Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019
Í gær kom upp sú staða að dóm-
aranefnd HSÍ sendi frá sér yf-
irlýsingu vegna óánægju með úr-
skurð aganefndar HSÍ. Ég man
ekki eftir því að slík staða hafi
komið upp áður en það kann þó
að hafa gerst.
Niðurlagið í yfirlýsingunni er
nokkuð athyglisvert en þar
stendur: „Starfsumhverfi dóm-
ara hlýtur þó að vera stórt
spurninga[r]merki eftir þennan
úrskurð aganefndar. Endurnýjun
deildardómara undanfarin ár
hefur verið með minnsta móti og
þó svo að eitthvað hafi bæst í
hópinn í sumar er ljóst að þetta
er ekki þessum starfshópi til
góða. Undirrituð hafa áhyggjur
af framtíð dómara í handknatt-
leik þegar svona er í pottinn bú-
ið, varla er það félögunum eða
handboltanum á Íslandi til fram-
dráttar að þjálfarar eða leikmenn
mæti í viðtöl eftir leik og láti allt
flakka um dómara leiksins vit-
andi það að viðurlögin eru eng-
in.“
Af þessu má ráða að staðan sé
að verða alvarleg varðandi
mannafla í dómgæslunni í hand-
boltanum hérlendis. Menn þurfa
ekki að geta hugsað hálfa hugs-
un til að átta sig á því að umræð-
an um dómgæsluna hér heima
mun bara halda áfram að draga
úr framboðinu. Fólk mun auðvit-
að í æ minni mæli nenna að taka
á sig allan þann skít sem fylgir
því að dæma í handboltanum.
Ekki myndi ég setja mig í þessa
víglínu. Alla vega ekki ódrukkinn.
Sama hvaða skoðun félögin í
handboltanum hafa á frammi-
stöðu og hæfileikum dómaranna
þá hljóta menn að koma auga á
að stéttin verður í útrýming-
arhættu ef fram heldur sem
horfir. Ætla menn þá að eyða
peningum í að kaupa dómara að
utan og fljúga með þá til lands-
ins til að geta haldið Íslands-
mót?
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Keflavík átti aldrei möguleika þegar
liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals
í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik
á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk
með 31 stigs sigri Valskvenna, 82:51,
en leikurinn var svo gott sem búinn í
hálfleik.
Eftir fyrsta leikhluta var mun-
urinn á liðunum fjögur stig en í öðr-
um leikhluta keyrðu Valskonur yfir
Keflvíkinga. Keflavík skoraði sín
fyrstu stig í leikhlutanum eftir
sautján mínútna leik og Valskonur
fóru inn í hálfleikinn með 22 stiga
forskot. Keflavík var aldrei líkleg til
þess að koma til baka í seinni hálf-
leik, Valskonur leiddu með 24 stig-
um eftir þriðja leikhluta, og þær
juku forskot sitt svo hægt og rólega
í fjórða leikhluta.
Það var varnarleikur Valsliðsins
sem skóp sigurinn í gær. Þær tóku
Danielu Wallen, erlendan leikmann
Keflavíkur, algjörlega úr umferð og
hún komst hvorki lönd né strönd.
Þegar hún var í álitlegum færum
tvöfölduðu og þrefölduðu Valskonur
á hana en hún skoraði ekki nema 8
stig í leiknum. Sóknarleikur Vals-
kvenna var ekkert til þess að hrópa
húrra yfir þótt Hallveig Jónsdóttir
og Kiana Johnson hafi báðar hitt vel.
Helena Sverrisdóttir skoraði aðeins
níu stig en það kom ekki að sök.
Sóknarleikur Keflavíkurliðsins
var slakur og flestum leikmönnum
liðsins gekk afleitlega að hitta úr
skotunum sínum. Katla Rún Garð-
arsdóttir var eini leikmaður liðsins,
sóknarlega, sem gat gengið nokkuð
sátt frá borði með 12 stig. Daniela
Wallen gat ekkert og þarf að gera
miklu betur ef hún ætlar sér að bera
þetta lið eitthvað uppi. Keflvíkingar
skoruðu sjö stig í öðrum leikhluta og
þar tapaðist leikurinn. Þá hefði
þjálfarateymi liðsins mátt gera bet-
ur í að finna lausnir eftir að Wallen
var algjörlega tekin úr sambandi.
Íslandsmeistararnir líta afar vel
út í upphafi tímabils. Valskonur los-
uðu sig meira að segja við miðherj-
ann sinn, Reginu Palusnu, fyrir leik-
inn í gær en það hafði engin áhrif á
liðið. Keflavík er með ungt og þann-
ig séð nýtt lið en þrátt fyrir að liðið
hafi lofað góðu í fyrstu leikjum tíma-
bilsins voru klár veikleikamerki
sýnileg í gær. Keflavík þarf framlagt
frá fleiri leikmönnum sóknarlega ef
liðið ætlar sér í úrslitakeppnina.
Haukar eru tveimur stigum á
eftir Val eftir nauman sigur á
Breiðabliki í Hafnarfirði, 64:62. Sig-
urinn var þó öruggari en lokatöl-
urnar bera með sér en Blikar skor-
uðu fimm stig á síðustu 20
sekúndum leiksins. Jannetje Guijt
skoraði 15 stig Hauka en Violet
Morrow 25 stig fyrir Blika auk þess
að taka 17 fráköst.
KR er jafnt Haukum í 2.-3. sæti
eftir öruggan sigur á Skallagrími,
83:68. Staðan var þó jöfn fyrir loka-
leikhlutann, 60:60. Danielle Ro-
driguez skoraði 24 stig fyrir KR og
Ástrós Lena Ægisdóttir 23, en
Keira Robinson 38 stig fyrir heima-
liðið.
Snæfell er með 4 stig eftir
nauman útisigur gegn Grindavík í
jöfnu leik, 66:63. Chandler Smith
skoraði 21 stig fyrir Snæfell en
Kamilah Jackson 18 og tók 21 frá-
kast fyrir Grindavík.
Meistararnir
líta afskap-
lega vel út
Kipptu Wallen alveg úr sambandi
Morgunblaðið/Eggert
Öryggi Sylvía Rún Hálfdanardóttir og stöllur í Val unnu í gær.
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðmundi Þ. Guðmundssyni, lands-
liðsþjálfara karla í handknattleik,
gefst tækifæri til að skoða leikmenn
sem lítið hafa fengið að spreyta sig
með landsliðinu þegar Ísland mætir
Svíþjóð í tveimur vináttulands-
leikjum í Svíþjóð. Leikirnir fara fram
á föstudag og sunnudag.
Morgunblaðið ræddi við Guðmund
á landsliðsæfingu í Safamýri í gær.
„Þetta er mjög athyglisvert núna. Í
fyrsta lagi eru margir leikmenn
meiddir eða hafa verið meiddir og eru
að koma til baka. Þar má nefna menn
eins og Ólaf Gústafsson og Stefán
Rafn sem eru komnir af stað en eru
búnir að vera nokkuð lengi meiddir.
Guðjón Valur hefur verið svolítið
tæpur í hné og við gáfum honum frí.
Arnar Freyr hefur spilað kvalinn og
gaf ekki kost á sér í þetta verkefni.
Daníel hefur verið meiddur og fer
þess vegna ekki með til Svíþjóðar.
Ómar Ingi er einn þeirra sem eru frá
vegna höfuðáverka. Ég er í reglulegu
sambandi við hann og þetta virðist
vera á réttri leið en maður veit aldrei
hvað slíkt getur tekið langan tíma.
Arnór Gunnars glímir við bakvanda-
mál. Menn eru undir miklu álagi hjá
félagsliðum sínum og þegar lands-
leikjahlé kemur vilja þeir taka pásu.
Við getum lítið við þessu gert.“
Kristján Örn Kristjánsson og
Viggó Kristjánsson, sem hafa verið
atkvæðamiklir í upphafi tímabilsins,
fá nú tækifæri í skyttustöðunni
hægra megin.
„Þá gefast tækifæri til að prófa
aðra leikmenn. Þá erum við að tala
um Kristján Örn og Viggó hægra
megin. Þeir fá tækifæri eins og tveir
línumenn, Kári Kristján Kristjánsson
og Sveinn Jóhannsson. Við reynum
að gera það besta úr stöðunni en við
fáum tækifæri til að skoða leikmenn
og breikka hópinn. Við erum að fara í
leiki gegn frábæru liði því Svíar hafa
verið á toppnum síðustu fimm árin
eða svo. Þeir eru eitt af fimm bestu
landsliðum heims en við erum ekki
þar eins og staðan er í dag. Við erum
að horfa svolítið inn á við um þessar
mundir. Erum að skoða möguleika,
greina okkur sjálfa og skoða leik-
menn. Við munum fara með sautján
leikmenn út en til stóð að fara með
átján áður en Daníel datt út. Auð-
vitað viljum standa okkur í leikjunum
en ætlum að gefa sem flestum tæki-
færi,“ sagði Guðmundur, en tækifær-
in sem landsliðsþjálfarar fá til að
skoða leikmenn gegn sterkum and-
stæðingum eru ekki svo mörg yfir ár-
ið.
„Nei, það er mjög sjaldan. Við höf-
um þessa viku núna til að gera akk-
úrat það. Þetta eru æfingaleikir og
við munum nota þá sem æfingaleiki.
Vonandi gengur okkur vel og við tök-
um svo aftur stöðuna þegar þessu
verkefni lýkur.“
Á mbl.is/handbolti er að finna
viðtöl við þá Bjarka Má Elísson og
Elliða Snæ Viðarsson.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Léttir Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon brosmildir á æfingu í Safamýri í gær.
Tækifæri til að breikka hópinn
Forföll hjá íslenska landsliðinu skapa
tækifæri fyrir aðra til að sanna sig
Origo-höllin, úrvalsdeildin kvenna í
körfuknattleik, Dominos-deildin,
miðvikudaginn 23. október
Gangur leiksins: 7:2, 15:7, 17:14,
21:17, 30:17, 36:17, 39:19, 46:24,
46:28, 51:31, 54:36, 61:38, 68:38,
75:38, 80:44, 82:51.
Valur: Kiana Johnson 23/9 frá-
köst/10 stoðs., Hallveig Jónsdóttir
15/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir
11/9 fráköst, Sylvía Rún Hálfdan-
ardóttir 10/6 fráköst, Helena Sverr-
isdóttir 9/15 fráköst/6 stoðs., Anita
Rún Árnadóttir 7, Dagbjört Dögg
Valur – Keflavík 82:51
Karlsdóttir 5, Dagbjört Samúelsd. 2.
Fráköst: 34 í vörn, 14 í sókn.
Keflavík: Katla Rún Garðarsdóttir
12, Eydís Eva Þórisdóttir 9, Salbjörg
Ragna Sævarsdóttir 9/7 fráköst/3
varin skot, Daniela Wallen Morillo
8/8 fráköst/8 stolnir, Emelía Ósk
Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Þóranna
Kika Hodge-Carr 4/7 fráköst/6 stoð-
sendingar, Irena Sól Jónsdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herberts-
son, Aðalsteinn Hjartarson, Georgia
Olga Kristiansen. Áhorfendur: 123