Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 Hálfsextugir karlar eiga að vera í golfi. Eða í mesta lagi jóga. Helgi ákvað hins vegar þá að byrja í fimleikum. Helgi var reffilegasti karlinn sem gengið hefur inn í fimleika- sal. Silfurrefur. Hann hafði eng- an bakgrunn í íþróttinni en lét það aldrei stöðva sig. Áður en langt um leið fór hann heljar- stökk. Það var eins og hetja úr Ís- lendingasögu væri mætt á stað- inn. Svo fór hann upp kaðal eins og hann væri að ráðast inn í kast- ala. Helgi var einhver brosmildasti og ljúfasti maður sem við höfum kynnst. Hann hvatti aðra stöðugt áfram og gladdist yfir árangri fé- laga sinna þótt þeir væru betri en hann í þeirri þraut. Ef einhver meiddi sig var hann fyrstur á staðinn og síðastur þaðan. Hann mætti í öll samkvæmi og var hrókur alls fagnaður þar, sléttur og strokinn með þver- slaufuna. Helgi veiktist skyndilega. Á æfingum síðan höfum við öll upp- lifað augnablik þar sem við bíðum í röðinni, lítum við og búumst við að sjá brosandi andlit vinar okk- ar. Við söknum hans ákaflega og finnst sárt að svona skarð hafi verið höggvið í hóp okkar. Andrea, Anna Margrét, Björn, Björn Ragnar, Bryn- hildur, Erlendur þjálfari, Eyjólfur, Guðrún, Hrói, Ingvar þjálfari, Karitas, Kristín, Lára, Óttar, Sigrún og Örn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Í dag kveð ég kæran vin og fyrrverandi samstarfsmann minn, Helga. Þegar ég hóf störf við Menntaskólann í Kópavogi haustið 1997 var ég fljót að tengj- ast Helga. Við sátum saman í einu horni í vinnuherbergi í skól- anum, við stelpurnar í þýsku- deildinni og þeir strákarnir í sögudeildinni. Þetta voru ekki leiðinlegir tímar, ótrúlega mikið hlegið, mikil gleði og svakalegur húmor. Stundum þurfti nú að sussa á okkur, vorum kannski á köflum aðeins of hávær en það var bara svo gaman hjá okkur. Ég veit að þessi tími var Helga mikilvægur. Kennslan og nem- endur voru honum kær enda var hann afskaplega farsæll kennari sem tengdist nemendum vel. Minningarnar frá ferðinni okkar Helga til Krítar árið 2000 með 100 útskriftarnemendur eru dýr- mætar. Við leyfðum nú fjölskyld- um okkar að koma með en þarna áttum við ótrúlega skemmtilegan tíma saman. Þá sást vel hversu gott samband Helgi átti við nem- endur og hversu notalegur og hjartahlýr hann var. Hann var einstaklega góður maður sem vildi öllum vel, sérstaklega ljúfur. Við skemmtum okkur alltaf vel saman og í hvert skipti sem við hittumst var eins og við hefðum sést síðast í gær. Það var svo auð- velt að láta sér líða vel í kringum hann, nærvera hans var svo góð. Svo spillti húmorinn ekki fyrir, Helgi Kristjánsson ✝ Helgi Krist-jánsson fæddist 13. apríl 1961. Hann lést 10. októ- ber 2019. Útför Helga Kristjánssonar fór fram 18. október 2019. þar áttum við ansi vel saman. Þessar samverustundir okkar eru mér dýr- mætar og tel ég mig ríka að hafa átt hann að vini, kærum vini sem ég sakna sárt. Faðmlagið var hlýtt og notalegt, heim- sóknir mínar upp í skóla voru fyrst og fremst til hans. Spjalla, hlæja og fá ráðleggingar. Helgi var mikill fjölskyldumaður, svo stoltur af börnunum sínum og hamingjusamur með Selmu sinni. Þeirra missir er mikill. Elsku Selma, Baldur, Bryndís og afabörn, elsku Bryndís eldri og Kristján, megi góður guð styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Minningin um yndis- legan mann lifir áfram. Ágústa G. Bernharðsdóttir. Fallinn er frá drengur góður og fyrrverandi samstarfsfélagi, Helgi Kristjánsson aðstoðar- skólameistari og sögukennari í Menntaskólanum í Kópavogi (MK). Ég var svo lánsamur að vinna með Helga sem tók á móti mér þegar ég hóf störf í MK í jan- úar 1997. Helgi tók vel á móti mér enda hvers manns hugljúfi og það kom fljótt í ljós að við náðum vel sam- an í kennslunni og deildum sömu hugmyndum um sögukennslu og námsefnið. Þær voru ófáar stund- irnar sem við ræddum um kennsluna og ólíkar nálganir á viðfangsefnið. Við lögðum báðir mikla áherslu á að nemendur myndu tjá sig um efnið og þora að hafa skoðanir. Helgi bar ætíð hag nemenda fyrir brjósti og naut mikillar virðingar á meðal þeirra fyrir vikið. Ég var stoltur af því að vera samstarfsfélagi Helga og við vor- um kallaðir tvíeykið í sögudeild- inni. Það var gjarnan glatt á hjalla hjá okkur og ég minnist sérstaklega stundanna þegar við Helgi ræddum um Jón Sigurðs- son forseta við Garðar Gíslason félagsfræðikennara. Húmorinn var alltaf við lýði og við gátum þrasað á gamansömum nótum um ýmis álitamál. Ég minnist líka tímanna þegar við spiluðum körfubolta í íþrótta- sal Kópavogsskóla með samkenn- urum okkar í MK. Þar var kappið jafnan mikið en það var lítið sem raskaði ró Helga, svo yfirvegaður var hann. Þrátt fyrir að leiðir skildi síðar og við færum báðir í stjórnun vor- um við reglulega í sambandi og hittumst á vettvangi skólamál- anna. Helgi var mikill fjölskyldu- maður og þegar við hittumst ræddum við ávallt um börnin okkar og hvað þau væru að gera. Hann lét sér annt um vini sína og fylgdist af áhuga með því sem þeir voru að gera. Það á við erindi úr kvæðinu Smiðurinn eftir Henry Wads- worth Longfellow sem var gefið út á aldarafmæli Einars Bene- diktssonar. Haf þökk og heiður, þarfi vin, haf þökk fyrir fræðslu og ráð. Svo skal við eld vor örlög skrá, þar iðja lífs er háð; svo knúð skal stáli, varma vígt, hvert verk, hver andans dáð. Við sem þekktum Helga mun- um sakna hans og ég sendi Selmu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Steinn Jóhannsson. Ég var ráðin skólameistari Menntaskólans í Kópavogi frá 1. ágúst síðastliðnum á sama tíma og Helgi Kristjánsson aðstoðar- skólameistari fór í árs námsorlof. Við Helgi vorum því rétt mál- kunnug. Það stóð vissulega alltaf til að bjóða Helga í kaffisopa með haustinu og fá að kynnast mann- inum sem ég gerði ráð fyrir að vinna með næstu árin. En það átti ekki fyrir okkur að liggja, sú stund frestaðist og kom að end- ingu aldrei. Það harma ég svo innilega. Fráfall Helga var svip- legt og óskiljanlegt. Ég kveð því með þessum fá- tæklegu orðum manninn sem ég þekkti lítið en kynntist betur þessa erfiðu daga í kringum and- lát hans í gegnum þá sorg og samkennd sem félagar hans og vinir í MK fundu og þann söknuð sem ríkir hér í skólanum. Í gegn- um tárin og sögurnar sem voru sagðar af lífsglöðum og hlýjum vini, föður og eiginmanni í sam- hentu hjónabandi fékk ég mynd af góðum dreng og vinmörgum. Myndin af Helga sýnir traust- an félaga og lífsglaðan að skipu- leggja alls kyns skemmtilegar stundir í vinnunni, mann sem hélt um alla þræði skólastarfsins og hafði yfirsýn yfir alla þætti þess. Sem brann fyrir hag nemenda og velferð starfsfólks. Nýju afreksíþróttasviði við skólann var hleypt af stokkunum í haust. Helgi fór fyrir því verk- efni og hafði trú á að það yrði lyftistöng fyrir skólastarfið. Þar held ég að hann hafi haft rétt fyr- ir sér, verkefnið fer vel af stað og hefur vakið verðskuldaða athygli. Ég mun gera mitt besta til að varðveita og efla þetta verkefni sem ég fékk í arf frá Helga. Þótt dagur lífsins hafi verið allt of stuttur hjá Helga Kristjáns- syni áorkaði hann miklu og snerti hjörtu margra. Fyrir hönd starfsfólks og nem- enda Menntaskólans í Kópavogi færi ég Selmu og allri fjölskyldu Helga innilegustu samúðarkveðj- ur. Helga þakka ég ötult og far- sælt starf í þágu skólans. Hans er sárt saknað af félögum í MK og minning hans lifir. Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi. Kynni mín og samstarf við Helga Kristjánsson hófust árið 2001 og voru alla tíð mjög farsæl. Ég var formaður sveinspróf- nefndar í framreiðslu og Helgi var kennari og aðstoðarskóla- stjóri. Vorum við samstiga hvað varð- ar faggreinarnar framreiðslu og matreiðslu sem voru meðal náms- efnis í skólanum. Helgi var sjálf- ur iðnmenntaður og lét sig þessar greinar varða, var ávallt reiðubú- inn að greiða götu okkar, svo sem þegar kom að undirbúningi fyrir norrænu nemakeppnina og hvort sem við vorum gestgjafar eða fór- um utan til að keppa. Helgi og Selma, kona hans, mættu í Laugardalshöll í apríl síðastliðnum og tóku þátt í loka- æfingu fyrir keppnina í Svíþjóð. Þar var gagnrýnt af þekkingu og sanngirni og nemendur hvattir til að standa sig vel. Það hefur hrif- ið, nemarnir komu heim með verðlaun og hitti ég Helga í sveinsprófunum stuttu síðar og var hann stoltur af sínum nem- endum. Helgi var listrænn og vel heima í öllum verkefnum sem vörðuðu iðngreinarnar á nám- skránni. Helgi brá sér stundum í kokkagallann og gantaðist með að hann væri að hlaupa í skarðið fyrir meistarakokkinn Ragnar Wessman – svo lék bros um and- litið á aðstoðarskólastjóranum. Helgi var félagi í Oddfellow- reglunni á Íslandi og gegndi þar trúnaðarembættum og vann að líknarmálum sem reglan beitir sér fyrir. Við hittumst fyrir skömmu í sameiginlegri bróðurmáltíð og var Helgi hress að vanda. Hann var heill og sannur mað- ur, talaði ekki illa um menn og málefni og bar ekki kala til nokk- urs manns. Hann var traustur og mikill fjölskyldumaður og afi. Helga verður saknað á göng- um Menntaskólans í Kópavogi með léttleikandi brosið en virðu- lega ásýnd. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hjartans samúðarkveðjur til Selmu, barna og barnabarna. Trausti Víglundsson, formaður matvæla- og veitingasviðs Iðunnar. Kveðja frá Menntavísindasviði Helgi Kristjánsson var nem- andi við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands haustið 2019. Sem reyndur kennari og skólastjórn- andi hafði hann sérstöðu í nem- endahópnum og miðlaði af þekk- ingu sinni og reynslu á afar örlátan og auðmjúkan hátt, bæði til samnemenda og kennara. Af honum stafaði mikil hlýja, björt og einlæg gleði og minnumst við hans sem góðs félaga sem gott var að eiga samtal við. Við send- um Selmu Ósk Kristiansen og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur, svo og öðrum sem næst honum stóðu. Megi ljúfar og fallegar minn- ingar um góðan mann hugga og styrkja í sorginni. Starfsfólk Menntavísinda- sviðs, Jónína Vala Kristinsdóttir deildarforseti, Deild kennslu- og menntunar- fræði, Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson, deildarforseti, Deild menntunar og marg- breytileika. Kær samstarfsfélagi og vinur, Helgi Kristjánsson aðstoðar- skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, er fallinn frá. Við erum óþyrmilega minnt á hverfulleika lífsins og hversu lítils megnug við erum andspænis dauðanum. Nú er það svo að dauðinn er öllum vís en það er hastarlegt þegar hann hrífur með sér fólk í blóma lífsins. Þegar slíkir sorg- aratburðir gerast er okkur orða vant. Helgi Kristjánsson réðst til Menntaskólans í Kópavogi haust- ið 1995 sem sögukennari. Hann hafði þá lokið kennsluréttindum til sögukennslu í framhaldsskóla og ákveðið að skipta um starfs- vettvang og hætt í smiðjunni, eins og hann orðaði það, en Helgi var með sveinspróf sem stál- virkjasmiður. Það kom strax í ljós hversu góðum hæfileikum hann var gæddur bæði til kennslu og samstarfs. Helgi vakti yfir vel- ferð nemenda sinna með ákveðnum en mildum hætti, svo ljúflyndur og athugull. Það var því mikið lán fyrir skólann að fá til starfa jafn hæfan mann og Helga sem lagði metnað í öll sín störf. Þegar ráða þurfti nýjan að- stoðarskólameistara haustið 2001 varð Helgi fyrir valinu enda hafði hann sýnt það og sannað með dugnaði sínum og áhuga að hér fór maður sem hæfur var til for- ystu. Það er vandasamt verk að vera í forsvari fyrir skóla með yf- ir 1.000 nemendur og verksviðið vítt en með fagmennsku sinni og hæfileikum tókst Helgi á við verkefnið af alúð og festu. Hann var stoltur af nemendum skólans og þeirra framgangi, ekki síst þeim sem minna máttu sín og þurftu á stuðningi hans að halda. Þá fór hann með hópa til út- landa ásamt kennurum, var áhugasamur um störf nemenda- félagsins og fór í Vatnaskóg til að grilla hamborgara í nýnemaferð- um svo fátt eitt sé nefnt. Helgi var líka mikill félagi og vinur samstarfsmanna sinna í MK þar sem hann fór fremstur í flokki í sláturgerð og sörubakstri og fljótur var hann til ef aðstoða þurfti í eldhúsi við undirbúning þorrablóts eða jólafagnaðar starfsmanna. Þá var gaman að sjá á honum svipinn þegar honum hafði tekist að sauma galla á elsta barnabarn sitt á saumanámskeiði í skólanum. Helga voru falin fjölmörg ábyrgðarstörf jafnt innan skólans sem utan og sinnti hann þeim öll- um af vandvirkni og samvisku- semi. Hans síðasta verkefni var að standa að stofnun afrekssviðs fyrir öflugt íþróttafólk innan skólans. Áhugamál Helga lágu víða, hann var mikill listunnandi og hafði áhuga á kvikmyndum, veiðiskap og hestamennsku, sveitinni á Öxl, fimleikum og bók- lestri, þá var hann góður tölvu- maður og myndasmiður og hann naut þess að borða góðan mat. Fyrir einstakt samstarf okkar sem aldrei bar skugga á vil ég þakka að leiðarlokum. Það er mikill söknuður eftir góðan sam- starfsmann og vin. En eftir lifa minningar og þakklæti fyrir að hafa mátt njóta samvistanna við hann. Ég vil votta honum virðingu mína og þakka allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman í starfi og leik. Þá vil ég senda Selmu, börnum hans, foreldrum og öðrum ástvinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Margrét Friðriksdóttir, fv. skólameistari Mennta- skólans í Kópavogi. Helgi Kristjánsson aðstoðar- skólameistari þurfti á því að halda í sínu starfi að sýna mynd- ugleik og ákveðni í þeim ólíku samskiptum, sem eiga sér stað í fjölbreyttu lífi nemenda, kennara og annars starfsfólks í mennta- skóla. En ekki þurfti að kafa djúpt undir yfirborðið til að finna hjartahlýjuna og ljúflyndið, sem einkenndi þennan góða dreng. Honum var mjög umhugað um nemendur og vildi hag þeirra sem bestan og sýndi gjarnan mildi í þeirra garð þó að hann þyrfti líka stundum að brýna þá hressilega til dáða í námi og um- gengni í skólanum. Það var líka auðfundið á seinni árum, að trúin á hið góða í lífinu átti sífellt stærri hlut í huga Helga og hans nánasta umhverfi naut góðs af. Á hann leit hún æskuteitu auga forðum, það var kvöld í sveit og hún kvaddi hann veit ég kærleiksorðum. Mitt er þitt og hjá mér áttu heima víst skaltu öllum veraldarsorgum gleyma. (Halldór Laxness) Örfáum dögum eftir andlát Helga æfði ég og söng með kórn- um mínum þetta fallega kvæði Halldórs Laxness við undurfal- legt lag Jóns Ásgeirssonar. Ég hafði Helga og Selmu eiginkonu hans stöðugt fyrir hugskotssjón- um og tengdi þau sterklega við boðskap kvæðisins. Þau kynnt- ust kornung og felldu hugi sam- an, eignuðust fallega fjölskyldu og lögðu grunn að góðu og fjöl- breyttu lífi bæði í borg og sveit. Einlæg og falleg ást þeirra bar þau áfram í lífsgleði og athafna- semi og smitaði út frá sér til sam- ferðafólks. Börnum sínum og fjölskyldum þeirra hafa Helgi og Selma veitt af ómældum brunni ástar og um- hyggju og verið þeim sá öryggis- ventill sem nauðsynlegur er í lífs- ins ólgusjó. Fallegu barnabörnin bera þeim órækt vitni og munu bera minningu afa síns áfram um ókomna tíð. Ég þakka Helga langa sam- fylgd í starfi bæði í gleði og sorg- um, sem við höfum því miður upplifað æði oft í okkar góða skóla, allt frá því að hann hóf störf í MK árið 1995. Selmu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, foreldrum Helga og systkinum hans send- um við, ég og eiginmaður minn Hannes Sveinbjörnsson, einlæg- ar samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um góðan og ástríkan maka, föður, afa, son og bróður lina sorg ykkar á komandi tím- um. Guð blessi minningu Helga. Haf þökk fyrir allt og allt. María Louisa Einarsdóttir. Í dag kveðjum við Einar yngri bróður minn. Hann fæddist þegar ég var sex ára og hafði ég á tveimur árum fengið tvo bræður, Ómar kom til okkar árið 1952 og Einar fæddist 1953, hann fæddist heima á Engjaveginum og man ég að ég sat á rugguhestinum mínum frammi á gangi og beið eftir að heyra í honum eftir fæð- inguna. Við ólumst upp á Selfossi við leik og störf og var gott að vera barn og unglingur þar. Á hverju Einar Ármannsson ✝ Einar Ár-mannsson fæddist 16. maí 1953. Hann lést 17. september 2019. Einar var jarð- sunginn 4. október 2019. sumri var farið í þriggja vikna ferða- lag um landið með tjald og útilegudót, yfirleitt var endað hjá ömmu og afa á Snæfellsnesi eða hjá frændfólkinu í Skagafirði. 1960 eignuðumst við svo systur, hana Frey- dísi, og vorum við mjög hamingjusöm með það. Árin liðu, Einar fór til sjós í Þorlákshöfn og hitti hana Ásdísi sína, þau fluttu svo til Reykja- víkur um tíma og Einar fór í Stýrimannaskólann og svo var farið aftur til Þorlákshafnar, húsið byggt og börnin fæddust, reyndar fæddist Una Björg í Reykjavík þegar þau bjuggu þar 1977. Þeir höfðu töluverðar áhyggj- ur af stóru systur, bræður mínir, ég var komin yfir þrítugt og ekki búin að finna mér maka, þetta breyttist þeim til mikillar ánægju þegar ég hitti hann Hans minn. Við fluttum út til Lúxem- borgar 1985 og voru Ásdís og Einar ásamt börnum sínum dug- leg að heimsækja okkur og margar ferðir sem við höfum far- ið saman í. Einar sagði mér einu sinni að ein besta ferð sem þau hefðu farið í hefði verið 2002 þegar við fórum ásamt Emil Karel og okkar börnum til Normandí í Frakklandi, keyr- andi frá Lúxemborg. Undanfarin ár höfum við systkinin ásamt börnum og barnabörnum hist í nóvember í „julefrokost“ og er gott að eiga þessar góðu minn- ingar. Elsku bróður mínum þakka ég fyrir allt, ég á eftir að sakna sím- tala okkar. Ég veit að foreldrar okkar, Hans minn og fleiri hafa tekið vel á móti honum. Elsku Ásdís mín, Una Björg, Ármann, Emil Karel og fjölskyldur, inni- legar samúðarkveðjur frá mér og börnum mínum. Laufey Ármannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.