Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
John Bercow, forseti neðri deildar breska
þingsins, varð ekki við beiðni Boris Johnsons
forsætisráðherra um að nýr brexit-samningur
hans við Evrópusambandið yrði borinn undir
atkvæði í þingdeildinni í gær. Bercow kvaðst
hafa komist að þessari niðurstöðu vegna þess
að reglur þingsins heimiluðu ekki að það
greiddi atkvæði um efnislega óbreytta tillögu
tvisvar á sama þingtímabili.
Talsmaður forsætisráðherrans gagnrýndi
ákvörðun forseta þingdeildarinnar. „Forsetinn
hefur enn einu sinni meinað okkur að koma
vilja þjóðarinnar í framkvæmd,“ sagði hann.
Brexit-sinnar í Íhaldsflokknum sökuðu Ber-
cow um hlutdrægni, sögðu að eina samræmið í
ákvörðunum hans væri að hann tæki alltaf af-
stöðu með andstæðingum stjórnarinnar og úr-
skurðaði henni aldrei í vil. Bercow neitaði
þessu og sagðist alltaf hafa úrskurðað í sam-
ræmi við þingsköp.
Á fundinum á laugardag samþykkti neðri
deildin með 322 atkvæðum gegn 306 að fela
Johnson að óska eftir því við Evrópusamband-
ið að útgöngu Bretlands yrði frestað. Í sam-
þykktinni fólst einnig að ekki yrðu greidd at-
kvæði um samninginn fyrr en lagafrumvörp til
að koma honum í framkvæmd væru komin í
gegnum báðar deildir þingsins.
Vilja að Bretland verði
í tollabandalaginu
Stjórn Johnsons vill að frumvarp um út-
gönguna verði afgreitt á þinginu í vikunni.
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna hafa síð-
ustu daga rætt um að leggja fram tillögur um
breytingar á frumvarpinu, meðal annars um að
Bretland verði áfram í tollabandalagi Evrópu-
sambandsins. Boris Johnson hefur verið and-
vígur því að landið verði í tollabandalaginu og
sagt að það yrði til þess að landið gæti ekki
gert viðskiptasamninga við lönd á borð við
Bandaríkin og Kína.
Stjórnarandstaðan hefur einnig rætt mögu-
leikann á því að leggja til að efnt verði til ann-
arrar þjóðaratkvæðagreiðslu um brexit. Hún
hefur rætt þessa möguleika við þingmenn
Íhaldsflokksins og norðurírska flokksins DUP,
sem hefur stutt minnihlutastjórn Íhaldsflokks-
ins.
Samþykki Evrópusambandið ekki beiðnina
um frestun á Bretland að ganga úr samband-
inu um mánaðamótin, eftir aðeins níu daga.
Stýrihópur Evrópuþingsins í brexit-málinu
hefur lagt til að það greiði ekki atkvæði um
nýja útgöngusamninginn við Johnson fyrr en
breska þingið hefur samþykkt hann. Að sögn
fréttaskýrenda er hugsanlegt að Evrópuþingið
greiði atkvæði um staðfestingu á samningnum
í næstu viku en líklegra sé þó að atkvæða-
greiðslan fari fram 13. nóvember, en til þess
þyrfti að fresta útgöngunni. bogi@mbl.is
Leyfði ekki aðra atkvæðagreiðslu
Forseti neðri deildar breska þingsins hafnaði beiðni um að brexit-samningur við ESB yrði borinn
undir atkvæði Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögur um breytingar á brexit-frumvarpi
Sakaður um hlutdrægni John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnir þá
ákvörðun sína að hafna beiðni um að þingdeildin greiddi atkvæði um brexit-samninginn í gær.
Brexit frestað?
» Þýska stjórnin kvaðst í gær ekki úti-
loka „skammvinna tæknilega frestun“ á
brexit ef þörf krefði til að breska þingið
gæti afgreitt lagafrumvörp sem væru
nauðsynleg til að koma brexit í fram-
kvæmd.
» Franska stjórnin sagði að frekari frest-
un á brexit væri „engum í hag“, breska
þingið þyrfti að greiða atkvæði um
samninginn.
AFP
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn
13. nóvember 2019 kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík, 4. hæð.
Dagskrá
Um tillögu samkvæmt dagskrárlið 1
Félagið hefur samið við Klakka ehf. um kaup á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. og
kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. október 2019. Viðskiptin eru háð
samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins, svo og samþykki hluthafafundar í
Tryggingamiðstöðinni hf. Stjórn félagsins leggur til að hluthafar samþykki kaup félags-
ins á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. enda er það álit stjórnar að viðskiptin séu
félaginu hagfelld.
Um tillögu samkvæmt dagskrárlið 2
Lögð er fyrir fundinn svohljóðandi tillaga um breytingar á samþykktum félagsins:
a. 1. gr. samþykktanna hljóði svo: „Félagið er hlutafélag. Nafn þess er TM hf.“
b. 3. gr. samþykktanna hljóði svo: „Tilgangur félagsins er eignarhald á hlutum í félögum
á sviði fjármála-, lána- og fjárfestingastarfsemi, vátryggingastarfsemi og annars
skylds reksturs. Enn fremur eignarhald og rekstur fasteigna, eigin fjárfestingarstarf-
semi og þjónusta við dótturfélög.“
Um tillögu samkvæmt dagskrárlið 3
Til að fjármagna kaup á Lykli fjármögnun hf. leggur stjórn til að henni verði veitt heimild
til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 125.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra
hluta. Tillaga stjórnar felur í sér að hluthafar hafi forgangsrétt til nýrra hluta sem verða
gefnir út á grundvelli heimildarinnar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og
samþykktir félagsins. Efnt verður til almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að
hinum nýju hlutum þar sem núverandi hluthafar njóta forgangsréttar í samræmi við
hlutafjáreign sína en almennum fjárfestum verður gefinn kostur á að skrá sig fyrir þeim
hlutum sem forgangsréttarhafar nýta sér ekki. Í útboðsferlinu er stjórninni veitt heimild
til að ákvarða útboðsgengi hluta, áskriftar- og greiðslufresti og sölureglur að öðru leyti.
Arion banka hf. verður falið að hafa umsjón með útboðinu sem mun fara fram jafnskjótt
og útboðslýsing hefur verið gerð og skylt er gefa út í tengslum við útboðið.
Í tillögu stjórnar felst jafnframt breyting á samþykktum félagsins á þann veg að við þær
bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða:
„Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 125.000.000 að
nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar njóta forgangs til áskriftar að hinum
1. Tillaga um samþykki fyrir ákvörðun stjórnar félagsins um kaup
á öllu hlutafé í lánafyrirtækinu Lykill fjármögnun hf.
2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins.
nýju hlutum i samræmi við hlutafjáreign sína en almennum fjárfestum verður gefinn
kostur á að skrá sig fyrir þeim hlutum sem forgangsréttarhafar nýta sér ekki. Andvirði
hlutafjáraukningarinnar skal notað til fjármögnunar á kaupum félagsins á öllu hlutafé
Lykils fjármögnunar hf. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi þessara hluta, sölu-
reglur, fresti til áskriftar og fresti til greiðslu þeirra. Stjórn félagsins skal heimilt að gera
nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við útgáfuna. Heimild
þessi fellur úr gildi eigi síðar en 31. mars 2021.“
Um dagskrárlið 4
Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu
þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skrif-
lega eða rafrænt á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 3. nóvember næstkomandi.
Nánar um fundinn og framkvæmd hans
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður
skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað
sem aðgengilegt er á vef félagsins, tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu
á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst.
Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að
taka fyrir fram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann
gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki
er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 09:00
til 16:00) til og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019, en fyrir lokun þann dag skal
einnig skila þangað útsendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og
gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hlut-
hafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013.
Dagskrá hluthafafundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar
nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vef félagsins (www.tm.is/fjarfestar).
Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund
áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
HLUTHAFAFUNDUR Í TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF.
13. NÓVEMBER 2019
3. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé í félaginu.
4. Önnur mál löglega fram borin.