Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 47
VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 47
spurn fram að Þorláksmessu. Í fyrra seldust
vinsælustu kökurnar okkar upp. Við erum stöð-
ugt að prófa okkur áfram með nýjar tertur og
nýjungar í veisluþjónustunni. Sumt virkar en
annað ekki. Viðskiptavinir okkar eiga alltaf
lokaorðið. Þeir eru frekar fastheldir á sitt uppá-
hald í bakaríinu sínu. Þannig er það bara.
Dæmi um breytingu sem hefur virkað vel er að
smyrja þríhyrnda snittu í stað kringlóttra.
Þannig nýtum við allt hráefnið á snittuna og
minnkum matarsóun með afskurði. Það þarf
alltaf að hugsa í nýjum lausnum út frá nýjum
forsendum.“
Snúðurinn vinsælastastur
Hver er vinsælasta varan hjá ykkur?
„Gamli góði snúðurinn er með vinninginn og
er söluhæsta einingin hjá okkur. Ostaslaufan
fylgir þar fast á eftir. Þegar kemur að brauð-
inu er samlokubrauðið söluhæst, ásamt múslí-
brauðinu okkar. Súpa í brauðkollu er vinsæl og
aspasstykkið góða þegar kemur að mat. Síðan
er Daim-tertan mjög vinsæl í tertuborðinu.
Skúffukaka með mynd er söluhæsta varan
okkar á netinu, en við tókum upp netsölu árið
2014 sem virkar vel með öllum bakaríunum
okkar og kaffihúsunum okkar, sem eru orðin
sjö talsins.“
Hversu umfangsmikil er starfsemin í dag?
„Það starfa hjá okkur um 150 manns. Margir
eru reyndar í hlutastarfi en heil störf í fyrir-
tækinu eru 85 talsins. Við erum með opið lengi
og mikla aðsókn um helgar, sem og veisluþjón-
ustu alla daga ársins, þá þurfum við fjöldann
allan af hlutastarfsmönnum til að manna allar
stöður og klára öll verkefni.
Veltan er stöðugt vaxandi og fjárhagslegu
markmiðin okkar eru að EBITDA fari ekki
undir 10. Ástæðan fyrir því er sú að við þurfum
að endurnýja tækin okkar, sem afskrifast á sjö
árum. Húsnæðið okkar einnig og síðan má allt-
af gera ráð fyrir rekstrarkostnaði. Af þessum
sökum þarf að vera afgangur af rekstrinum.
Öll bakarí almennt glíma við mikinn launa-
kostnað. Það er eðli starfseminnar hjá okkur,
enda á sér stað mikil vinna um nætur og helgar
og það hefur verið mikil áskorun að hafa hlut-
fall launa í réttu hlutfalli við sölu því ekki er
hægt að velta launahækkunum beint út í verð-
lagið endalaust.“
Það verður að vera gaman í vinnunni
Hvað leggur þú áherslu á sem stjórnandi?
„Góð mannleg samskipti eru númer eitt, tvö
og þrjú að mínu mati. Sem og festa og agi. Síð-
an verður húmorinn að vera í lagi.
Vinnuslagorðið okkar til fjölda ára er að hafa
gaman saman í vinnunni og við verðum aldrei
sterkari en veikasti hlekkurinn í keðjunni. Ég
legg mikla áherslu á nýliðaþjálfun, góða þjón-
ustu og metnaðarfulla en það tekur tíma að ná
því fram. Við erum oft í þeirri aðstöðu að þjálfa
upp ungt fólk sem er að taka fyrstu skref sín á
vinnumarkaði og við gerum okkur grein fyrir
að því fylgir mikil ábyrgð. Vegna þessa höfum
við unnið fræðslustefnu innan fyrirtækisins síð-
ustu árin, bæði með aðkeyptum sérfræðingum
með okkar eigin námskeið, sem við skipuleggj-
um ár fram í tímann og þar sem við kennum ný-
liðum helstu atriði góðrar þjónustu og fram-
komu. Við erum með öryggisnámskeið og fleiri
námskeið fyrir starfsfólkið okkar. Við erum að
taka þátt í skemmtilegu verkefni árið 2019 með
Hæfnissetri ferðaþjónustunnar og Margréti
Reynisdóttur í Gerum betur þar sem starfs-
ánægja, vinnuskipulag og fræðsla er markvisst
athuguð og mæld með reglubundnum hætti yf-
ir árið með starfsfólki okkar í framlínunni.
Þetta er liður í því að veita betri þjónustu í bak-
aríum okkar.“
Erum með of margar reglur
miðað við stærð markaðar
Hvernig finnst þér að starfa á íslenskum
markaði?
„Hann er smár en krefjandi, kvikur og hrað-
ur og oft þarf að bregðast við með skömmum
fyrirvara. Á síðustu árum hafa orðið ótrúlegar
stórar og miklar kerfisbreytingar og endalaust
dynja á okkur nýjar kröfur út frá ESB-
samningnum. Þetta er kostnaðarsamt fyrir lítil
og millistór fyrirtæki. Það mætti nota smæð ís-
lenska markaðarins betur til að fá undanþágur
frá íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins
sem eru sniðnar að stórfyrirtækjum í millj-
ónasamfélögum og Alþingi virðist afgreiða
þessar tillögur á færibandi athugasemdalaust
oft á tíðum.“
Getur þú nefnt dæmi um þetta?
„Já, ég er með tvö dæmi. Persónuverndar-
stefnan var risamál og skellt beint á okkur í at-
vinnulífinu og orkupakki tvö hækkaði verð til
okkar bakara á einni nóttu. Ég hef miklar
áhyggjur af framhaldi allra orkupakkanna sem
blasa við okkur. Orkan á að vera sameign okkar
sem byggjum Ísland, ekki markaðsvara!“
Hvað myndir þú vilja sjá að breyttist í þinni
grein tengt reglugerð ríkisins?
„Eftirlitskerfið er allt of umsvifamikið og
dýrt, hvert sem litið er. Ég myndi vilja einfalda
það til muna. Þarna er ég ekki einvörðungu að
tala um matvælaiðnaðinn. Það var talað um það
hér fyrir nokkrum árum að Svíþjóð væri
reglugerðarríki. Ég hef heyrt að við séum orðin
verri en Svíar þegar kemur að eftirlitsiðnaði.
Báknið er of stórt fyrir okkar fámenna þjóð-
félag. Þá tala ég um ríkið og sveitarfélög. Þetta
hægir á allri arðsemi. Eins er trygging-
argjaldið enn of hátt. Fasteignagjöld eru orðin
himinhá og launatengd gjöld eru of mikil. Það
væri farsælla að mínu viti að launafólk fengi
stærri hlut launa sinna beint í veskið sitt til ráð-
stöfunar. Eins eru lífeyrissjóðirnir að taka allt
of mikið af launaveltunni til sín. Skerðingar til
eldri borgara sem og öryrkja sem vilja vera
lengur á vinnumarkaði eða geta unnið finnst
mér að sama skapi ekki boðlegar. Það ætti að
leyfa þessum hópum að komast út á vinnu-
markaðinn án krónutöluskerðingar, það myndi
hjálpa mörgum heimilum.“
Viðurkenningin rós í hnappagatið
Hvernig var að fá viðurkenninguna um
Framúrskarandi fyrirtæki?
„Mér finnst það frábært og virkilega
skemmtilegt. Mér finnst það staðfesta að við
erum að gera hlutina rétt og er rós í hnappa-
gatið fyrir okkur öll sem vinnum í Bakara-
meistaranum.“
Dreymdi þig alltaf um að starfa í þinni grein?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég byrjaði 12 ára
að vinna í bakaríinu, það var í maí árið 1979. Ég
fagna því 40 ára starfsafmæli í ár. Í raun ætlaði
ég eftir stúdentsprófið mitt árið 1987 að taka
mér ársleyfi til að vinna í fjölskyldu-fyrir-
tækinu. Þetta leyfi sendur enn og kenn-
aranámið sem ég stefndi að var sett í bið. Faðir
minn bakarameistarinn benti mér svo
skemmtilega á að ég væri nú þegar í kennara-
hlutverki í dag, að kenna fólki að vinna, og það
var alveg rétt hjá honum. Þannig fór því um
drauminn um kennaranámið á sínum tíma.“
Hverjir eru framtíðardraumarnir?
„Okkur hefur dreymt um nýtt framtíðar-
húsnæði fyrir framleiðsluna okkar og höfum
við verið að kíkja í kringum okkur eftir heppi-
legri staðsetningu. Það þarf að vanda mjög vel
til slíkra verka og góðir hlutir gerast hægt í
þessu sem öðru. Svo stefnum við hjónin að því
að fá meiri tíma til golfiðkunar og lækka for-
gjöfina hressilega. En við reynum líka að vera
dugleg að fara í slökun, í bústaðinn okkar, þar
sem við njótum samverunnar við fólkið okkar,
sem er það besta og mikilvægasta sem maður
gerir í lífinu að mínu mati.“
elinros@mbl.is
388. sæti
BAKARA-
MEISTARINN
Meðalstórt 157. sæti
Sigurbjörg Rósa
Sigþórsdóttir
Hraðari þjónusta Styttri biðOpið 10 – 23 alla daga
Bílaapótekið stækkar – Fleiri lúgur
Stærsta og tæknilegasta bílaapótek á Norðurlöndunum
Bílaapótekið Lyfjaval hefur notið síaukinna vinsælda undanfarin ár og fjölgaði
bílalúgum um meira en helming á sl. ári og býður nú upp á afgreiðslu lyfja í 7
bílalúgum í stað 3ja.
Miklar tæknibreytingar hafa verið gerðar við afgreiðslu í lúgunum en umferð bíla á
milli lúga er nú tölvustýrð og umferðaljós hafa verið sett upp við hverja lúgu.
Til að auka afgreiðsluhraða og gæði í aðstöðu starfsmanna voru settir upp stórir
skjáir í vinnuaðstöðu starfsmanna þar sem upplýsingar koma fram við hvaða
bílalúgu viðkomandi viðskiptavinur er staddur sem bíður afgreiðslu lyfseðils. Þessar
nýjungar leiða til styttri biðtíma og aukinna þæginda fyrir viðskiptavini. Bílaapótekið
við Hæðasmára er eina bílaapótek landsins og er opið til kl. 23:00 alla daga vikunnar.
Lyfjaval rekur 3 apótek en auk bílaapóteksins í Hæðasmára rekur það Lyfjaval í
Mjódd og Apótek Suðurnesja í Reykjanesbæ.