Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019
Hari
Leiðbeiningar Gata þrengist, ekki beygja, vinnusvæði, bannað að leggja, hjáleið og gjaldskylda. Allt eru þetta skilaboð til þeirra sem eru á ferð um miðbæ Reykjavíkur um þessar mundir.
Enn er nokkur hóp-
ur fólks hér í þjóð-
félaginu, sem virðist
telja að umræðum um
breytingar á stjórn-
arskránni hafi með
einhverjum hætti lok-
ið veturinn 2012 til
2013. Þá hafi verið
settur lokapunktur
fyrir aftan alla rök-
ræðu um það hvort og
þá hvernig skyldi breyta stjórn-
arskránni og að allt sem sagt hef-
ur verið og gert síðan sé einhvers
konar ómark og að engu hafandi.
Ég geri mér ekki alveg grein
fyrir því hversu stór þessi hópur
er í dag – kannski ekki ýkja fjöl-
mennur – en þeim mun háværari.
Málflutningur þessa hóps geng-
ur út á að skilyrðislaust beri að
afgreiða og staðfesta tillögur
stjórnlagaráðs frá árinu 2011,
annað hvort óbreyttar eða lítt
breyttar, allt annað feli í sér ein-
hvers konar svik. Þannig beri að
taka málið upp eins og skilið var
við það á Alþingi veturinn 2012 til
2013. Stóru orðin eru sjaldnast
spöruð í því samhengi. Það kom
skýrt fram nú um helgina þegar
sjö ár voru liðin frá afar sér-
kennilegri þjóðaratkvæðagreiðslu
um þessar tillögur.
Af þessu tilefni er rétt að rifja
upp nokkur atriði. Engin sam-
staða var um þær aðferðir sem
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur hafði forgöngu um við und-
irbúning stjórnarskrárbreytinga
á árunum 2009 til 2013. Þvert á
móti var hart deilt innan þings og
utan um flest skref í þeirri til-
raunastarfsemi sem þáverandi
stjórn beitti sér fyrir. Hart var
deilt um markmið breytinga, að-
ferðafræðina og loks um afurðina.
Margt annað en skortur á sam-
stöðu varð til þess að draga úr
trúverðugleika þessa ferils. Efnt
var til kosninga til svokallaðs
stjórnlagaþings. Aðeins um þriðj-
ungur atkvæðisbærra manna kom
á kjörstað og slíkir ágallar voru á
framkvæmdinni að Hæstiréttur
ógilti kosningarnar. Engu að síð-
ur lét meirihluti Alþingis niður-
stöður hinna ólögmætu kosninga
standa og fór framhjá
niðurstöðu Hæsta-
réttar með því að
breyta stjórnlaga-
þingi í nefnd kjörna
af Alþingi, sem gefið
var nafnið stjórnlaga-
ráð.
Þegar stjórnlaga-
ráð hafði skilað af sér
tillögum kom fram
veruleg gagnrýni á
þær. Það voru ekki
bara þáverandi
stjórnarandstöðu-
flokkar sem gagnrýndu afurðina
harðlega heldur fjöldamargir sér-
fræðingar, ekki síst á sviði stjórn-
skipunarréttar og stjórnmála-
fræði. Meirihlutinn í þinginu fann
að hann var kominn með málið í
vandræðastöðu og ákvað því að
reyna að styrkja málstað sinn með
því að setja málið í ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu. Tíma-
setning atkvæðagreiðslunnar var
sérstök í ljósi þess að ekki lágu
fyrir fullmótaðar tillögur. Á sama
tíma og atkvæðagreiðslan fór
fram var bæði í gangi vinna sér-
fræðinga við að laga tillögurnar
og pólitísk vinna á vettvangi Al-
þingis. Því var verið að kanna af-
stöðu fólks til tillagna, sem alls
ekki lágu fyrir í endanlegri út-
færslu.
Af þessu leiddi að meginspurn-
ingin í atkvæðagreiðslunni var
bæði opin og ómarkviss. Spurt var
hvort kjósendur vildu stjórnar-
skrárbreytingar á grundvelli til-
lagna stjórnlagaráðs. Það gaf til-
efni til margvíslegra túlkana.
Aðrar spurningar voru líka óljós-
ar þar sem spurt var hvort fólk
vildi einhvers konar ákvæði af
hinu eða þessu tagi inn í stjórn-
arskrá, án þess að vísað væri
beint til tiltekinnar útfærslu við-
komandi ákvæðis.
Kjörsókn var afar slök en innan
við helmingur atkvæðisbærra
manna kom á kjörstað. Var kjör-
sóknin mun minni en í tveimur at-
kvæðagreiðslum um Icesave, sem
þá höfðu nýlega farið fram, svo
ekki sé talað um þátttöku í al-
mennum kosningum í landinu.
Varð þetta auðvitað ekki til þess
að auka vægi atkvæðagreiðsl-
unnar.
Eftir þetta hélt málsmeðferð á
þingi áfram. Sérfræðingahópur
skilaði af sér margvíslegum
breytingum á tillögum stjórnlag-
aráðs, einkum lagatæknilegum.
Voru þær breytingar milli 40 og
50 og tók meirihluti stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar þingsins
mark á sumum þeirra en alls ekki
öllum. Málið var sent Feneyja-
nefndinni, ráðgjafanefnd Evrópu-
ráðsins um stjórnskipunarmál,
sem fann marga annmarka á til-
lögunum og hafði uppi ýmis við-
vörunarorð. Loks strandaði málið
í þinginu, ekki bara vegna harðrar
og einbeittrar andstöðu þáverandi
stjórnarandstöðuflokka, heldur
líka vegna þess að sannfæring
fyrir málinu var farin að dvína hjá
ýmsum í þáverandi ríkisstjórn-
arflokkum. Það var við þessar að-
stæður sem frumvarp byggt á til-
lögum stjórnlagaráðs lenti úti í
skurði vorið 2013.
Frá þessum tíma hefur þrisvar
verið kosið til Alþingis. Flokkar
sem höfuðáherslu hafa lagt á til-
lögur stjórnlagaráðs hafa fengið
takmarkað brautargengi. Mér er
til efs að nokkurn tímann á þessu
árabili hafi verið meirihluti á
þingi fyrir þessum tillögum. Síðan
þá hefur verið unnið að endur-
skoðun stjórnarskrárinnar með
öðrum hætti þar sem verkið er
áfangaskipt og reynt að ná sam-
stöðu um afmarkaðar breytingar.
Menn kunna að hafa mismunandi
viðhorf til þeirrar nálgunar en það
er hins vegar óraunsæi að horfast
ekki í augu við að vinnan í dag fer
fram á þeim forsendum. Tíminn
nam ekki staðar fyrir sjö eða átta
árum. Hvorki þegar stjórnlagaráð
skilaði tillögum sínum né þegar
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
lagði fram sína útgáfu af þeim.
Eftir Birgi
Ármannsson »Engin samstaða var
um þær aðferðir
sem ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur notaði
við undirbúning stjórn-
arskrárbreytinga á ár-
unum 2009 til 2013.
Birgir Ármannsson
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Tíminn nam ekki staðar 2013
Elías Elíasson, sér-
fræðingur í orku-
málum, skrifar um
EES-skýrslu starfs-
hóps utanríkis-
ráðherra frá 1. októ-
ber 2019 í Morgun-
blaðið 21. október og
segir í upphafi grein-
ar sinnar:
„Skýrslan er mjög
gott yfirlit um sögu
og starfsemi innan EES-sam-
starfsins og þannig mikil fengur
að henni. Hún er einnig vel skrif-
uð og læsileg. Það sem stingur í
stúf er að þetta er ekki skýrslan
sem Alþingi bað um og ráðherra
lagði upp í erindisbréfi sínu.“
Um leið og vinsamleg orð Elías-
ar um skýrsluna eru þökkuð er
óhjákvæmilegt að mótmæla því að
skýrslan sé ekki í samræmi við er-
indisbréf Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar utanríkisráðherra. Fullyrð-
ing í þá veru stenst alls ekki.
Í erindisbréfinu segir að tekið
skuli saman yfirlit og lagt mat á
þann ávinning sem Ísland hafi
haft af þátttökunni í EES-
samstarfinu og helstu úrlausn-
arefni sem stjórnvöld hafi tekist á
við í framkvæmd EES-samnings-
ins.
Í öðru lagi bar starfshópnum að
leggja mat á innleiddan laga-
ramma á Íslandi vegna EES-
samningsins og greina að auki við-
skiptalega, efnahagslega, pólitíska
og lýðræðislega þætti.
Í þriðja lagi skyldi litið til þró-
unar í samskiptum EES/EFTA-
ríkjanna og ESB. Lagt skyldi mat
á breytingar vegna brexit og litið
til stöðu samskipta ESB og Sviss-
lendinga.
Í fjórða lagi skyldi taka mið af
fyrri skýrslum um samskipti Ís-
lands og ESB.
Í fimmta lagi skyldi tekin sam-
an heimildaskrá um skýrslur og
fræðiritgerðir sem tengjast aðild
Íslands að EES-samningnum.
Telji Elías að starfshópurinn
hafi ekki farið að þessum óskum í
erindisbréfi utanrík-
isráðherra við gerð
skýrslu sinnar væri
æskilegt að fá nánari
útlistun á því en kem-
ur fram í grein hans.
Í niðurlagi grein-
argerðar 13 þing-
manna um skýrslu-
beiðni til utanríkis-
ráðherra vegna
EES-aðildarinnar
segir:
„Einsýnt er að það
er orðið mjög áríðandi fyrir ís-
lenska hagsmuni að gerð verði
svipuð úttekt [og birtist í norskri
skýrslu árið 2012] á afleiðingum
og virkni EES-samningsins hér á
landi. Það væri við hæfi að gera
þessa úttekt í ljósi þess að um
næstu áramót verða liðin 25 ár frá
gildistöku EES-samningsins. Ítar-
legt og vandað stöðumat á EES-
samningnum yrði aukinheldur
verðugt framlag nú þegar Íslend-
ingar minnast 100 ára afmælis
fullveldis landsins.“
Þetta birtist 28. mars 2018 á vef
Alþingis. Starfshópurinn leitast
við að koma til móts við þetta
sjónarmið.
Í EES-samningnum er ekki
nein fótfesta fyrir ásælni ESB í ís-
lenskar orkulindir. Samningurinn
takmarkar ekki heldur á neinn
hátt rétt okkar til að nýta orku-
auðlindirnar. Það er og verður
skylda íslenskra stjórnvalda að
standa vörð um þann rétt. Í
skýrslunni eru einmitt lagðar fram
tillögur í nokkrum liðum um
hvernig best er að standa að rétt-
argæslu á grundvelli EES-
samningsins í nafni fullveldis þjóð-
arinnar.
Eftir Björn
Bjarnason
» Starfshópur um
EES-skýrslu fór að
því erindisbréfi sem
utanríkisráðherra setti
honum.
Björn Bjarnason
Höfundur var formaður starfshóps
utanríkisráðherra um EES-skýrslu.
Farið að erindis-
bréfi ráðherra