Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 20

Skátablaðið - 15.10.2007, Blaðsíða 20
 [-• 11 World Scout Moot Cape Vaerde, r# 23 Alheimsmót Albanía, Guinea og [“• 21 Alheimsmót skáta haldið á Hylands haldið í Mexíkó með Ethopia og skáta haldið í Malawi ganga í Park, Chelmsford á Englandi með 40000 5000 þátttakendum Seychells Sattahip á WOSM. þátttakendur frá 158 löndum. from 71 landi. ganga I Tælandi með Skátar innan raða W0SM eru í dag 28 Azerbaijan og Rúss- land ganga I WOSM. 25000 þátt- takendum. milljónir og innan WAGGGS10 milljónir. WOSM. 2000 2002 2002 2005 2007 100 ára afmæli skátastarfs Stilrisa 1. tigtist upphaf nýrrar sktilaaldar Að morgni 1. ágúst fögnuðu skátar því um allan heim að 100 ár voru liðin frá fyrstu útilegunni á Bronsea eyju. Á meðan 42000 skátar endurnýjuðu sitt heiti á Alheimsmótinu á Englandi safnaðist góður hópur íslenskra skáta saman í Skátamiðstöð- inni í Reykjavík og endurnýjaði skátaheitið við dögun nýrrar aldar í skátastarfi. Veðrið var gott og táknrænt var þegar sólargeislarnir gægðust yfir þakbrúnina á hópinn í brekkunni meðan á athöfninni stóð. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, veitti við- töku áskorun frá skátum til ríkisstjórnarinnar um það að hún beiti sér fyrir friði. Hér fyrir neðan koma ávarp Margrétar Tómas- • dóttur, skátahöfðingja, ávarp frá WOSM og áskor- unin. Avarp MT: Dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, góðir skátar, gestir og góðir landsmenn nær og fjær. Velkomin í Skátamiðstöðina við dögun nýrrar aldar í skátastarfi. Við erum hér saman komin til Ávarp írti WOSNI: Sólin rís við upphaf nýrrar aldar í skátastarfi Um leið og við sameinumst milljónum skáta við endurnýjun skátaheitisins skulum við minnast allra þeirra sem gera okkur kleift að taka þátt í þessu einstaka, spennandi og gefandi ævintýri sem skátastarfið er og hófst með frumkvöðlinum, Baden-Powell. Við lifum á tímum aukinnar mismununar, alþjóðlegrar minnkunnar á umburðarlyndi og aukinnar spennu og átaka. Óábyrgur lífsstíll og óheft neysla eru alvarleg ógnun við umhverfi okkar á jörðinni. Sem borgarar þessa heims höfum við skyldur. Sem skátar er skylda okkar að taka virkan þátt í því að skapa betri heim. Látum skátaheitið vísa okkur veginn og tök- umst á við framtíðina með bjartsýni og hugrekki. Sem systur og bræður sjáum við vin í hverri manneskju, hver sem trú hennar eða aðstæður eru og saman skulum við beita allri okkar orku til þess að stuðla að friði. Eduardo Missoni framkvæmdastjóri WOSM þess að fagna þvf að á þessum degi fyrir eitthundrað árum blés Róbert Baden-Powell í KUDU- horn eins og við heyrðum í hér rétt áðan. Hann blés í hornið til að tilkynna 20 drengjum að upp væri runninn fyrsti dagurinn í útilegu sem hann hafði skipulagt á Brownsea eyju við England. Þar ætlaði hann að prófa hugmyndir sínar um uppbyggilegt tómstunda- starf fyrir drengi í borgum. Við sem erum hér saman komin þekkjum öll sög- una um það hve skátastarfið breyddist hratt út um heimsbyggðina og hve mikið skátastarfið hefurgefið milljónum drengja og stúlkna. Nú er dögun nýrrar aldar í skátastarfi og hér á islandi blásum við til sóknar með nýrri skátadagskrá sem við væntum mikiis af. Skátahreyfingin hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á frið í sem víðustum skilningi. Það voru Baden-Powell mikil vonbrigði þegar Heimsstyrjöld braust út árið 1 914 og þegar henni lauk hófst hann handa við að undirbúa fyrsta Alheimsmót skáta skáta, World Jamboree, sem haldið var árið 1 920. Tilgangurinn var að stuðla að friði með því að skát- ar frá ólíkum þjóðum kæmu saman til friðsamlegra leika. Nú stendur yfir 21. Alheimsmót skáta í Eng- landi og eru þar um 430 íslenskir skátar í hópi rúm- lega 40.000 skáta frá rúmlega 150 þjóðlöndum. Enn er meginhugmyndin sú sama, það er að stuðla að friði rneðal manna og þjóða með því að ungt fólk kynnist ólíkum þjóðum og menningu. Góðir skátar, bestu þakkir fyrir stuðning ykkar við skátastarfið og við væntum mikils af ykkur á nýrri öld. Nú skulum við saman endurnýja skátaheitið. Margrét Tómasdóttir Skátahöfðingi Askorun frti BIS: Reykjavík 1. ágúst 2007 Ríkisstjórn Islands Áskorun um frið I dag fagna skátar um víða veröld því að 100 ár eru liðin frá því að Robert Baden-Powell fór með hóp drengja í útilega á Brownsea eyju við Eng- land til þess að prófa hugmyndir sínar um upp- byggilegt tómstundastarf. Svo vel reyndust þessar hugmyndir að nú 100 árum síðar erum við hér saman komin til þess að fagna dögun nýrrar aldar í skátastarfi. Öll þessi 100 ár hefur einn öflugasti þráðurinn í skátastarfinu verið hugsjónin um frið milli manna og þjóða. Baden-Powell trúði því að aukin samskipti milli ólíkra einstaklinga og menn- ingarheima myndu brjóta niður múra fordóma og auka umburðarlyndi. Meðal annars þess vegna stóð hann fyrir fyrsta Alheimsmóti skáta, World Jamboree, árið 1 920. I dag eru einmitt um 430 íslenskir skátar stadd- ir á meðal um 40.000 skáta frá 150 þjóðlöndum á 21. Alheimsmóti skáta, sem haldið er í Eng- landi og enn er tilgangurinn ekki síst sá að stuðla að friði meðal manna og þjóða. íslenskir skátar hvetja íslensk stjórnvöld til þess að vinna með öllum ráðum að því að stuðla að friði og umburðarlyndi meðal manna og þjóða, þannig að íbúar jarðarinnar geti lifað saman í sátt og samlyndi óháð litarhætti, trúarbrögðum eða menningu. f.h. íslenskra skáta Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi 20 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.