Morgunblaðið - 22.10.2019, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 248. tölublað 107. árgangur
STENDUR Í
STRÖNGU MEÐ
ALBA BERLÍN
VÖLLURINN
EKKI KEPPN-
ISHÆFUR
SÝNINGIN DJÚPA-
LOGN OPNUÐ
UM HELGINA
VILJA VIÐHALD 10 HARPA ÁRNADÓTTIR 28YFIR 60 LEIKIR 27
A
ct
av
is
9
1
1
0
1
3
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
„Hættu að væla – komdu að kæla“ er heiti námskeiðs þar sem
Andri Einarsson kennir. Fyrirtæki hans Andri Iceland heldur
námskeiðin sem snúast um kuldaþjálfun, öndun og hugarfar.
Byggt er á svonefndri Wim Hof-aðferðafræði. Andri hefur
haldið námskeiðin í um tvö ár og segir að margir hafi notið
góðs af þeim. Fólk á öllum aldri hefur notað aðferðina til að
ná stjórn á streitu. Kuldaþjálfunin fer fram í köldu vatni og ís-
baði. Fólki fannst því sex stiga heitt Kleifarvatnið bara þægi-
legt þegar þar var haldin útihátíð í lok eins námskeiðsins.
Útskriftarhátíð í köldu Kleifarvatni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er áhyggjuefni hversu mikið
eftirspurn eftir meðferð hefur aukist
hjá okkur,“ segir Valgerður Rúnars-
dóttir, forstjóri SÁÁ, um aukið fram-
boð á kókaíni hér á landi. Innflutn-
ingur efnisins hefur aukist og
styrkur þess er meiri en áður. Alls
eru nú um sjö hundruð manns á bið-
lista eftir meðferð hjá SÁÁ, hundrað
fleiri en í fyrra.
„Við sjáum miklar breytingar í
neyslunni hjá þeim sem koma. Það
er meira um örvandi eiturlyf, fyrst
og fremst kókaín, og ópíóðarnir hafa
verið að aukast líka. Þá hefur líka
aukist síðustu tvö til þrjú ár að fólk
sé að sprauta sig með eiturlyfjum,“
segir Valgerður enn fremur.
Hún kannast vel við aukið fram-
boð á kókaíni, neysla þess sé aug-
ljóslega orðin miklu almennari en áð-
ur.
„Fólk með kókaínfíkn keyrir sig
fljótt í þrot með þeirri neyslu. Það
hefur kannski verið að drekka áður
en missir svo alveg tökin þegar það
fer í kókaínið. Allt í einu eru komin
vandamál varðandi vinnu og fjöl-
skylduna. Þetta gerist hratt.“
Jón Magnús Kristjánsson, yfir-
læknir bráðalækninga á Landspít-
ala, segir að heildarfjöldi þeirra sem
leita á bráðadeild vegna neyslu hafi
verið stöðugur síðustu ár. „Í byrjun
árs 2018 sáum við mikið af komum
vegna sterkra verkalyfja, ópíóða.
Núna sjáum við fleiri komur vegna
kókaíns,“ segir hann.
Aðspurður segir hann að þótt
breyting hafi orðið í neyslunni sjái
hann ekki mikla breytingu á neyslu-
hópnum.
„Nei, þetta er ekkert endilega ein-
hver annar þjóðfélagshópur sem
neytir efnanna. Það er bara mjög
blandað. Við fáum til okkar bæði
yngri og eldri einstaklinga. Fólk sem
hefur verið í neyslu lengi og svo þá
sem eru að prófa að taka lyfin í
fyrsta skipti.“
Sjá miklar breyt-
ingar í neyslunni
Aukið framboð á kókaíni 700 manns á biðlista hjá SÁÁ
MFólk keyrir sig fljótt í þrot »6
Morgunblaðið/Eggert
Vogur Aukin eftirspurn eftir meðferð hjá SÁÁ veldur áhyggjum þar.
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoð-
armaður landlæknis, segir emb-
ættið hafa áhyggjur af stöðu mála á
Reykjalundi og að vel sé fylgst með
framvindu mála. „Á þessu stigi er
ekkert sem bendir til þess að mis-
brestur sé á þjónustu. Að minnsta
kosti höfum við ekki fengið neinar
upplýsingar um slíkt en munum
senda bréf á Reykjalund og óska
skýringa á vissum atriðum,“ segir
hann við Morgunblaðið. »14
Landlæknir óskar
eftir skýringum
Kjarasamningur á milli fimm aðild-
arfélaga Bandalags háskólamanna
og fjármála- og efnahagsráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs var undirrit-
aður á fjórða tímanum í fyrrinótt,
samkvæmt frétt á heimasíðu ríkis-
sáttasemjara. Kjaradeilunni hafði
ekki verið vísað til ríkissáttasemjara
en samningsaðilar fengu aðstöðu hjá
embættinu vegna kjaraviðræðn-
anna, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. Samningurinn gildir til
31. mars 2023.
Félögin sem um ræðir eru Félag
háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins, Félag íslenskra fé-
lagsvísindamanna, Fræðagarður,
stéttarfélag bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga og stéttarfélag lög-
fræðinga.
Aðildarfélög BHM eru 27 talsins.
Tvö samflot BHM-félaga lögðu af
stað í kjaraviðræður. Þessi fimm
sem sömdu tóku sig út úr.
Ekki náðist í talsmenn samnings-
aðila í gærkvöld. Á facebooksíðu
Fræðagarðs kom fram að innihald
kjarasamningsins yrði kynnt fyrir
félagsmönnum á allra næstu dögum.
gudni@mbl.is
Fimm fé-
lög BHM
sömdu
Skrifuðu undir við
ríkið í fyrrinótt