Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 10
Þessir lakkskór eru fyrir
mjög uppteknar konur sem
ryðjast áfram í lífinu. Þær
þurfa grófan botn, háan og
þykkan hæl til að vera stöð-
ugar í öldugangi lífsins.
Þessir skór fást í MAIA.
Þessi stígvél ættu svo sannarlega að geta
fært eigandann á vit nýrra ævintýra. Þau eru
frá Saint Laurent og fást á Net-A-Porter.com.
Þessir skór
eru fyrir for-
stjóra sem
þurfa ekki að
labba mikið á
daginn heldur
sitja við skrif-
borð. Þeir fást
í Skór.is.
Eitt sinn þóttu lakkskór vera það fín-
asta sem hægt var að setja á fæturna.
Nú, mörgum árum síðar, eru lakkskór
stór partur af hausttískunni. Lakkskór
haustsins eru með háum hæl,
litlum hæl, mjóum hæl og allt
þar á milli.
Þessir eru fyrir klassíska bóka-
safnsfræðinginn sem fylgist
með tískunni en vill ekki vera of
áberandi. Sniðið á skónum er
bæði fallegt við kjóla og buxur
en þeir fást í GS Skóm. 5
framúr-
skarandi
lakkskór
Vínrauðir lakkskór
eru fyrir fágaðar
konur sem þora að
fara aðeins lengra.
Þeir fást í skór.is.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
É
g hef sem betur fer aldrei heyrt „resting
bitch face“ notað en oft heyrt talað um
„fýlusvip“ sem er stundum notað um þessar
óhjákvæmilegu breytingar þegar við eld-
umst. Sjálf hef ég kosið að kalla þetta
„ómögulegheitasvip“ því sá sem er með
þennan svip virðist vera eitthvað ómögu-
legur á svipinn. Þetta er breyting þar sem
munnvikin verða niðurlút, vísa niður á við. Þetta byrjar sem
smá skuggi í munnvikinu en dýpkar smám saman og færist
niður á höku, þar til myndast djúp felling með þykkildi á
kjálkalínunni. Þegar breytingarnar eru ekki langt komnar
er hægt að leiðrétta þær með fylliefnum (hyaluronic-sýru)
og stundum hægt að seinka hugsanlegri löngun til þess að
fara í andlitslyftingu,“ segir Þórdís.
Hún segir að konan á myndinni sé ungleg miðað við aldur
og því ekki mjög flókið tæknilega að gera hana enn ung-
legri.
„Á myndinni eftir meðferðina sést að munnvikin vísa nú
„upp á við“, búið að setja fylliefni neðan við munnvikin,
stækka varirnar og líklega botox til hliðar við augun.“
Eru svona aðgerðir algengar á Íslandi?
„Þessi meðferð er mjög algeng og ég framkvæmi hana
oft. Flestir koma reglulega á 6-12 mánaða fresti. Fylliefnin
duga mislengi eftir tegundum (mismikil bindigeta á milli
hyaluronic-sýrumólikúlanna). Algengur endingartími eru
12-14 mánuðir. Botox endist yfirleitt í 6 mánuði. Því oftar
sem framkvæmd er botox-meðferð því lengur endist hún.
Eftir nokkur skipti er þess vegna hægt að láta aðeins
lengri tíma en 6 mánuði líða á milli meðferða,“ segir hún.
Losna við
fýlusvipinn með
fyllingarefnum
Á dögunum fjallaði New York Post um „resting bitch face“ eða fýlu-
svip eins og Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir vill frekar kalla þennan
svip. Þórdís segist oft gera svona aðgerðir og komi fólk til hennar á
sex til tólf mánaða fresti til að losna við fýlusvipinn.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þórdís Kjartans-
dóttir lýtalæknir
á Dea Medica.
Hér má sjá fyrir og eftir fylling-
arefni. Myndin til hægri er eftir að
búið var að sprauta fyllingarefnum
í kringum munnsvæðið.