Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.10.2019, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2019 Bernhard Schlink varð meðbók sinni Lesarinn einnþekktasti rithöfundurÞýskalands. Í þeirri bók er viðfangsefnið saga Þýskalands og það sama á við um nýjustu bók hans, Olgu, sem nú er komin út vandaðri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteins- dóttur. Olga er munaðarleysingi. Hún á litla samleið með jafnöldrum sínum fyrir utan systk- inin Herbert og Viktoríu, sem eru börn efnaðs verk- smiðjueiganda. Olga og Her- bert fella hugi saman, en for- eldrum hans finnst hún af of lágum stigum. Lesandinn fylgir Olgu í gegnum tuttugustu öld- ina, leit Þjóðverja að stað í sólinni á nýlendutímanum, nasisma Hitlers, tíma kalda stríðsins og sameinaðs Þýskalands. Sagan er að mörgu leyti listilega saman fléttuð. Sjónarhólarnir eru margvíslegir, í upphafi er alsjáandi sögumaður, þá segir vinur Olgu frá og að síðust er sagan sögð með sendi- bréfum. Herbert er stórhuga og fullur af útrásardraumum. Hann fer til Þýsku Suðvestur-Afríku þar sem Þjóðverjar murkuðu lífið úr Herero-mönnum. Hann ræðst í örlagaríka landkönnuð- arferð á norðurslóðir. En Olga bíður heima og ofbýður útrásarhvöt manns síns. Olga horfir líka upp á það að sonur þeirra gengur nasistum á hönd og fylgir þeim að málum í heimsstyrjöld- inni. Eftir stríðið kynnist hún ungum manni, sem vill gera upp við fortíðina, en lætur ekki staðar numið þar, held- ur vill einnig breyta heiminum. Olga styður uppgjörið, en ákafinn við að breyta heiminum finnst henni af sama toga og markmiðin, sem hrundu Þjóðverjum út í tvær heims- styrjaldir. Schlink vill í bókinni koma ákveðn- um boðskap á framfæri og Olga er verkfærið. Á einum stað vísar hún til þess að Frakkar, Englendingar og Rússar hafi eignast föðurlönd sín snemma, en Þjóðverjar lengi vel aðeins átt sitt í draumheimum eins og Heine hafi skrifað, ekki á jörðu þar sem þeir voru klofnir og tvístraðir heldur á himni. „Þegar Bismarck hafði loksins skapað handa þeim föðurland voru þeir orðnir vanir draumórunum,“ skrifar Olga í bréfi, sem hún skrifar manni sínum en veit að sennilega mun aldrei berast honum. „Þeir geta ekki hætt að láta sig dreyma. Þeir halda órunum áfram, nú um mikilleik Þýskalands og sigra þess á hafinu og í fjarlægum heimsálfum og um efna- hagsleg hernaðarleg kraftaverk.“ Annars staðar segir hún við full- trúa ’68-kynslóðarinnar „í staðinn fyrir að leysa ykkar vandamál viljið þið bjarga heiminum. Þetta verður of stórt hjá ykkur líka, finnurðu það ekki?“ „Of stórt“ svipti Olgu sínum nán- ustu og um það kennir hún Bismarck, sem freistaði Þjóðverja kynslóð fram af kynslóð á tuttugustu öldinni. Hann segir þó ekkert um hvort Þjóðverjar glími enn við Bismarck-heilkennið. Órar um mikilleik Of stórt Í Olgu gerir Bernhard Schlink upp við Þýskaland á tuttugustu öld. Skáldsaga Olga bbbmn Eftir Bernhard Schlink. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Mál og menning gefur út. Kilja, 260 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Finnur Arnar Arnarsson, höfund- ur og leikstjóri sýningarinnar Engillinn sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu 21. desember, og Gréta Kristín Ómarsdóttir drama- túrg hafa hleypt af stokkunum verkefninu Hversdagsleikhúsið og er Gréta nýkomin úr hringferð um landið þar sem hún setti upp hversdagsleikhús á tíu ólíkum stöðum, kom fyrir stólum úr leik- húsinu í almannarými og breytti því þar með í lítið leikhús. Þessi gjörningur er á vegum Þjóðleikhússins. „Hversdagslegt rými verður leiksvið, fólk að störf- um og gestir og gangandi í hvers- dagslegum erindagjörðum verða leikarar og þeim sem sest í sætið býðst að verða áhorfandi og von- andi sjá hversdagsleikann í öðru ljósi,“ segir í tilkynningu um gjörninginn. Staðirnir tíu eru Listasafnið á Akureyri, JMJ herradeild í sama bæ, Salvía á Húsavík, pósthúsið á Raufarhöfn, Herðubreið á Seyðis- firði, Hárátta í Keflavík, Reykja- víkurflugvöllur og Vesturbæjar- laug í Reykjavík og bókasafnið í Safnahúsinu á Ísafirði. Tilgangur þessa verkefnis er að heiðra minningu Þorvaldar Þor- steinssonar, myndlistarmanns, rit- höfundar og leikskálds, og voru fyrrnefndir staðir valdir með hversdagsleikann í huga, „kunn- uglegir staðir sem við höfum kannski gleymt að búi yfir nokkr- um töfrum eða sögum“, eins og því er lýst í tilkynningu en Þor- valdur bjó einmitt yfir þeim hæfi- leika að geta séð töfrana í hinu hversdagslega og vann mikið með hverdagsleikann í list sinni, bæði myndlist og skrifuðum verkum. Sýningin Engillinn er byggð á verkum Þorvaldar og hefur Finn- ur Arnar, myndlistarmaður og leikmyndahöfundur, skapað sýn- ingu upp úr verkum Þorvaldar og koma saman í því verk úr ýmsum áttum; örverk, brot úr lengri verk- um og vísanir í myndlist og gjörn- inga. Þorvaldur fæddist árið 1960 og lést fyrir aldur fram árið 2013. Morgunblaðið/RAX Hæfileikaríkur Þorvaldur skildi eft- ir sig mikinn fjölda merkra verka. Hversdagsleikhús í minningu Þorvaldar  Sýnt á tíu hversdagslegum stöðum The Retreat Bláa lónsins hlaut arkitektaverðlaun ársins, eða Architectural Design of the Year eins og verðlaunin heita á ensku, á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni Architecture Master Prize. Verð- launin voru afhent í Guggenheim- safninu í Bilbao á Spáni í síðustu viku, að því er fram kemur í til- kynningu. Verðlaunin þykja ein þau virt- ustu í heimi arkitektúrs og eru þau veitt einstökum verkum sem hafa verið byggð eða reist á síðustu fimm árum, eins og segir í tilkynn- ingunni og er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar vinna til þeirra. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að The Retreat nái að sameina heilsulind, jarðhitalón og 62 her- bergja hótel sem hinn einstaki jarð- sjór Bláa lónsins umlyki. „Það er mikill heiður fólginn í því að vinna þessi virtu og eftirsóttu verðlaun. Við hjá Bláa lóninu höf- um ávallt lagt afar mikla áherslu á hönnun í okkar uppbyggingu enda teljum við að hún skili sér vel í ein- stakri upplifun gesta okkar,“ er haft eftir Grími Sæmundsen, for- stjóra Bláa lónsins. The Retreat var hannað af Bas- alt arkitektum og var innanhúss- hönnun unnin í samstarfi við Design Group Italia sem sá einnig um upplifunarhönnunina. Lýsingar- hönnuðir eru Liska og verkfræð- ingar Eflu verkfræðistofu. The Retreat hlaut virt verðlaun Í Guggenheim Frá vinstri Sigríður Sigþórsdóttir, Hrólfur Karl Cela, Hartmann Kárason og Marcus Zotes frá Basalt arkitektum. Hanna Dóra Sturludóttir mezzó- sópran, Martial Nardeau flautuleik- ari og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson koma fram í tónleikaröð- inni Tíbrá í Salnum í Kópavogi í kvöld og flytja fjölbreytt efni með dans og söng, einfaldleika, drama- tík, alvarleika og glaðværð. Verða flutt verk eftir Edvard Grieg, Charles Ives, Igor Stravinsky, Gabriel Fauré og Maurice Ravel og frumflutt verkin „Sólheimar“ og „Hvorki nú né þá“ eftir Snorra Sigfús Birgisson. Mezzó, flauta og píanó Hanna Dóra Sturludóttir 157 lög bárust í Söngvakeppnina 2020, sem er 25 lögum fleiri en í fyrra, þegar send voru 132 lög. Umsóknarfrestur rann út 17. október og tekur nú við sjö manna valnefnd sem mun velja úr lög og hafa samband við þá höfunda sem boðið verður að taka þátt í Söngva- keppninni á næsta ári. Mun RÚV einn- ig leita til reyndra lagahöfunda sem munu semja nokkur keppnislaganna. Tíu lög keppa um að verða framlag Ís- lands í Eurovision 2020. Í ár var það „Hatrið mun sigra“ með Hatara. 157 lög send í keppnina Matthías í Hatara Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.