Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 6

Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 6
Á síðum þessa blaðs getið þið lesið um sögu hreyfingarinnar og hvernig hún fór um heiminn. Þetta er byggt á heimildum frá World Organization of the Scout Movement (WOSM). "• Scouting for Boys kemur út. “• Útilega á Brownsea eyjufrá 1.-9. Ágúst. Skátastarf hefst í Bretlandi Skrifstofa drengjaskáta opnar í London. Skátastarf hefst: Ástralíu, írlandi, Möltu, Nýja Sjá- landi og Suður Afríku ■• Skátastarf hefst: Kanada, Chile, Danmörku, Guyana, Indlandi, Rússlandi, Sierra Leone, Bandaríkjunum og Zimbabawe Skátastarf hefst: Brasilíu, Finnlandi, Frakklandi, Þýska- landi, Grikklandi, Hong Kong, Jamai- ca, Kenía, Hollandi og Singapore "• Skátastarf hefst: Belgíu, Bleize, Búlg- aríu, Tékklandi, Malasíu, Noregi, Svíþjóð, Tælandi, Trinidad&Tobago 1907 1908 1909 1910 1911 Mesta ævintýri sem nokkur skáti getur hugsað sár Fjögurhundruð og þrjátíu íslenskir skátar fóru í fjór- um áföngum þann 27. júlí í eitt mesta ævintýri sem nokkur skáti getur nokkurn tímann hugsað sér. Alheimsmót skáta var í þann veginn að hefjast. Þeir fyrstu komu um hádegisbilið, þeir síðustu seint aðfararnótt þess 28. Spennan var nánast áþreifan- leg því eftireittog hálft ár rættist draumurinn loksins. Daginn eftir var opnunarathöfn í miðaldarstíl. Þarna voru riddarar á hestunum sínum, hirðfífl og eldgleypar. Þá mættu Vilhjálmur bretaprins og Edward hertoginn af Kent og heiðruðu skátana sem nærvéru sinni. Þgð var þétt setið í brekkunni og var ófá gæsahúðin sem hverskátinn fékk þegarhann sá þennan þvílíka fjölda af fólki sem var saman kom- inn. 32.000 þátttakendur sem tóku þátt í öllum dagskrárliðum auk um 10.000 sjálfboðaliða sem sáu til þess að þetta gekk allt saman vel fyrir sig. Til samanburðarvoru 11.099 þátttakendurá Olympíu- leikunum í Aþenu árið 2004. Dagskráin var byggð upp á nokkrum dagskár- svæðum sem tóku bæði hálfan og heilan dag. Til dæmis var boðið upp á dagskrárlið sem hét TRASH" eða „RUSL" þar sem þátttakendur lærðu að hægt er að nota tóm ílát, steina og plastpoka til að búa til fallegt listaverk eða hljóðfæri. Annar dag- skrárliður var „WORLD VILLAGES" eða „HEIMS- ÞORP". Þar var hægt að læra ýmislegt um menn- ingu annara þjóða og t.a.m kenndu íslenskir skátar rúnalestur og glímu. Það sem vakti þó hvað mestu lukku voru gervifætur sem Össur hf. hafði sérstak- lega hannað og smíðað fyrir þetta tilefni. Þetta voru nokkurskonar stultur eða framhald á fæturnar sem auðvelt var að smeygja sér í og gaf því fólki hug- mynd um það hvernig er að vera með gervilim. Til að nefna hvað aðrar þjóðir voru að gera til að kynna land sitt og menningu var boðið upp á að læra tyrkneska barnaleiki, indverskt brúðkaup og hina ýmsu þjóðdansa. Til dæmis var hægt að læra hollenska klossadansa, vikivaka og riverdans. „GDV" sem stendur fyrir Global Development Vil- lage eða heimsþróunar þorp þar sem unnið var af krafti við að finna lausnir við alþjóðlegum vanda- málum með fræðslu. Þar voru ýmsar hjálparstofn- anir með kynningar á.S'inni starfsemi, meðal annars Unicef, Rauði krossinn og Survival. Survival hafa fæstir heyrt um en það eru samtök sem berjast fyrir réttindum frumbyggja heimsins. Haldið var upp á l 00 ára afmæli skátahreyfing- arinnar um allan heim í svokallaðri sólrisuhátíð þann l. ágúst. Hátíðarhöldin byrjuðu klukkan 8 að morgni til í öllum löndum og auðvitað var Bretland ekki skilið útundan og þurfti því að vakna snemma til að mæta ! veisluna á réttum tíma. Laugardaginn 4. ágúst fengum við heimsókn frá forsetanum og auðvitað kom forsetafrúin líka og skemmtu þau sér konunglega í skoðunarferð um mótssvæðið. Haldin var svo móttökuathöfn til heið- urs komu þeirra þar sem öllum íslenskum skátum var boðið. Þegar var runnið að lokum þessarar 10 daga skemmtunar var haldin lokaathöfn þar sem sýnd voru nokkur af bestu skemmtiatriðunum frá dögun- um áður. Að lokum þessa skemmtiatriða vartilkynnt það formlega að Svíþjóð haldi næsta alheimsmót sem haldið verður árið 2011. Eftir mótið fóru allir íslensku skátarnir í heimagist- ingu víðs vegar um Bretland til fjögurra daga. Þann 12. ágúst héldu allir íslensku skátarnir heim á leið með mikla reynslu og góðar minningar í farteskinu. Eygló Höskuldsdóttir og Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir 6 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.