Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
innar sem, þrátt fyrir hækkandi ráðstöf-
unartekjur og lækkandi skuldir, dregur hratt
saman seglin þegar glittir í óveðursský. Seðla-
bankinn hefur safnað hátt í 800 milljörðum í
gjaldeyrisvaraforða og í fyrsta skipti eigum við
meira erlendis en við skuldum. Það verður
ekki um það deilt að efnahagsbatinn hefur ver-
ið góður og er byggður á traustum grunni.
Forgangsröðum í þágu hagvaxtar
Framundan eru tímamót. Það hægir á vexti
hagkerfisins, störfum fækkar, atvinnuleysi
eykst og slaki er að myndast á mörgum svið-
um. Áfallið fyrir 10 árum er Íslendingum enn í
fersku minni og því ekki óeðlilegt að um ein-
hverja fari kaldur hrollur. Góðu fréttirnar eru
þó þær að nú er staðan önnur. Undirstöður ís-
lensks efnahagslífs byggjast á traustum
grunni og ef haldið er rétt á spöðunum munu
þær standa af sér töluvert bakslag. Mikilvægt
er að fullnýta svigrúm hagstjórnar til að
sporna gegn áhrifum niðursveiflunnar og
styðja við atvinnulífið. Stöðugt gengi og verð-
lag hefur gert Seðlabankanum kleift að lækka
stýrivexti í fjórgang. Frekari vaxtalækkana er
að vænta á næstu mánuðum sem er fagnaðar-
efni. Lægri stýrivextir styðja við fjárfestingu,
hagvöxt og sporna gegn fækkun starfa.
Sú leið var ekki farin í síðustu niðursveiflu.
Heimili og fyrirtæki börðust í bökkum á sama
tíma og lagðir voru á nýir skattar og þeir
hækkaðir sem fyrir voru. Vissulega var fjár-
hagsleg staða hins opinbera erfið og viðbúið að
álögur yrðu auknar. Leiðin sem farin var hvíldi
þó of mikið á aukinni skattheimtu og of lítið á
hagræðingu hjá hinu opinbera. Fyrir vikið er
skattheimta í dag mun meiri en fyrir 10 árum.
Tryggingagjaldið, tekjuskattur fyrirtækja og
einstaklinga, veiðigjaldið og fjármagns-
tekjuskattur eru allt dæmi um skatta sem eru
hærri í dag en undir lok síðustu uppsveiflu. Þá
eru skattar eins og bankaskattur, sérstakur og
almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur
og kolefnisgjald dæmi um nýja skatta. Á árinu
2019 er áætlað að árlegar tekjur ríkissjóðs af
nýjum sköttum og skattahækkunum verði ríf-
lega 115 milljarðar króna. Samsvarar það um
15% af heildarskatttekjum ríkisins. Þrátt fyrir
að boðaðar séu skattalækkanir á árunum 2020-
2021 þá munu heimili og fyrirtæki enn greiða
97 milljarða króna vegna skatthækkana síð-
ustu 10 ára. Ísland er með eina mestu skatt-
heimtu meðal þróaðra ríkja og standi vilji til að
breyta því verður að skapa svigrúm í opinber-
um rekstri.
Það er ekki að ósekju að rætt er um svig-
rúm. Þrátt fyrir mikinn tekjuvöxt hins op-
inbera undanfarin ár hefur afgangur af rekstri
verið takmarkaður. Útgjöld hafa vaxið hratt til
ýmissa málaflokka og mjög hefur skort á að-
hald og forgangsröðun. Á sama tíma hefur lítið
verið fjárfest. Árin 1998-2008 voru fjárfest-
ingar hins opinbera að meðaltali 4,6% af lands-
framleiðslu, en á síðustu tíu árum hefur hlut-
fallið verið rúmlega 3%. Stjórnvöld boða aukið
fjármagn til innviðauppbyggingar sem er já-
kvæð forgangsröðun. Nú þegar hægir á vexti
hagkerfisins væri til bóta að hraða uppbygg-
ingu innviða til að mæta áætlaðri þörf fyrr.
Finna þarf leiðir til að hraða arðbærum fjár-
festingum og forgangsraða innviðaverkefnum
eftir arðsemi. Innviðafjárfestingar eru mik-
ilvægar. Sterkir innviðir þjóna þörfum heimila
og atvinnulífs um allt land, stuðla að aukinni
samkeppnishæfni og styrkja stoðir hagvaxtar
til framtíðar. Stjórnvöld gegna mikilvægu
hlutverki við að milda áhrif niðursveiflunnar.
Það er vonandi að allt svigrúm verði fullnýtt í
þeim efnum.
Samkeppnishæfni er lykilatriði
Þó að Ísland sé örríki þá er verðmæta-
sköpun á hvern Íslending ein sú mesta í heimi.
Við getum verið stolt af því sem hefur áunnist
á síðustu 10 árum en á sama tíma varnað því að
sá árangur glatist á næstu 10 árum. Efnahags-
leg hagsæld okkar hvílir á vexti útflutnings-
greina og skiptir stöðugleiki mestu fyrir
framþróun þeirra. Nú hægir ekki aðeins á
vexti íslenska hagkerfisins heldur eru efna-
hagshorfur einnig á heimsvísu að taka breyt-
ingum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við
áhrifum aukinna viðskiptaþvingana á heims-
hagkerfið, sér í lagi á þróuð ríki. Vextir í flest-
um iðnríkjum eru sögulega lágir og í sumum
tilfellum neikvæðir. Svigrúm margra ríkja til
að beita vaxtatækinu til að bregðast við versn-
andi efnahagshorfum er því ekki til staðar. Þá
eru opinberar skuldir í mörgum iðnríkjum
hærri en þær voru fyrir tíu árum. Það er þó
ólík staða sem við sjáum á Íslandi. Opinberar
skuldir hafa lækkað hratt og eru í dag á áþekk-
um stað og fyrir efnahagshrun. Svigrúm hag-
stjórnar í mörgum ríkjum til að bregðast við
versnandi efnahagshorfum er því takmarkað.
Sú er ekki staðan á Íslandi. Ef fram fer sem
horfir mun hægur vöxtur viðskiptaþjóða koma
illa við útflutningsgreinar Íslendinga og eykur
enn mikilvægi þess að þeim séu búin sam-
keppnishæf rekstrarskilyrði.
Flestar íslenskar uppsveiflur hafa endað
með svipuðum hætti. Ójafnvægi byggist upp í
íslensku efnahagslífi og leiðréttist með harðri
lendingu, gengisfalli og verðbólguskoti. Þessi
niðursveifla er frábrugðin öðrum því sterkar
undirstöður hafa haldið krónunni tiltölulega
stöðugri þrátt fyrir snarpan viðsnúning í efna-
hagshorfum. Aðlögunin hefur því allt til að
bera að geta orðið mild og gera spár ráð fyrir
að eftir lítilsháttar samdrátt í ár taki hagkerfið
við sér á næsta ári. Verðbólgu er spáð við
markmið og gert ráð fyrir frekari stýrivaxta-
lækkunum. Ekkert er þó í hendi. Nú reynir á
stefnufestu og framtíðarsýn stjórnvalda,
Seðlabanka og atvinnulífs. Til að tryggja að
vöxtur hagkerfisins verði sjálfbær þurfa út-
flutningstekjur að aukast samhliða. Í sinni ein-
földustu mynd má segja að miðað við 3% árleg-
an hagvöxt þurfa útflutningstekjur að
tvöfaldast á næstu 20 árum. Það samsvarar
aukningu upp á 1.300 milljarða króna eða 65
milljarða á ári. Forsenda þess að það takist er
að hér verði samkeppnishæft rekstrar-
umhverfi þar sem álögur eru hóflegar, innviðir
sterkir og regluverk sanngjarnt. Við höfum
svigrúm til að skapa það umhverfi sem við ætt-
um að fullnýta.
Morgunblaðið/Eggert
Þrátt fyrir mikinn tekju-
vöxt hins opinbera
undanfarin ár hefur
afgangur af rekstri verið
takmarkaður.
Styrkleikamerki við lok núverandi hagvaxtarskeiðs Árlegar tekjur af nýjum sköttum og skattahækkunum 2019Gengi krónunnar 2011-2021 Verðbólga 2011-2021
Ársmeðaltöl %, breyting neysluverðsvísitölu frá
fyrra ári
Ma.kr., munur á áætluðum tekjum við sömu skattprósentur og 2008
230
210
190
170
150
5%
4%
3%
2%
1%
’11 ’13 ’15 ’17 ’19 ’21 ’11 ’13 ’15 ’17 ’19 ’21
Útlánavöxtur
%, uppsöfnuð
aukning
Viðskiptajöfnuður
Íslands
% af VLF, meðaltal
Hrein erlend staða
Íslands
% af VLF, meðaltal
2003-2008 2013-2018 2005-2007 2016-2018 ’05-’07 ‘16-’18 Í dag
272%
17% -18%
5% 21,8%
5,5%
-96%
H
ei
m
ild
: S
eð
la
-
ba
nk
i Í
sl
an
ds
Heimild:
Seðlabanki Íslands
og Hagstofa Íslands
Spá Seðlabankans Spá Seðlabankans
+4
+6
+7
+10
+19
+21
+19
+28
+1Gistináttaskattur
Sérstakur fjársýslusk.
Kolefnisgjald
Veiðigjald
Bankaskattur
Tekjuskattur fyrirtækja
Fjármagnstekjuskattur
Tryggingagjöld
Tekjuskattur einstakl.
Samtals 2019
Samtals 2021
115
97
Heimildir: Ríkisskattstjóri, fjármála- og
efnahagsráðuneytið og útreikningar
efnahagssviðs
Styrkleikamerki við lok núverandi hagvaxtarskeiðs Árlegar tekjur af nýjum sköttum og skattahækkunum 2019Gengi krónunnar 2011-2021 Verðbólga 2011-2021
Ársmeðaltöl %, breyting neysluverðsvísitölu frá
fyrra ári
Ma.kr., munur á áætluðum tekjum við sömu skattprósentur og 2008
230
210
190
170
150
5%
4%
3%
2%
1%
’11 ’13 ’15 ’17 ’19 ’21 ’11 ’13 ’15 ’17 ’19 ’21
Útlánavöxtur
%, uppsöfnuð
aukning
Viðskiptajöfnuður
Íslands
% af VLF, meðaltal
Hrein erlend staða
Íslands
% af VLF, meðaltal
2003-2008 2013-2018 2005-2007 2016-2018 ’05-’07 ‘16-’18 Í dag
272%
17% -18%
5% 21,8%
5,5%
-96%
H
ei
m
ild
: S
eð
la
-
ba
nk
i Í
sl
an
ds
Heimild:
Seðlabanki Íslands
og Hagstofa Íslands
Spá Seðlabankans Spá Seðlabankans
+4
+6
+7
+10
+19
+21
+19
+28
+1Gistináttaskattur
Sérstakur fjársýslusk.
Kolefnisgjald
Veiðigjald
Bankaskattur
Tekjuskattur fyrirtækja
Fjármagnstekjuskattur
Tryggingagjöld
Tekjuskattur einstakl.
Samtals 2019
Samtals 2021
115
97
Heimildir: Ríkisskattstjóri, fjármála- og
efnahagsráðuneytið og útreikningar
efnahagssviðs
Á tíu árum
Þ
að kom ekki til af góðu þegar Ísland
vakti heimsathygli í árslok 2008.
Tvíburakreppa, banka- og gjald-
eyriskreppa, nam hér land af fullum
þunga. Eftirleikurinn var síst ánægjulegur en
úr samdrættinum reis íslenskt hagkerfi sterk-
ara en áður. Flest það sem einkenndi brott-
hætta stöðu fyrir 10 árum er breytt í dag. Hag-
kerfið stendur á traustari grunni, viðnáms-
þróttur fjármálakerfisins hefur verið aukinn
og íslensk heimili, fyrirtæki og hið opinbera
eru öll betur í stakk búin til að takast á við
efnahagsleg áföll. Að þessu sinni vekur Ísland
athygli fyrir sterkar efnahagslegar undir-
stöður.
Árin 2007 og 2008 dróst alþjóðlegt fjár-
magnsflæði í heiminum saman um 90%. Að-
gangur að fjármagni er sólarljós fyrir lítið
hagkerfi eins og Ísland og leiddi frost á fjár-
málamörkuðum að lokum til alvarlegs efna-
hagssamdráttar, eins og er enn í fersku minni.
Fjármálakreppuna bar fljótt að og vegna veik-
leika íslenska hagkerfisins skall hún af óvenju-
miklum þunga hér á landi. Árin á undan hafði
mikill vöxtur verið drifinn áfram af ósjálfbærri
skuldsetningu heimila og fyrirtækja, sér í lagi í
erlendri mynt, samhliða viðvarandi viðskipta-
halla. Á sama tíma var bankakerfið í útrás með
efnahagsreikning á við tífalda landsfram-
leiðslu. Atburðarásin var hröð og aðlögunin
óumflýjanleg. Krónan sökk eins og steinn og
verðbólgan rauk upp. Brugðið var til þess ráðs
að dusta rykið af fjármagnshöftum, sem Ísland
hafði verið án frá inngöngu í Evrópska efna-
hagssvæðið. Á árunum 2009 og 2010 dróst hag-
kerfið saman um rúmlega 10%, atvinnuleysi
rauk upp og kaupmáttur heimila minnkaði
verulega.
Upp úr öldudal
Viðsnúningurinn í íslensku efnahagslífi frá
2011 hefur verið lygilegur. Hagvöxtur hefur
verið mikill og störfum hefur fjölgað um 35
þúsund. Kaupmáttur heimila hefur aukist um
nær 40%. Það þýðir að íslensk heimili gætu
hætt að vinna um miðjan september en samt
verið með jafn mikinn kaupmátt og þegar þau
unnu allt árið 2011. Í dag er landsframleiðsla
ríflega fimmtungi meiri en þegar mest var fyr-
ir fjármálakreppuna. Mikill vöxtur íslenskrar
ferðaþjónustu og sterk staða annarra útflutn-
ingsgreina hefur gert það að verkum að hér
hefur verið viðvarandi viðskiptaafgangur.
Þrátt fyrir fall WOW og fækkun ferðamanna
hefur hann verið í miklum vexti á árinu. Hinn
ólæknandi viðskiptahalli sem við þekkjum öll
allt of vel frá fyrri tíð virðist vera horfinn. Það
stafar af aukinni varfærni og sparnaði þjóðar-
Eftir Ásdísi Kristjánsdóttur
forstöðumann
efnahagssviðs SA