Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 28
Silkikennd áferð Sensai Flawless Satin Foundation SPF 20 er léttur farði sem veitir húðinni miðl- ungsþekju og frískandi raka- gjöf ásamt náttúrulegum ljóma. Formúlan inniheldur silkipúður sem hefur mýkj- andi áhrif á húðina og sólar- vörn SPF 20 til að vernda hana. Púðuragnir sem fullkomna húðina Chanel Ultra Le Teint Vel- vet SPF 15 er olíulaus farði sem inniheldur Perfect Light Control Complex en það eru tvær gerðir af púðurögnum sem draga úr ásýnd svitaholna og misfellna í húð- inni. Farðinn veitir miðlungsþekju og flauels- kennda áferð. Rakagefandi og náttúruleg innihaldsefni Guerlain L’Essentiel Natural Glow Founda- tion SPF 20 inniheldur 97% náttúruleg inni- haldsefni og veitir húð- inni fallegan ljóma og ferskleika sem endist í allt að 16 klukkustundir. Þekjan er létt til miðl- ungs en auðvelt er að byggja hana upp. Form- úlan býr sömuleiðis yfir húðbætandi eiginleikum, leyfir húðinni að anda, veitir henni raka og verndar gegn umhverf- ismengun. Léttur en langvarandi farði Lancome Teint Idole Ultra Wear Nude SPF 19 er mjög léttur farði sem endist í allt að 24 klukku- stundir á húðinni. Farðinn veitir létta þekju sem er náttúruleg og minnkar ásýnd svitahola. Formúlan er vatns- og svitaheld. Farðinn sem ekki þarf að púðra Anastasia Beverly Hills Luminous Foundation veitir húðinni fallegan og náttúrulegan ljóma og situr hann vel á húðinni svo ekki þarf að púðra yfir hann. Formúlan veitir miðlungsþekju og og hentar öllum húðgerðum. Nærandi formúla í stiftformi Bare Minerals Complexion Rescue Hydrating Foundation Stick SPF 25 byggist á nærandi innihaldsefnum á borð við rauða þörunga og andoxunar- efni. Stiftið er sérlega hentugt í töskuna og auðvelt að bera það á sig en þú finnur samstundis fyrir auknum raka í húðinni. Ferskur og ljómandi farði Yves Saint Laurent Touche Éclat Le Teint veitir húðinni einstakan ljóma, miðlungs- til mikla þekju sem þó kem- ur náttúrulega út. Form- úlan er hönnuð til að vera mjög létt á húðinni og segir YSL að þetta sé eins og 8 klukkustunda svefn í farða- formi. Tæknilegur farði með sólarvörn Shiseido Synchro Skin Self- Refreshing Foundation SPF 30 er nýr farði frá japanska förðunar- merkinu en formúlan býr yfir sér- stakri ActiveForce-tækni sem viðheldur ásýnd hans á húðinni í allt að 24 klukkustundir. Farðinn er olíulaus, þyngdarlaus, auðvelt að blanda og veitir miðlungs- þekju. Hann hentar öllum húð- gerðum, er ilmefnalaus og veitir húðinni vernd með SPF 30 sólar- vörn. AFP Leggðu grímuna á hilluna Þungur og þykkur farði er ekki til þess fallinn að framkalla það besta í húðinni. Miklar framfarir hafa átt sér stað í þróun farða og hefur aldrei verið jafnauðvelt að finna farða við sitt hæfi. Nýjustu farðarnir eru sérlega léttir, þunnir en öflugir svo það er kominn tími til að taka niður grímuna og fagna formúlum sem ýta undir náttúrulega fegurð okkar. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@gmail.com Eva Longoria hugsar vel um útlitið. AFP Andie MacDowell leggur mikið upp úr því að velja réttan farða. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Skipholti 29b • S. 551 4422 YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL TRAUST Í 80 ÁR Fylgdu okkur á facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.