Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 1
20102019
FRAMÚRSKARAN
FYRIRTÆKI
DI
96 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM FYRIRTÆKIN
SEM SKARA FRAMÚR Á ÍSLANDI
F I M M T U D A G U R 2 4. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 250. tölublað 107. árgangur
Sjálfsvíg á Íslandi
» Síðastliðinn áratug hefur
fjöldi sjálfsvíga verið á bilinu
27-49, að meðaltali 39, á ári og
11,8 á hverja 100.000 íbúa,
samkvæmt upplýsingum á vef
embættis landlæknis.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hjálparsími Rauða krossins 1717
hefur fengið 745 sjálfsvígssímtöl
það sem af er ári en allt árið í fyrra
voru þau 552. Í ágúst síðastliðnum
bárust 98 sjálfsvígssímtöl og í sept-
ember 90. Til samanburðar voru
þau 66 í september í fyrra.
„Það er mjög mikið leitað til okk-
ar og greinilega mikil þörf. Ég á
ekki orð til að útskýra þetta,“ sagði
Kristín Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri Píeta-samtakanna, sem sinna
forvarnastarfi gegn sjálfsvígum. Í
september í fyrra voru veitt 59 við-
töl en nú í september voru viðtölin
230. Í gær voru viðtölin í október
komin vel yfir 200. Skjólstæðingar í
meðferð hjá Píeta voru í byrjun
sumars 56 en eru nú 104.
Fólkið sem hefur samband við
Hjálparsímann 1717 og Píeta er á
öllum aldri og af báðum kynjum.
Samtölum í Hjálparsímann hefur
fjölgað frá ungu fólki sem margt
glímir við kvíða og almennt hjálp-
arleysi, að sögn Brynhildar
Bolladóttur, upplýsingafulltrúa
RKÍ.
Mun fleiri kalla eftir hjálp
Fleiri hafa haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og Píeta-
samtökin nú en í fyrra Fleiri símtöl frá fólki sem glímir við sjálfsvígshugsanir
MSjálfsvígssímtölum… »10
Morgunblaðið/Hari
Stífla Unnið að gerð smávirkjunar.
Áhugi á smávirkjunum í vatnsafli
hefur aukist mjög á síðustu árum.
Orkufyrirtækin hafa notað þær til að
auka eigin framleiðslu og draga úr
kaupum á raforku frá Landsvirkjun.
Síðustu fimm árin hefur Orku-
stofnun veitt rannsóknarleyfi fyrir
22 nýjum smávirkjunum í vatnsafli.
Virkjun sem er með minna en 10
megawött í uppsettu afli er skil-
greind sem smávirkjun. Á sama tíma
hafa 10 verkefni fengið virkjanaleyfi.
Ef litið er lengra aftur í tímann, um
áratug, hafa verið veitt 32 rann-
sóknarleyfi í vatnsafli og 19 leyfi fyr-
ir smávirkjunum. Aukningin er mest
á síðustu árum. Mörg þeirra verk-
efna sem fengið hafa rannsóknarleyfi
síðustu árin eru enn í undirbúningi.
Kerfið erfitt viðureignar
Landeigendur telja að kerfið sé
ekki hliðhollt smávirkjunum. Undir-
búningur sé dýr og tímafrekur til að
sinna kröfum stofnana vegna skipu-
lags og umhverfismats. Það leiði oft
til þess að menn treysti sér ekki í
framkvæmdir. Þá séu ýmis skilyrði í
regluverki íþyngjandi og fjármögnun
dýr og geti verið erfið. » 11
22 fengið rannsóknarleyfi
Aukinn áhugi fyrir smávirkjunum í vatnsafli hér á landi
Þær Nanna Rut Ólafsdóttir, Natalía Kjerúlf Ósk-
arsdóttir og Ellen Steinþórsdóttir gengu heldur
betur fram á óvæntan hrylling í draugahúsinu
sem búið er að setja upp í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum. Nú er vetrarfrí í grunnskólum
borgarinnar og fjölbreytt dagskrá í garðinum.
Draugar og forynjur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
Morgunblaðið/Eggert
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja, segir
vísbendingar um að hátt hlutfall fé-
lagsmanna sem missti vinnuna í
haust hafi fengið tilboð um starf.
Arion banki sagði upp 100 starfs-
mönnum í lok september. Þá sagði
Íslandsbanki upp 20 starfsmönnum
og Valitor 12 starfsmönnum.
Alls misstu því um 130 vinnuna.
„Sem betur fer virðist okkar fólki
ganga mjög vel að fá vinnu. Við
bjóðum ókeypis aðstoð við atvinnu-
leit í gegnum Hagvang, á kostnað
stéttarfélagsins, en það hafa aðeins
um 30 leitað til Hagvangs af
þessum hópi,“ segir Friðbert.
Hann segir bankafólk eftirsótta
starfskrafta. Það sé vant því að
vinna undir álagi og aga. »4
Margir hafa fengið
boð um annað starf
Fjórir einstaklingar, sem störfuðu á
skrifstofu Eflingar stéttarfélags en
eru í veikindaleyfi eða voru reknir á
brott frá félaginu, senda sameigin-
lega áskorun til þings Starfsgreina-
sambands Íslands um að það taki
fyrir framkomu núverandi stjórn-
enda Eflingar í garð starfsmann-
anna. ,,Takið á málum starfsmanna
Eflingar,“ segir í áskorun þeirra til
þingsins, sem sett verður í Reykja-
vík í dag.
Segjast þeir hafa verið hraktir
með eineltistilburðum og ólíðandi
framkomu í veikindaleyfi eða bolað
úr starfi sínu. ,,Við eigum það sam-
eiginlegt að hafa verið dyggir starfs-
menn Eflingar-stéttarfélags og eldri
félaga og verið í ýmsum ábyrgðar-
störfum fyrir verkalýðshreyfinguna
árum og áratugum saman,“ segir í
áskoruninni. ,,Stéttarfélag sem með
ofbeldi hrekur starfsmenn sína úr
vinnu, neitar að ræða við þá nema
með milligöngu lögmanna sinna,
neitar að ræða grundvallarréttindi
þeirra, hefur af þeim hluta lífskjara
og lífeyriskjara þegar starfslok nálg-
ast, getur ekki verið á réttri leið,“
segir þar enn fremur. »2
„Takið á málum
starfsmanna Eflingar“
Bílgreinasmabandið (BGS) og Fé-
lags íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) gagnrýna áform atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins
að fella niður skilyrði um leyfisveit-
ingar fyrir sölu notaðra ökutækja,
þ.m.t. kröfu um námskeið og próf
fyrir bílasala í sameiginlegri um-
sögn. Tillagan er hluti af aðgerða-
áætlun ráðuneytisins um einföldun
regluverks í stjórnsýslunni en FÍB
og BGS telja þetta afar misráðið.
Verði þessir skilmálar afnumdir sé
ekkert sem komi í veg fyrir að
svikahrappar hasli sér völl á þess-
um markaði og fari sínu fram, líkt
og raunin hafi verið í nágranna-
löndunum. Velta í sölu notaðra öku-
tækja hér á landi ár hvert er á
bilinu 60-80 milljarðar. »14
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innflutningur Í Sundahöfn í Reykjavík er
oft hægt að sjá mikinn fjölda nýrra bíla.
Segja misráðið að
fella niður leyfin