Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Píratar leggja mikið á sig til aðfesta sig í sessi sem mesti kerf- isflokkur landsins. Þetta er óvenju- legt markmið fyrir ungan flokk sem kynnti sig til sögunnar sem hreyfiafl breytinga og upp- sprettu nýrra hug- mynda, en það verð- ur án efa verðugt verkefni fyrir stjórn- málafræðinga fram- tíðarinnar að greina hversu hratt og hvers vegna flokk- urinn hljóp af sér hornin og lagðist svo makindalega á jöt- una.    Álfheiður Eymars-dóttir, sem situr á þingi um þessar mundir í sárri fjar- veru Smára McCarthy, nýtir tímann þar vel. Í gær kvaddi hún sér hljóðs og gerði athugasemdir við að nú heyrðust „háværar raddir um af- regluvæðingu fjármálakerfisins“. Sagði hún að í þessu skyni hefðu tveir ráðherrar nýverið sést „henda miklu reglugerðafargani í ruslið“.    Píratinn taldi „afregluvæðinguna“hið mesta óráð, en í ákafanum að verja kerfið gáði hún ekki að því að fram komnar tillögur ganga ekki út á þá „afregluvæðingu“ fjár- málakerfisins sem hún talaði um.    Birgir Ármannsson kvaddi sérhljóðs og benti á að þetta væri allt á misskilningi byggt enda heyrði fjármálakerfið ekki undir ráðuneyti umræddra tveggja ráðherra.    Hann bætti því við að hann vonaðiað aðrir ráðherrar en þessir tveir tækju til hendinni á sínum svið- um og drægju úr óþarfa reglubyrði. Ekki þarf að efast um að hroll hefur sett að þingmönnum Pírata við þessi orð Birgis. Álfheiður Eymarsdóttir Andstæðingar „afregluvæðingar“ STAKSTEINAR Birgir Ármannsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilboð í jarðvegsframkvæmdir vegna nýbyggingar Alþingis við Vonarstræti voru opnuð hjá Ríkis- kaupum í fyrradag. Fjögur tilboð bárust frá innlendum fyrirtækjum. Urð og Grjót ehf. átti lægsta til- boðið, 51 milljón. Ístak hf. bauð 55,2 milljónir, Eykt ehf. 66 milljónir og ÍAV hf. 77,1 milljón. Kostnaðar- áætlun var 71 milljón króna. Tilboðin verða yfirfarin af Fram- kvæmdasýslu ríkisins og í framhald- inu verður ákvörðun tekin um hvaða tilboði verður tekið. Áætlað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í nóvember. Nú er verið að fara yfir tilboð á vinnu við að setja steinklæðningu á ytra byrði byggingarinnar. Útboð fyrir vinnu við aðalbygginguna og tengiganga verða auglýst í júní 2020 og er gert ráð fyrir að uppsteypa byggingarinnar hefjist í september sama ár. Verklok eru áætluð í mars árið 2023. Alþingisreiturinn svonefndi er á milli Kirkjustrætis, Vonarstrætis og Tjarnargötu. Í nýbyggingunni verða m.a. skrifstofur þingmanna, aðstaða þingflokka, nefnda og starfsmanna þeirra. Byggingin verður um 6.000 fermetrar og í fjármálaáætlun eru áætlaðir 4,4 milljarðar króna til verkefnisins í heild. sisi@mbl.is Urð og Grjót átti lægsta tilboðið  Jarðvegsframkvæmdir við nýbygg- ingu Alþingis munu hefjast í nóvember Nýbyggingin Framkvæmdir við hús- ið eiga að hefjast í næsta mánuði. Tölvuteikning/Studio Grandi. Framkvæmdir eru hafnar við nýjan hjólastíg meðfram Eiðisgranda í Vesturbænum. Stígurinn mun liggja frá þverstíg á móts við Boðagranda að bæjarmörkum Seltjarnarness. Hann verður rúmlega tveggja kíló- metra langur. Núverandi stígur en einbreiður og notaður bæði af göngufólki og hjól- reiðamönnum. Að verkinu loknu verða stígarnir tveir og aðskildir. Þeir munu tengjast tvöföldum stíg, sem lagður var á Seltjarnarnesi fyrir nokkrum árum. Í verkinu felst að skipta um jarð- veg undir stígum, leggja jöfn- unarlag, malbika, reisa ljósastólpa ásamt gerð yfirborðsmerkinga, skiltun, frágangur og ræktun. Ekki er gert ráð fyrir vinnu fyrir veitu- stofnanir. Tilboð í verkið voru opnuð 10. september sl. Innkauparáð Reykja- víkurborgar samþykkti 19. sept- ember að ganga að tilboði lægstbjóð- anda, PK Verks ehf., að upphæð krónur 45.137.000. Tilboð PK Verks var 61% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 73,8 milljónir. Alls bárust 10 tilboð í verkið og var hæsta boð 86 milljónir. Verktakinn hóf störf fyrr í þessum mánuði og áætluð verklok eru 15. desember. Hnit verkfræðistofa hannaði verkið og eftirlit annast VSO ráðgjöf. sisi@mbl.is Nýr hjólastígur í Vesturbænum Morgunblaðið/sisi Eiðisgrandi Það eru starfsmenn PK verks sem leggja hinn nýja stíg. ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.