Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 U ng hjón með tvö lítil börn leituðu til Hönnu Stínu og vildu fá hlýlega og fal- lega umgjörð utan um fjölskylduna. „Verkefnið snerist um að hanna að- alhæðina, sem samanstendur af and- dyri, eldhúsi, stofu, borðstofu og ges- tabaði. Allar innréttingar voru upprunalegar og því kominn tími á and- litslyftingu,“ segir Hanna Stína. Hvað vildu húsráðendur kalla fram? „Þau vildu nútímalega hönnun með praktík í huga og betri nýtingu á eldhúsi og mögulega opnara flæði. Við opn- uðum einn vegg til að auka rýmistilfinninguna,“ segir hún. Hanna Stína segir að öll rými hafi haldið sínum upp- runalega stað og því hafi tilfærslur í raun ekki verið mikl- ar ef frátalinn er veggurinn sem var brotinn niður. „Upprunalegur rimlaveggur var látinn halda sér við stiga og hann fékk algjörlega nýtt líf með bláum lit.“ Hvaða efnivið notaðir þú í innréttingar? „Það var lituð eik í hlýjum gráum lit ásamt lökkuðu mdf með fræstum fúgum. Svo notuðum við smá marmara ásamt grænum og bláum tónum. Það er örlítill retro- fílingur í anda byggingarárs hússins en með nútímalegu ívafi. Ljósmyndir/Kári Sverrisson Elskar að auka lífsgæði fólks Horft inn í borðstofu. Rimlarnir í boðstofunni voru lakkaðir dökkbláir en þeir eru upprunalegir og vildi Hanna Stína halda þeim. Innanhússarkitektinn Hanna Stína Ólafsdóttir fékk það verkefni að um- breyta raðhúsi í Reykjavík sem byggt var 1979. Hún segist aldrei fá leið á vinnunni þótt það sé oft mikið að gera. Hennar markmið sé að auka lífsgæði fólks með því að fegra heimili þess. Marta María | mm@mbl.is Baðherbergið er vel skipulagt og skemmtilegt. Á veggnum eru flísar með fiskibeinamunstri en spegillinn er sérsmíðaður í Gler- borg með lýsingu fyrir aftan. Leðurbekkurinn í eldhúsinu lífgar upp á rýmið. HÖNNUN SMARTLAND  Sjá síðu 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.