Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 16
r# Gambia Alþjóðlegt ár æskunnar á vegum r» WOSM r# Belize 16 Alheimsmót skáta r# Sérstök friðar- gengur í Sameinuðu Þjóðanna. nærnú gengur haldið í New South vika haldin. WOSM. 1 heimsverkefnið sem unnið er í til 120 í Wales í Ástralíu. Skátar sameiningu meðWAGGGS. 30 heimsráðstefna skáta haldin í Munich í Þýskalandi, 90 bandalög mæta. landa. WOSM. 13434 þátttakendur, 31 heimsráðstefna skáta haldin í Melbourne í Ástralíu. vinna verk- efni sem tengjast fríði. 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Rowerway 2009 Hvað er Roverway? ió SKÁTABLAÐIÐ Hvenær? 20.-28.júlí 2009 Hverjir? Allir skátar á aldrinum l 6-22 ára (fæddir 1987- l 993). 23 ára og eldri eiga kost á að skrá sig í starfs- mannabúðir. Hvað kostar? 395 evrur Innifalið í verði eru allar.ferðir, gisting, mótsein- kenni, matur og dagskrá. Heimasíða mótsins: www. roverway.is Roverway er Evrópskt skátamót fyrir skáta á aldrin- um l 6-22 ára. Mótið hefur verið haldið tvisvar sinn- um áður, í Portúgal 2003 og á Ítalíu 2006. Nú er komið að okkur á Islandi að halda mótið. Markmið- ið er að hér verði um 2000 manna mót sem við og Evrópubandalögin getum verið stolt af. Mótið verð- ur sett í Reykjavík en þaðan halda þátttakendur í 50 manna sveitum vítt og breytt um landið í fjölbreytta dagskrá. Eftir fjóra daga við leik og störf koma allar sveitirnar saman á Ulfljótsvatni þar sem dvalið verð- ur í tjaldbúð næstu fjóra daga. Meðal þeirra verk- efna sem boðið verður upp á eru hikeferðir um nágrenni Ulfljótsvatns, siglingar á vatninu, hringborðsumræður um hin ýmsu málefni sem snerta skátahreyfinguna og samfélaginu öllu auk margra annara dagskrár- liða. Það skemmtilega við þetta mót er að þátt- takendur skrá sig inn í 5-15 manna flokkum sem blandast saman í alþjóðlegum skátasveitum Þessar sveitir dvelja saman við leik og störf á mót- inu, bæði í ferðunum fyrstu dagana og á Ulfljót- svatni seinni hluta mótsins. | Fnábært tækifæri! Það að fá að halda svona stóran alþjóðlegan viðburð hér á landi er frá- bært tækifæri fyrir íslenska skáta. Þetta er tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og allir skátar á þessum aldri ættu að taka þátt. I sveitarstarfinu gefst gott tækifæri til að eignast nýja erlenda vini hér heima og þetta er kjörið tækifæri til að bjóða erlendum skátavinum heim til Islands á skátamót. Þar sem undirbúningur er rétt að byrja er mikil vinna framundan. Þessi vinna verður unnin af mótstjórn í samvinnu við skáta sem eru á þátttökualdri. Mótstjórnin mun leita eftir hugmyndum hjá skátum á þessum aldri og gefa þeim kost á að taka þátt í undirbúningi og hug- myndavinnu mótsins. Við viljum heyra hvaða hugmyndir þið hafið og við viljum hafa ykkur með í að búa til frábært mót handa ykkur! Kynningarleikur Þátttakendur á Jamboree í Englandi tóku þátt í kynningarleik með því að dreyfa nafnspjöldum og safna netföngum erlendra vina. Við viljum minna alla þátttakendur á að senda listann á roverway@scout.is .

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.