Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 12
r# Nlcaraaua oq r# 12 heimsráð- r# Bolivia, Þýskaland, Tyrk- r# 18 heimsráðstefna Paraguay 11 Alheimsmót skáta Algerí, Kongó, Jamaíca, Benin, Pakistan stefna land og Uruguay ganga í skáta haldin í Lisa- gengur í haldið í Marathon á Sádí Arabía, Senegal, Kenya, gangaí skáta hald- WOSM. bon I Portúgal, 50 WOSM. Grikklandi með 14000 Tanzania og Trínídad & Sierra WOSM. in í Noregi, Skátar í heimínu eru orðnir bandalög mæta. þátttakendum. TobagogangaíWOSM. Leone og Skátastarf hefst: Oman 25 banda- lög mæta. 5 milljónir í 50 löndum. Skátastarf hefst: Ethiopia Kýpur, Morocco, Niger- íaog SádíArabía gangaíWOSM. 19 heimsráðstefna skáta Skátastarf hefs: Maldives haldin á Rhopes á Grikk- landi, 52 bandalög mæta. Uganda ganga í WOSM. 1948 1949 1950 1961 1962 1963 1964 Landsmót skóta 2008 Dagana 22.-29. júlí 2008 hverfum við aftur á vík- ingaslóðir. Landsmót skáta verður að þessu sinni haldið á Hömrum á Akureyri en þar er eitt glæsileg- asta tjaldsvæði landsins. Þema mótsins er „Á Vík- ingaslóð" og verður dagskráin tengd lífi víkinganna á landnámsöld, sem svipar að mörgu leiti til skáta- lífsins. Stárglæsileg dagskré við allra hæfi! Dagskráin er með nýju og skemtilegu sniði en ásamt Víkingaþorpi, þar sem m.a. verður eldað á langeldi og barist að .hætti Víkinga, verða skemmti- leg dagskrársvæði sem innihalda ögranir, áskoranir og frábæra skemmtun. Sérstök dagskrá verður í boði fyrir öll aldurs- stig og ættu allir skátar að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt dagskrá I fjölskyldubúðum! Fjölskyldubúðirnar sem hafa verið vinsælar und- anfarin landsmót verða að sjálfsögðu á sínum stað. Nú er kjörið tækifæri fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, systkini og frændsystkini til að kynn- ast skátastarfinu eins og það gerist best og koma og taka þátt í þessu frábæra ævintýri. Vinir af mörgum þjúðernum! Á milli 500 og 1000 erlendir skátar munu sækja Landsmótið og er þetta því frábært tækifæri fyrir íslenska skáta til að eignast vini frá öðrum löndum og kynnast menningu annarra þjóða. Nú er einnig tilvalið fyrir skátana sem fóru á alheimsmótið í sumar að nýta tækifærið til þess að hitta erlendu vinina aftur! Sendið þeim tölvupóst og bjóðið þeim að taka þátt í íslensku landsmóti! 12 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.