Morgunblaðið - 24.10.2019, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
H
elena Erlingsdóttir hóf störf hjá
Gesti Jónssyni árið 1988 og hefur
fylgt honum síðan.
„Enda afskaplega gott að vinna
fyrir hann og aðra eigendur stofunnar. Gest-
ur stofnaði stofuna árið 1975 og með honum
hafa valist faglega sterkir lögmenn og fram-
úrskarandi málflytjendur, ásamt góðu starfs-
fólki, og hafa allir lagt sitt á vogaskálarnar
sem er grunnurinn að þeim góða árangri sem
stofan hefur náð að mínu mati.
Við trúum því að gæði þjónustunnar geti af
sér gott orðspor og þess vegna sé til okkar
leitað.“
Tímaskráning mikilvægur þáttur
Hvernig lýsir þú starfi þínu?
„Ég sé um rekstur stofunnar en kem ekki
að ákvörðunum um lögfræðileg málefni í ein-
stökum málum. Það er utan míns verksviðs.
Ég held utan um tímaskráningu starfs-
manna, sem er mikilvægur þáttur þegar
kemur að rekstri lögmannsstofu, sem gengur
jú út á að selja þjónustu. Auðvelt aðgengi
lögmanna að tímaskráningarkerfi er lykil-
atriði, með nýlegri þróun í tímaskráningu er
hægt að skrá tímana yfir netið. Fólk er með
snjalltæki í höndunum daglega og þægindin
við að geta skráð tímana hvar sem það er
statt skilar sér í betri tímaskráningu. Það
þarf að huga að skjalastjórnun og öryggi
gagna, við erum með miðlægan gagnagrunn í
skýi, þar sem hægt er nálgast gögnin hvar
sem er. Sé horft til umhverfissjónarmiða er
hægt að skoða gögnin í tölvu í stað þess að
prenta þau alltaf út.“
Hvað finnst þér skipta máli sem stjórnandi
á lögmannsstofu?
„Mannauðurinn skiptir mestu máli og að
halda vel utan um hann. Fólki er vel til vina,
hjá okkur. Við erum þéttur hópur sem vinnur
vel saman. Það er vinalegur bragur á stofunni
og boðleiðirnar stuttar.“
Góður lögmaður er vandvirkur
Hvað gerir lögmann að góðum lögmanni að
þínu mati?
„Góður lögmaður að mínu mati þarf að
vera vandvirkur, gæta hófsemi og vera heið-
arlegur í sínu starfi. Lögmaður þarf að hafa
að leiðarljósi að verkefni, fyrir hönd hvers
skjólstæðings, er það mikilvægasta sem til er,
fyrir skjólstæðinginn.“
Hvað er í gangi erlendis sem þú vildir sjá
þróast meira hér á landi?
„Miðlægir gagnagrunnar er eitthvað sem
ég vil nefna í þessu samhengi. Við höfum ver-
ið og erum í auknum mæli í viðskiptum við
erlenda viðskiptavini og lögmannsstofur.
Störfin eru farin að eiga sér stað víðar en
fyrir íslenskum dómstólum og fyrir íslenska
viðskiptavini. Það hefur lent á okkar borði að
reka mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu
og höfum við sérhæft okkur á sviði evrópska
mannréttindareglna og Evrópuréttar. Nú ný-
verið fluttu lögmenn okkar fyrstir íslenskra
lögmanna mál fyrir yfirdeild Mannréttinda-
dómstóls Evrópu. Mál sem snýst um grund-
vallarmannréttindi á sviði réttarfars.
Við fórum í heimsókn til Eftirlitsstofnunar
EFTA í fyrra til að fá innsýn inn í störf
stofnunarinnar í Evrópu. Við reynum að
fylgjast vel með þróun sem á sér stað erlend-
is.
Leggjum áherslu á endurmenntun starfs-
manna. Það er mikið í deiglunni núna hvað
varðar persónuvernd og peningaþvættismál.“
Lögmönnum fjölgar en
verkefnum fækkar
Er mikil samkeppni í greininni?
„Já, lögmönnum hefur fjölgað og verk-
efnum að sama skapi fækkað. Við teljum okk-
ur vera samkeppnishæf og eins fagleg og
kostur er. Við setjum viðskiptavininni í fyrsta
sæti, hvort sem hann er einstaklingur, fyrir-
tæki eða opinber stofnun.“
Hver er lykillin að baki árangri síðustu
ára?
„Mannauðurinn. Hjá okkur starfa hæfi-
leikaríkir lögmenn sem kunna sitt fag og
leggja sig fram um að veita viðskiptavinunum
góða þjónustu. Fólki er vel til vina, þetta er
þéttur hópur sem vinnur vel saman og senni-
lega er það auðveldara af því við erum ekki of
mörg.“
Hvers vegna telurðu að fólk leiti frekar til
ykkar en annarra lögmannsstofa?
„Við trúum því að gæði þjónustunnar geti
af sér gott orðspor og þess vegna sé til okkar
leitað.“
Hvernig eru framtíðarhorfur fyrirtækisins
og áttu von á því að Mörkin muni stækka
mikið á komandi árum?
„Ég held að horfurnar séu góðar. Við höf-
um vaxið rólega en stöðugt og lítum svo á að
sígandi lukka sé best í vexti sem flestu öðru.
Gæði þjónustunnar verða áfram að leiðar-
ljósið, ekki fjöldi lögmanna. Mikill vöxtur hef-
ur aldrei verið sjálfstætt markmið. Við teljum
okkur líka fyllilega í stakk búin til þess að
takast á við hverskyns verkefni.“
Umfangsmikil vinna
á erlendri grundu
Þú talaðir um að þið væruð fyrst til að
flytja mál fyrir yfirdeild MDE. Í hverju felst
það? Er undirbúningurinn mikill og hvaða
þýðingu hefur þetta?
„Málið var flutt fyrir yfirdeild dómstólsins
núna í október. Í því var skilað greinargerð
og síðan fór fram munnlegur málflutningur
fyrir 17 dómurum. Málatilbúnaðurinn var all-
ur á ensku og vinnan sem bjó að baki er mjög
umfangsmikil. Til yfirdeildarinnar komast að-
eins örfá mál á hverju ári. Það eitt út af fyrir
sig að fá að flytja mál sitt fyrir henni er því
þýðingarmikið. Það yrði vitaskuld enn þýð-
ingarmeira ef við hefðum fram sigur þar, sem
við erum bjartsýn á.“
„Góður lögmaður þarf að vera
vandvirkur og heiðarlegur“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
202. sæti
MÖRKIN
LÖGMANNS-
STOFA
Meðalstórt 41. sæti
Helena Erlingsdóttir
Helena segir að starfsemin
teygi sig í auknum mæli út
fyrir landsteinana. Mál séu
ekki aðeins rekin fyrir
íslenskum dómstólum.