama ár og hann lést. Þar
yrkir hann meðal annars um dauð-
ann og spítalaleguna. Til dæmis í
síðasta ljóðinu sem Geirlaugur orti,
ljóðinu „Dauðastríð“:
en það umflýr enginn
sitt dauðastríð
suma tekur það árin löng
engjast í kvöl hvar sérhvert
hlé er sem sigur stór
annarra sem ör fljúgi af boga
hálfkæft óp niðamyrkur
en styrjöld samt
Ljóð Geirlaugs hafa verið sögð
torræð. Sjálfur sagði hann í viðtali
við Einar Fal Ingólfsson, sem birtist
í Morgunblaðinu fyrir aldamót, að
meiningin væri ekki að gera lesend-
um erfitt fyrir en heldur ekki að
yrkja of ljóst. Móheiður sá nýjar
hliðar á ljóðunum við þann lestur
sem val á ljóðunum krafðist. „Þeir
sem komu að þessu með mér sýndu
mér nýja fleti á ljóðunum sem ég
hafði ekki séð áður,“ segir Mó-
heiður.
Skáld elur upp skáld
Það var snúið að gera upp á milli
ljóða Geirlaugs, að sögn Móheiðar.
„Smekkur okkar sem stóðum að val-
inu réð því hvaða ljóð fóru í bókina.
Við völdum hvert um sig þau ljóð
sem við töldum að þar ættu að vera.
Sum ljóðin höfðum við öll valið en
önnur þurftum við að ræða og svo
samræmdum við valið.“
Gyrðir Elíasson rithöfundur var
ritstjórninni innan handar við val á
ljóðum og auðveldaði valið.
Móheiður fékk í vöggugjöf skáld-
gáfu frá föður sínum en hún sendi
frá sér ljóðabókina Flygildi árið
2016 og þýðingu á bókinni Pyrrhos
og Kíneas eftir franska heimspek-
inginn Simone de Beauvoir í fyrra.
Ljóð Móheiðar eru full af húmor,
órímuð og nútímaleg.
Um það hvort hún sæki innblástur
í skrif föður síns segir Móheiður:
„Ætli ég geri það ekki ómeðvitað.
Vinir pabba sem komu að útgáfu 100
ljóða með mér segja mér þó að ljóðin
mín séu mjög ólík skáldskapnum
hans pabba.“ Móheiður fann samt
sem áður mikinn innblástur í ljóðum
föður síns þegar hún vann að útgáfu
100 ljóða.
Móheiður ritar fallegan formála
að bókinni eins og áður sagði. Þar
minnist hún föður síns og þeirra ótal
stunda sem þau áttu saman. „Við
vorum mjög góðir vinir,“ segir Mó-
heiður. „Alla tíð.“
Vinir Geirlaugur og Gyrðir Elíasson á gangi við Reykjavíkurtjörn.
100 ljóð eftir Geirlaug
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir stendur að útgáfu ljóða-
safns föður síns Kom auga á nýjar hliðar ljóðanna
Ljósmynd/Petrína Rós Karlsdóttir
Feðgin Geirlaugur og Móheiður í Provence í Frakklandi árið 1978. Móheið-
ur hefur ásamt fleirum gefið út ljóðasafn með 100 ljóðum eftir Geirlaug.
Morgunblaðið/Einar Falur
sölu víða um heim og það þrátt fyr-
ir að vera umdeild og gagnrýnd
fyrir ofbeldi en í myndinni er rakin
upprunasaga erkióvinar Leður-
blökumannsins, Jókersins. Kvik-
myndin var frumsýnd á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í
Kvikmyndin Joker, eða Jókerinn,
var frumsýnd hér á landi föstudag-
inn 4. október og sáu hana rúmlega
14 þúsund manns yfir frumsýning-
arhelgi, að forsýningum á fimmtu-
dagskvöldi meðtöldum. Skilaði það
rúmum 20 milljónum króna í miða-
sölu og segir í tilkynningu frá Sam-
bíóunum að engin kvikmynd fram-
leidd af fyrirtækinu Warner Bros.
hafi náð slíkri upphæð áður hér á
landi yfir frumsýningarhelgi.
Joker var frumsýnd víðar um
heim sama dag og sló einnig met í
Bandaríkjunum. Miðasölutekjur
námu þar 96 milljónum Bandaríkja-
dala, jafnvirði um 12 milljarða
króna og hefur engin kvikmynd
skilað svo hárri upphæð áður yfir
frumsýningarhelgi þar í landi í
október. Fyrra met átti Venom, 80
milljónir dollara.
Joker hefur að lokinni frumsýn-
ingarhelgi rakað inn jafnvirði um
248 milljóna Bandaríkjadala í miða-
síðasta mánuði og hlaut aðal-
verðlaun hátíðarinnar. Fyrstu dóm-
ar voru afar jákvæðir en síðan tóku
að bætast við mjög neikvæðir dóm-
ar og er myndin nú með meðalein-
kunnina 58 af 100 á Metacritic og
69 af 100 á Rotten Tomatoes.
Jókerinn sló miðasölumet
Illmenni Joaquin Phoenix í hlutverki Arthur Fleck, Jókersins, í Joker.
Allt um sjávarútveg