Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 46

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI S igurbjörg Rósa Sigþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bakarameistarans, starfar að eigin sögn í mjög vel reknu og öflugu fjölskyldufyrirtæki. Foreldrar hennar stofnuðu Bakarameistar- ann árið 1977 og hefur fyrirtækið verið rekið á sömu kennitölunni síðan af mikilli elju og dugn- aði. „Flestir fjölskyldumeðlimir hafa komið að fyrirtækinu frá því það var stofnað. Hver og einn með sínu lagi. Nú eru þrír meðlimir fjöl- skyldunnar, úr þriðju kynslóð bakaraáhuga- manna og kvenna, nýútskrifaðir eða í námi í bakaraiðn og konditori-námi, þannig að fram- tíðin er björt og áhuginn heldur áfram að hald- ast innan fjölskyldunnar.“ Endalaust af nýjum áskorunum Hvernig upplifir þú rekstrarumhverfið um þessar mundir? „Það er síbreytilegt. Það er að sjálfsögðu endalaust af nýjum áskorunum; bæði kostn- aðarlega, sem og í tekjum, svo ekki sé minnst á mannauðsmálin. Ég tel okkur mjög heppin með okkar frá- bæra starfsfólk, sem hefur unnið hjá okkur til fjölda ára og sumir í áratugi. Það kann til verka hvort sem litið er til framleiðslu- eða afgreiðslu í verslunum. Mannauðurinn er helsta auðlind okkar.“ Hverjar eru helstu nýjungar hjá ykkur? „Við erum í árstíðabundinni framleiðslu þar sem árstíðir skipta miklu máli. Nú erum við byrjuð að undirbúa jólin. Sem dæmi má nefna ensku jólakökuna (ávaxtakökuna). Rúsínurnar í hana eru komnar í bleyti í koníakið og við verðum komin með súkkulaðibitasmákökurnar, vanilluhringina og okkar frægu Bessastaða- smákökur í litlu magni í næstu viku. Við bökum lagtertur, „stollen“ og smákökur eftir eftir- „Mannauðurinn er helsta auðlind okkar“ Morgunblaðið/Hari Sigurbjörg Rósa Sigþórs- dóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir þriðju kynslóð bakara vera að fæðast í fjölskyldunni. Hjá okkur í Vinnufötum er mikið úrval af vönduðum öryggis- og vinnufatnaði. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu,merkjum fatnað og þekkjum þarfir fagaðila. Bæjarlind 1-3 | S. 544 5250 | vinnufot@vinnufot.is | www.vinnufot.is Mikið úrval af vönduðum öryggis- og vinnufatnaði Yfir 30 ára reynsla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.