Skátablaðið - 15.10.2007, Síða 18

Skátablaðið - 15.10.2007, Síða 18
32 heimsráðstefna skáta W0SM nærnútil 131 r* 17 Alheimsmót skáta, r# 9 World Moot haldið 33 heimsráðstefna skáta [-• Mongólía og haldin í Pan's í Frakklandi, lands. Mount Sorak National í Kandersteg í haldin í Bangkok í Tæl- Slóvenía 100 bandalög mæta. Comoros, Dominica, Ung- Park í Kóreu. 20000 Sviss með 1400 andi,-99 bandalög ganga í 8 World Moot haldið verjaland, Maldives, Mon- þátttakendur frá 135 þátttakendum frá mæta. WOSM. nærri Melbourne í Ástr- aco, Namibia, San Marino löndum. 52 löndum. Króatía, Kiribati, Lettland, Skátastarf alíu, 1000 þátttakendur og St. Vincent & Grenadi- Skátastarf hefst: Bhutan Skátastarf hefst: Rúmenía og Sain Lucia hefst: frá 36 þjóðum. nesgangaíWOSM. og Moidova og Tajikistan Mongolía. gangaíWOSM. Georgía 1990 1991 1992 1993 1994 Efni frá skátafélögum Vogabúar segja sögu sína Á föstudeginum þrettánda, þann 13. október200ó. fórum við í Félagsútilegu Hraunbúa. Við vorum komin í Vatnaskóg um kvöld og allir voru voða þreyttir en fengu sér kakó, komu sér fyrir og fóru svo að sofa. Daginn eftir fórum við í póstaleik sem var skemmtilegur þrátt fyrir að við þurftum að vera stundum úti í grenjandi rigningu. Það langskemmti- legasta var þegar við fórum á árabát út á Eyrarvatn, því þegar við vorum komin langt út á vatnið vorum við sótt á spíttbát og dregin hratt í land. Við sikk- sökkuðum og vorum hrædd um að detta útí vatnið, en við hefðum nú ekki blotnað mikið meira því við vorum orðin svo blaut útaf allri rigningunni! Við fengum gott að borða og sértaklega stóð kaffitíminn uppúr því það voru miklar kökukræsingar. Um kvöldið fórum við á frábærustu kvöldvöku sem við höfum nokkurntíma farið á. Þá var okkur sérstak- lega brugðið þegar dróttskátarnir voru með tann- burstaatriði sem var mjög ógeðslegt en við reyndum að lifa af ógleðina. Við vorum með skemmtiatriði þar sem við sungum frumsamið lag um skátasveitina okkar og roðnuðum öll niðrí tær. Daginn eftir var íþróttaratleikur þar sem við fórum m.a. í kassabílar- allí, pókó og hundabein. Einn skátinn í sveitinni okkar átti 12 ára afmæli á sunnudeginum og fékk því söng og ís með kerti og fána. Þrátt fyrir að helgin hafi verið köld og blaut og allir í sveitinni fengið höfuðhögg af skrítnum ástæð- um, var hún frábær og við lærðum alveg helling. Við erum líka búin að ákveða að næsta útilega verði „hjálma útilega" svo enginn fái heilahrising eða höf- uðhögg hahaha. Við fórum heim með fullan poka af allskyns vinningum og viðurkenningum því við höfðum unnið póstaleikinn, skálaskoðun laugar- dagsins og urðum í öðru sæti í flokkakeppninni. Hér er Vogabúalagið okkar (lag: Nú skundum við á skátamót): Nú skátumst við í Vogana og hitum sykurpúðana. Syngjum hér við varðeldinn og erum ávallt viðbúin. Við erum Vogabúar, við erum Vogabúar, við erum Vogabúar og björgum okkur sjálf - HEY! Allir í tvister í póstaleiknum, voða stuð! 18 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.