Morgunblaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 ✝ Magnea KatrínÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1923. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 7. október 2019. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Marínar Guðjónsdóttur, f. 13. ágúst 1905, og Þórðar Ellerts Guðbrandssonar, f. 26.desember 1899. Magnea var elst sex systkina. Hin eru Haraldur Guðbjörn, f. 1925, Lína Guðlaug, f. 1927, Guð- brandur Kjartan, f. 1929, Guð- mundur Jón, f. 1930, og Katrín Þ., f. 1931. Haraldur, Guð- brandur og Katrín eru látin. Þann 31. júlí 1954 giftist Magnea eftirlifandi manni sín- um, Braga Ásbjörnssyni, f. 2. Kolbeinn Þór var giftur Evu Björk Harðardóttur, þau skildu. Núverandi sambýliskona Kol- beins er Ásdís Hrund Ólafs- dóttir. Börn Kolbeins eru: a) Hörður Már, f. 1988, giftur Önnu Birnu F. Óskarsdóttur. Barn þeirra er Elmar Breki. b) Sindri Már, f. 1988, giftur Bryn- dísi Jónsdóttur. Barn þeirra er Valur. c) Björvin Þór, f. 1998. d) Gabríela Ósk f. 2007. Magnea fæddist í Reykjavík og bjó fyrstu æskuár sín í for- eldrahúsum á Njálsgötu 18, en fjölskyldan fluttist síðar á Ás- vallagötu 37. Árið 1947 kynnist hún Braga tilvonandi eigin- manni sínum og hófu þau hjú- skap saman árið 1952 og giftu sig árið 1954. Fyrstu hjúskap- arár sín bjuggu þau í Sporða- grunni 2, en byggðu sér síðar hús í Hjallabrekku 4 í Kópavogi og fluttust þangað 1966. Þar bjuggu þau til ársins 1991, er þau fluttu sig í Furugrund 70 í Kópavogi. Þau Bragi fluttust í tvígang til Svíþjóðar þar sem Bragi starfaði sem múrari. Útför hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. maí 1929, mál- arameistara og múrara. Börn Magneu og Braga eru þau Guðrún Þóra, f. 22. febrúar 1951, d. 5. janúar 2018, og Kolbeinn Þór, f. 25. nóv- ember 1966. Eftirlifandi eig- inmaður Guðrúnar er Gunnar Már Gunnarsson, f. 9.6. 1951. Börn þeirra eru: a) Bragi Freyr, f. 1975, giftur Eygló Tómas- dóttur. Börn þeirra eru: María, Guðrún, Hildur og Eyja. b) Hulda Mjöll, f. 1978, gift Sig- björn Höydal. Börn þeirra eru: Saga Dís, Dilja Mey og Sunna Ír. c) Gunnar Birkir, f. 1980, giftur Hilde Aasheim. Börn þeirra eru: Gunnar, Olav og Brage. Mikið var ég lánsamur þegar ég fæddist. Ég kom inn í fjölskyldu sem á svo margan hátt var heil- brigð, kærleiksrík og skemmtileg. Þetta var ekki ýkja stór fjölskylda, við vorum bara fjögur. Fyrst var það pabbi sem er harðjaxl af guðs náð, ótrúlega vinnusamur og duglegur, og einn víðlesnasti maður sem ég hef á æv- inni kynnst. Svo var það Guðrún stóra systir sem passaði alltaf svo vel upp á litla bróður. Síðan var það hún elsku mamma mín. Mamma var ótrúleg kona, eina lýs- ingin á mömmu sem mér dettur í hug er kjarnorkukona. Það var ekki einn krakki í minni æsku sem ekki var með á hreinu hver mamma hans Kolla væri. Mamma var bara einfaldlega manneskja sem ávallt gustaði af, á svo góðan hátt. Mamma mátti aldrei sjá neitt aumt, og ef það gerðist þá tók hún höndum um viðkomandi og hjálp- aði eins mikið og hún lífsins mögu- lega gat. Ég ólst alltaf upp við það að þeir sem minnst mega sín voru þeir sem okkur bar að huga að, hinir sterkari redda sér. Ég á ótal margar minningar um mömmu og þær eiga allar eitt sameiginlegt, mamma var alltaf til staðar þegar á reyndi. Skipti engu hvort maður hafði komið sér í smá vandræði, fengið hressilegt gat á hausinn, brotið gleraugun enn eina ferðina, komið drullugur upp fyrir haus heim eða brotið nokkrar rúður óvart, ávallt var mamma þarna. Hún skammaði mann auðvitað fyrir asnastrikin ef svo bar undir, en maður fékk líka hrós þegar maður gerði eitthvað vel. Mamma var reyndar alltaf ótrúlega fegin að vera með góða heimilistryggingu, magnað hvað þær eru yfirgripsmiklar. Mamma var alltaf mjög glað- lynd og mikill húmoristi. Þrátt fyrir háan aldur og minnisleysi sem fylgdi aldrinum þá var hún sí- fellt til í að grínast og segja ein- hverjar gamlar skemmtisögur. Síðustu árin hennar var minnis- leysið orðið þannig að hún mundi ekki hvað gerðist rétt áðan, en henni tókst alltaf á einhvern ótrú- legan hátt að muna og segja öllum sem heyra vildu af gömlu prakk- arastrikunum mínum, mér auðvit- að til smá vandræða en svoleiðis eru bara mömmur. Það verður heldur ekki hjá því komist að minnast á hversu gott henni fannst að fá sér smá „sérrílögg“ þegar góða vinkonu bar að garði. Ég er alveg viss um, hafandi í huga að mamma varð 96 ára, að sérrí hljóti að vera meinhollt. Ég ætti eiginlega að senda þakkar- bréf til Bristol Cream-verksmiðj- anna fyrir þeirra þátt í háum aldri mömmu. Það er óhætt að segja að mamma og pabbi hafi átt vel sam- an, þau voru gift í 65 ár og geri aðrir betur á þessum nýjustu og mestu skilnaðartímum. Þau báru ávallt mikla virðingu hvort fyrir öðru og voru alla tíð með mjög skemmtilega verka- skiptingu á milli sín, mamma réði á heimilinu og fjármálunum og pabbi rest. Svínvirkaði hjá þeim öll þessi ár. Það er skrýtið að hugsa til þess að mamma sé farin, eiginlega al- veg fáránlega sárt. Elsku mamma, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Viltu skila kveðju til hennar systur minnar, ég veit að þið eruð saman einhvers staðar núna. Bless, elsku mamma. Þinn son- ur, Kolbeinn Þór (Kolli). Tengdamóðir mín, sem alltaf var kölluð Magga eða bara amma Magga af börnum okkar Guðrún- ar, var um margt stórbrotin kona. Stundum fannst mér eins og hún hefði stokkið beint út úr fornsög- unum, valkyrja bæði í orði og verki. Ég kynntist henni í fyrsta sinn þegar hún tók á móti mér og Guð- rúnu dóttur sinni á flugvellinum í Gautaborg síðla júnímánaðar 1971. Það má reikna með að henni hafi verið órótt í brjósti og ekki vitað við hverju mætti búast. Guð- rún hafði tilkynnt foreldrum sín- um um jól að hún hefði hitt mann og við hefðum lofast hvort öðru. Hún og Bragi maður hennar tóku mér opnum örmum. Hann var bú- inn að útvega mér vinnu og vorum við i Varberg um sumarið og fram á haust. Ég hélt svo til Osló um haustið og hóf nám en Guðrún fór heim til ömmu sinnar og afa til að ljúka við menntaskólann. Þessar mótökur sýndu mér hverja manneskju Magga hafði að geyma. Dóttir hennar hafði valið sér þennan dreng og þau hvort annað. Það var ekki meira um það að segja. Amma Magga var ekki mann- eskja sem bjó til vandamál úr þeim áskorunum sem lífið færði henni. Hún gekk hnarreist áfram sinn veg og tók óhikað við þeim og þær voru margar. Að gefast upp eða kvarta var útilokað. Amma Magga var ekki mikið fyrir skrum eða skjall. Hún var samt manna kurteisust. Frægar í fjölskyldunni eru heimsóknir hennar á opinberar skrifstofur þegar hún þurfti að sinna erindum þeirra hjóna eða annarra sem þurftu á hjálp að halda gegn bákn- inu. Þá þéraði hún viðmælendur sína, að gamalli íslenskri hefð. Hún fylgdi málum eftir með stað- festu. Hún gaf sig ekki fyrr en hún fékk leiðréttingu mála sinna. Börnin okkar höfðu líka ofurtrú á ömmu Möggu. Það bar stundum við að norð- anstórhríð geisaði á Húsavik þar sem við bjuggum um tíma. Sjón- varpssendarnir biluðu og sjón- varpið datt út. Ef lengi dróst að gera við heimtuðu krakkarnir að hringt væri í ömmu Möggu, því hún myndi án efa sjá til að viðgerð færi fljótt fram. Magga gat verið beinskeytt í tali við viðmælendur sína og skipti þar engu máli hvort um háa eða lága var að ræða. Umfram allt annað var hún heiðarleg og hrein- skiptin. Enginn velktist í vafa um hvar hann hefði hana. Fyrir mig skapaði það öryggi að vita að kær- leikur hennar til okkar allra í nán- ustu fjölskyldu átti sér fá tak- mörk. Henni var hugleikið að börnin hennar gengju menntaveginn. Hún naut þeirra möguleika ekki sjálf. Afkomendur hennar og Braga eru 19 talsins. Þau sem eru upp- komin hafa öll hlotið góða mennt- un og var hún endalaust stolt af þeim. Þau voru hennar stærsta hamingja og gleði í lífinu. Magga og Bragi voru sterkt tvíeyki. Það er mikill missir fyrir tengdaföður minn þegar hún nú hverfur honum. Kolbeinn sonur þeirra missir móður sína, sem allt- af var tilbúin að aðstoða hann og börnin hans hvernig sem á stóð. Hún var okkur öllum klettur í haf- inu, sem hvorki stormur né stór- sjór gat grandað. Við komum til með að minnast hennar svo lengi sem hvert okkar lifir. Hvíl í friði. Gunnar Már Gunnarsson. Við munum aldrei gleyma hlýj- unni sem geislaði af ömmu. Furu- grundin var staður sem í kyrrð, ró og hlýju læknaði sár. Staður þar sem hægt var að gleyma amstri hversdagsins og kannski heyra sögu eða tvær af gömlum tímum. Amma kunni þær, hún kunni margt. Hún hjálpaði okkur barna- börnunum og fjölskyldum okkar á svo margan hátt, hvort sem það var við að stoppa í göt, veita góð ráð eða mikilvæga hvatningu á erfiðum tímum. Hún var ákveðin kona sem vissi hvað þurfti til að fá sitt fram, nokkuð sem við án vafa nutum góðs af. Hún gafst ekki upp og lét engan komast upp með að gera eitthvað á okkar hlut. Það er hola í lífi okkar. Við skulum reyna að fylla hana af staðfestu og þeirri hlýju og trú sem þú hafðir á okk- ur. Við vonum að þú vitir hversu mikilvæg þú varst okkur. Við söknum þín elsku amma. Hörður Már og fjölskylda, Sindri Már og fjölskylda, Björgvin Þór og Gabríela Ósk. Magnea Katrín Þórðardóttir Það var djúp sorg hér hjá okkur í Vesterålen í Nor- egi þegar við feng- um fregnir af því að Einar Bragi væri látinn. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldunni, börnunum hans, hjá Hafdísi, vinnufélögum, tónlist- arfélögum og samfélagi hans. Einar Bragi var mikill Nor- egsvinur og kom oft til Norð- ur-Noregs til okkar sem tón- listarmaður, tónskáld og gestaeinleikari með ýmsum hljómsveitum. Við þekktum Einar sem duglegan tónlistar- mann með stórt hjarta fyrir okkur og tónlistinni sem við spiluðum saman. Hann var öt- ull þátttakandi í hátíðinni okk- ar, Sortland jazzfestival, og öllu sem henni fylgdi. Hann flutti sín eigin verk með stór- sveitinni okkar, spilaði með ungu tónlistarfólki og hélt tón- leika með íslenskri tónlist hér í nágrenninu. Einnig tók hann þátt í fyrsta lifandi tónlistar- flutningi yfir netið milli Ís- lands og Noregs; dúett með saxófónleikara frá Noregi, sýnt Einar Bragi Bragason ✝ Einar BragiBragason fæddist 11. ágúst 1965. Hann lést 4. október 2019. Útför Einars Braga fór fram 18. október 2019. á stórum skjá í báðum löndum samtímis. En samvinnan stoppaði ekki þar. Einar var hug- myndaríkur. Þegar hann kom heim frá Noregi vann hann með mörgum norskum tónlistar- mönnum gegnum netið þar sem hann sendi tónlist sína til þeirra og hún tekin upp, án þess að tónlistarmennirnir væru nokkurn tíma í sama her- berginu, hvað þá í sama land- inu. Þessi tónlist er meðal ann- ars á báðum sólóplötum Einars Braga, Draumum og Skuggum. Einar Bragi hélt sambandi við okkur alveg til dauðadags í gegnum tölvupóst og sam- félagsmiðla. Sama kvöld og hann kvaddi okkur hafði hann sent hugmyndir sínar og óskir um tónlist til að flytja í vinsæl- um sjónvarpsþætti í Noregi, „Stjernekamp“, en vinkona hans var ein af söngvurum þess þáttar. Landfræðilega er langt á milli Íslands og Noregs en vin- áttan og félagsskapurinn milli okkar var alltaf nærri. Megi friður ríkja yfir minn- ingu Einars Braga. Fyrir hönd vina Einars í Noregi, Tim Challman. Elsku amma okkar var einstök, hún gerði heim- sóknir okkar í barn- æsku að litlum ævintýrum, þar sem nammi óx á trjánum og við gátum flogið um á töfrateppi með lokuð augun. Hún leyfði okkur stelpunum að maka okkur út í fínum kremum, máta föt og leika með fínt postulín undir borði. Við vorum hvattar til að pota í kökur og sleikja kremið af fingrunum. Þegar við unnum hana í Svarta-Pétri setti hún svertu úr ofninum á nefið á sér. Allt var vandað og sérstaklega valið á heimili ömmu og afa. Það var ekki hægt að dásama neitt þar því þá vorum við sendar Dóróthea Jónsdóttir ✝ Dóróthea Jóns-dóttir fæddist 1. nóvember 1925. Hún lést 6. október 2019. Útför Dórótheu fór fram 18. októ- ber 2019. heim með það, eða gátum boðið vin- konuhóp í bíó með fimm þúsund krón- urnar sem hún laumaði að okkur. Gáfur og þekking ömmu á tungumál- um, menningu og listum leyndu sér ekki. Hún var upp- full af fróðleik. Hún talaði reiprennandi frönsku, dönsku og ensku auk þess sem hún gat slegið um sig á bæði spænsku og þýsku. Hún var mjög hreinskilin kona sem var aldrei feimin við að segja álit sitt. Augu hennar ljómuðu þegar við vorum í fallegum fötum. Það var aftur á móti gert lymskulegt grín að okkur ef við vorum það ekki, spurt hvort peningaleysi ylli rifnum gallabuxum eða efnis- litlum fötum. Takk fyrir allar fallegu minn- ingarnar elsku amma. Nanna, Hildur, Helga og Dóra. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Hólabraut 12, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásdís Jónsdóttir Soffía G. Guðmundsdóttir Birgir S. Ellertsson Jóna Guðmundsdóttir Kristinn Árnason Jóna Jónsdóttir Þorsteinn Svavarsson og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA HARÐARDÓTTIR frá Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði hinn 17. október. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins fyrir góða umönnun og ættingjum og vinum auðsýnda samúð. Tryggvi Guðmundsson Heimir Tryggvason Kristín Guðnadóttir Haraldur Tryggvason Katrín Ingibjörg Steinarsdóttir Gunnar Tryggvason Úlfhildur Áslaug Leifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA SVANDÍS SIGURÐARDÓTTIR Bædý Úthlíð í Skaftártungu, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum sunnudaginn 20. október. Valur Oddsteinsson Herdís Erna Gústafsdóttir Haukur Sigurjónsson Trausti Fannar Valsson Guðrún Inga Sívertsen Elín Heiða Valsdóttir Guðmundur Ingi Arnarsson Oddný Steina Valsdóttir Ágúst Jensson Sigurður Árni Valsson Stefanía Hjaltested og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.