Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir semþurfa aðhafa sam- skipti við Reykja- víkurborg verða fljótt varir við að stjórnskipun þar á bæ er orðin óþarf- lega óljós og flækjustigið vex sífellt og er þá sama hvar bor- ið er niður. Eins er ekki að- gengilegt fyrir fólk, hvort sem það eru borgarbúar eða hinir fjölmörgu sem eru í sínum daglegu önnum eða við skipu- lagningu starfsemi sinnar, að fá trúverðugar leiðbeiningar, eða að skynja til fulls hvar ábyrgðin liggur í hverju falli. Þetta er hluti af vanda sem farið hefur vaxandi ár frá ári og stundum virðist sem að því sé stefnt vísvitandi! Þekkt er að eftir höfðinu dansa lim- irnir, og það hjálpar ekki í sveitarfélagi þar sem lands- frægt er að hvergi er hraðar hlaupið undan ábyrgð en ein- mitt þar. Reykjavíkurborg er vissu- lega stór stjórnsýslueining með umfangsmikla starfsemi. Sú mynd á þó einkum við þeg- ar horft er til hennar í ís- lensku samhengi. Á al- þjóðlega mælikvarða er borgarreksturinn fjarri því að vera risavaxinn og hlýtur að teljast stjórnsýslulega þægi- leg stærð þar sem boðleiðir ættu að vera bæði gagnsæjar og fljótfarnar. Og ekki síst ætti endanleg ábyrgð hvers og eins að blasa við. En eins og svo mörg dæmi hafa sýnt undanfarin ár er myndin í Reykjavík allt önn- ur. Við það bætist að sá sem augljóslega hefur boðist til að gegna helstu valdastöðu borg- arinnar og þar með axla ábyrgðina sem fylgir er orð- inn landsfrægur fyrir að hlaupast jafnan fyrstur undan henni. Það minnir, með öfugum formerkjum þó, á einn forseta Bandaríkjanna sem hafði allt aðra nálgun og hans embætti þó þúsund sinnum marg- breytilegra og flóknara en það sem endar á skrifborði borg- arstjóra í Reykjavík. Harry S Truman forseti lét setja skilti á áberandi stað á skrifborð sitt í hinni frægu skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Á það var málað „the BUCK STOPS here“. Forset- inn útskýrði það fyrir há- skólastúdentum: „Forsetinn, hver sem hann er, verður að taka ákvörðun. Hann, sem síð- asti maður í röðunni getur ekki fleytt vandanum yfir á aðra. Það er engum öðrum til að dreifa. („Pass the buck“ er slangur úr póker). Í sveitarstjórnum á Íslandi eru í megindráttum tveir kostir til um framkvæmda- stjóra sveitarfé- lagsins. Ann- aðhvort er ráðinn til verksins starfsmaður utan sveit- arstjórnar eða leiðtogi meiri- hlutans verður jafnframt æðsti starfsmaður sveitarfé- lagsins. Í minni sveit- arfélögum er fyrri aðferðin al- geng en í Reykjavík hefur meginreglan verið sú að borg- arstjórinn kemur úr röðum sveitarstjórnarmanna. Á með- an Sjálfstæðisflokkurinn hafði hreinan meirihluta var það hefðin. Andstæðingar flokksins höfðu það lengi sem stefnumál sitt að ráðinn skyldi „hlutlaus“ borg- arstjóri. Það var gert í eitt kjörtímabil. Eftir að R-listi sameinaðist um framboð og sigraði var horfið til þess að leiðtogi listans yrði borgarstjóri, enda fékk hann meirihluta í borg- arstjórn. En síðar hefur það einnig verið nær óskráð meg- inregla að borgarstjóri komi úr ranni borgarfulltrúa þó að fulltrúar fleiri lista komi að kjöri hans og styðji á kjör- tímabilinu. Slíkt samstarf hef- ur þó ekki alltaf enst heilt kjörtímabil. Þegar þannig háttar til að borgarstjórinn sé í senn æðsti embættismaður borgarinnar og stjórnmálalegur leiðtogi eins flokks eða eins lista meirihluta eða þegar fleiri flokkar standa sameiginlega að kjöri hans og málefna- samningi, þá er málið mjög einfalt. Sá maður sem starfinu gegnir, getur ekki hlaupist undan sinni ábyrgð. Ekki einu sinni og enn síður hvenær sem hann sér minnsta tilefni til, eins og reyndin hefur verið seinustu árin. Fréttir fjölmiðla upp á síð- kastið um breytingar á skipu- lagi á sjómannaskólareit í Reykjavík, viðkvæmum stað í borginni, sýna enn einu sinni skaðlegan skort á leiðsögn og forystu í höfuðborginni. Íbúar á svæðinu og stofn- anir á borð við Minjastofnun og Borgarsögusafn hafa gert mikilvægar athugasemdir og að auki hefur komið í ljós að staðið hefur verið að breyt- ingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi samhliða sem er óheppilegt og ekki í anda skipulagslaganna sem byggja á því að aðalskipulag sé af- greitt og við útfærslu deili- skipulags sé horft til þess. Þokukennd stjórnun á stærsta sveitarfé- lagi landsins og höf- uðborg er til vansa og skaðleg að auki} Enn eitt dæmið Þ ann 18. október síðastliðinn var haldinn hér á landi fjölmennur fundur íslenskra og erlendra sér- fræðinga í tengslum við for- mennsku Íslands í Norrænu ráð- herranefndinni. Umfjöllunarefni fundarins var kostir rafrænna fylgiseðla lyfja með lyfjum, en Ísland hefur haft forystu um innleiðingu raf- rænna fylgiseðla á norrænum vettvangi. Inn- leiðing rafrænna fylgiseðla hefur verið eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og er einnig sett fram sem markmið í ályktun Alþingis um lyfjastefnu til ársins 2020. Á fundinum voru kynntar niðurstöður rann- sóknar sem Evrópuráðið stóð fyrir að frum- kvæði Íslands um kosti og galla þess að innleiða rafræna fylgiseðla. Í stuttu máli fela niðurstöð- urnar í sér að heilbrigðisstarfsfólk telur vand- kvæðum bundið að tryggja að sjúklingar sem ekki hafa tungumál viðkomandi lands að móðurmáli fái fullnægjandi upplýsingar um þau lyf sem þeir þurfa á að halda. Núver- andi fyrirkomulag tryggi því ekki sem skyldi rétta og örugga notkun lyfja. Um 88% svarenda telja að með raf- rænum fylgiseðlum megi betur tryggja sjúklingum að- gengi að upplýsingum sem þeir geta skilið. Samstaða hefur náðst meðal allra Norðurlandaþjóð- anna um að leita eftir því við Evrópusambandið að kanna hvort gera þurfi breytingar á tilskipun um fylgiseðla lyfja svo innleiðing rafrænna fylgiseðla verði möguleg, þannig að rafrænir fylgiseðlar komi í stað prentaðra seðla, í ríkj- um sem það kjósa. Ég sendi í sumar erindi þessa efnis til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir hönd allra heilbrigðisráðherra Norður- landanna. Fylgiseðlar á rafrænu formi hafa marga kosti, þar á meðal þann að þá er hægt að lesa efni þeirra á mörgum tungumálum og í mörg- um leturstærðum. Upplýsingagjöf yrði því ein- földuð og bætt, einkum gagnvart þeim sem ekki tala íslensku eða eiga af einhverjum ástæðum erfitt með að lesa smáan texta. Þegar fram líða stundir yrði vonandi mögulegt að bæta aðgengi enn frekar með því að miðla texta á fjölbreyttari hátt í gegnum rafræn kerfi eða smáforrit. Rafrænir fylgiseðlar hafa einnig jákvæð áhrif á umhverfið; prenta þyrfti minna af fylgi- seðlum á pappír auk þess sem sóun lyfja yrði minni þar sem ekki þyrfti að innkalla lyf vegna breytinga á fylgiseðlum, eins og stundum er þörf á í dag. Auk þess horfa Norðurlandaþjóðirnar til þess að ef heimilt verður að nota rafræna fylgiseðla í stað prentaðra muni það auðvelda þeim sameiginleg lyfjainnkaup. Með því megi sporna við lyfjaskorti og ná fram hagstæðara inn- kaupaverði og lækka þar með lyfjaverð. Það er mikilvægt að regluverk taki breytingum í sam- ræmi við tækninýjungar og breyttar þarfir almennings og rafrænir fylgiseðlar væru sannarlega skref í þá átt, og fælu í sér jákvæðar breytingar fyrir notendur heilbrigðis- þjónustunnar á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir Pistill Kostir rafrænna fylgiseðla Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áform um afnám yfir þús-und reglugerða og stórátakí einföldun flókins reglu-verks í stjórnsýslunni, sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, kynntu í vikunni felst að stórum hluta í förgun á úreltu reglu- verki. En þegar fella á niður fjölda reglugerða kann það að hafa afleið- ingar og mæta andstöðu. Þórdís Kolbrún hefur þegar hrint fyrsta áfanga verkefnisins úr vör með frumvarpsdrögum sem birt eru á samráðsgátt stjórnvalda um brottfall ákvæða sem ekki þjóni leng- ur tilgangi sínum. Þar er m.a. lagt til að reglur um leyfi til sölu notaðra ökutækja verði felldar brott. Ekki þurfi framvegis sérstakt opinbert leyfi til að hafa milligöngu um sölu notaðra ökutækja þótt ákveðnar skyldur hvíli áfram á bifreiðasölum. Þessi tillaga hefur nú þegar mætt harðri andstöðu Bílgreinasambands- ins (BGS) og Félags íslenskra bif- reiðaeigenda FÍB), sem hafa birt sameiginlegar og ítarlegar at- hugasemdir við frumvarpsdrögin. Telja samtökin afar misráðið að ætla að fella niður þetta skilyrði um leyfi fyrir sölu notaðra ökutækja, þ.m.t. talið kröfu um starfsábyrgðartrygg- ingu, svo og kröfu um námskeið og próf fyrir bílasala. Skilyrðin hafi skapað aðhald að sölufyrirtækjum, sem hafi svo aftur stuðlað að því að hér á landi ríkti almennt traust í við- skiptum með notuð ökutæki. Er því m.a. haldið fram að með þessum breytingum sé opnað upp á gátt fyrir svikahrappa. Þótt ekki þurfi að efast um að bílasalar muni hér eftir sem hingað til fara eftir kröfum og skil- yrðum um góða viðskiptahætti ,,er hins vegar ekkert sem kemur í veg fyrir að svikahrappar hasli sér völl á þessum markaði og fari sínu fram, líkt og raunin hefur verið í nágrannalönd- unum [...],“ segir í athugasemdum BGS og FÍB. Veltan er 60 til 80 milljarðar BGS og FÍB telja einnig mikla hættu á að niðurfelling leyfisskilyrða til bílasölu vinni gegn hagsmunum neytenda. Lagaramminn í dag skapi bæði aðhald og traust, sem hafi verið mikið í samskiptum hér á landi á um- liðnum árum. ,,Almenningur getur gengið að því sem vísu að aðilar sem sýsla með eigur fyrir milljónir og milljónatugi króna sæti viðeigandi að- haldi af hálfu hins opinbera, meðal annars með kröfum um þekkingu og með veitingu starfsleyfa sem fela í sér starfsábyrgðartryggingu,“ segir í at- hugasemdunum. Fram kemur að alls hafa 93 fyrirtæki í dag leyfi til sölu notaðra ökutækja, þar af 72 á höfuðborgar- svæðinu. Hjá þeim starfa á fjórða hundrað sölumanna sem hafa setið löggildingarnámskeið fyrir bílasala og staðist próf. Engar aðgangshindranir að greininni séu því fyrir hendi. ,,Eig- enda- og umráðaskipti ár hvert eru að meðaltali hátt í 140 þúsund og af því eru eigendaskiptin ein um 85%. Velta í sölu notaðra ökutækja ár hvert er á bilinu 60-80 milljarðar. Þá hefur bein sala milli einstaklinga aukist verulega með tilkomu sölusíðna á netinu og þannig aukið samkeppni á þessum markaði. Nú í október voru til að mynda 2.600 ökutæki til sölu á vefsíð- unni bland.is á vegum einstaklinga. Á Facebook er fjöldi íslenskra sölusíðna fyrir bíla. Á 7 helstu bílasölusíðunum á Facebook eru rúmlega 140 þúsund ,,meðlimir,“ þ.e. einstaklingar sem hafa óskað eftir þátttöku,“ segir þar. Vara við að svika- hrappar hasli sér völl Morgunblaðið/Kristinn Bílar á sölu FÍB og Bílgreinasambandið gagnrýna harðlega þau áform að fella niður leyfi til sölu notaðra ökutækja í frumvarpsdrögum ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur einnig sett í gang lagahreinsun í málaflokkum sem heyra undir málefnasvið ráðuneytis hans með frumvarpsdrögum um af- nám yfir 30 úreltra lagabálka. ,,Um er að ræða eftirhreytur af- staðinna ráðstafana, eða fyr- irætlana sem aldrei urðu að veruleika. Í öllum tilvikum eru lagabálkarnir úreltir,“ segir í skýringum á samráðsgáttinni. Um er að ræða fjölda laga, jafnvel margra áratuga gamalla, sem fella á brott s.s. lög frá árinu 1948 um dýrtíðarráðstaf- anir vegna atvinnuveganna, lög um ákvörðun kaupgreiðslu- vísitölu á árinu 1973, lög um skyldusparnað og ráðstafanir í ríkisfjármálum frá 1977, lög frá árinu 1984 um heimild fyrir ráð- herra til að ábyrgjast lán fyrir Arnarflug og lög um heimild til að selja fasteignir Grænmetis- verslunar ríkisins 1988. Hreinsa út 30 lagabálka FJÁRMÁLARÁÐHERRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.