Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 4
A nna Wintour hefur fundið sinn stíl og keyrir þá braut sem hún þekkir með mismunandi munstrum og öðrum smáat- riðum. En í grunninn leitar hún í það sama. Anna Wintour gengur mikið í munstruðum kjólum sem eru að- sniðnir. Oftast eru kjólarnir með sniðsaumum að framan og aftan og jafnvel teknir í sundur í mittinu svo hægt sé að forma þá betur. Þegar kjóll er sniðinn er miklu auðveldara að eiga við kjólinn, þrengja og víkka eftir hentugleika, ef sniðið er eins og á kjólum Wintour. Oftast eru kjólarnir með ermum sem ná niður að olnboga en stundum eru ermarnar styttri. Kjólarnir hennar Önnu Wintour koma frá öllum heimsins tískuhúsum og ná oftar en ekki upp í háls. Síddin á kjólunum er misjöfn, stundum ná þeir niður á miðjan sköflung og stundum eru þeir styttri. Íslenskar konur ættu að taka Wintour sér til fyrirmyndar og leggja meiri metnað í að finna sitt snið. Ég er ekki að segja að allar konur eigi að klippa á sig topp og fara í munstr- aða kjóla. En það er allt of algengt að við hlaupum á eftir hverjum tískustraumum án þess að velta fyrir okkur hvað sé klæðilegt og hvað henti okkur best. Ef við gerum það getum við sparað mikið af peningum. Ef við vitum hvaða snið klæðir okkur best getum við unnið með það og bætt við fataskápinn án þess að þurfa að uppfæra okkur reglulega því við erum dottnar úr móð. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Valdamesta kona heims veit hvað klæðir hana best AFP Hér er Wintour ásamt Hamish Bowles, sem er blaðamaður. Hún klæðist hér grænum flauelskjól. Hér er aðeins meiri vídd í pilsinu en efri parturinn er vel sniðinn og ermarnar stuttar. Hér er hún í gulum kjól með litlum kraga og ermum sem ná niður að olnboga. Þessi kjóll fæst í Boss búðinni í Kringlunni. Anna Wintour er hér í munstr- uðum gulum skósíðum kjól. Þessi kjóll fæst í Boss búðinni í Kringlunni. Munstraðir kjólar sem fást í Vila. AFP Þessi kjóll fæst í Vila. Munstraður kjóll frá Gucci. Hann fæst á Net-A- Porter.com. AFP Vel sniðinn en samt með smá hreyfivídd. Þessi fæst í Zara. Hér er hún komin í leðurjakka yfir kjólinn og er með stóra perlufesti um hálsinn. Þessi kjóll er í anda Önnu Wintour. Hann fæst í Boss konur í Kringlunni. Kjóll frá Gucci. Hann fæst til dæmis á Net- A-Porter.com. Ein valdamesta kona tískuheimsins er hin 70 ára Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Margir myndu halda að tískuritstjórar væru alltaf eins og klipptir út úr tískublaði og hlypu á eftir öllum tísku- straumum nútímans. Það gerir hún hins vegar ekki. Marta María | mm@mbl.is AFP Hér er Wintour í bláum munstr- uðum kjól sem er í hennar sniði. TÍSKA SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.