Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 4

Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þarna var mikill og aukinn áhugi sýndur íslenskum bókum og höf- undum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill er, rétt eins og fleiri bókaútgefendur, nýkominn heim af bókamessunni í Frankfurt. Egill segir að bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, þar sem hann fjallar um loftslagsmál, hafi vakið verðskuldaða athygli á bókamessunni, en bókum um lofts- lagsmál var sýndur meiri áhugi en áð- ur. Eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um voru erlendir útgefendur mjög spenntir fyrir bókinni og hafði hún verið seld til sjö landa áður en hún kom út hér á landi. Bókin fékk svo fimm stjörnur í umfjöllun Björns Bjarnasonar í blaðinu í liðinni viku. Þegar seld til tólf landa „Það var ekkert lát á áhuga er- lendra útgefenda á bókinni í Frank- furt. Publishers Weekly, stærsta fag- tímarit bókaútgáfunnar, birti frétt um áhugann á bókinni sem að sjálf- sögðu varð til þess að mun fleiri komu á bás Forlagsins til að afla sér upplýs- inga. Bókin hefur nú verið seld til alls tólf landa og ég á von á því að á næstu vikum muni enn fleiri lönd bætast í hópinn,“ segir Egill. Íslenskir lesendur hafa tekið bók Andra Snæs vel. Þegar hafa á níunda þúsund eintök verið prentuð og út- gefandinn kveðst hafa náð að tryggja sér eftirprentun sem skili sér um miðjan næsta mánuð. Bók Þóru til Bretlands Fleiri Íslendingar gerðu góða ferð til Frankfurt. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaút- gefanda, var kjörinn í fram- kvæmdastjórn IPA, International Publishers Association, fyrstur Ís- lendinga. Þá var bók Þóru Hjörleifsdóttur, Kviku, sýndur mikill áhugi og útgáfu- réttur hennar seldur bæði til Bret- lands og Bandaríkjanna. Fyrsta bók Snæbjörns Arngrímssonar, Rann- sóknin á leyndardómi eyðihússins, var seld til Danmerkur og Svíþjóðar án þess að kaupendurnir hefðu lesið bókina. Mikill áhugi á bók Andra  Góð ferð Íslendinga á bókamessuna í Frankfurt  Bitist um loftslagsbók Andra Snæs  Heiðar Ingi í framkvæmdastjórn IPA  Fyrsta bók Þóru seld Egill Örn Jóhannsson Heiðar Ingi Svansson Danska olíuflutningaskipið Torm Venture hóf í gær að reka frá landi vegna veðurs, en skipið var þá statt í höfninni í Hval- firði. Mjög hvasst var á svæðinu og um tíma var óttast að olíu- slys yrði vegna þessa þar sem skipið var með olíuslöngu tengda við land. „Það fá allir hland fyrir hjartað þegar svona gerist. Þú ert í virkilega slæmum málum ef það slitnar frá bryggju og ég tala nú ekki um þegar olíuslangan er tengd í land,“ sagði Pétur Kristjánsson, hafnsögumaður hjá Faxa- flóahöfnum, en dráttarbáti tókst að ýta skipinu að bryggju. Morgunblaðið/Hari Rak skyndilega frá landi með olíuslöngu tengda Ef hugað er að kolefnisspori ætti einstaklingur frekar að fljúga út á land en að keyra þangað einn á smábíl. Ef tveir einstaklingar ætla sér að ferðast til Egilsstaða, Akur- eyrar eða Ísafjarðar á meðalstórum bíl væri í raun umhverfisvænna fyr- ir þá að fljúga. Þetta segir Sveinn V. Ólafsson verkfræðingur, sem hefur rann- sakað þessi mál. Undanfarið hafa kostir og gallar þess að flugferðir verði niðurgreidd- ar fyrir íbúa landsbyggðarinnar verið ræddir. Umhverfisráðherra hefur sagst fylgjandi þeim hugmyndum en framkvæmdastjóri Landverndar sagði í samtali við mbl.is um helgina að það væri ekki sniðugt í samhengi við umhverfismál og að niður- greiðslur myndu eflaust hvetja fólk til að fljúga meira. Nýting sæta í flugferðum Air Iceland Connect til Egilsstaða og Akureyrar er um 80%, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Munurinn liggur í vegalengd Sveinn segir að miðað við það eyði flugfarþegi og ökumaður smá- bíls sem ferðast einn til Akureyrar svipuðu magni af eldsneyti fyrir hverja 100 kílómetra sem farnir eru. „Helsti munurinn liggur í vega- lengdinni. Að fljúga til Akureyrar eru að mig minnir 250 kílómetrar í beinni línu en vegalengdin er tals- vert lengri ef landleiðin er farin.“ Sveinn segir að eyðsla flugvéla sé mun minni en margur haldi. „Það halda allir að flugið sé svo ofboðslega óumhverfisvænt og núna eru allir komnir með flugviskubit. Í millilandaflugi eru enn fleiri innan- borðs og þá er eyðslan á hvern far- þega enn minni.“ Samkvæmt upp- lýsingum frá Isavia, sem eru m.a. byggðar á rannsóknum Sveins, er langumhverfisvænast að ferðast með rútu til Akureyrar. Verst fyrir umhverfið er að ferðast einn í jeppa. Umhverfisvænna að fljúga  Kolefnisspor flugferðar til Akureyrar minna en bílferðin Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Hægt er að fljúga í beinni línu. Karlmaður á fimmtugsaldri lést við Skógafoss 14. október síðastliðinn. Maðurinn, sem er erlendur ferða- maður, var á göngu við útsýnispall- inn við efri brún fossins þegar hann skyndilega missti meðvitund. Kem- ur þetta fram í tilkynningu frá lög- reglunni á Suðurlandi. Samferðafólk mannsins hóf þegar tilraun til endurlífgunar og voru læknir, lögregla og björgunarmenn send á vettvang. Tilraunir til endur- lífgunar báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vett- vangi. Krufning hefur farið fram og bendir bráðabirgðaniðurstaða til þess að maðurinn hafi veikst skyndi- lega. Aðstandendur hins látna komu til landsins og fengu m.a. aðstoð frá ræðismanni ríkis síns, en nánari upplýsingar um atvikið liggja ekki fyrir. Lést við Skógafoss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.