Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 32
Reyndu að koma inn nokkrum vatnsglösum samhliða koff- ínneyslunni og tileinkaðu þér of- ur-rakagefandi húðvörur sem búa yfir innihaldsefnum á borð við hýalúrónsýru. Það er rakasýra sem bindur vatn við húðina og veitir henni fyllri og þrýstnari ásýnd. Rakaserum og rakakrem er nauðsynlegt gegn þreytulegu útliti. The Or- dinary Hyaluronic Acid 2% + B5 er sérlega öflugt rakaserum sem inniheldur hámarksstyrk af hýal- úrónsýru í þremur mis- munandi mólekúlaþyngd- um. Einnig býr formúlan yfir B5-vítamíni sem styður við rakastig húðarinnar. Í boði eru mörg mjög góð rakakrem og til dæmis er Eucerin AQUAporin Active mjög góður kost- ur. Þær sem eru með þurra húð gætu einnig prófað Sensai Cellular Performance Emulsion (Super Moist) en þessi formúla veitir gífur- lega næringu án þess að vera þykk eða þung. Húðin er sléttari full af raka Stundum vaknar maður með allt á móti sér og þá þarf bara að dúndra ljóma í andlitið, nóg af hyljara undir augun og brosa í gegnum tárin. ILIA Liquid Light Serum Highlighter er nauð- synjavara sem sniðugt er að setja út í rakakremið, undir farða, yfir farða eða hvað sem þér dettur í hug og er formúlan bæði kælandi og rakagefandi. Ekki reyna að nota þykkan og fullþekjandi farða ef þér finnst þú vera þreytuleg, notaðu frekar léttan og ljómandi farða eins og Yves Saint Laurent Touche Éclat All-In-One Glow. Þessi farði hefur notið gífurlegra vinsælda þar sem hann frískar samstundis upp á andlitið og veitir miðlungsþekju. Hyljari er auðvitað öflugasta tólið til að framkalla samstundis ferskara útlit en hinn nýi Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer birtir upp augnsvæðið, hyl- ur bauga og helst á sínum stað í allt að 24 klukkustundir. Kremformúlur góður kostur Það er skothelt ráð að nota bronser, kinnalit og ljóma til að fríska upp á ásýndina en það er enn betra ef slíkar snyrtivörur koma í kremformi. Með því að nota krem- formúlur blandast varan húðinni betur og hún lítur náttúrlega út. Guerlain kom nýverið með Terracotta Skin-línuna á markað sem saman- stendur af farða, ljóma og kinnalit sem allt kemur í stiftformi og eru svo fallegar kremformúlur sjaldséðar. Þú getur notað til dæmis dekkri tón af stiftfarðanum sem bronser og ljómas- tiftin eru eins og ,,filter á húðinni. Í boði er svo einn kinnalitur sem fer öllum vel. Prófaðu þessi tvö stifti sam- an og við lofum að þú munt ávallt hafa þau við höndina. 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Yves Saint Laurent Touche Éclat All-In- One Glow Skyn Iceland Hydro Cool Firm- ing Eye Gels ILIA Liquid Light Serum Highlighter (Nola) Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Concealer Þreytt á að vera þreytuleg? Meiri svefn, minna kaffi, aukin hreyfing og minni streita. Við vitum hvað þarf að gera til að fá frísklegra útlit en þangað til við náum tökum á þessu öllu er gott að luma á góðum húð- og snyrtivörum sem hjálpa okkur að sýnast allavega vera úthvíldar. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Clinique Moisture Surge Eye The Ordinary Caffeine Sol- ution 5% + EGCG (Maí) Guerlain Terracotta Skin Founda- tion Stick (Deep) Eucerin AQUA- porin Active Guerlain Terracotta Skin High- lighting Stick (Universal Blush)Guerlain Terracotta SkinHighlighting Stick (Nude) The Ordinary Hyaluronic Acid 2% + B5 (Maí) Sensai Cellular Performance Emulsion (Super Moist) Leyni- vopnin þegar tíminn er naumur Yfirleitt eru það augun sem koma upp um svefnleysi og streitu svo vertu með öflug augnkrem við höndina. Sniðugt er að geyma þau í ísskápnum því kuldinn vinnur samstundis gegn þrota. Clinique Moisture Surge Eye 96-Hour Hydro-Filler Concentrate veitir öfluga rakagjöf og hefur stinn- andi áhrif á augnsvæðið. Þetta er gel-formúla sem er mjög létt en þú get- ur notað þetta eitt og sér eða sett augnkrem yfir. Það er einnig gott að eiga The Ordinary Caffeine Solution 5% + EGCG til að setja út í augn- krem eða nota eitt og sér til að virkilega keyra upp virkni. Þessi formúla býr yfir háum styrkleika af koffíni og EGCG úr grænu tei til að veita an- doxunaráhrif, draga úr bólgum og vinna gegn baugum. Að lokum er stór- sniðugt að eiga ávallt Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels en eru gelskífur sem þú leggur undir augun í 10 mínútur og samstundis finnur þú kælandi og rakagefandi áhrif. Augnsvæðið verður stinnara og sléttara. Unnið gegn bólgum og þrota við augnsvæði WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.