Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI S ama hvað blaðamaður reynir, þá virðist ekki hægt að fá Jón Ax- elsson til að kvarta yfir nokkrum hlut. Oft grípa stjórnendur tæki- færið í viðtölum til að benda á eitthvað sem mætti breyta og bæta í rekstrarumhverfi þeirra – einhver gjöld sem eru íþyngjandi, eða reglur sem kalla á of mikið umstang – en ekki Jón: „Við erum ekkert í pólitík, og vinnum einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda. Á meðan allir aðrir gera það sama þá er ekki yfir neinu að kvarta. Síðan er vinnan svo afskaplega skemmtileg, og gefandi að starfa í kringum börn og unglinga enda við- skiptavinir sem hika ekki við að segja hug sinn, bæði þegar þau eru ánægð og þegar þau eru óánægð.“ Jón er framkvæmdastjóri Skólamatar en fyrirtækið sérhæfir sig í matreiðslu og fram- reiðslu á máltíðum fyrir leik- og grunnskóla. Á dæmigerðum degi útbúa starfsmenn fyrir- tækisins hádegisverð fyrir 12.000 nemendur og um 5.000 skammta af morgun- og síðdeg- isnesti. Var heildarvelta Skólamatar í kring- um 1.100 milljónir á síðasta ári og rekstur- inn hefur vaxið jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi, en þó með sveiflum upp og niður enda starfar Skólamatur á útboðsmarkaði. Kennitala Skólamatar er frá árinu 2007 en starfsemin byggist á grunni fyrirtækisins Matarlyst sem var stofnað árið 1999. Var Skólamatur stofnaður til að leysa bókhalds- legt atriði því á sínum tíma gerðu lögin greinarmun á skattlagningu máltíða handa nemendum annars vegar og handa starfs- fólki skólanna hins vegar. Í dag hefur öll veitingastarfsemin verið flutt yfir í Skólamat á meðan eldri kennitalan heldur utan um fasteignir félagsins, sem það á allar sjálft. „Þetta hófst með honum föður mínum, Axel Jónssyni. Á tíunda áratugnum var ákveðið að einsetja skólana í Keflavíkurbæ og sá hann að með þeirri breytingu yrði þörf á að bjóða nemendum upp á hádegis- mat á skólatíma. Hann hafði látið að sér kveða í veitingageiranum á Suðurnesjum og ræðst í það að koma rekstrinum á laggirnar árið 1998,“ útskýrir Jón og bætir við að Iðn- tæknistofnun hafi lagt verkefninu lið með því að aðstoða við gerð viðskiptaáætlunar. „Smám saman minnkaði vægi annars veit- ingarekstrar hjá honum og árið 2006 er sú ákvörðun tekin að sinna nær einvörðungu matreiðslu fyrir leik- og grunnskóla.“ Alls starfa um 115 manns hjá Skólamat, meirihluti þeirra í hlutastarfi. Er sá háttur hafður á starfseminni að máltíðir hvers dags eru undirbúnar í miðlægu iðnaðareldhúsi en síðan fulleldaðar í eldhúsum hvers skóla fyr- ir sig. „Nú til dags má finna lítið eldhús í flestum skólum, þó að þau séu mismunandi vel útbúin. Þar tekur okkar fólk á móti matnum, eldar hann í ofni, sker niður græn- meti og ávexti, sér um skömmtun, frágang og uppvask,“ útskýrir Jón. Auka gæðin til að bæta árangurinn Að elda ofan í margar þúsundir barna er allt annað en einfalt, og forvitnilegt að skoða hvernig Skólamatur hefur nálgast verkefni sín. Þannig þarf að fullnægja ströngum kröfum um heilnæmi og næringarinnihald, og vitaskuld verður maturinn að vera ljúf- fengur. Eflaust þekkja lesendur dæmi af fyrirtækjum í veitingageira sem hafa freist- ast til að fara einföldustu og ódýrustu leið- ina að því að skila hagnaði og taka t.d. upp á því að minnka skammta eða nota ódýrara hráefni, en hjá Skólamat hefur árangurinn náðst með því einmitt að fara í þveröfuga átt: Er sá háttur hafður á að börnin skammta sér sjálf á diskinn, og geta fengið sér ábót ef þau vilja. Væri auðvelt að halda að þetta fyrirkomulag hlyti að valda því að börnin skömmtuðu sér of mikið og matur færi til spillis, en annað hefur orðið raunin: „Við gerðum fyrst tilraun með að leyfa nemen- dum að skammta sér sjálf salat á diskinn, sem meðlæti. Það gaf fljótlega góða raun, en við uppgötvuðum líka að börnin skildu eftir á diskunum það hráefni í salatinu sem þau vildu ekki borða. Við gengum því skrefi lengra og aðgreindum allt hráefnið svo að hver gæti valið sér sitt eigið salat. Með þessari breytingu þrefaldaðist neysla á grænmeti og ávöxtum og matarsóun minnk- aði,“ segir Jón. „Við höfum síðan farið svip- aða leið með aðalréttina, og bjóðum t.d. ekki lengur upp á pottrétti því börnin vilja ekki endilega allt sem blandað er í réttinn, og við aðgreinum sósurnar frá kjötinu.“ Varð þetta til þess að börnin borðuðu meira og settu hollari mat á diskinn sinn, en hafði á sama tíma þau áhrif að draga enn frekar úr matarsóun. „Það tekur alltaf smá- tíma að innleiða þetta fyrirkomulag, en þeg- ar upp er staðið hefur sjálfskömmtun minnkað magn matarafganga um 30%,“ út- skýrir Jón en starfsmenn vigta mat og af- ganga af nákvæmni og setja tölurnar í gagnagrunn sem fyrirtækið notar til að há- marka nýtingu á hráefni og eins til að tryggja að nóg sé af þeim mat sem börnin eru hrifnust af. En er ekki snúið að koma til móts við þennan kúnnahóp, sem kann jafnvel að hafa allt aðrar skoðanir á en foreldrarnir – sem borga – á því hvað þykir góður matur? Er ekki hætt við að matargestirnir verði óánægðir með allt sem ekki heiti pítsa eða hamborgari? „Þvert á móti þá leggja börnin mikla áherslu á að maturinn sé hollur. Þau vilja góðan mat, en ekki óhollan,“ segir Jón og bendir á að réttir á borð við kakósúpu og bjúgu séu löngu horfnir af matseðlinum, og að það heyri til undantekninga að boðið sé upp á reyktan og saltaðan mat. „Svo má ekki gleyma að matur sem ekki er borðaður, er ekki hollur, og höfum við átt í frábæru samstarfi við nemendur um að þróa betri matseðil jafnt og þétt.“ Þá kom fljótlega í ljós að það eru ekki bara næringargildi og bragðgæði matarins sem skipta máli, heldur líka öll umgjörðin í kringum máltíðina. „Hljóðvistin þarf að vera góð í mötuneytinu, og börnin þurfa að hafa nægan tíma til að borða, að ekki sé talað um mikilvægi þess að starfsfólkið hafi jákvætt viðmót.“ Allt mælt og vegið Rekstur Skólamatar minnir á fullkomið gangverk í flókinni klukku, enda er í mörg horn að líta og þurfa allir að ganga í takt. Þannig eru matseðlar hvers dags skipulagð- ir í þaula og yfirfarnir af næringarfræðingi sem gengur úr skugga um að máltíðirnar séu í samræmi við nýjustu þekkingu á holl- ustu og heilnæmi. Matvælafræðingur vaktar líka ferlið, sinnir hreinlætiseftirliti og hefur eftirlit með gæðunum. „Þá látum við um- hverfismál okkur miklu varða og t.d. löngu búin að marka þá stefnu að fá allt okkar hráefni í sem einföldustum umbúðum til að minnka úrgang. Til að minnka kolefnis- fótsporið höfum við líka skipulagt aksturs- leiðir okkar, og akstursleiðir birgja, til að lágmarka kílómetrafjöldann. Við höfum gæt- ur á uppruna þeirra hráefna sem við notum, leggjum áherslu á stuttar flutningsleiðir, og reynum að nýta innlenda framleiðslu eins og þess er kostur.“ Matseðill hvers dags er þannig byggður upp að alltaf eru tveir réttir í boði, þar sem annar er léttari og dýraafurðalaus og getur hentað bæði sem aðalréttur eða sem með- læti. „Síðan er opinn meðlætisbar með fjór- um tegundum af grænmeti og tveimur af ávöxtum, og bæði hægt að bæta við aðalrétt- inn, eða hafa sem eftirrétt.“ Þessu til viðbótar þarf að búa til sér- máltíðir handa nemendum með sérþarfir s.s. af læknisfræðilegum eða trúarlegum ástæð- um. „Til þess höfum við séreldhús sem er aðskilið frá aðaleldhúsinu. Er sérfæðið eldað þar, pakkað og merkt með nafni nemandans, en þess alltaf gætt að reyna að hafa þennan sérhæfða mat sem líkastan þeim mat sem er á almenna matseðlinum þann daginn.“ Æ flóknara starf Aðspurður hvort til standi að útvíkka reksturinn, og t.d. sinna mötuneytum fyrir- tækja eða öldrunarheimila, segir Jón að það hafi reynst fyrirtækinu vel að hafa þá skýru stefnu að þjónusta leik- og grunnskóla og leita í sífellu leiða til að gera betur við þann markað. Vaxtartækifærin liggi í því að eft- irspurn eftir þjónustunni muni vaxa jafnt og þétt í takt við strangari kröfur. „Hjá skól- unum vinna frábærir matráðar og sinna sínu starfi vel, en hlutverk þeirra verður sífellt flóknara og erfiðara. Þarf að gera fleira en að matbúa og t.d. ætlast til þess í dag að innihaldslýsingar og næringarútreikningar matseðla hvers dags séu aðgengilegar á net- inu. Þá getur starfsmannahald verið heil- mikil áskorun í litlu mötuneyti og strax vandi á höndum ef annar af tveimur starfs- mönnum forfallast.“ Þá segir Jón að það hafi reynst mikið gæfuspor fyrir Skólamat að fá utanaðkom- andi aðila í stjórn fyrirtækisins. „Við erum fjölskyldufyrirtæki, sem þýðir að samband stjórnenda og starfsmanna er með öðrum hætti en ella. Fengum við til liðs við okkur reynda manneskju sem þekkir ekki mikið til í veitingarekstri en þekkir fyrirtækjarekstur út og inn. Er ómetanlegt að hitta þennan stjórnarmann mánaðarlega, til að fara vand- lega yfir tölurnar og spyrja óþægilegra spurninga ef eitthvað virðist ekki eins og það á að vera.“ ai@mbl.is Eins og gangverk í flókinni klukku Ljósmynd / Hilmar Bragi Bárðarson 485. sæti SKÓLA- MATUR EHF. Meðalstórt 213. sæti Jón Axelsson Allt of oft verða fyrirtæki í matsölugeiranum skammlíf og afrek út af fyrir sig að starfsemi Skólamatar hafi dafnað svona vel í tvo áratugi. Þegar hann er beðinn um hollráð fyrir aðra í sama geira segir Jón að aðalatriðið sé að freistast ekki til að svindla: „Árangurinn næst með því að byggja upp traust, sem þýðir að gefa aldrei eftir í gæðum og helst auka gæðin og um leið agann. Þá hefur það reynst okkur vel að einbeita okkur að einu afmörkuðu sviði frekar en að vera með alla anga úti. Vissulega þýðir það að við erum með eggin í færri körfum, en það er áhætta sem við tökum að yfirlögðu ráði og þýðir að við getum ein- beitt okkur að því sem við erum best í.“ Ná árangri með því að byggja upp traust „Það tekur alltaf smátíma að innleiða þetta fyrirkomulag, en þegar upp er staðið hefur sjálf- skömmtun minnkað magn mat- arafganga um 30%,“ segir Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.