Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 50 ára Árni ólst upp í Efri-Ási í Hjaltadal og býr þar. Hann er smið- ur að mennt frá Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki og er kúa- bóndi í Efri-Ási. Hann er Hegranesgoði og starfar sem slíkur fyrir Ásatrúarfélagið á Íslandi. Maki: Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir, f. 1972, bóndi. Börn: Bylgja Ösp Pedersen, f. 1992, og Hjördís Helga Árnadóttir, f. 1994. Barna- börnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Sverrir Magnússon, f. 1942, og Ásdís Sigrún Pétursdóttir, f. 1943, fyrrverandi bændur í Efri-Ási, búsett á Sauðárkróki. Árni Sverrisson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Enginn skyldi taka annan sem sjálfsagðan hlut. Vertu eins og svampur sem er til í að soga allt skemmtilegt, gáfulegt og listrænt í sig. 20. apríl - 20. maí  Naut Fjölskyldumeðlimur þarf á hjálp þinni að halda. Reyndu að fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur reynt að hunsa inn- antómt mal annarra, en sannleikurinn er sá að þú hefur þolinmæði í að hlusta á það. Þú færð mörg prik fyrir jákvæðn- ina sem skín af þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér virðast engin takmörk sett í hugmyndaflugi. Taktu á þig ábyrgðina á uppeldinu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert stríðsmaður og mátt því búast við að fá í þig nokkrar örvar svona af og til. Rómantíkin gerir þig ónæma/n fyrir kulda og hungri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta gæti orðið eitthvað skrýt- inn dagur í vinnunni því fólk er langt frá því að vera samvinnuþýtt. Farðu vel með og sýndu ráðdeild. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leitaðu leiða til að auka tekjur þín- ar og finndu kjark til að gera hugmyndir þínar að veruleika. Ekki samt gleypa sólina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu yfir það hvernig þú verð peningunum þínum. Leyfðu öðrum að deila ánægjunni með þér þegar þú færð góðar fréttir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú nýtur þess að vera með vinum þínum í dag. Leggðu þig fram um að líta vel út þannig að þér líði betur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Glíma við börn er líkleg í dag. Góðir hlutir gerast hægt. Þú hefur enn taugar til gamals ástvinar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að láta fara lítið fyrir þér og bíta á jaxlinn þótt eitthvað angri þig. Dæmdu þig mildilega. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert í veisluskapi og skalt nú láta verða af því að halda veislu aldar- innar. Láttu vita hvað þig langar í. Ásta- málin ganga vel. rafkerfum véla. Það er rólegt að gera hjá mér því ég er aðallega að vinna með vinnuvélar og báta, en það er nær allur kvóti farinn héðan frá Akranesi.“ blaðamaður ræddi við hann. Hann var lengi með tvo starfsmenn en hef- ur verið einn í nokkurn tíma. „Að- alverksvið mitt er þjónusta við vökva- kerfi bíla og véla, ásamt viðgerðum á G uðlaugur Ketilsson fædd- ist 24. október 1934 á Jaðri í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann var sendur í sveit sjö ára í Bakkasel í Langadal, N-Ís., var þar í eitt og hálft ár, og næstu fimm sumur á Neðri-Bakka í Langadal. Guðlaugur gekk í Barnaskóla Bol- ungarvíkur og síðar í Unglingaskóla Bolungarvíkur í tvo vetur. Hann tók vélstjórapróf (svokallað pungapróf) á Ísafirði 18 ára, flutti til Akraness tví- tugur og lauk vélvirkjanámi frá Vél- smiðju Þorgeirs og Ellerts 1958. Hann fór þá í Vélskólann í Reykjavík og lauk vélstjóranámi 1960 og raf- magnsdeild skólans 1961. „Við út- skrift úr Vélskólanum hlaut ég Fjalarbikarinn fyrir ágætiseinkunn- ina 9,55 sem ég tók við á svölum Al- þingishússins á sjómannadeginum 1961.“ Eftir sveitastörfin byrjaði Guð- laugur sem háseti á vetrarvertíð í Hnífsdal 1950, og stundaði skakveiðar með bróður sínum Elíasi á trillubát um sumarið. Guðlaugur var vélstjóri á síldveiðum í tvö ár, bæði á reknetum og hringnót, en 1953-54 var hann vél- stjóri á ms. Hugrúnu sem var í vöru- flutningum milli Reykjavíkur og Vestfjarða. Eftir vélvirkjanám og nám í Vélskólanum hóf Guðlaugur starf sem bifreiðastjóri og viðgerða- maður hjá Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar á Akranesi. Árið 1969 fór hann að kenna við Iðnskólann á Akranesi. „Ég kenndi þar sérgreinar málmiðnaðarmanna ásamt rafmagns- fræði.“ Eitt ár var Guðlaugur vél- stjóri hjá Jöklum og var í siglingum milli Íslands og Evrópu ásamt Ameríkuferðum. Við stofnun Fjöl- brautaskólans var Guðlaugur ráðinn sem kennari í málmiðnagreinum og kenndi hann við skólann til ársins 1984. Guðlaugur stofnaði Vélaverkstæði Guðlaugs Ketilssonar árið 1979 og fór að vinna við vélastillingar og fleira. „Ég byggði verkstæðishús við Smiðjuvelli nr. 3 árið 1984 og hef starfað þar síðan. Árið 2008 breytti ég nafni fyrirtækisins í Vélaverkstæði Akraness ehf.“ Guðlaugur er enn að og var að koma úr vinnunni þegar Guðlaugur var í bygginganefnd Akraness í átta ár og stjórnarmaður í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar í sjö ár. Hann hefur verið félagi í Rót- arýklúbbi Akraness frá árinu 1983 og tvisvar verið forseti klúbbsins. Guð- laugur er félagi í Samfylkingunni og var áður í Alþýðubandalaginu. Hann sat í eitt ár í bæjarstjórn Akraness á vegum þess. Guðlaugi finnst gaman að ferðast og hafa þau hjónin ferðast til margra landa, t.d. Kína, Kúbu, Rússlands, Úkraínu, Bandaríkjanna, Kanada, Marokkós og flestra Evrópulanda. „Við hjónin sigldum frá Pétursborg til Moskvu árið 2006 og árið 2009 fór- um við aftur til Rússlands og sigldum þá frá Moskvu austur til Kaspíahafs og árið eftir, í þriðju ferðinni, sigldum við frá Kænugarði í Úkraínu niður til Krímskaga og áfram til Búlgaríu. Þar tókum við rútu til Istanbúl í Tyrk- landi. Þetta eru þægilegar ferðir með skipum sem taka um 250 farþega og eru með 100 manna áhöfn. Toppþjón- usta um borð. Síðasta ferðin sem fór- um í var til Kanaríeyja á þessu ári, en við förum oft þangað.“ Guðlaugur Ketilsson vélfræðingur – 85 ára Of rólegt orðið í vinnunni Hjónin Ingibjörg og Guðlaugur hress og kát. Börnin Katla, Rafn, Birkir og Erna Björg stödd í Skógræktinni á Akranesi. 30 ára Kristjana ólst upp á Hauksstöðum í Vopnafirði og býr þar. Hún er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands og er verk- efnastjóri á Austurbrú á Vopnafirði. Hún er einn- ig meðhjálpari í Vopnafjarðarkirkju, stiur í stjórn Framsóknarfélags Vopnafjarðar og einnig Sambands ungra framsókn- armanna og situr í fræðslunefnd Vopna- fjarðarhrepps og er í kvenfélaginu Lindinni. Systkini: Guðmundur, f. 1990, og Hekla Karen, f. 2004. Foreldrar: Friðbjörn Haukur Guðmunds- son, f. 1946, sauðfjárbóndi á Hauks- stöðum, og Þórunn Egilsdóttir, f. 1964, al- þingismaður. Kristjana Louise Friðbjarnardóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is VEIÐIHNÍFAR Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 4.830 - Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is . Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Vefverslun brynja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.