Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 12

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 TVENNUTILBOÐ Tveir NOVA R kastarar Aðeins 19.995 kr. 24. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.71 125.31 125.01 Sterlingspund 161.46 162.24 161.85 Kanadadalur 95.26 95.82 95.54 Dönsk króna 18.592 18.7 18.646 Norsk króna 13.642 13.722 13.682 Sænsk króna 12.942 13.018 12.98 Svissn. franki 126.09 126.79 126.44 Japanskt jen 1.1481 1.1549 1.1515 SDR 171.75 172.77 172.26 Evra 138.91 139.69 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.0261 Hrávöruverð Gull 1487.45 ($/únsa) Ál 1735.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.05 ($/fatið) Brent ● Íslenska vefverslunin eldhaf.is er fyrsta vefverslunin hér á landi sem tekur við Apple Pay-greiðslum, sam- kvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir einnig að Íslendingum hafi fyrst boðist að nota Apple Pay í maí sl. en þar til nú hafi einungis verið hægt að borga með Apple Pay í posum verslana hérlendis. Nú ryðji eldhaf.is hins vegar brautina með því að virkja þennan greiðslumöguleika. „Þetta er fyrsta skrefið í rétta átt og vonandi koma innlendir færsluhirðar til með að taka á móti greiðslum með Apple Pay í gegnum vefverslanir og mun þá ferlið fyrir eigendur vef- verslana verða mun einfaldara en það er nú,“ segir Guðmundur Óm- arsson, eigandi eldhaf.is, í samtali við Morgunblaðið, en eins og staðan er nú þarf eldhaf.is að gera samning við erlendan færsluhirði með flókinni forritunarvinnu, að sögn Guð- mundar. Hann segir nýjunginni hafa verið vel tekið, en greiðslumöguleikinn er einungis í boði fyrir þau tæki sem styðja Apple Pay og notandi hafi tengt greiðslukort sitt við Apple Pay- reikninginn sinn og skráð heim- ilisfang sitt. Einungis tveir smellir nægja, að sögn Guðmundar, til að kaupa vöru og fá hana heimsenda. Fyrst vefverslana að taka við Apple Pay STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Í 96 blaðsíðna sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag birtist listi yfir þau 874 fyrirtæki sem prýða lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki vegna rekstrarársins 2018. Ásamt viðtölum við ýmsa fram- kvæmdastjóra framúrskarandi fyr- irtækja má einnig finna marga töl- fræðimola í blaðinu sem unnir hafa verið upp úr listanum. Fyrirtækjun- um fjölgar um 9, eða um rúmt 1%, og hafa framúrskarandi fyrirtæki að- eins einu sinni verið fleiri. Það var árið 2017 en þá var fjöldi fyrirtækja á listanum 875. Frá því listinn var fyrst birtur, ár- ið 2010, hefur hann stækkað gríðar- lega. Fyrsta árið nam fjöldi fyrir- tækja 178 og sé það sett í samhengi við lengd listans í ár nemur fjölgunin tæpum 400%. Stór framúrskarandi fyrirtæki eru 246, eða um 28,1% af listanum, en til þeirra teljast fyrir- tæki með eignir yfir 1 milljarð króna. Meðalstór fyrirtæki eru flest, 390, eða um 44,6%, en þau eiga eignir á milli 200 milljóna og 1 milljarðs. Lítil framúrskarandi fyrirtæki eru 238, eða 27,2% en þau eiga eignir frá 100 til 200 milljóna króna. Fjögur ný í fyrstu tilraun Sé litið til landshluta eru langflest framúrskarandi fyrirtæki staðsett á höfuðborgarsvæðinu og eru þau 628 talsins. Á Norðurlandi eystra eru þau 71, 46 þeirra eru á Suðurlandi, 36 á Suðurnesjum og Vesturlandi, 34 á Austurlandi, 13 á Norðurlandi vestra og 10 á Vestfjörðum. Ef horft er á veru fyrirtækjanna á listanum sést að aðeins 69 fyrirtæki, eða tæp 8% þeirra sem prýða listann í ár, hafa verið á honum frá upphafi, en alls hafa 1.536 fyrirtæki í heild sinni komast á listann einhvern tím- ann á þessu 10 ára tímabili. Ný fyrir- tæki á listanum í ár eru 146 talsins. Þar af eru aðeins fjögur sem koma ný inn á listann í fyrsta sinn sem þau hafa átt kost á því að komast inn á hann, en á meðal þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla er að hafa þriggja ára starfstíma. 12% framkvæmdastjóra konur Eins og fram kemur í samtali við Brynju Baldursdóttur í sérblaðinu um framúrskarandi fyriræki eru það henni vonbrigði að sjá hversu fáar konur eru í framkvæmdastjórastöð- um framúrskarandi fyrirtækja, eða aðeins í 12% tilvika á meðan hlut- fallið heilt yfir í atvinnulífinu er 24%. Þá er hlutfall kvenna í stjórnum fyr- irtækja um 24% og hefur verið nán- ast það sama öll árin sem listinn hef- ur verið birtur. Hæst er hlutfallið á meðal stórra fyrirtækja, eða um 32%, 21% stjórna meðalstórra fyr- irtækja eru konur og 20% lítilla fyr- irtækja. „Þetta endurspeglar auðvit- að bara stöðuna í íslenskum fyrirtækjum almennt og er óþolandi að skuli ekki vera að sigla í rétta átt þrátt fyrir alla þá umræðu og kynja- kvóta sem eru í gangi,“ segir Brynja. Fjöldi framúrskarandi fyrirtækja vaxið um 400% Framúrskarandi fyrirtæki 2019 Fjöldi Framúrskarandi fyrirtækja 2019 eftir landshlutum Stærðarfl okkar Stór: 246 Meðalstór: 390 Lítil fyrirtæki: 238 874 fyrirtæki eru eru á lista yfi r Framúrskarandi fyrirtæki 2019. 146 fyrirtæki eru ný á lista yfi r Fram- úrskarandi fyrirtæki í ár. 12% Framúrskar-andi fyrirtækja 2019 eru með konu sem framkvæmdastjóra. 24% stjórnarmanna eru konur. 69 fyrirtæki hafa alltaf verið á listaum, eða í tíu ár samfl eytt. 28% 45% 27% 36 36 10 13 71 34 46 628 H ei m ild : C re d iti nf o Framúrskarandi fyrirtæki » 874 fyrirtæki eru á listanum í ár og fjölgar þeim um 9 frá fyrra ári. Hafa þau aðeins einu sinni verið fleiri, árið 2017, er þau voru 875 talsins. » Creditinfo hefur birt listann frá árinu 2010 en það ár voru aðeins 178 fyrirtæki á listanum sem vaxið hefur um 400%. » 44,6% fyrirtækjanna á lista teljast meðalstór með eignir frá 200 milljónum til milljarðs.  69 fyrirtæki á lista Creditinfo frá upphafi  12% framkvæmdastjóra eru konur Tap tryggingafélagsins TM á þriðja fjórðungi ársins nam 251 milljón króna, samanborið við 208 milljóna króna hagnað árið á undan. Eignir félagsins við lok tímabilsins námu 39,5 milljörðum króna og jukust um tæpan milljarð frá því í byrjun árs, en þá námu eignirnar 34,7 milljörð- um króna. Eigið fé TM nam 14 millj- örðum króna í lok tímabilsins, sem lauk 30. september sl., en í lok árs 2018 nam eigið féð 13,3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur lækkað milli ára, en það var 35,6% í lok þriðja ársfjórðungs 2019, en í lok árs 2018 var það 38,4%. Sam- sett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 94,9%. Tap vegna fjár- festingastarfsemi Sigurður Viðarsson forstjóri fé- lagsins segir í tilkynningu að tap TM á þriðja ársfjórðungi megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi. „Hagnaður varð af vátrygginga- starfsemi og samsett hlutfall fjórð- ungsins 94,9%, en ávöxtun fjárfest- ingaeigna var hins vegar neikvæð um 1,1%. Það er ánægjulegt að sjá grunnreksturinn batna mikið milli ára og að vátryggingareksturinn sé farinn að skila jákvæðri framlegð.“ Sigurður bendir einnig á að fjár- festingatekjurnar séu mjög sveiflukenndar, eins og glöggt sjá- ist á því að félagið skilaði sinni bestu fjárfestingaafkomu frá skráningu á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en neikvæðri ávöxtun á þeim þriðja. Morgunblaðið/Hari Tryggingar Viðsnúningur hefur orðið í afkomu TM milli ára. TM tapaði 251 milljón króna  Rakið að öllu leyti til fjárfest- ingastarfsemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.