Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 24

Morgunblaðið - 22.10.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af SKALLAGRÍMUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, reynd- asti leikmaður Skallagríms, óttast ekki sérstaklega að Valur og KR muni verða yfirburðalið í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik í vetur. Sigrún segir umræðuna hins vegar hafa verið á þann veg en ef mið sé tekið af úrslitum í fyrstum umferð- unum þurfi það ekki endilega að verða raunin. „Miðað við umræðuna þá erum við á leiðinni niður í 1. deild og Valur og KR eru óstöðvandi. Ég sé það ekki fyrir mér miðað við úrslitin í fyrstu þremur leikjunum. Mér sýnist deild- in vera galopin og öll liðin geti strítt öllum,“ sagði Sigrún þegar Morgun- blaðið spjallaði við hana. „Ég hef fulla trú á okkar liði. Við erum ekki í þessu bara til að vera með. Við erum í þessu til að vinna leiki og ætlum ekki að vera áhorf- endur. Frá mínum bæjardyrum séð hef ég jafn mikla trú á okkar liði og einhverju öðru liði.“ Fengu danska landsliðskonu Lið Skallagríms er með nokkra erlenda leikmenn og allar virðast þær vera býsna öflugar en ein þeirra, Maja Michalska, var raunar einnig með liðinu síðasta vetur. „Við erum með sama leik- mannakjarna og í fyrra. Maja, pólski leikmaðurinn okkar, er áfram hjá okkur. Við hópinn bættust einn Dani og einn amerískur leikmaður. Mér líst rosalega vel á þær enda frábær- ar persónur og öflugir leikmenn. Frábær styrking fyrir liðið að fá þær,“ sagði Sigrún en sú danska, Emilie Sofie Hesseldal, er landsliðs- kona og er í danska landsliðs- hópnum um þessar mundir. „Þegar Guðrún (þjálfari) var að leita að leik- mönnum fyrir okkur rakst hún á Hesseldal og leist vel á. Hún hefur sýnt hvað hún getur í fyrstu leikj- unum en er einnig frábær utan vall- ar. Fólkið í Borgarnesi elskar hana.“ Hvorki erfiðara né auðveldara Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrr- verandi leikmaður Skallagríms og systir Sigrúnar, stýrir nú liðinu og tók við í ágúst. „Það er fínt að vera með systur sína sem þjálfara. Hún er bara þjálf- ari og ég er bara leikmaður. Það er ekkert systrasamkomulag í gangi. Við erum báðar fullorðnar og vitum hvað þarf að gera til að vinna. Fólk heldur að það geti verið erfitt að spila fyrir systur sína og margir virðast halda að það sé ekki hægt. En mér finnst þetta hvorki erfiðara né auðveldara en eitthvað annað. Hún ræður og ég er bara leikmaður sem hlustar á hana. Ég hef spilað bæði með henni og á móti. Hún veit því nákvæmlega hverjir mínir styrk- leikar og veikleikar eru á vellinum,“ benti Sigrún á og segir vel haldið ut- an um liðið í Borgarnesi. „Kvennaráðið hefur staðið sig rosalega vel í því að styðja okkur og styrkja. Hjá þeim erum við með svakalega sterkt bakland. Þegar vel gengur eru bæjarbúar peppaðir og fylgjast vel með. Þegar við fáum stuðning á leikjum þá skilar það sér til okkar enda erum við lið sem treystir á góð úrslit á heimavelli.“ Ætlum ekki að vera áhorfendur Morgunblaðið/Hari Borgarnes Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er þrautreynd en hún hefur spilað með Skallagrími í fjögur ár og áður lengst af með KR  Vel haldið utan um liðið í Borgarnesi  Deildin er ekki fyrirsjáanleg MIÐHERJAR: Emilie Sofie Hesseldal Heiður Karlsdóttir Þjálfari: Guðrún Ósk Ámundadóttir. Árangur 2018-19: 7. sæti. Íslandsmeistari: 1964. Bikarmeistari: Aldrei.  Skallagrímur tapaði fyrir Haukum á heimavelli í 1. umferð en vann síðan Grindavík á heima- velli og Snæfell á útivelli. Fjórði leikur er gegn KR á heimavelli annað kvöld. BAKVERÐIR: Arna Hrönn Ámundadóttir Charlotte Thomas Rowe Ingibjörg Rósa Jónsdóttir Keira Robinson Þórunn Birta Þórðardóttir FRAMHERJAR: Árnína Lena Rúnarsdóttir Gunnhildur Lind Hansdóttir Lísbeth Inga Kristófersdóttir Maja Michalska Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Lið Skallagríms 2019-20 KOMNAR: Charlotte Thomas Rowe frá Lem- vig (Danmörku) Emilie Sofie Hesseldal frá Vitoria Guimaraes (Portúgal) Heiður Karlsdóttir frá Umf. Reyk- dæla Ingibjörg Rósa Jónsdóttir frá Snæ- felli Keira Robinson frá Murcia (Spáni) Lísbeth Inga Kristófersdóttir frá Umf. Reykdæla FARNAR: Brianna Banks, óvíst Guðrún Ósk Ámundadóttir, hætt og orðin þjálfari Ines Kerin í Bolzano (Ítalíu) Karen Munda Jónsdóttir, barn- eignarleyfi Karen Dögg Vilhjálmsdóttir, frí Shequila Joseph í Keltern (Þýska- landi) Breytingar á liði Skallagríms  Frumraun þjálfarans en þó er hún með mikla reynslu. Þetta verður erfitt tímabil og afrek að ná í góð úrslit ef það gerist.  Erlendir leikmenn munu þurfa aða bera liðið uppi með Sigrúnu Sjöfn og Árnínu en annars eru þær ansi þunnskipaðar og til dæmis ein 14 ára sem er reyndar mikið efni.  Þær verða veikar fyrir inni í teig og mun mikið mæða á þessari dönsku Emilie sem líklega þarf að spila mestallan leikinn.  Liðshjartað er á réttum stað hjá þeim Ámunda-systrum sem vonandi nær að smita Borgarfjarðarþrjósku í leikmenn og landa nógu mörgum sigrum til að hanga í Snæfelli og Haukum og eiga möguleika á úr- slitakeppni. Margrét Sturlaugsdóttir um Skallagrím  Njarðvíkingar hafa sagt upp samn- ingi sínum við litháíska körfuknatt- leiksmanninn Evaldas Zabas sem kom til þeirra fyrir tímabilið. Zabas er leik- stjórnandi og skoraði 12 stig og átti þrjár stoðsendingar að meðaltali í þeim þremur leikjum sem hann lék með Njarðvíkurliðinu í úrvalsdeildinni.  Knattspyrnudeild Hauka hefur framlengt samninga sína við Jakob Leó Bjarnason, þjálfara meist- araflokks kvenna hjá félaginu, og Guð- rúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoð- arþjálfara. Þau tóku við liðinu haustið 2017.  Drengjalandslið Íslands í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 14 ára og yngri, tapaði fyrsta leik sínum gegn Bandaríkjunum á alþjóðlegu móti sem hófst í Póllandi í gær, 2:1. Andri Clau- sen skoraði mark íslensku strákanna sem mæta Rússum á morgun og Pól- verjum á föstudaginn.  Mohamed Salah lék ekki með Liver- pool gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnu- daginn vegna ökkla- meiðsla og óvíst er hvort hann getur spilað gegn Genk frá Belgíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Salah meiddist í leik Liverpool og Leic- ester 5. október og náði ekki að jafna sig til fulls í lands- leikjahléinu. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.