Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 6
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er meiri neysla í samfélaginu, hvert sem litið er. Þetta er stórt verkefni fyrir allt heilbrigðis- og fé- lagskerfið,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum hafa lögregla og tollayfir- völd lagt hald á um það bil 200 kíló af fíkniefnum það sem af er ári. Lögregluyfirvöld fullyrða að merki séu um að innflutningur sé að aukast en mikið sé einnig framleitt af fíkniefnum hér á landi. Í fréttum RÚV hefur verið fjallað um að mik- ill styrkur kókaíns sem komi til landsins bendi til tengsla íslenskra glæpahópa í Suður-Ameríku beint við framleiðendur þar. Alls hafa um 35 kíló af kókaíni verið tekin við komuna til landsins í ár og gæti söluverðmæti efnanna verið nálægt tveimur milljörðum króna. „Það er áhyggjuefni hversu mikið eftirspurn eftir meðferð hefur auk- ist hjá okkur,“ segir Valgerður. „Við sjáum miklar breytingar í neyslunni hjá þeim sem koma. Það er meira um örvandi eiturlyf, fyrst og fremst kókaín en einnig ópíóíða. Þá hefur það aukist síðustu 2-3 ár að fólk sprauti sig með eiturlyfjum.“ Valgerður kannast vel við aukið framboð á kókaíni, neysla þess sé augljóslega orðin miklu almennari en áður. „Fólk sem kemur inn á Vog með kókaínfíkn keyrir sig fljótt í þrot með þeirri neyslu. Það hefur kannski verið að drekka áður en missir svo alveg tökin þegar það fer í kókaínið. Allt í einu eru komin vandamál varðandi vinnu og fjöl- skylduna. Þetta gerist hratt.“ Hún segir að rétt sé að staldra við og velta þessari þróun fyrir sér, hvar samfélagið sé statt þegar sí- fellt fleiri bæti kókaínneyslu við áfengisneyslu sína. „Það er full ástæða til að tala um það. Þetta getur ekki átt að vera hið eðlilega viðmið. Þegar maður er far- inn að þekkja marga sem nota kók- aín með drykkjunni fer mælistikan fljótt niður. Þetta er auðvitað hluti af viðhorf- inu í samfélaginu. Áfengið er alltaf með og ef við normalíserum það eykst neyslan. Sama með kannabis. Þetta eru skaðleg efni sem gera fólk óvirkt í vinnu og á heimilum.“ Getur valdið hjartaáföllum Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga á Landspít- ala, segir að heildarfjöldi þeirra sem leita á bráðadeild vegna neyslu hafi verið stöðugur síðustu ár. „Í byrjun árs 2018 sáum við mikið af komum vegna sterkra verkalyfja, ópíóíða. Núna sjáum við fleiri komur vegna kókaíns,“ segir hann. Hann segir að sterku verkjalyfin séu fyrst og fremst sljóvgandi. Þau geti leitt til öndunarstopps og jafn- vel dauða. Kókaínið sé aftur á móti örvandi efni og geti valdið háþrýst- ingi hjá neytendum þess og jafnvel hjartaáföllum. Sumir fái auk þess mikinn kvíða eftir neyslu kókaíns. „Áhrifin eru því öðruvísi, en oft eru bæði þessi efni tekin í bland við önnur lyf og þá verður myndin nokkuð óskýrari,“ segir Jón Magn- ús. Aðspurður segir hann að þótt neyslan hafi breyst sjái hann ekki mikla breytingu á neysluhópnum. „Nei, þetta er ekkert endilega ein- hver annar þjóðfélagshópur sem er að neyta efnanna. Það er bara mjög blandað. Við fáum til okkar bæði yngri og eldri einstaklinga. Fólk sem hefur verið í neyslu í langan tíma og svo þá sem eru að prófa að taka lyfin í fyrsta skipti.“ Hann segir að á bráðadeildinni hafi komið upp tilvik þar sem fólk hafi fengið hjartaáfall eftir kók- aínneyslu en enginn hafi látist þar af þeim sökum. Við komu á sjúkra- húsið sé hægt að meðhöndla fólk. „Ef einstaklingur fær hjartaáfall eftir að hafa tekið fíkniefni eða lyf náum við að bjarga viðkomandi. Dauðsföllin verða oftast í heima- húsi.“ Sjö hundruð manns á biðlista Valgerður segir að innlagnir á Vog ár hvert séu á bilinu 2.100- 2.200. Biðlisti eftir innlögn hafi hins vegar lengst. „Í fyrra voru 600 á biðlista en í dag eru þeir 700. Allir komast að en sumir þurfa að bíða allt of lengi. Það er ekkert vit í því að bíða í hálft ár eftir meðferð, sú bið eykur álag á fjölskyldur og snertir svo marga.“ Hún segir að nýverið hafi verið tekið upp á því að bjóða upp á með- ferð á göngudeild, sem vonandi minnki álagið. „Stærsti hlutinn þarf fráhvarfsmeðferð til að byrja með og innlögn á Vog. En það hentar kannski sumum að fá afeitrun hjá heimilislækni og sækja svo meðferð á göngudeild. Við viljum efla göngu- deildina enn frekar og vonandi hjálpar þetta.“ „Fólk keyrir sig fljótt í þrot“  Mikið framboð af kókaíni hér á landi og efnin sterkari en áður  Áhyggjuefni hvað eftirspurn eftir meðferð hefur aukist, segir forstjóri SÁÁ  Fleiri sprauta sig og reykja kókaín á götunni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bráðamóttakan Tilvik vegna eiturlyfjaneyslu eru álíka mörg og í fyrra. Fleiri koma vegna kókaíns nú, en ópíóðar voru meira áberandi þá. Valgerður Rúnarsdóttir Jón Magnús Kristjánsson Fleiri sprauta sig með kókaíni SKAÐAMINNKUNARVERKEFNIÐ FRÚ RAGNHEIÐUR Morgunblaðið/Hari Frú Ragnheiður Svala Jóhannesdóttir hjá Rauða krossinum á vaktinni. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar hjá Rauða kross- inum, hefur orðið vör við aukna neyslu kókaíns í ár. „Við finnum fyrir því að á þessu ári hefur orðið aukning í að einstaklingar sem nota kókaín í æð og reykja kókaín leiti til Frú Ragnheiðar. Styrkleiki efnanna hefur auk- ist og þess vegna höfum við séð fleiri af okkar skjólstæðingum upplifa það sem kallast ofskömmtunareinkenni,“ segir hún. Svala segir að af þessum sökum hafi starfsfólk Frú Ragnheiðar bætt ofskömmtunarforvörnum inn í þjónustu sína, sérstaklega fræðslu um of- skömmtun á kókaíni. „Við leiðbeinum fólki um örugga sprautunotkun og höfum bætt inn leiðbeiningum um hver ofskömmtunareinkenni eru og hvernig best er að bregðast við ef þau gera vart við sig.“ Svala segir að þessi þróun sé í takt við það sem er að gerast erlendis. „Eina ástæðan fyrir því að þessi hópur hefur notað minna kókaín til þessa er að það hefur verið dýrt og gæðin döpur. Það kemur manni því ekki á óvart að neyslan hafi aukist með betri efnum og lægra verði.“ Hún segir jafnframt að starfsfólk Frú Ragnheiðar hafi veitt því eftirtekt að minna framboð sé nú af rítalíni á götunni eftir að eftirlit og reglur voru hert. „Rítalíntaflan á ólöglega markaðnum hefur hækkað og það hefur áhrif á stöðuna á markaðnum. Við höfum séð skjólstæðinga sem voru mikið að nota rítalín í æð komna meira í kókaín. Ég get ekki fullyrt að það sé tenging en sögulega séð er það algengt að þegar verð á lyfseð- ilsskyldum lyfjum hækkar færist hluti af notkuninni yfir í hættulegri efni eða önnur efni.“ 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.