Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 13
!-• 20 heimsráðstefna r# Maltaog 12 Alheimsmót skáta skáta haldin í Skrifstofa W0SM r* 22 Heimsráðsetafna r# Fyrsta ráð- skáta haldin í Mex- Singa- haldið í Farragut Seattle 1 flytur til Genf I skáta haldín í stefna Afríku íkóborg í Mexíkó, 59 pore Stae Park í Idaho í Washington í Sviss. Otaniemi í Finnlandi, haldin í bandalög mæta. ganga í Bandaríkjunum Bandaríkjunum, 70 Suriname oq 60 bandalög mæta. Dakar í Sen- Líbería, Quatar og WOSM. með 12011 þátt- bandalög mæta. Swaziland 12 milljónir skáta egal. Zambia ganga í takendum. Guyana gengur í ganga í starfandi í heimin- Bahrain geng- WOSM. 21 heimsráðstefna W0SM. W0SM. 'um. uríWOSM. 1965 1966 1967 1968 1969 1970 Það hefur mikið verið um að vera ó Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni þetta árið. Með hverju árinu.fer þeim fjöl- gandi sem sækja staðinn heim og á það við um Skólabúðir, Sumarbúðir, skátaviðburði, erlenda skáta- hópa sem koma til styttri og lengri dvalar yfir sumarið sem og almenna tjaldgesti. Skólabúðir eru starfræktará ÚSÚ yfirvetrartímann. I þær koma nemendur úr grunnskólum landsins, en þó mest af höfuðborgarsvæðinu. Flestir hafa dvalið eina nótt og farið í gegnum dagskrá Skólabúða sem starfs- menn staðarins í félagi við kennara nemendanna hafa stýrt. Dagskráin hefurtekið smá breytingum í áranna rás, en að grunni til eru hún keimlík því sem upphafsmaður þeirra Jónas B. Jónsson setti saman 1990. Skólabúðirnar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og hefur aðsóknin verið að aukast síðustu ár. Þá hefurtímabilið einnig verið að lengjast en fyrr á árum komu flestir skólarnir á tímabil- inu febrúar - apríl en núna hafa haustmánuðirnir bæst við og tíminn einnig færst alveg fram í júní. Sumarbúðir skáta, voru starfræktar í sumar líkt og gert hefur verið á Úlfljótsvatni á sjötta áratuginn. Tímabilið í sumar var þó aðeins styttra en áður þar sem nánast allt starfsfólk staðarins fór á Alheimsmót skáta í Englandi og var því ákveðið að stytta tímabilið þetta árið. En öll námskeiðin sem boðið var upp á voru full og eins og ávallt fyrr voru sumarbúðirnar eintóm gleði og upp- lifun. Dagskráin er nokkuð lík frá ári til árs þó vissulega hafi verið bryddað upp á fjölmörgum nýjungum síðari árin og ekki gerir það verra hversu staðurinn sem slíkur hefur blómstrað út og afþreyingarmöguleikar þar vaxið ár frá ári. Til að mynda er bátaflotinn orðinn það veru- legur að siglingar á vatninu verða sífellt vinsælli í Sumarbúðunum sem eðlilegt er. A hverju ári eru ávallt nokkrir skátaviðburðir stórir sem smáir á Úlfljótsvatni. Stærsti viðburðurinn sem af er þessu ári er Afmælismót BIS sem haldið var þar í sumar. Ferðin á Alheimsmótið litaði mótið talsvert enda fjöl- menntu verðandi þátttakendur á Afmælismótið. Þarna skemmtu skátar sér langa helgi við hefðbundin skáta- mótsstörf. Síðasta Ylfingamótið var einnig haldið á staðnum í júní eins og hefð erfyrirog ekki spillti rigningin gleði ylfinganna. Skátánámskeið hafa verið fjölmörg þetta árið á Úlfljótsvatni og nú á haustmánuðum sóttu um 110 skátaforingjar helgarnámskeið þar sem farið var í gegnum innleiðingu á nýrri skátadagskrá. Gilwell- námskeið setja gjarnan skemmtilegan svip á staðinn þegar þau eru fyrir austan og í vor var seinni helgi Gilwell-námskeiðs þar sem þáttakendur fóru í gegnum sína dagskrá yfir langa helgi, sem samanstóð af fyrir- lestrum og útilífi. Erlendir skátahópar Skátar í nálægum löndum hafa ekki bara uppgötvað Island sem skemmtilegt land til að sækja heim, heldur hafa þeir uppgötvað að það sé bráðsniðugt að gista á Úlfljótsvatni og fara þaðan í margvíslegarferðir um nágrennið og víðar. Þannig hefur erlendum skátahópum farið fjölgandi sem dvelja á tjaldsvæðum staðarins um lengri eða skemmri tíma. Fyrir milligöngu starfsmanna ÚSÚ taka þeir síðan þátt í ýmissi dagská á staðnum, siglingum um vatnið, klifri ( klifurturninum, eða lengri og styttri göngu- eða hjóla- ferðum út frá staðnum. Þá fara þeir gjarnan með rútum að Gullfossi og Geysi og í hesta og jöklaferðir. Yfir 20 erlendir skátahópar gistu staðinn í sumar og setja þeir mjög skemmtilegan svip á mannlífið á staðnum. Tjaldgestum fer einnig fjölgandi á tjaldsvæðunum árfrá ári. Hafa margir haft á orði að þarna séu einhver al vönduðustu og skemmtilegustu tjaldsvæði landsins og því verið vel varðveitt leyndarmál að þau séu opin almenningi. Það er allt frá gangandi erlendum ferða- mönnum upp í stórættarmótsem sjá ástæðu til að sækja USÚ heim og njóta dvalarinnar og óvíða er þjónustu- stigið á tjaldsvæðum eins hátt eða möguleikar til afþreyingar jafn miklir. Viðburðimirsem komið er með á staðinn er allt frá dagsferðum fyrirtækja upp í brúðkaup þar sem veislan fer fram í Strýtunni og í sumum tilfellum gista gestirnir á tjaldsvæðunum. Nýting skálanna hefur einnig verið góð það sem af er þessu ári. Má segja að skálarnir séu orðið í útleigu alla vetrarmánuðina samfleitt um helgarnar meðan skólabúðirnareru á virku dögunum. Skátafélögin á suð- vesturlandi eru dugleg að fara í félagsútilegur á staðinn yfir vetrartímann og eiga nokkur orðið fastar helgar. Þá hefur færst í vöxt að margvísleg önnur félagasamtök hafi uppgötvað staðinn og fjölmargar fyrirspurnir berast vikulega. Framkvæmdir á árinu hafa verið fjölmargar að venju. Stærsta framkvæmdin var bygging 80 fermetra Þjónustuhúss sem staðsett ervið hlið nýja sturtuhússins. I nýja húsinu er eldunar- og mötuneytisaðstaða sem sérstaklega er hugsuð fyrir hópa sem dvelja á tjaldsvæðunum til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega erlendu hópana. I húsinu hefur einnig verið komið fyrir þvottavél og þurrkara. Þarna er einnig að- staða fyrir afgreiðslu tjaldsvæðanna. Það er ekki spurn- ing að tilkoma hússins sem er mjög vandað, með raf- magni, heitu og köldu vatni og upphitað, eykur þjón- ustustig staðarins enn frekar. Eftir er að setja klæðningu utan á húsið og gera pall í kringum það, en þessi verk eru meðal næstu vorverka. Þá hafa göngustígar verið betrumbættir, sett upp hlið við inngangana að skálunum, nýtf bátaskýli verið sett niður, og flatimar betrumbættar. Þessa dagana erverið að undirbúa barna-leikvöll sem er staðsettur verður á flötunum fyrir framan þjónustu- kjarnann (sturtuhúsið) og verður það kláraður fyrir áramótin með öllum viðeigandi leiktækjum. Skógrækt hefur að venju verið umtalsverð. Skógarskátar hafa látið til sín taka sem áður og sett niður umtalsvert af trjám. Nokkur skátafélög mæta reglulega á staðinn og setja niðurtré og mættu fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar. Höfðingjalundar eru svæði upp frá Jónasar B. lundi þar sem öllum íslenskum skáta- höfðingjum sögunnar hefur verið afmarkaður reitur og verða þeir merktir þeim og er þegarfarið að gróðursetja í nokkra þeirra. Fyrir utan reit Jónasar B. Jónssonar er reitur Páls Gíslasonar sennilega mest áberandi en hann og fjölskylda hans setja árlega niður þar jafn margartrjá- plöntur og aldur hans segir til um en nýlega mættu þau á svæðið og gróðursettu 83 trjáplöntur. Framtíðin lítur vel út. Gengið var frá endurnýjun á leigusamningi við Orkuveitu Reykjavíkur á árinu og er hann um sama landssvæði og skátar hafa haft síðustu áratugina en til 75 ára, þannig að framtíð skáta við Úlfljótsvatn er björt. SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.