Morgunblaðið - 24.10.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.10.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Á ratugur er liðinn frá því að Credit- info kynnti í fyrsta sinn lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og fjöldi fyrirtækja á listanum hefur vaxið gríðarlega. Brynja Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, segir ánægjulegt að skyggnast yfir þessa þróun. Að- spurð segir hún einnig að þetta framtak fyrir- tækisins hafi skipt máli við endurreisn íslensks efnahagslífs eftir árið 2008. „Það er mikilvægt að vekja athygli á því sem vel er gert og það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að það séu góð og traust fyrirtæki í rekstri í landinu. Þetta verkefni vekur athygli á því og verðlaunar þau fyrirtæki sem standa sig vel. Það er áhugavert að sjá hvernig fjöldinn á listanum endurspeglar tíðarfarið að öðru leyti. Þegar við kynntum listann fyrst þá voru hrun- árin inni í úttektinni sem eðlilega hafði mikil áhrif. Í kjölfarið jókst fjöldinn á listanum þar til ákveðnu jafnvægi var náð fyrir tveimur til þremur árum. Það er í takti við stöðu hagkerf- isins í heild.“ Fyrirtækjunum fjölgar enn Með sama hætti segir Brynja afar ánægju- legt að sjá að fyrirtækjunum hefur ekki fækkað á listanum í ár, þótt að nokkru leyti hafi gefið á bátinn í íslensku hagkerfi á síðasta ári. Spurð út í hvaða áhrif listinn hafi segir hún að þau séu af fleiri en einum toga. „Ég held að það sé misjafnt eftir fyrir- tækjum hvað þau fá út úr því að vera á listan- um. Fyrir mörg fyrirtæki skiptir þetta miklu upp á það hvaða kaup og kjör þau fá, bæði í við- skiptum hér heima og erlendis. Það að vera á þessum lista er ákveðinn gæðastimpill og við vitum að þessi fyrirtæki hafa fengið betri eða meiri fyrirgreiðslu út á það. Við höfum líka heyrt af því að fyrirtæki hafi verið að nýta þessa viðurkenningu fyrir innri markaðs- setningu á sínum vettvangi. Þetta getur virkað sem gott verkfæri til að efla traust starfsfólks til fyrirtækisins og einnig getur þetta ýtt undir liðsheild og samstöðu innan vinnustaða. Við þekkjum það öll að þó við vitum sjálf að við séum að gera vel þá er gaman þegar aðrir taka eftir því eða vakin er athygli á því.“ Brynja segir að listinn virki sem gæðastimp- ill og að það sé orðið eftirsótt að komast á listann til að njóta hans. „Fyrirtæki hringja í okkur og byrja að grennslast fyrir um það hvort þau séu ekki örugglega á listanum löngu áður en hann er gefinn út. Við fáum símtöl frá fjármálastjórum og endurskoðendum sem eru ábyrgir fyrir því að senda inn ársreikninga fyrir hönd fyrir- tækja. Þeir vilja þá kanna hvort við höfum ekki örugglega fengið gögnin í hendur,“ segir Brynja. Verða að skila inn á réttum tíma Hún bendir á að eftir að það skilyrði var sett inn í verkefnið að fyrirtæki þyrftu að virða skilafrest á ársreikningum þá hafi það haft áhrif. Með því setji skilyrði af þessu tagi visst aðhald á fyrirtæki sem leggi upp úr því að upp- fylla kröfurnar til framúrskarandi fyrirtækja. „Fyrirtæki eru einfaldlega ekki framúrskar- andi nema þau fylgi lögum um ársreikningaskil að okkar mati. Þess vegna eru engin fyrirtæki á listanum hjá okkur sem trassa það að skila inn reikningum á réttum tíma.“ Verkefnið hefur undið upp á sig á síðustu ár- um en fyrirmyndin að því er sótt til Finnlands. „Upphaflega sóttum við hugmyndina þang- að. Það kom þannig til að Nora Kerppola, sem er frá Finnlandi og hefur setið lengi í stjórn Creditinfo, benti okkur á verkefni af þessum toga þar í landi. Við ákváðum að láta slag standa. Creditinfo er reyndar starfandi í ríflega 20 löndum og í þremur öðrum löndum utan Ís- lands erum við með svipuð verkefni í gangi en það er í Eystrasaltsríkjunum þremur. Umfang Heilbrigðismerki fyrir íslenskt viðskiptalíf Morgunblaðið/Eggert Brynja segir fyrirtæki sem uppfylli skilyrðin um að kom- ast inn á lista yfir framúrskar- andi fyrirtæki hafi sýnt fram á mikinn stöðugleika í rekstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.