Morgunblaðið - 24.10.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.10.2019, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Þ að má eflaust fullyrða að enn þann dag í dag njóti Atlantsolía sér- stakrar velvildar hjá hópi neytenda fyrir það að hafa stóraukið sam- keppni á íslenskum eldsneytismarkaði. Fyrir- tækið var stofnað árið 2002 og opnaði sína fyrstu bensínstöð í lok árs 2003. Á þeim tíma skiptu þrjú stór olíufélög markaðinum á milli sín, en Atlantsolía ruddi brautina fyrir aukna samkeppni og eru seljendur eldsneytis á bíla núna orðnir sex talsins. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að upphafs- menn Atlantsolíu hafi hvergi verið bangnir, þó að mótbyrinn hafi verið mikill. „Upphaflega stóð til að félagið sinnti fyrst og fremst sölu eldsneytis á skip en nánari skoðun leiddi í ljós að það yrði mun erfiðara að fara inn á þann markað en inn á markaðinn fyrir bifreiðaelds- neyti,“ segir hún. „Þá vildi svo heppilega til, þegar fyrirtækið er að taka á sig mynd, að ein- staklingur sem átti bensínstöð við Kópavogs- braut var tilbúinn að selja hana til Atlantsolíu þegar eftir því var leitað. Sú stöð var því fyrsta bensínstöðin sem félagið opnaði.“ Gerðu allt frá grunni Eins og gefur að skilja var smæðin til traf- ala í fyrstu og var eldsneytið flutt inn með gámaskipum, í sérstökum tönkum. „Á þeim tíma var hvorki hægt að komast að í þeim olíu- geymslum sem fyrir voru í landinu, né heldur að nýta dreifingarnetið, en það hefur breyst m.a. vegna aðgerða samkeppniseftirlitsins til að lækka aðgangshindranir inn á markaðinn. Við þurftum hins vegar að byggja okkar eigin birgðastöð, koma upp okkar eigin dreifikerfi, og gera það allt frá grunni.“ Atlantsolía markaði sér strax þá sérstöðu að reka aðeins sjálfsafgreiðslustöðvar, lausar við allt prjál. „Við kynntum líka dælulykilinn til leiks og var það í fyrsta skipti sem einstak- lingar áttu kost á afslætti af eldsneyti sem umbun fyrir að halda tryggð við fyrirtækið. Varð það til þess að okkur tókst nokkuð hratt að byggja upp góðan viðskiptavinagrunn.“ Olíufélagið hefur stækkað tiltölulega jafnt og þétt en fjöldi bensínstöðva tók þó nýlega kipp þegar samkeppnisyfirvöld úrskurðuðu að samruni olíufyrirtækis og matvöruverslana- keðju yrði háður sölu á fimm bensínstöðvum. Atlantsolía keypti þær allar og byggði eina nýja til viðbótar, svo að samtals bættust við sex stöðvar á þessu ári. Eru benínstöðvar Atl- antsolíu núna 25 talsins og dreifast um alla landshluta að Vestfjörðum undanskildum. Flestar eru bensínstöðvarnar á stór- höfuðborgarsvæðinu og selur Atlantsolía elds- neyti eingöngu í þéttbýli. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er um 10%. Lóðamál stærsta hindrunin Samkeppnin er hörð, og sala á eldsneyti er enginn dans á rósum. Aðspurð hvað hafi hjálp- að til að halda rekstrinum á réttri braut segir Guðrún að það hafi breytt miklu að hafa skýra stefnu allt frá upphafi: að félagið myndi ein- göngu selja eldsneyti, og þá eingöngu í sjálfs- afgreiðslu. „Það var aldrei inni í myndinni að vera með einhvern hliðarrekstur, s.s. matsölu eða smurþjónustu. Í staðinn höfum við ein- beitt okkur 100% að þessum tveimur vöruteg- undum: bensíni og dísilolíu,“ útskýrir Guðrún „Vitaskuld einfaldar það reksturinn á vissan hátt að hafa vöruframboðið ekki flóknara, en um leið þá fylgja þessari stefnu töluverðar áskoranir enda eru allir samkeppnisaðilar okkar að selja sömu vöruna, og þá spurning hvað hægt er að gera til að laða viðskiptavin- ina til okkar og missa þá ekki annað.“ Hún segir það líka mun auðveldara fyrir nýja aðila að koma inn á olíumarkaðinn í dag en árið 2003, en þó séu enn til staðar hindranir sem getur verið erfitt að yfirstíga. „Stærsta hindrunin er að fá lóð undir bensínstöð, og rekstrarforsendurnar allt aðrar hjá þeim sem hafa fengið lóðum úthlutað frá sveitarfélögum og hjá hinum sem þurfa að leigja lóðir,“ upp- lýsir Guðrún. Er breytilegt á milli sveitarfélaga hversu snúið er að fá hentuga lóð. Á sumum stöðum eru sveitarstjórnirnar ólmar að fá meiri sam- keppni á bensínmarkaðinn á sínu svæði á með- an annars staðar er illgerlegt að komast að. „Í langan tíma hefur verið mjög erfitt að fá lóð í Reykjavík. Þar hefur nú verið ákveði að fækka bensínstöðvum, og var þó á brattann að sækja löngu áður en sú stefna var mörkuð. Samkeppniseftirlitið hefur beint tilmælum til sveitarfélaganna að horfa til samkeppnisþátta við lóðaúthlutun, en getur ekki gert meira en það.“ Bensínbílar ekki að hverfa af götunum Ýmsar áskoranir eru framundan og verður áhugavert að sjá hvernig Atlantsolía mun t.d. bregðast við nú þegar hlutfall rafmagnsbíla í bílaflota landsmanna hækkar ár frá ári. Guð- rún segir það vitaskuld hafa áhrif á söluna að bílar verða sífellt sparneytnari en á móti hjálpi það olíufélögunum að ferðamenn streyma til landsins og þurfa að fylla á tank- inn á leið sinni um hringveginn. „Við höfum ekki fengið svo stóran bita af túrista-kökunni, enda ekki með margar stöðvar úti á landi,“ segir Guðrún og bætir við að þótt rafmagns- bílar kroppi í markaðinn séu bensín- og dís- ilbílar ekki að fara að hverfa af götunum í bráð. Hún á ekki von á að Atlantsolía taki þátt í rafvæðingunni, s.s. með því að setja upp hraðhleðslustöðvar, enda má vænta þess að flestir eigendur rafbíla stingi í samband heima hjá sér og í vinnunni, og helst þörf á hrað- hleðslustöðvum við hringveginn. Ýmsar hugmyndir hafa komið til skoðunar, s.s. að nýta tilteknar lóðir Atlantsolíu með öðrum hætti, og mögulega hleypa þar að ann- arri starfsemi. Þá sé stöðugt leitað leiða, í sí- fellt harðnandi samkeppni, til að hagræða og þannig hætti Atlantsolía t.d. að reka eigið dreifikerfi. „Nýir aðilar hafa komið til sög- unnar og hrist upp í markaðinum. Við fórum út í þann slag af fullum krafti og fundum leiðir til að hagræða enn meira í rekstirnum. Vorum við áður með 19 starfsmenn og 19 stöðvar, en rekum í dag 25 stöðvar með 10 starfsmenn.“ ai@mbl.is Einbeita sér 100% að tveimur vörutegundum Morgunblaðið/Eggert 138. sæti ATLANTSOLÍA Stórt 125. sæti Guðrún Ragna Garðarsdóttir Guðrún Ragna segir stærstu hindrunina í rekstrinum vera að fá góðar lóðir undir bensínstöðvar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Atlantsolíu hefur vaxið fiskur um hrygg frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2002.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.