Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019
✝ Þórður EydalMagnússon
fæddist 11. júlí
1931 í Vestmanna-
eyjum. Hann lést
19. október 2019.
Foreldrar hans
voru Magnús Ingi-
bergur Þórðarson,
f. 5. mars 1895, d.
2. janúar 1983, og
Sigríður Sigmunds-
dóttir, f. 18. mars
1897, d. 18. maí 1982. Bræður
Þórðar Eydals voru Sigmundur
Grétar Magnússon, f. 22. des-
ember 1927, d. 26. mars 2017,
og hálfbróðir Þórarinn Magn-
ússon, f. 17. febrúar 1921, d. 18.
janúar 1999.
Eftirlifandi eiginkona Þórðar
er Kristín Sigríður Guðbergs-
dóttir, f. 18. júní 1932 í Dýra-
firði. Börn þeirra: 1) Magnús
Þórðarson, f. 5. apríl 1956.
Maki: Kristín Kristjánsdóttir, f.
23. desember 1959. Börn þeirra
eru; a) Fríða Kristín, maki
1973. Börn þeirra eru; a) Eyja
Eydal, eiginmaður hennar er
Egill Erlingsson. b) Rakel, eig-
inmaður hennar er Rasmus
Dalsgaard Sörensen, dóttir
þeirra er Freya Eydal. c) Tinna
Eydal. d) Kári Eydal.
Þórður Eydal lauk stúdents-
prófi 1951 og tannlæknaprófi
frá Háskóla Íslands 1956, hann
stundaði framhaldsnám í tann-
réttingum við Tannlæknaskól-
ann í Kaupmannahöfn 1956-58
og hjá dr. Phil. Kaare Reitan í
Ósló 1958-59. Þórður Eydal
fékk sérfræðingsviðurkenningu
árið 1965, fyrstur íslenskra
tannlækna. Þórður Eydal varð
dr. odont. frá Háskóla Íslands
1979 fyrir fyrsta doktorsverk-
efnið sem bæði var unnið og
varið við tannlæknadeild Há-
skóla Íslands. Hann skrifaði
fjölda vísindagreina, endur-
nýjaði þekkingu sína stöðugt og
sótti námskeið og ráðstefnur ut-
anlands og innan. Að loknu
námi hóf Þórður Eydal kennslu
við Háskóla Íslands og var pró-
fessor í tannréttingum og rak
sína eigin stofu alla sína starfs-
ævi til ársins 1998.
Útförin fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 24. október
2019, klukkan 15.
hennar er Sig-
mundur Ingvar
Svansson. Börn
þeirra eru; Svandís
Mjöll, maki hennar
er Hrafnkell Daði,
börn þeirra eru;
Írena Sól og Balt-
asar Leó. Linda
Hrönn, maki henn-
ar er Orri Sveinn
og Ingvar. b) Guð-
rún Lilja, barns-
móðir Guðrúnar er Jódís Skúla-
dóttir. Börn þeirra eru Alex
Skúli, Magnús Bjartur, Eldey
Arna og Ásgrímur Ari. c) Þórð-
ur Eydal, eiginkona hans er
Magnea Íris Jónsdóttir. Dætur
þeirra eru, Sara Karin og Elsa
Dís. d) Kristinn Örn. e) Aron
Máni. f) María Rós. 2) Ari Þórð-
arson, f. 26. maí 1961, d. 23.
nóvember 2007. Dætur hans
eru; a) Aníta Líf. b) Rut. 3)
Björn Eydal Þórðarson, f. 16.
ágúst 1966. Eiginkona hans er
Dögg Káradóttir, f. 18. maí
Nú kveðjum við ástkæran afa
okkar, með söknuð í hjarta. Hann
var einstakur maður á allan hátt
og aðra eins fyrirmynd er varla
hægt að finna. Hann mótaði okk-
ur á sinn eigin hátt og hvatti okk-
ur áfram til þess að verða betri
manneskjur að öllu leyti.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann og þakklæti,
sem oftar en ekki tengjast sum-
arsólar staðnum okkar í Neðra-
dal og í Fáfnisnesinu hjá ömmu
og afa. Við systur vorum svo
heppnar að vera elstar og fá að
njóta samveru með ykkur ömmu
lengi.
Alltaf var hægt að dobla afa
þegar okkur systurnar langaði í
eitthvað eða að gera eitthvað með
honum og ömmu. Þau amma
auðguðu líf okkar á svo margan
hátt, sem varla er hægt að setja í
orð, en þar á meðal voru listasöfn,
sögur, alls kyns fróðleikur og
leikhúsferðir svo fátt eitt sé
nefnt.
Afi var merkur maður á svo
margan hátt, hann var fyrstur Ís-
lendinga til þess að fá sérleyfi í
tannlækningum og var frum-
kvöðull á sínu sviði, hann birti
síðustu vísindagrein sína í sam-
starfi við deCode fyrir einu og
hálfu ári, elstur allra manna.
Hann greindist með illvígan sjúk-
dóm fyrir um ári og glímdi við
hann með reisn allt fram til
dauðadags. Hann var frímúrari
og vildi alltaf allt gott fyrir alla
gera alla tíð. Hann var mikill
smekkmaður og snyrtimenni
með eindæmum.
Elsku afi okkar, hvíldu í friði,
við vitum að það var tekið vel á
móti þér.
Guðrún Lilja Magnúsdóttir og
Fríða Kristín Magnúsdóttir.
Kveðja frá
Tannlæknafélagi Íslands.
Það má með sanni segja að
einn af brautryðjendum tann-
læknisfræðinnar hér á landi sé
fallinn frá. Dr. odont, prófessor
emeritus, Þórður Eydal Magnús-
son lést á Vífilsstöðum 19. októ-
ber síðastliðinn, 88 ára að aldri.
Eftir stúdentspróf í MR lá leið
Þórðar í Tannlæknadeild Há-
skóla Íslands. Eftir útskrift það-
an 1956 hóf hann framhaldsnám í
tannréttingu við Tannlæknaskól-
ann í Kaupmannahöfn 1956-1958
og síðar í Ósló 1958-1959. Sér-
fræðiviðurkenningu fékk Þórður
fyrstu íslenskara tannlækna
1965. Hann starfaði við sérgrein
sína allt fram til 1997. Þórður hóf
kennslu sem stundakennari í
tannréttingum við læknadeild
Háskóla Íslands, en tannlækna-
námið var til að byrja á vegum
læknadeildar. Hann var skipaður
prófessor í tannréttingum 1. jan.
1971.
Þórður Eydal var fræðimaður
af líf og sál. Dr. odont varð hann
við tannlæknadeild 1979 fyrir rit-
gerð sína, Maturation and Mal-
occlusion in Iceland og jafnframt
fyrsti doktorinn við deildina. Eft-
ir Þórð liggur mikið safn fræði-
greina sem birtar voru innan-
lands og í vísindaritum erlendis. Í
starfi sínu lagði Þórður mikla
áherslu á langtímarannsóknir.
Viðfangsefni hans var fyrst og
fremst vöxtur og þroski andlits
og tanna, langtímabreytingar og
áhrif erfða.
Eftir formleg starfslok hélt
Þórður tengslum við tannlækna-
deild og var meðal annars leið-
beinandi tveggja doktorsnema
sem byggðu rannsóknir sínar á
gagnasafni hans. Þórður var mik-
ill ákafamaður í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur, hvort heldur
var við fræðistörf sín, skógrækt
eða önnur áhugamál.
Þórður Eydal var þrívegis
deildarforseti tannlæknadeildar
Háskóla Íslands, árin 1974-76,
1980-82 og 1992-94. Hann gegndi
ýmsum félags- og trúnaðarstörf-
um fyrir Tannlæknafélag Ís-
lands, var tvívegis forseti Nor-
disk Orthodontisk Selskab. Hann
var fyrsti formaður Tannrétt-
ingafélags Íslands og síðar heið-
ursfélagi þess. Þórður var í vara-
stjórn NIOM (Nordisk Institut
for Odontologisk Materialprøvn-
ing).
Á þessum tímamótum kveðj-
um við kollega Þórð Eydal Magn-
ússon með virðingu og þökk og
vottum aðstandendum hluttekn-
ingu.
F.h. Tannlæknafélags Íslands,
Svend Richter.
Mæður okkar voru systkina-
börn, í báðar ættir. Þær áttu því
sömu afa og ömmur. Haustið
1960 sáumst við Þórður fyrst; ég
tólf og hann 29 ára, sérfræðingur.
Við mamma mættum á stofuna
hjá honum, til að ég fengi hjálp,
vegna skakkra tanna.
Þrátt fyrir að ég væri í tann-
lækningastól leið mér strax vel.
Ég fann að ég var í öruggum
höndum.
Nærveran var góð, full örygg-
is, léttleika og glæsimennsku.
Þannig var það næstu þrjú árin.
Ég fór margar ferðir til Þórðar
og tilhlökkun var ofar í huga en
kvíði. Hann lagfærði ekki einung-
is tennur skjólstæðingsins, held-
ur gældi einnig við sálartetrið
með hlýrri kankvísi og notalegum
þögnum.
Nærtækt var honum að spyrja
frændann unga úr sveit forfeðr-
anna; Mýrdalnum, um búskap og
rekafjörur. Samræðunum hélt
hann uppi, þótt hendur hans
hindruðu andsvör með köflum. –
Slíkar samræður eru ein af
kúnstum góðra tannlækna.
Eftir að Þórður og Kristín
keyptu Neðra-Dal í Mýrdal var
stutt að fara til að heimsækja þau
þar og þá fyrst kynntist ég Krist-
ínu. Víst voru þau góðu skipti of
strjál en þeim fjölgaði með árun-
um.
Á seinni árum heimsótti ég
þau, tvisvar, þrisvar, á ári í
Reykjavík. Það voru góðar
stundir, eins og vera ber. Við
stóðum báðir í þeirri trú, að
margt líkt væri með skyldum og
að vel færi á að tala tæpitungu-
laust um það sem á góma bæri.
Öll var sú samvera til að treysta
ættarböndin.
Alkunnur er lærdómur Þórðar
og rannsóknir hans um góm-
heilsu og lækningar á langri
starfsævi.
Í krafti sinna vísinda vann
hann kærleiksverk og gerði
mörgu ungmenni kleift að horfa
upplitsdjarft framan í heiminn.
Fyrir þá dáð á hann inni guðs-
þakkir bestar.
Kristínu og frændum mínum
Birni, Magnúsi og venslafólki
þeirra öllu, flyt ég hér mína
kveðju.
Tómas Ísleifsson.
Það hefði ekki komið mér á
óvart að Þórður Eydal yrði eilífur
í þessari jarðvist. Því kom and-
látsfrétt hans mér í opna skjöldu,
þrátt fyrir að níræðisafmælið
væri á næsta leiti. Atorkusamur
og enn á kafi í því sem alla tíð átti
hug hans, faginu og rannsóknun-
um. Þórður var ekki óumdeildur
maður. Hann tjáði skoðun sína
yfirleitt umbúðalaust og ekki
endilega með diplómatískum
hætti.
Átti jafnvel til að móðga menn,
en honum var sama um það á
meðan málefnið naut sannleik-
ans. Það kom oft síðar í ljós –
jafnvel löngu síðar – að Þórður
hafði rétt fyrir sér í afar mörgum
málum og þá þarf stundum að
muna að málefnið á að vera
mönnunum mikilvægara. Hann
var frumkvöðull og lagði hart að
sér.
Regluverk og rammi þurfti að
vera til staðar og skilyrðum full-
nægt – hann var fyrstur Íslend-
inga til að fá sérfræðingsleyfi
innan tannlæknisfræðinnar sem
var jafnframt það fyrsta, sem
veitt var af heilbrigðisyfirvöldum
á Norðurlöndum. Næstu tvö sér-
fræðileyfin á Íslandi voru veitt 15
árum síðar, sem lýsir framsýni
Þórðar á þessum tíma.
Hann var og fyrstur til að
verja doktorstitil í tannlækning-
um á Íslandi.
Rannsóknargrunnur Þórðar
Eydal er traustur og uppspretta
margra vísindagreina sem Þórð-
ur, ásamt samferðamönnum hans
í vísindaheiminum, skilur eftir
sig.
Mesta gæfa Þórðar í lífinu var
án efa eiginkona hans, Kristín
Sigríður Guðbergsdóttir sem lifir
mann sinn. Þau eignuðust þrjá
syni, tveir þeirra lifa föður sinn.
Kristín gerði Þórði kleift að
verða sá mikli vísindamaður sem
hann var, með endalausum
stuðningi.
Vísindasamfélagið á henni
ekki síður gjöf að gjalda en Þórði.
Þegar komið er að leiðarlokum
minnumst við Þórðar Eydal með
þakklæti og hlýju og lofum að
halda áfram á þeirri braut sem
hann markaði.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég Kristínu, sonum hennar
og öðrum afkomendum.
Kristín Heimisdóttir.
Þórður Eydal
Magnússon
✝ Erna RuthKonráðsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. mars 1941. Hún
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reyk-
hólum 15. október
2019. Foreldrar
Ruthar voru Kon-
ráð Jón Kristins-
son, f. 18. apríl
1907, d. 1. des-
ember 1966, og Guðrún Margrét
Sæmundsdóttir, f. 10. júní 1916,
d. 6. október 2006. Systur Rut-
har eru Sigurlína, f. 1937, búsett
í Kópavogi, og Edda, f. 1939, d.
2018.
Erna Ruth ólst upp í Reykja-
vík, gekk í Verzlunarskólann og
bjó og starfaði um tíma í Svíþjóð
og Danmörku. Tvítug giftist
hún Sigurgeiri E. Ágústssyni, f.
1937, d. 1991. Börn þeirra eru:
1) Rakel, f. 1961, hún á tvær
dætur og eitt barnabarn. 2) Þór-
ir, f. 1963, hann á þrjú börn og
eitt barnabarn. 3) Sturla, f.
1964, og 4) Konráð, f. 1974.
Ruth og Geiri hófu búskap á
Reykhólum í Reyk-
hólasveit árið 1962.
Tveimur árum síð-
ar fluttu þau að
Saltvík á Kjalar-
nesi. Vorið 1965
fluttu þau í Eyja-
fjörðinn og bjuggu
í eitt ár í Kaupangi
í Eyjafjarðarsveit,
síðar á Leifsstöð-
um, í sömu sveit,
frá 1966-1971 og
Flögu í Hörgárdal frá 1971 1977
en þá flutti fjölskyldan í Þórunn-
arstræti 83 á Akureyri. Ruth og
Geiri skildu árið 1983.
Ruth flutti að Laugarvatni
ásamt yngsta syni sínum árið
1987 þar sem þau voru í eitt ár
áður en þau fluttu til Reykjavík-
ur. Ruth bjó í Reykási 37 fram
til ársins 2013. Þá var hún á
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði í tvö ár en
dvaldi síðustu fjögur æviárin á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum.
Útför Ernu Ruthar fer fram
frá Fossvogskapellu í dag, 24.
október 2019, klukkan 11.
Þegar ég frétti af andláti móð-
ursystur minnar brutust fram
margar minningar um hana.
Lengst af í minni æsku bjó hún
fyrir norðan, fyrst í sveit og svo á
Akureyri. Samgangurinn var þar
af leiðandi ekki mikill en þeim
mun eftirminnilegri. Þegar ég
var rétt um níu ára fór ég ásamt
systkinum mínum í pössun til
hennar, sem var mjög spennandi,
og varð okkur Ruth tíðrætt um
þessa heimsókn seinna á lífsleið-
inni. Seinni hluta ævinnar glímdi
Ruth við erfið veikindi, og við
hittumst allt of sjaldan. Ég og
mamma fórum til hennar fyrir
nokkrum árum, meðan mamma
hafði enn heilsu til, og var það
okkar síðasta kveðja. Ruth hefur
alltaf átt sérstakan stað í hjarta
mínu og þótt við hittumst ekki oft
þótti mér afar vænt um hana.
Konráð Hall.
Erna Ruth
Konráðsdóttir
✝ Snorri Þor-steinn Pálsson
fæddist í Dagverð-
artungu í Hörgár-
dal 20. nóvember
1959. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 13. október
2019 eftir skamm-
vinna baráttu við
krabbamein.
Foreldrar
Snorra voru Páll
Valberg Ólafsson, f. 16.5. 1916,
d. 14.2. 2000, og Hulda Snorra-
dóttir, f. 31.1. 1920, d. 27.9.
2010.
Systkini Snorra eru Gylfi, f.
1949, kvæntur Rósu Maríu
Björnsdóttur, Ragna, f. 1951,
gift Ævari Ragnarssyni, Gísli
Arnór, f. 1952, kvæntur Stef-
aníu Þorsteinsdóttur og Snjó-
laug, f. 1954, gift Þorsteini Sig-
urðssyni.
Árið 2017 kvæntist Snorri
Nittaya Nonghee frá Taílandi
og bjuggu þau á
Fjólugötu 13 á Ak-
ureyri.
Snorri ólst upp í
Dagverðartungu,
lauk gagnfræða-
prófi í Gagnfræða-
skóla Akureyrar og
búfræðiprófi frá
Búnaðarskólanum
á Hólum í Hjalta-
dal.
Snorri bjó með
foreldrum sínum í Dagverð-
artungu til ársins 1994 er hann
flutti til Akureyrar.
Snorri stundaði nokkra vinnu
á Akureyri en drýgst voru störf-
in til sveita eftir því sem heilsan
leyfði.
Síðustu árin starfaði hann á
veitingastaðnum Krua Siam.
Snorri var virkur félagi í
Kiwanisklúbbnum Kaldbaki.
Útför Snorra fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 24. október
2019, klukkan 13.30.
Kær vinur burtkallaður,
söknuður, eftirsjá og hugurinn
reikar. Ég kynntist Snorra
fljótlega eftir að við Kam stofn-
uðum og fórum að reka veit-
ingastaðinn Krua Siam á Ak-
ureyri. Ég tók strax eftir því að
hann kunni vel að meta taí-
lenskan mat og vildi hafa hann
sterkan og svo vildi hann fá
malt með matnum þegar hann
kæmi á borðið. Fyrstu árin
kom hann nokkuð reglulega og
var ætíð aufúsugestur hjá okk-
ur, hann vildi alls ekki að
kveikt væri á kerti á sínu borði
og var ég stundum óvart kom-
inn með kveikjarann að borðinu
þegar ég sá svipinn á honum og
hætti snarlega við. Ef rólegt
var á kvöldin átti hann til að
biðja um tvöfaldan viskí og tvo
klaka. Hvorki fyrr né síðar hef
ég hitt mann sem kunni eins
margar vísur og hann, það var
alveg ótrúlegt að kynnast þeirri
hlið hans og þegar hann fór var
hann búinn að skrifa niður fyrir
mig fullt af vísum og hver orti
og af hvaða tilefni.
Seinna æxlaðist það svo
þannig að Snorri fór að vinna
hjá okkur eitthvað smá fyrst og
síðan eins og hann gat, hann
var búinn að missa heilsuna
vegna bakmeiðsla og stundum
átti hann erfitt vegna þess.
Hann var mjög samvisku-
samur um allt sem hann tók sér
fyrir hendur og var algjörlega
hægt að treysta honum fyrir
öllu sem átti að inna af hendi.
Hann gat mætt flesta daga
nema fimmtudaga þegar var
Kiwanis-fundur, hann var þar í
stjórninni. Mér er minnistætt
að hann kom með blað til mín
og spurði hvort ég vildi styrkja
Kiwanis-söfnun og reiknaði
með að mitt litla fyrirtæki yrði
með lægstu upphæðina en er
ég merkti við þá næsthæstu sá
ég votta fyrir tári í augum
hans, þannig var hann.
Snorri var fæddur og uppal-
inn í Dagverðartungu í Hörg-
árdal og var mjög stoltur af
uppruna sínum. Var fróðlegt að
fara í bíltúr með honum um
sveitirnar í kringum Akureyri,
þar var hann á heimaslóðum
sínum og margar vísur fleygar
sem hann kunni og fór með fyr-
ir okkur þá.
Fyrir þremur árum fór hann
með okkur Kam til Taílands.
Var það dásamleg ferð og var
hann í essinu sínu þar. Við
komum ansi mikið ríkari heim
eftir þá ferð og þar kynntist
Snorri ástinni sinni henni
Nitthayu (Nutsölu) sem nú
syrgir mann sinn.
Snorri greindist nú í vetur
sem leið með krabbamein sem
nú hefur sigrað vin okkar sem
ætlaði að halda upp á 60 ára af-
mælið með annarri Taílands-
ferð nú í haust. Kæri vinur, nú
ert þú lagður upp í einhverja
allt aðra ferð en þú verður með
okkur í anda næst þegar við
förum þangað. Við Kam vottum
Nutsölu og systkinum hans og
ættingjum samúð okkar og
megi guð blessa ykkur og
minningu Snorra Þorsteins
Pálssonar.
Haraldur Haraldsson
(Halli) og Kam.
Snorri Þorsteinn
Pálsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓNAS ÁSMUNDSSON
fv. aðalbókari Háskóla Íslands,
lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu
Grund aðfaranótt 19. október.
Jarðsungið verður frá Digraneskirkju fimmtudaginn
31. október klukkan 13.
Guðrún Jóna Jónasdóttir Ingi Halldór Árnason
Ásmundur Jónasson Guðrún Vignisdóttir
Gylfi Jónasson Ásdís Kristmundsdóttir
Helgi Þór Jónasson Kristín Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn