Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 26
Morgunblaðið/Hari N ægjusemi er það orð sem fyrst kemur upp í huga Margrétar Kristmannsdóttur, fram- kvæmdastjóra PFAFF, þegar hún er spurð hverju hún þakkar þann góða árang- ur sem felst í því að vera eitt þeirra fyrir- tækja sem hafa verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi, nú 10 ár í röð. Margrét er af þriðju kynslóð fjöl- skyldu sinnar sem sinnir rekstri PFAFF en afi hennar, Magnús Þorgeirsson, stofnaði fyrirtækið árið 1929 er hann hóf innflutning á saumavélum til landsins. Kristmann, faðir Margrétar, tók við rekstrinum 1963 en Mar- grét settist í framkvæmdastjórastólinn árið 1994. Þá tók þriðja kynslóð fjölskyldunnar al- farið við rekstrinum. Kynslóð sem fór á flug „Ef ég ætti að nefna eitthvert eitt orð væri það nægjusemi og þessi gömlu gildi sem giltu hér í viðskiptalífinu á tímum afa og pabba. Svo fór mín kynslóð svolítið á flug; þessi kyn- slóð sem var við stjórnvölinn um og eftir alda- mótin og fór eiginlega fram úr sér með afleið- ingum sem allir þekkja. Við tókum hins vegar aldrei þátt í því og þóttum örugglega hálf- hallærislegt fyrirtæki hér í kringum 2007. Í viðskiptum þurfa hins vegar allir að græða – ekki bara fyrirtækið heldur starfsfólkið og viðskiptavinurinn, en það er himinn og haf á milli gróða og græðgi. Þegar kom að hruninu var Pfaff því í góðum málum og við fórum í gegnum hrunið með bravör,“ segir Margrét. Margrét segir að það að hafa verið viður- kennt sem framúrskarandi fyrirtæki rétt eftir hrun hafi verið gríðarlega mikilvægt á þeim tíma. „Ég myndi segja að á árunum eftir hrun þegar það var verið að velja þessi fyrirtæki þá hafi þessi verðlaun skipt gríðarlega miklu máli. Ekki bara fyrir fyrirtækin sjálf heldur ekki síst út á við. Það sýndi þjóðinni (út á við) að ekki öll fyrirtæki væru svo til tæknilega gjaldþrota heldur væru til fyrirtæki sem væru með sín mál á hreinu. Þetta var mjög sterkt fyrir ímyndina og mikilvægt fyrir atvinnulífið sjálft. Einnig styrkti þessi viðurkenning sam- band okkar við erlenda birgja og sýndi að hlutirnir væru ekki allir í skralli á Íslandi en sú mynd var oft dregin upp í erlendum fjöl- miðlum. Það að geta sýnt fram á að þitt fyrir- tæki væri með þennan stimpil hafði mjög mik- ið að segja og hefur styrkt tengslin við okkar erlendu birgja og auðveldað okkur að ná í ný viðskiptasambönd.“ segir Margrét. „Gjörólíkt því sem pabbi og afi ráku“ Margrét segir að velgengni fyrirtækisins í 90 ára sögu þess hafi byggst á því að stjórn- endur PFAFF hafi verið óhræddir við að henda „heilu vöruflokkunum út og taka inn nýja“, eins og Margrét orðar það. „Fyrirtækið sem ég rek í dag er gjörólíkt því sem pabbi og afi ráku. Við höfum bara verið nokkuð lánsöm að finna út hvar fyrirtæki eins og okkar á heima,“ segir Margrét. Spurð nánar út í það hvernig fyrirtækinu hefur tekist að aðlagast breyttri tíð og hvern- ig það hefur þróast frá stofnun, árið 1929, seg- ir Margrét að auðvitað hafi svona rótgróið fyrirtæki gengið í gegnum margar breytingar. Sem dæmi hafi stór breyting orðið á starfsemi þess þegar prjóna- og saumageirinn hér á landi dróst verulega saman fyrir um þremur áratugum en Pfaff hafði áratugum saman selt gríðarlega mikið af tækjum og tólum til þess iðnaðar. Þessi geiri átti hins vegar undir högg að sækja þar sem Ísland, eins og önnur Evr- ópulönd, varð sífellt minna samkeppnishæft við ódýrari lönd og síðan kom ný samkeppni við prjónaiðnaðinn þegar flísið kom. Í raun og veru dó þessi iðnaður nánast yfir nótt og á skömmum tíma missti fyrirtækið um fjórðung af veltu sinni. Þetta var mikið áfall fyrir fyrir- tækið og það tók okkur nokkur ár að komast í gegnum það og finna jafnvægi á ný. Við gerðum einfaldlega meira úr öðrum vöruflokkum sem við vorum með – vorum um árabil mjög stór innflytjandi þvottavéla og kæliskápa og flutti fyrirtækið líklega inn 50- 60 þúsund heimilistæki. Við ákváðum það líka fyrir um 20 árum að þarna lægi framtíð okkar ekki og ákváðum því að fara úr þessum bransa og, einhverjum tíu árum seinna, líka úr því að flytja inn smáraftæki,“ segir Mar- grét. Í kjölfar þessara breytinga hafi fyrir- tækið m.a. keypt fyrirtækið Borgarljós og far- ið þannig inn á ljósamarkaðinn, en einnig inn á símamarkaðinn með því að taka yfir umboð- ið fyrir NEC sem þjónustar mörg af stærri fyrirtækjum landsins með símkerfi. „Oft passa þessi gömlu rótgrónu fyrirtæki ekki upp á það að breytast með tíðarandanum held ég. Þau eru oft svolítið föst í sínu. En þú verð- ur alltaf að vera að endurnýja þig – því stöðn- un er oft upphafið að endalokunum.“ segir Margrét. Sjaldan staðið betur Í dag felst umfangsmikill hluti rekstrarins hjá PFAFF í því að flytja inn saumavélar en fyrirtækið rekur einnig öflugar ljósa- og hljóðdeildir. „Hvað varðar hljóð og heyrnartól þá erum við aðallega á fyrirtækjamarkaði. Við þjón- ustum útvarps- og sjónvarpsstöðvar, leik- húsin, stúdíó o.fl. Svo erum við mjög stór í jólavörum; ekki sem við erum að selja mikið í verslun hjá okkur heldur flytjum við inn mikið af jólavörum til endursölu í gegnum aðra,“ segir Margrét. Einnig eru stærri aðilar eins og sveitarfélög sífellt að skreyta meira hjá sér og við flytjum inn mikið af jólaskrauti fyrir þessa aðila. En hvernig jólaskraut? „Bara það sem þú sérð t.d. á Óslóartrénu og á staur- unum niðri í bæ og í kringum tjörnina – og fátt lífgar meira upp á svartasta skammdegið fyrir höfuðborgarbúa en ljós og fallega skreyttur bær,“ segir Margrét. Fjölskyldufyrirtækjum hefur farið fækk- andi undanfarin ár en PFAFF er að sögn Margrétar eitt af elstu fyrirtækjum landsins sem enn er rekið af sömu fjölskyldu og stofn- aði fyrirtækið og segir hún að á 90 ára afmæl- inu sé óhætt að segja að það hafi sjaldan stað- ið betur, en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins í árslok 2018 nam 81%. peturh@mbl.is Óhrædd við stórtækar breytingar 350. sæti PFAFF Meðalstórt 132. sæti Margrét Kristmannsdóttir 26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þegar rætt er um breytingar hugsa eflaust margir um nafnið á fyrirtækinu; PFAFF, sem fer kannski ekki vel í munni í íslensk- um framburði, en fyrirtækið dregur heiti sitt af PFAFF-saumavélaframleiðandanum sem Georg Max Pfaff stofnaði árið 1862 í Kaiserslautern í Þýskalandi. „Við höfum al- veg gert okkur grein fyrir því að þetta er ekki þjálasta nafnið á íslensku. Við eydd- um því töluverðum tíma og peningum í þetta fyrir um 15 árum, löngu fyrir hrun, þegar það var í tísku hjá mörgum fyrir- tækjum að skipta um nafn. Til álita komu alls konar furðuleg nöfn, oft runnin upp úr latneskum heitum, og við fengum al- mannatengslafyrirtæki til þess að fara yfir þetta nafnamál með okkur. Á endanum enduðum við með fimm eða sex nöfn sem við töldum koma til greina sem nafn á fyrir- tækinu. En við vorum bara svo lánsöm að eitt af nöfnunum í pottinum var PFAFF,“ segir Margrét, og það varð á endanum fyrir valinu. „Það var með það sterka ímynd og sterka stöðu að niðurstaða okkar var að ekki væri rétt að fórna því fyrir einhverja tískubylgju þess tíma. Við erum afskaplega ánægð að hafa haldið í það nafn í dag,“ segir Margrét. En hvaða nöfn komu til greina? „Gott ef eitt af þeim nöfnum var ekki bara NOVA,“ segir Margrét. „Þetta voru oft nöfn með einhverjum latneskum skírskotunum. En íhaldssemin getur stundum verið besta niðurstaðan,“ segir Margrét. Pfaff eða Nova? Margrét segir nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að breytast í takt við tíðarandann hverju sinni. Stöðnun er að hennar mati upphafið að endalokunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.