Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ER08 hægindastóll Leður – verð 285.000,- Til þess er málið varðar. Mig langar til að út- skýra stöðu mála á Spáni, lesendum ykkar til upplýsingar. Á mánudaginn í síðustu viku sakfelldi Hæsti- réttur Spánar níu stjórnmálaleiðtoga fyr- ir uppreisnaráróður, sem er afar alvarlegt afbrot samkvæmt spænskum hegn- ingarlögum og á við um skipulagn- ingu almennra óeirða til að koma í veg fyrir, með valdi eða utan laga, að lögum sé framfylgt. Auk þess var hinum sakfelldu meinað að gegna op- inberu embætti. Fjórir hinna sak- felldu voru einnig dæmdir fyrir stór- fellda misnotkun á opinberu fé í því skyni að fjármagna uppreisnar- áróður. Þrír aðrir stjórnmálaleiðtogar hafa verið sakfelldir fyrir að óhlýðnast Stjórnarskrárdómstól Spánar, gert að greiða sekt og meinað að gegna opinberu embætti. Sakborningarnir geta áfrýjað málinu til Stjórn- arskrárdómstóls Spánar og Mann- réttindadómstóls Evrópu í Strass- borg. Stjórnmálaflokkar aðskilnaðar- sinna eru löglegir á Spáni og allir stjórnmálamenn hafa fullt frelsi til að tjá skoðanir sínar. Öll hinna sakfelldu voru dæmd fyrir verk sín, sem voru brot á lög- um, en ekki fyrir hug- myndir sínar. Öll nutu þau almennra lögbund- inna réttinda og hlutu sanngjarna máls- meðferð í lýðræðisríki, þ.e. Spáni, þar sem mannréttindi njóta full- komlega sambæri- legrar verndar og á Ís- landi hvað varðar rétt til óvilhallra dómstóla, sjálfstætt dómskerfi, rétt til að tjá sig ekki og forðast sjálfsásökun um refsivert athæfi, rétt til varnar og rétt til óhlutdrægra réttarhalda, en alls þessa var gætt í þessu tilfelli. Sýnt var beint frá rétt- arhöldunum í sjónvarpi og á þriðja hundrað blaðamanna var heimilað að fylgjast með málsmeðferðinni. Nær allar evrópskar stjórnar- skrár, svo sem stjórnarskrá Þýska- lands, Frakklands, Noregs, Ítalíu og Portúgal, fela í sér ákvæði um frið- helgi eigin yfirráðasvæðis. Stjórn- arskrá Spánar tryggir einingu lands- ins, rétt eins og stjórnarskrár annarra vestrænna þjóða. Þar að auki má nefna að samkvæmt skil- greiningu Sameinuðu þjóðanna tak- markast sjálfsákvörðunarréttur við tilfelli þar sem um landtöku, hernám eða alvarleg mannréttindabrot er að ræða. Ekkert af þessu á við um Kata- lóníu. Katalónía, líkt og önnur sjálf- stjórnarsvæði Spánar, nýtur meiri sjálfstjórnar en þekkist víðast hvar annars staðar í heiminum. Enn frem- ur verndar stjórnarskráin sér- staklega menningararfleifð og tungu- mál heimamanna, sem er að jafnaði kennt í skólum og háskólum. Þar sem það á við er spænska opinbert tungu- mál ásamt tungumálinu sem talað er á hverjum stað. Eins og Hæstiréttur hefur bent á er ekkert lýðræði utan réttarríkisins. Lýðræði felur ekki eingöngu í sér kosningarétt heldur einnig að virt séu þau stjórnmálalegu réttindi sem allir þegnar njóta samkvæmt stjórn- skipuninni. Með því er átt við þrí- skiptingu ríkisvaldsins, að ákvörð- unum dómstóla sé framfylgt og almenna sátt um að samfélags- uppbygging sé aðeins möguleg ef all- ir þegnar viðurkenna að lagaramm- inn sé settur til að gæta fullveldisréttar þjóðarinnar. Í yfirlýsingu sinni á mánudag sagði forsætisráðherra Spánar að nú væri það ekki lengur landamærahelgi Spánar sem væri í húfi, heldur sam- búðin við Katalóníu. Ríkisstjórn Spánar myndi ávallt leggja sitt af mörkum til að ná sáttum við kata- lónskt samfélag, sem sjálfstæðis- hreyfingin hefur sundrað, og ríkis- stjórn og þing Katalóníu þyrfti nú að tala máli og stjórna fyrir hönd allra Katalóníubúa, ekki minnihluta að- skilnaðarsinna. Ríkisstjórn Spánar hefur alla tíð verið opin fyrir pólitísk- um skoðanaskiptum við hreyfingu aðskilnaðarsinna með því eina skil- yrði að farið sé að stjórnarskránni og lögum. Skilyrði að farið sé að stjórnarskrá og lögum Eftir Mariu Isabel Vicandi » Í yfirlýsingu sinni á mánudag sagði for- sætisráðherra Spánar að nú væri ekki lengur landamærahelgi Spánar í húfi, heldur sambúðin við Katalóníu. Maria Isabel Vicandi Höfundur er sendiherra Spánar á Íslandi. Það kom að því að meirihlutinn í Reykja- vík fékk hugmynd um það hvernig ætti að spara peninga og sýna ráðdeild í rekstri. Það á að loka skóla! Loka heilum grunnskóla þannig að hverfi þar sem búa yfir 1.100 manns verða án þeirr- ar lögbundnu grunn- þjónustu sem sveitar- félaginu ber skylda til þess að veita. Það er skiljanlega ekki sátt með þessa ákvörðun meðal íbúa í Graf- arvogi. Síðustu sameiningar voru árið 2012. Þá sparaðist ekki króna, þær voru illa skipulagðar. Sér- staklega var varað við því ef það myndi aftur þurfa að fara í að sam- eina skóla að gera það þá aldrei í flýti. Fyrstu hugmyndir um að loka og sameina skóla komu fram í mars á þessu ári. Þetta ferli hefur því ekki verið langt, nákvæmlega eins og árið 2012. Milljarður í skatta og gjöld Auðvitað vilja íbúarnir hafa skól- ann áfram í hverfinu, enda er Staðahverfið flott hverfi þar sem býr fólk sem skilar sínu í formi skatta og gjalda til Reykjavík- urborgar. Það má leiða að því líkum að íbúar í Staðahverfinu greiði um einn milljarð í skatta og gjöld árið 2019 til Reykjavíkurborgar miðað við útsvar, fast- eignamat, lóðamat og önnur gjöld. Það er því ekki að furða að íbú- arnir séu reiðir, svekktir og sárir. Þeir eru vissulega að leggja sitt af mörkum til borgarsjóðs. Þeir búa líka í hverfi þar sem er í gildi deiliskipulag, sem er ígildi lagasetn- ingar. Skólinn er bundinn í deiliskipulag og því verið að brjóta á íbúum í hverfinu með því að loka skólanum. Reykjavík- urborg gæti því hugsanlega verið að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart íbúum í hverfinu. Lokað í fimm ár til þess að greiða fyrir þrjár framkvæmdir Afrek um ráðdeild í rekstri þessa meirihluta eru til dæmis endurgerð Hlemms og Bragginn sem kostuðu okkur skattgreiðendur 700 millj- ónir. Það gera 3,5 ár í lokun fyrir skólann í Staðahverfi. 3,5 ár til þess að ná upp í kostnað við þessi tvö verkefni. Ef við bætum síðan við torginu sem er verið að gera fyrir utan heimili borgarstjóra og kostar 300 milljónir þarf skólinn að vera lokaður í fimm ár til þess að borga fyrir þessar þrjár fram- kvæmdir. Þetta er sorgleg forgangsröðun á nýtingu peninga okkar skattgreið- enda á tímum sögulegs tekju- góðæris í Reykjavík. Sögulegt tekjugóð- æri og grunnskóla í Grafarvogi lokað Eftir Valgerði Sigurðardóttur Valgerður Sigurðardóttir » Fyrstu hugmyndir um að loka og sam- eina skóla komu fram í mars á þessu ári. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Ef það yrði ákveðið að leggja Sundabraut- ina undir Elliðavoginn með jarðgöngum, og yfir Geldinganes með brúm og uppfyll- ingum, þá yrði sá veg- ur lagður - samkvæmt teikningum að dæma - fram hjá Mosfellsbæ án beinnar tengingar við þá byggð, en það tel ég mjög óheppilegt. Þá er ljóst að með þessu leiðarvali verður Sundabrautin gríðarlega dýr í framkvæmd. Vil ég því hér með benda á aðra leið sem yrði miklum mun ódýrari, og að mínu mati jafnframt mun betri. Sá vegur verði greiðbraut, með tveimur akreinum ásamt vegaröxl hægra meg- in í hvora átt og öll þverumferð um vegbrýr. Byrjað verði á þessari nýju leið frá Vesturlandsvegi og lagður tvískiptur vegur með tveimur akreinum eftir Höfðabakka, Gullinbrú og Strandvegi norður að ströndinni. Vegurinn liggi svo áfram meðfram ströndinni upp að og vestan megin fram hjá Mosfellsbæ. Þar haldi vegurinn svo áfram þvert yfir Leirvog, Álfsnes og Kollafjörð og upp á Kjalarnes og svo alla leið upp í Hvalfjörð, með tveimur akreinum í hvora átt. Á allri þess- ari leið verði öll þver- umferð um vegbrýr (mislæg gatnamót); engin gatnamót eða hringtorg og engin gjaldskylda eða veg- gjöld. Að sjálfsögðu þarf ekki að leggja þennan veg í einum áfanga. Það má leggja hann í áföng- um. Ný leið, ódýrari og betri, út frá Reykjavík, í stað Sundabrautar Eftir Tryggva Helgason Tryggvi Helgason » Tvískiptur vegur, tvær akreinar í hvora átt, frá Höfða- bakka upp á Kjalarnes. Öll þverumferð um mis- læg gatnamót. Engin hringtorg, engin gjald- skylda. Höfundur er fyrrum flugmaður. tryggvi.helgason@hotmail.com Allt um sjávarútveg Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.