Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 29
FRELSI er orðið sem lýsir Yves
Saint Laurent best.
Monsieur Yves Saint Laurent,
stofnandi Yves Saint Laurent-
tískuhússins, talaði um að konur
ættu að vera frjálsar og það væri
lífsstíll hverrar og einnar að geta
sagt nei þegar það ætti við.
Hann sagði að konur ættu að hafa
frelsi til að sýna sig í réttu ljósi. Það
væri líka að lifa ástríðufullu lífi og að
láta drauma sína rætast. Hann sagði
að frelsi væri hugarástand og að
konur ættu ekki að gera neinar
málamiðlanir. Í dag er frelsi alveg
jafnmikilvægt fyrir nútímakonuna.
Frelsið er í forgrunni í nýjasta
ilmi Yves Saint Laurent, en ilmurinn
heitir Freedom, eða frelsi. Um er að
ræða heillandi blómailm sem dansar
á línunni milli kvenleika og karl-
mennsku. Sem er algerlega í takt við
nútímann.
Dua Lipa er andlit nýja ilmsins frá YSL.
Viltu
vera
frjáls
eins og
fuglinn?
Yves Saint Laurent
var mikill frum-
kvöðull á sínu sviði.
Hér er Yves Saint
Laurent ásamt
Betty Catroux og
Loulou de la Falaise
fyrir utan verslun
hans í Lundúnum
1969.
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29
Einstakar húðvörur.
Dr. Hauschka ÍslandSölustaðir: Hagkaup Kringlunni og Smáralind, flestar heilsuverslanir og valdar Lyfjubúðir.
Lífrænu snyrtivörurnar frá Dr. Hauschka bjóða uppá náttúrulega húðumhirðu fyrir alla.
Þekktar um allan heim fyrir fjölbreytileika, gæði og virkni. Í fararbroddi í yfir 50 ár.
Sannkallaður kraftur úr náttúrunni.